Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 3
M
ARGIR Bandaríkja-
menn spyrja sig
þessa dagana hvort
þeir eigi samleið með
nýjum forseta þar
sem hugmyndir hans
um mannréttindi,
jafnrétti og jöfnuð
stangast verulega á við viðhorf þeirra.
Meira en helmingur þeirra, sem tóku þátt í
forsetakosningunum, kaus Al Gore og Ralph
Nader og margir þeirra óttast að vegið verði
að grundvallarmannréttindum þeirra undir
forystu George W. Bush. Atburðarásin í
kjölfar forsetakosninganna skilur einnig eft-
ir sig djúpa gjá í bandarískum stjórnmálum
og sýnir að einstaka stjórnmálamenn og
dómarar láta einskis ófreistað til að ná völd-
um. Ágreiningur frjálslyndra Bandaríkja-
manna og þeirra íhaldssömu nær langt út
fyrir venjulegan stjórnmálaágreining. Hann
snýst um hið almenna frelsi sem er grund-
vallaratriði klassískra mannréttinda.
Í nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna sitja
einstaklingar sem setja spurningarmerki
við mörg þeirra atriða sem teljast til sjálf-
sagðra mannréttinda í Evrópu nútímans.
Nýr dómsmálaráðherra, John Ashcroft, hef-
ur til að mynda lagt mesta áherslu á það á
sínum pólitíska ferli að afnema réttindi sem
ýmsir hópar í Bandaríkjunum hafa fengið
síðustu 40 árin. Þannig hefur hann gengið
harðast fram, allra öldungadeildarþing-
manna, að afnema áunnin réttindi blökku-
manna, kvenna og samkynhneigðra. Rétt-
indi sem þessir hópar náðu fram á 19. og 20.
öld með blóði, svita og tárum. Fulltrúar
hinna svokölluðu minnihlutahópa í ríkis-
stjórn Bush eru engu skárri. Þeir tala að
vísu oftast máli síns fólks en bera takmark-
aða virðingu fyrir réttindum annarra í sam-
félaginu sem telja á sér brotið. Hinn geð-
þekki utanríkisráðherra Colin Powell er þar
engin undantekning. Hann varði til dæmis
ómældum tíma í að berjast gegn því að sam-
kynhneigðir fengju inngöngu í bandaríska
herinn á fyrstu mánuðum Clinton-stjórnar-
innar. Þær konur sem Bush hefur skipað í
embætti hafa einnig lítinn stuðning meðal
kvenréttindasinna í Bandaríkjunum. Þær
eru iðulega á móti fóstureyðingum sem og
setningu laga og reglugerða sem draga eiga
úr kynjamisrétti.
Ákveðinn hluti bandarísku þjóðarinnar er
þrumu lostinn yfir tilnefningum Bush og
fyrstu embættisverkum hans. Mannrétt-
indasamtök og margir minnihlutahópar ótt-
ast nýja valdhafa og telja beinlínis að þeim
stafi hætta af liðsmönnum Bush og forsetan-
um sjálfum. Bush hefur þegar lagt fram til-
lögur á Bandaríkjaþingi sem fela í sér að
trúfélög geti fengið milljarða dala af opin-
beru fé til að sinna velferðarmálum. Sam-
kvæmt tillögunum geta trúfélög, í fyrsta
skipti, mismunað fólki eftir trúarskoðunum
og neitað því um aðgang að opinberu fé.
Bush lét það verða sitt fyrsta verk að banna
fjárstuðning alríkisins við alþjóðasamtök
sem veita ráðgjöf um barneignir. Þessi
ákvörðun forsetans stöðvar ekki einungis
fjárstuðning til samtaka sem veita upplýs-
ingar um fóstureyðingar. Hún getur einnig
stöðvað fjárframlög Bandaríkjastjórnar til
þeirra deilda innan Sameinuðu þjóðanna og
Rauða krossins sem veita fjölskylduráðgjöf
og berjast gegn alnæmisvandanum. Afleið-
ingarnar geta orðið geigvænlegar þar sem
Bandaríkin veita verulegt fjármagn til bar-
áttunnar gegn útbreiðslu alnæmis. Ákvörð-
unin mun einnig draga úr getu alþjóðastofn-
ana og hjálparsamtaka til að kaupa og dreifa
getnaðarvörnum í fátækustu ríkjum heims.
