Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 11 handan. Betra líf hér á jörð eða hinum megin, allt veltur þetta á okkur sjálfum. Fyrr á öldum var þó ekki spurning um að hyggja ætti vel að lífinu fyrir handan. Fyrirheitin voru hugsjóna- rstaðir, hinir fullkomnu staðir; borgir, garðar eða eyjar. Þar voru allir jafningjar og lifðu svo góðu lífi að menn áttu bágt með að gefa hug- myndafluginu lausan tauminn, svo ólíkt jarðlíf- inu átti það að vera. Í slíkum sýnum fólust von- ir manna um framtíðina oft og tíðum. Hin himinborna borg Opinberunarbókin birtir mönnum eina slíka von. Lokasýn hennar er svo mögnuð að lærðir sem leikir gátu ekki annað en hrifist af. Þar birtist mönnum sýn af friðarborginni sjálfri, himinborinni; Jerúsalem sem niður steig af himni frá Guði (Op. XXI, 10), prýdd gimstein- um, lögð gulli, borgin sem hvorki þurfti sól né tungl fyrir birtu ...því að dýrð Guðs skín á hana og lambið er lampi hennar (Op. XXI, 23). Sú var borg þeirra sem skráðir voru í lífsins bók. Listamenn frá öllum tímum hafa reynt að ímynda sér hvernig hin himneska borg gæti lit- ið út og víst er að þegar áhorfandi stendur fyrir framan slíka mynd þarf hann að muna að meiri fegurð og innileika gat listamaðurinn ekki tjáð. Og ekki gáfust listamenn upp á að reyna að tjá hina ,,sönnustu fegurð“. Allt fram á 20. öld hafa þeir glímt við myndefnið og mörg meistara- verkin orðið til. Paradís á jörðu eða á óskil- greindum stað hefur ávallt verið vinsælt mynd- efni. Oft ber slík mynd vott um andlega hugsun listamannsins sem kannski veit innst inni að slíka hugsýn er aðeins á færi listamanna einna að skapa, enda felst það í orði og gerðum að hér er aðeins um draumsýn að ræða. Utanað- komandi þættir hafa einnig haft áhrif á fram- tíðarsýn manna til hinna fullkomnu staða. Þeg- ar landafundir og nýlendustofnanir hófust mátti merkja breytta draumsýn hjá mönnum og væntingar þeirra urðu ríkulegri. Ameríku var þannig lýst fyrir tilvonandi landnemum að hér væri um sjálfa Paradís á jörðu að ræða. Fleiri skýringa þurfti ekki við og langt fram- eftir 20. öldinni héldu menn til Ameríku til að fá sinn skerf af ,,ameríska draumnum“. Hver er Paradís mannanna? Paradís er sennilega hin mesta draumsýn sem manninum hefur áskotnast. Svo ákaft lokkar Paradísarsýnin manninn að hann hefur ekki gefist upp við það að reyna að skapa hana hér á jörðu. En takmarkinu virðist erfitt að ná, svo ósammála eru menn um hvað felist í orðum nútímans eins og lífsgæði og lífshamingja. Draumsýnin hefur verið brotin niður í smærri einingar og nú má segja að hver fjölskylda fyr- ir sig í hinum vestræna heimi leitist við að ná sinni paradís, á sínum forsendum, burtséð frá því hver viðmið annarra eru. Paradísarþjóðfélög eru þjóðsaga og virðast að minnsta kosti sjaldnast vera í túnfæti þess samfélags sem við lifum í, heldur frekar í því næsta. Slík Paradísarþjóðfélög hafa þó verið kölluð öðrum nöfnum en hinu guðlega nafni. Útópía eða fyrirmyndarþjóðfélagið er nógu heiðið heiti til þess að allir skilji hvað átt er við. Sá draumur sem felst í slíku samfélagsmynstri útópíunnar gerir ráð fyrir lokuðu samfélagi, þá helst eyjasamfélagi, þar sem lifað er í sátt við hrynjandi náttúrunnar. Elstu lýsingar á slíku draumasamfélagi gefa mynd af samþjöppuð- um sjálfsþurftaheimi þar sem íbúarnir búa við ríkulega verndarkennd. Seinni tíma lýsingar draga upp enn skýrari uppskrift að því hvernig fyrirmyndarþjóðfélagið þarf að vera