Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 Í PARÍS hefur að undanförnu staðið yfir sýning sem fjallar um framtíðarsýn ólíkra menningarheima frá fornu fari og allt fram á 20. öld. Sýnd eru listaverk og þjóðminjar sem endurspegla þann ótta og þær vonir sem þjóðfélög heims- ins báru til framtíðarinnar. Vel er að sýningunni staðið og einkar forvitnilegt að ganga um sali Grand Palais og skoða hvern- ig list- og sagnfræðingar hafa ákveðið að nálg- ast svo umsvifamikið efni. Að auki var gefin út mjög vönduð sýningarskrá þar sem þekktir fræðimenn velta fyrir sér efni sýningarinnar eða gera grein fyrir mikilvægum þáttum í framtíðarsýn mannsins í lærðum texta. Margt forvitnilegt kemur fram í skránni og var mikið stuðst við hana við samningu þessarar greinar þar sem nokkrar ,,framtíðarsýnir“ hins vest- ræna heims eru útlistaðar. Mundu að þú munt deyja Mannkynið á sér að minnsta kosti eina sam- eiginlega framtíðarvitund, dauðann. Það er al- veg sama hvar við drepum niður, hvort sem um ræðir háþróað nútímaþjóðfélag eða frumstæð- an ættbálk einangraðan frá öðrum samfélög- um, framtíðarsýn manna beinist alltaf ein- hvern tímann að dauðanum. Dulin og ljós óskhyggja mannsins frá aldaöðli hefur verið sú að sigrast á honum og sennilega hafa nær flest ef ekki öll samfélög heimsins svarað á einhvern hátt spurningunni um hvað tekur við eftir jarð- vist hvers og eins. Stór þáttur helgisiða og trú- ar er einmitt tengdur dauðanum. Hver titrandi sál sem á þá vissu eina að ,,eitt sinn skal hver deyja“ hefur þannig frá ómunatíð reynt að tryggja sér einhvers konar eilífð í samræmi við trú sína og siði samfélagsins. Trúin á líf eftir dauðann á sér marga fylgj- endur enda ekki um nýtt fyrirbæri að ræða. Heiðin trú sem og kristin hefur ýtt undir vonir manna um að vistin hér á jörðu sé ekki sú eina. Forfeðradýrkun ýmissa ættbálka í Afríku, Suður-Ameríku, Eyjaálfu og víðar er líka einn angi þeirrar trúar sem boðar líf eftir dauðann. Trú Kínverja og fleiri þjóðfélaga Austurlanda á tvískiptingu sálar við dauðann endurspeglar líka að endalokin séu aðeins upphafið að öðru. Í fornöld lögðu Egyptar einnig mikið upp úr greftrunarumbúnaði manna, ekki síst væru þeir konungar eða valdamenn. Hin vandasama múmíugerð var t.d. einn þáttur í að hjálpa sál hins dauða um ferðaveg sinn. Því hefur þannig verið haldið að mannkyni svo langt aftur sem vitað er að dauðinn feli ekki í sér endalok held- ur geti þvert á móti verið um að ræða ánægju- legt upphaf að einhverju öðru, jafnvel betra lífi. Að minnsta kosti er öruggt að slíkt tal og trú hefur róað margan manninn þegar hug- urinn hefur verið farinn að ókyrrast vegna þess hvað taki við næst. Minnismerki velgjörðarmanna Eitt af merkilegustu táknum um eilífðina sem maðurinn hefur byggt og við höfum enn fyrir augum eru píramídar Egypta. Þeir eru grafhýsi konunga, á stundum nefndir furðu- verk fornaldar, vel yfir 4000 ára gamlir. Svo gamlir eru þeir að það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur maður geti á skynsamlegan hátt gert sér grein fyrir hversu háan aldur þeir bera í raun. Þessi grafhýsi voru reist til að standa um eilífð alla, enda aldrei ráðist í stór- virki nema til að það endist ,,að eilífu“. Kannski má segja að píramídar Egypta séu sýndar- veruleiki eilífðarinnar hér á jörðu. Minnis- merki þagnaðs fótataks þar sem spor þess eru enn sýnileg. Vonir manna um að gleymast ekki eftir að jarðvist lyki er gömul saga og ný. Frá fornu fari hafa höfðingjar og velgjörðarmenn ýmissa samfélaga, sumir hverjir sjálfskipaðir, valið að skilja eftir sig merk verk til að gleym- ast ekki eftirlifendum. Húsbyggingar eða önn- ur stórvirki manna hafa oftar en ekki þjónað slíkum tilgangi. Rómverjar voru t.d. mjög dug- legir við slík verk. Keisarar þeirra létu reisa sigurboga, hof, styttur, hringleikahús og leik- vanga af minnsta hugsanlega tilefni og báru flest þessara mannvirkja nafn þess sem þau lét reisa. Risamannvirki, svo sem áveitur, varn- armúrar, hof og hallir, handa þjóðum eru vissulega öðrum verkum fremri og bera vott um rausn konunga. Þannig var almenningi þjónað, en einnig guðunum, og nafni byggjand- ans var haldið á lofti löngu eftir dauða hans. Hvar geymist nafn þess stórhuga, framsýna, örláta manns sem valdið hafði, betur en grafið í stein eða í nafni þekktrar byggingar? Biðin eftir heimsenda Þegar gluggað er í miðaldasöguna