Erfiðara mun einnig verða að veita konum í
flóttamannabúðum upplýsingar um fóstur-
eyðingar sem valkost en þar eru nauðganir
og misnotkun verulegt vandamál. Skilaboð
Bush eru orðin samhljóma skilboðum páfa.
Lögð er áhersla á lífið, sem Guð á að hafa
skapað, en um leið er engu skeytt um það
hvort börn í fátækum ríkjum veslist upp og
deyi á fyrstu æviárum sínum. Það er víða
raunin þar sem alnæmi er hrikalegt vanda-
mál vegna skorts á fjármagni og fræðslu.
Einnig er óttast að forsetinn reyni að hindra
fræðslu um alnæmisvarnir í Bandaríkj-
unum. Talsmenn forsetans hafa orðið tví-
saga um það hvort forsetaskrifstofan ætli að
leggja niður þá deild innan sinna raða sem
sinnir alnæmisfræðslu. Það sama á við um
deild forsetaskrifstofunnar sem berst gegn
kynþáttamismunum. Verði hún lögð niður
óttast margir að enn erfiðara verði að glíma
við þá miklu tortryggni sem ríkir milli kyn-
þáttanna sem byggja Bandaríkin. Valdataka
Bush er einnig líkleg til að draga úr líkum
þess að bandaríska dómskerfið verði tekið
til gagngerrar endurskoðunar og aftökur af-
numdar.
Afleiðingar stjórnarskiptanna í Washing-
ton munu ná víða. Að mati nýrra valdhafa
eiga alþjóðastofnanir að halda sig víðsfjarri
öllum tilraunum til að setja reglur á alþjóða-
mörkuðum og takmarka áhrif alþjóðavæð-
ingar á umhverfi, menningu og mannrétt-
indi í ríkjum heimsins. Powell ætlar til
dæmis að beita sér fyrir því að Bandaríkin
hætti að tengja viðskipti við mannréttindi í
eins miklum mæli og nú er gert. Þannig mun
bandarískum fyrirtækjum gefast kostur á
því að auka viðskipti við lönd sem ekki virða
mannréttindi. Powell og Condoleezza Rice,
öryggisráðgjafi Bush, sjá heldur enga
ástæðu til þess að Bandaríkin komi íbúum á
átakasvæðum eins og Kosovo og Bosníu til
bjargar.
Það er hins vegar langt í frá að allir hags-
munahópar í Bandaríkjunum fordæmi
fyrstu verk Bush í forsetaembætti. Margir
fagna ákaft og þar fara fremst í flokki and-
stæðingar fóstureyðinga, samtök byssueig-
enda, olíubarónar og tóbaks- og vopnafram-
leiðendur. Andstæðingar fóstureyðinga hafa
þegar náð fyrsta áfangasigri sínum og bíða
óþreyjufullir eftir tilnefningum Bush í emb-
ætti hæstaréttardómara. Þeir vonast til að
Bush skipi dómara sem eru andsnúnir
fóstureyðingum. Þannig gæti hæstiréttur
Bandaríkjanna afnumið þau grundvallar-
mannréttindi að konur ráði yfir sínum eigin
líkama. Það gæti allt eins orðin raunin á
næstu árum haldi Bush uppteknum hætti.
Bush mun tryggja að byssueign verði
ekki verulega takmörkuð frá því sem nú er.
Olíuframleiðendur munu fá sínu framgengt.
Þeim hefur þegar verið lofað frumvarpi sem
veitir þeim rétt til olíuvinnslu á náttúru-
verndarsvæðum Alaska. Tóbaksframleið-
endur geta haldið áfram að greiða í kosn-
ingasjóði repúblikana þar sem tryggt þykir
að Bush mun ekki beita sér gegn þeim eins
og Clinton-stjórnin. Vopnaframleiðendur fá
einnig milljarða dala að launum fyrir stuðn-
inginn við Bush þar sem hinu margumtalaða
eldflaugavarnarkerfi verður loksins hrint af
stokkunum til að verjast árás óvinanna,
hverjir sem þeir nú eru.