til þess að vel megi farnast. Þar kannast kannski margir við efniviðinn. Útópía nútímans virðist skilyrt af því að í því búi eins fólk af sama kynstofni, í samhljóðan við tíma sem aldrei lýkur. Þar ríki aðeins hin fullkomna eining, þar sé aðeins eitt tungumál talað, aðeins ein trúarbrögð iðkuð, aðeins eitt vald og ein hugmyndafræði. Í stuttu máli sagt, hér er mjög afmörkuðum menning- arheimi lýst þar sem fjölbreytileikinn og ein- kenni einstaklinga sem búa í samfélagi hafa verið sett í fastar, meðfærilegar skorður. Hinn heilagi einfaldleiki í allri sinni dýrð og vantar kannski bara að tala um sameiginlega mynt- sláttu svo að myndin skýrist til fulls. Þáttur geimvísinda á 20. öld Geimvísindin voru fyrst og fremst vísindi 20. aldarinnar. Fyrir þessa öld sem nú er nýlokið horfðu menn aðeins til tunglsins og stjarnanna og ólu með sér þann fjarlæga draum að ein- hvern tímann tækist kannski að komast þang- að. En geimurinn sem slíkur var ekki til um- ræðu. Núna háttar þessu öðru vísi og framtíðaróður mannkyns virðist, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, beinast að geimnum. Hjá sumum er það aðeins tíma- spursmál hvenær hægt verði að panta sér ferð til tunglsins. Hugsjónir sem oftar en ekki var varpað fram af húmanistum eða listamönnum tilheyra ekki lengur framtíðarsýn manna. Vís- indamannastéttin hefur tekið að sér að móta þá sýn. Kannski er ástæðan fyrir því að hug- sjónaþáttur framtíðarsýnarinnar hefur horfið sú, að fyrr á tímum urðu hinar svokölluðu framfarir og framþróun ekki til á einni manns- ævi. Lengri tíma þurfti til að hrinda hlutum í verk svo að viðunandi útkoma fengist. Í dag, og frá þeim tíma sem iðnvæðing hófst, hafa allar forsendur gjörbreyst og hver kynslóð manna verður vitni að ótrúlegum fjölda framfara og þróunar á sviði tækni og vísinda. Fjarlægir draumar hafa verið uppfylltir og enginn trúir því lengur að manninum séu settar takmark- anir í uppgötvunum og framþróun tækninnar. Þetta sá enginn fyrir fyrr á öldum, svo upp- numdir sem menn urðu af hverju smáskrefi sem stigið var í átt til tæknivæðingar sem stuðla átti að betra lífi þegar á heildina væri lit- ið. Alltaf virtist sem lokaskrefið væri stigið og ekki hægt að finna upp fleira. Í dag myndi ekki nokkrum manni láta sér detta í hug að halda fram slíkri fullyrðingu. Einn hópur listamanna hefur færst allur í aukana á síðustu áratugum og öðrum fremur hleypt okkur inn í ímyndunarheim sinn. Þetta eru höfundar vísindaskáldsagna og vísinda- teiknimyndasagna. Þeirra heimur er svo fjar- lægur og hugmyndaríkur að mönnum óar stundum við því að láta sér detta í hug að einn góðan veðurdag geti eitthvert sannleikskorn hugsanlega leynst í slíkum sögum. Þessir menn hafa verið hvað duglegastir við að draga upp mynd af ímyndaðri þróun hins tækni- vædda samfélags og haft er fyrir satt að sjálf Geimvísindastofnun Bandaríkjanna leiti til slíkra manna í æ ríkari mæli. Er hugarflugið ekki annars aflvaki mannsins og nauðsynlegur hluti þess að stuðla að áframhaldandi þróun? Vísindamenn hafa þó alltaf verið duglegir við að reyna að spá fyrir um framtíðina. Hér má því geta manns, sem í styrk vísindalegrar þekkingar sinnar í byrjun 20. aldar dró upp framtíðarmynd sem hann hræddist eigi en víst er að margir vona að komi seint til. Þetta var hinn stórmerki rússneski vísindamaður Konst- antín Tsíolkovskíj (1857–1935). Hann sá fyrir sér að geimurinn ætti eftir að hýsa manna- byggðir í þar til gerðum geimstöðvum. Þar væri búið að skapa vistkerfi svipað því sem þekkist á jörðu og sólarorka yrði nýtt til ferða til og frá geimnum. Geimbúskapurinn yrði upphafið að nýrri öld mannanna, geimöld. Enda sagði hann: ,,Jörðin er vagga mannkyns en enginn eyðir öllu lífinu í vöggunni.