birtist heimsendatrúin sem sterkur þáttur í lífi fólks á þessum tíma. Slík skuggamynd miðalda hefur að minnsta kosti verið dregin upp án afláts í skólabókum, þó að í dag vilji margir reyna að upphefja þennan tíma sem var merkilegur fyr- ir svo margar sakir. Margir fræðimenn hafa meðal annars reynt að varpa ljósi á það að heimsendahræðslan nær í raun ekki hámarki fyrr en á tímum endurreisnar, þeim tímum þegar vísindi og framfarir heimsins eru að komast á skrið. Það er til dæmis talið mjög ólíklegt í dag að menn hafi yfirleitt hræðst að dómsdagur sá sem Jóhannes birtir mönnum í Opinberunarbók Biblíunnar yrði árið 1000, það sé aðeins tilbúin þjóðsaga frá 15. öld. Þessu til útskýringar hafa fræðimenn bent á að tímatal manna hafi verið mjög brigðult og ekki mikið samræmi í því á þessum tíma. Menn hafi ekki vitað með vissu hvaða ár var né hversu gamlir þeir voru. Einnig gætti óáreiðanleika í heim- ildum um það hvenær Kristur fæddist. Tíminn var á reiki og fréttir bárust ekki hratt á milli. Heimsendaóttinn var þó vissulega til þó að menn hefðu mismunandi skoðanir og útreikn- inga á því hvenær von væri á dómsdegi. Ýmis teikn voru talin á lofti um að styttist í endalok jarðlífsins, sérstaklega á tímabilinu 1348–1648. Á þessum tíma gengu drepsóttir yfir megin- land Evrópu, sú skæðasta var eflaust svarti dauði (1348–1351), sem kirkjunnar menn pre- dikuðu að væru aðeins lítilmótlegar refsingar syndugra þjóða og söfnuða. Einnig voru styrj- aldir tíðar þar sem hin kaþólska kirkja var yf- irleitt tengd málum, svo ekki sé minnst á trúar- bragðastyrjaldirnar sem leiddu til klofnings kaþólsku kirkjunnar. Hvernig var hægt að ímynda sér annað en að heimurinn væri á hraðri leið til glötunar? Þessi gamli heimur. Hræðsla manna stigmagnaðist og trúaróttinn varð slíkur að galdraofsóknir náðu hámarki á endurreisnartímum og þrifust vel í slíkri and- ans angist. Fróðir menn eyddu miklu erfiði í að reyna að túlka þau tímamörk sem gefin eru upp í Opinberunarbókinni og sjálfur Kristófer Kólumbus skrifaði árið 1501 að heimsendir yrði 155 árum síðar. Fleiri töldu að endalok heimsins yrðu árið 1656, stóð ekki einmitt skrifað í hinni hebresku Biblíu að Nóaflóðið hefði orðið árið 1656 fyrir Krist? Orðbragð Lúters og hans manna þegar þeir stóðu uppi í hárinu á kaþólsku kirkjunni ber einnig vott um þessa heimsslitahugsun. Þeir kölluðu páfann meðal annars antikrist og töluðu um Róma- borg sem hina „nýju Babýlon“, hina spilltu borg, hóruna sjálfa. Slíkt orðbragð var orðið algengt á þessum tíma þegar menn héldu að héðan yrði ekki aftur snúið, í raun var engu að tapa og ekki ráðlegt að berjast gegn betri vit- und á þröskuldi slíkra hamfara sem voru í vændum. Listasagan er svo sannarlega prýdd verkum heimsslitaspár Jóhannesar. Óttinn eflir sköp- unarþörf mannsins og sköpunarþörfin frið- þægir manninum í trúarótta hans. Óttinn hélt mönnum við efnið og framúrskarandi listaverk gátu ekki annað en komið áleiðis skilaboðum, hvort sem þau voru klöppuð í stein dómkirkna eða máluð á léreft. Vonin um betra líf Í dag geta nánast allir íbúar hins vestræna heims sagt að þeir óttist ekki dómsdag þann sem Jóhannes sá og skýrir frá í Opinberunar- bók sinni. Undantekningarnar eru þó til og víst er að nokkrir ,,sértrúarsöfnuðir“ líta slíkan dómsdag hýrum augum. Vísindamenn í dag spá öðrum heimslokum en Biblían og hafa jafn- framt bent á hver ábyrgð okkar er á því að hringrás lífsins haldist óbreytt. Maðurinn býr því ekki lengur við þá hræðslu að alheimurinn farist næsta dag. Samkvæmt vísindamönnum höfum við fyrir nokkru hafið siglinguna að feigðarósnum og enn er von ef við förum betur að huga að jörðinni. Kirkjan boðaði, og boðar enn, að ávallt væri tími til að breyta lífsháttum til batnaðar og þannig skapa sér betra líf fyrir „Hornsteinn“ tekinn úr súlu byggingar frá botni Miðjarðarhafsins. 2. öld f. Kr. Louvre-safn, París. Grandes Chroniques de France: Jerúsalem Sainte-Geneviève Eitt frægasta dómsdagsverk listasögunna Metropolitan-sa FRAMTÍÐARSÝNIR FYRRI ALDA E F T I R H Ö R P U Þ Ó R S D Ó T T U R Í Grand Palais í París stendur yfir sýning sem fjallar um framtíðarsýn ólíkra menningarheima frá fornu fari og allt fram á 20. öld. Hér er stiklað á stóru um sýninguna og viðfangsefni hennar sem er mönnum sérlega hugleikið um þau tímamót sem nú eru nýliðin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.