Tilraunir Bush til að takmarka réttindi
einstaklinga munu valda ólgu og andstöðu í
Bandaríkjunum. Hinir nýju valdhafar hika
samt ekki við að láta til skarar skríða. Það
sýna dæmin frá Washington. Þeir sem vilja
standa vörð um mannréttindi verða að vera
vel á verði gagnvart öllum hugmyndum um
að skilgreina hin klassísku mannréttindi
þröngt. Mannréttindi eiga ekki að ná ein-
ungis til tiltekins meirihluta í samfélaginu
eins og raunin var í Suðurríkjum Bandaríkj-
anna á dögum aðskilnaðarstefnu hvítra og
svartra. Mannréttindasinnar þurfa sífellt að
minna á megininntak hinna klassísku mann-
réttinda sem felst í því að hver og einn ein-
staklingur fái að lifa í friði án afskipta vald-
hafanna og annarra einstaklinga. Að öðrum
kosti er hætta á að mannréttindaskilgrein-
ingar Bush, Ashcroft og Powell verði ekki
eingöngu viðteknar skilgreiningar vestan-
hafs heldur víðast hvar í heiminum.
Sú var tíðin að Evrópubúar flykktust til
Bandaríkjanna undan kúgun konunga og
kirkju. Ófáir Bandaríkjamenn tala í dag um
að þeim sé ekki vært innan landamæra
heimsveldisins. Í vikunni rakst ég á einn
slíkan á leiðinni frá Missouri til Amsterdam.
Hann átti viðkomu í Reykjavík á leið sinni til
Evrópu í leit að framtíðarheimkynnum. Það
færi þó aldrei svo að frjálslyndir Banda-
ríkjamenn sneru heim á ný til Evrópu með
vonina um frelsi og réttlæti að leiðarljósi?
VEGUR NÝ STJÓRN
BANDARÍKJANNA AÐ
MANNRÉTTINDUM?
RABB
B A L D U R Þ Ó R H A L L S S O N
ÞÓRBERGUR
ÞÓRÐARSON
EIN HEIMSPEKILEG
SAMLÍKING
Særótið bergið brýtur
og byltir því niður í haf;
það sér aldrei framar þá sólu,
er sveitamenn guma svo af.
Mín fýsn er sem úthafsins alda,
er ólmast við hrynjandi sker.
Sætleiki kvenholdsins sverfur
siðferðisbjargið í mér.
Í formála að ljóðakverinu Hvítum hröfnum þar sem þetta ljóð birtist sagði Þór-
bergur (1889–1974): „Ýmislegt í kvæðum þessum særir, ef til vill, siðferðis-
tilfinningu þína. En ef þú ert ekki of háður þínu eigin holdi, munu slíkar línur ekki
verða þér hneykslunarhella. Minstu orða meistarans: „Hreinum er alt hreint.““
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
7 . T Ö L U B L A Ð – 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
FORSÍÐUMYNDIN
Hluti af mynd á sýningu norrænna ljósmyndara í Norræna húsinu.
Ljósmyndari: Pekka Turunen.
Öndvegiskonur
nefnist leikrit þýska leikskáldsins Werners
Schwab sem nú er á fjölum Borgarleikhúss-
ins. Geir Svansson og Úlfhildur Dagsdóttir
fjalla um verkið sem niðurrifsbókmenntir í
tveimur greinum.
Gunnar Gunnarsson
skáld er ráðgáta að mati Einars Más Guð-
mundssonar. Hvers vegna þagnaði hann
svo snemma á ferlinum? Í grein sinni um
skáldið veltir Einar Már þessu fyrir sér.
Hann leiðir og að því getum að Günter
Grass hafi verið undir áhrifum af verkum
Gunnars.
Passía
eftir Hafliða Hallgrímsson verður frumflutt
í Hallgrímskirkju á morgun kl. 17. Rætt er
við Hörð Áskelsson sem stjórna mun flutn-
ingnum og Mary Nessinger sem syngur ein-
söng.
Framtíðarsýnir
fyrri alda nefnist grein eftir Hörpu Þórs-
dóttur sem fjallar um sýningu sem stendur
yfir í Grand Palais í París og fjallar um
framtíðarsýn ólíkra menningarheima frá
fornu fari.