“ Löngu eftir framtíðarsýn Tsiolkovski var gerð tilraun í Bandaríkjunum í þágu geim- rannsókna. Nefndist tilraunin Biosphere 2, og átti að athuga hvernig mönnum og dýrum farnaðist í lokuðu tilbúnu umhverfi úti í geimn- um. Tilraunin fór fram á jörðu niðri í Arizona árin 1991 til 1993. Skemmst er frá því að segja að hið háþróaða vistkerfi sem hafði verið ,,sett upp“ undir glerþaki breytti snöggt um svip, frá því að vera sem líkast vænlegu umhverfi í það að breytast til hins hálfu verra, svo vægt sé til orða tekið. Tæplega fjögur þúsund plöntur, tugur dýra og sjö manneskjur voru lokaðar inni í gerviveröldinni og lá við að mennirnir köfnuðu af súrefnisskorti meðan skordýr, svo sem risamaurar og kakkalakkar, völsuðu um allt og fjölguðu sér út í hið óendanlega. Til- raunin misheppnaðist algerlega og virðast vís- indamenn þurfa að yfirstíga margar hindranir áður en þeim tekst að búa til gerviveröld fyrir ekta fólk. Margir hafa því réttilega leyft sér að efast um hæfni mannanna til að hugsa fyrir náttúruna og eðlilegan gang hluta eftir að ljóst varð hvernig tilraunin tókst. Framtíðarsýnin í dag Nú við lok 20. aldarinnar er vert að leiða hugann að því hvernig menn sjá fyrir sér nán- ustu framtíð. Gaman væri ef sagnfræðingar hér á landi tækju sig til og rannsökuðu slíkar hugrenningar fólks enda þjóðin víst talin með eindæmum bjartsýn. Engar hugmyndir virð- ast vera svo ótrúlegar að þær megi afskrifa og væri ekki gagnlegt að eiga slíkan hugmynda- banka fyrir komandi kynslóðir að spreyta sig á? Vissar línur hafa verið dregnar í alþjóðleg- um vísindum sem boða hvað koma skuli. Virð- ist þar líftækni ætla að skipa háan sess og er aldrei að vita nema við Íslendingar komum þar að málum. Einnig virðist upplýsingatæknin ætla að þróast út í hið óendanlega, ekki þorir maður að segja neitt þar um. Gamall draumur mannkyns sem enn hefur ekki verið imprað á gæti ef til vill leynst í framtíð 21. aldar. Hann er sá að manninn hefur alltaf dreymt um að geta flogið sjálfur. Ekki í flugvél, heldur aðeins með léttan útbúnað á bakinu. Margir hafa glímt við vandann en ekki hefur enn tekist að finna upp fullnægjandi búnað sem flýgur með mann án þess að jafnvægi hans raskist. Áfram mætti lengi telja, aðeins þarf að opna fyrir hugmyndaflugið og svo er bara að bíða og sjá. Höfundur er M.A. í listfræði frá Sorbonne háskóla í París. m, nafli alheimsins. Handrit frá um 1270, e-bókasafn í París. r, Sýn heilags Jóhannesar, El Greco, 1610. afnið í New York. Eftir Óperuna árið 2000, 1935, Antoine-Vivenel-safnið í Compiègne, Frakklandi. Svona sá höf- undur þessa verks, Robida, fyrir sér hvernig aðstæður yrðu árið 2000 þegar komið væri úr óp- erunni. Farkostir manna eru flugbílar, og veitingastaðir og einhver mannvirki virðast komin skýj- um ofar. Robida hefur þó ekki leitt hugann að því að klæðnaður manna myndi breytast… Nave nave Mahana, Gauguin, 1896, Listasafnið í Lyon. Gauguin málaði á efri árum margar hug- sjónarmyndir af konum á Tahiti. Óðurinn til náttúrunnar, til hins einfalda lífs manna í samlyndi við náttúruna, vefst ekki fyrir nokkrum sem skoðar þessar myndir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.