Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001 Grand Guignol hugsaði ég með mérþegar ég staulaðist út af sýningunniÖndvegiskonur, svona hlýtur fólkiað hafa liðið á tímum splatterleik- hússins Grand Guignol, og um huga minn flaug aldalöng og merk saga þessa fræga leikhúss sem ég hafði eitt sinn lesið á bók. Þar var Grand Guignol lýst sem merkisbera þjóð- félagslegrar, eða kannski frekar andfélags- legrar gagnrýni, einskonar pönk síns tíma, sem birtist í ýktum sýningum á líkamsmeiðingum hverskonar. Öllum siðareglum var fleygt fyrir borð og fólki boðið uppá að hlæja að siðapost- ulum og njóta þess að sjá fulltrúa valdsins hlut- aða í sundur og brennda, meðan augun rúlluðu eftir gólfinu og þörmum var sveiflað yfir salinn og blóðið gekk í gusum yfir áhorfendur. Grand Guignol var arftaki hins bakthinska karnivals og einskonar síðasta vígi hinnar grótesku gagnrýni, þarsem öllu var snúið á hvolf og áhorfendur upplifðu algera útrás tilfinninga og gengu út hreinsaðir á sál og líkama: það þótti við hæfi að áhorfendur köstuðu dálítið upp í Grand Guignol, annars hefði sýningin mis- heppnast. Velgengi var einnig mæld í yfirlið- um. Með frönsku byltinguna í bakgrunni magnaðist áhrifamagn sýninganna, þarsem Parísarbúar þekktu af eigin raun blóðböð valdsmanna og gætu þarna áframhaldið sinni villtu þörf fyrir stjórnleysi. Og í huga mínum tengdist þetta pólitísku hlutverki og áhrifavaldi leikhússins; hvernig leikhúsið hefur oft í gegnum tíðina verið út- vörður uppreisnargilda og samfélagsgagnrýni. En þegar betur var að gáð fann ég hvergi nein ummerki um þessa merku útgáfu af sögu Grand Guignol, né gat ég séð að ég hefði nokk- urntíma lesið um þetta bók, hvaðþá að slík bók væri til. Þvert á móti, allt sem ég fann um leik- húsið blóðuga benti til þveröfugrar myndar en þeirrar sem ég mundi svo vel eftir. Fyrir utan splatterið náttúrulega, það mundi ég rétt. Restina hefur mig dreymt líklegast; eða bara dundað mér við að búa til í frístundum. Ekkert tabú of heilagt Grand Guignol var stofnað í París árið 1897 – og hafði því ekkert með frönsku byltinguna að gera – á sama tíma og natúralíska framúr- stefnuleikhúsið var að búa um sig. En Grand Guignol var langtþvífrá framúrstefnulegt, það var bæði slísí og afturhaldssamt hvað varðaði leikstíl, sem var beinlínis stefnt gegn natúral- ismanum; jafnframt því að vera skilgetið af- kvæmi hans, því leikhúsið hóf feril sinn á því að sýna stutt leikrit sem voru byggð á glæpa- fréttum úr dagblöðum og voru því einskonar sneið úr daglegu lífi. En svo breyttist dagskrá- in, og skáldskapurinn varð veruleikanum yf- irsterkari. En ennþá var það magn fremur en gæði sem skiptu máli, og á hverju kvöldi voru sýndar nokkrar sýningar, sem sveifluðust yf- irleitt á milli tegunda, frá hrollvekju til kóme- díu, til realísks drama og síðan aftur til baka. Þessi tengsl hláturs og líkamshryllings eiga rætur sínar að rekja aftur til „upphafs“ got- nesku skáldsögunnar á síðari hluta 18. aldar, og komu einnig fram í leikritinu Öndvegiskon- ur, en öfgafullur splatterinn hefur löngum ver- ið uppspretta hláturs, jafnt sem viðbjóðs, nokkuð sem hefur verið sérlega áberandi í hryllingsmyndum síðustu áratuga. Ekkert tabú var of heilagt fyrir Grand Guig- nol, og góður smekkur var bara til að snúa hon- um á hvolf og slægja hann. Til að undirstrika þetta hefðarbrot enn frekar var umhverfið nýtt til hins ýtrasta en sláturleikhúsið var staðsett í átjándu aldar klaustri (fólki ber ekki saman, var húsið klaustur, eða bara byggt eins og klaustur?) með tilheyrandi útskornum englum á veggjunum, predikunarstól í horni og got- nesku yfirbragði á dyrum og gluggum. Og það voru ekki valdsmenn og yfirboðarar sem voru tættir sundur heldur hinn aumi almenningur og yfirleitt einhverjir lítilmagnar. Eitt leikritið, til dæmis, segir frá því að ung blásaklaus stúlka lendir inni á kvennadeild geðveikrahæl- is. Hjúkrunarkonan skellir sér í partý um leið og daman sofnar og þá ráðast hinar geðveiku konurnar að henni sannfærðar um að það sé lít- ill fugl fanginn í höfði hennar. Til að frelsa fugl- inn stingur ein úr henni augun með heklunál. Og þarsem þau skoppa fagurlega í fang ein- hvers áhorfandans (og leikarar Guignol vissu nákvæmlega hvaða (dýra)augu skoppuðu best) þá tryllast hinar konurnar og brenna andlit augnakrækjunnar af á heitri hellu. Grand Guignol var á hátindi frægðar sinnar ein vinsælasta kvöldskemmtun Parísar og dró að sér fjölda ferðamanna jafnt sem stórmenna. Þrátt fyrir að kvikmyndin hefði tekið við hroll- vekjunni strax á fyrstu árum sínum hélt slát- urleikhúsið áfram að setja upp sýningar sínar, enda er það önnur upplifun að sjá líkamshryll- ing á sviði. Þetta eru allir sammála um sem skrifa um Grand Guignol, að það var þessi ná- lægð við blóðslettur og skoppandi augu sem gerði gæfumuninn. Á sviði ertu jú að horfa á lif- andi líkama, og áhrifin verða meiri og sterkari þegar þessir líkamar eru teknir í gegn, beint fyrir framan augun á þér. Árið 1962 var síðasta ár splatterleikhússins, og þá var það farið að dala nokkuð mikið í vin- sældum. En nafnið varð frægt og er ennþá lyk- ilorð í umfjöllun um hrollvekju og líkamshryll- ing. Skrýmslafár leikhúsanna Grand Guignol kemur fram á tímamótum í sögu hrollvekjunnar, á sama ári og gotneska hrollvekjan er endurvakin í Englandi með verkum eins og Dracula (Bram Stoker, 1897) og níu árum eftir að Lundúnabúar höfðu upp- lifað raunverulegan líkamshrylling í gegnum blóðug morð hins óþekkta Jack the Ripper. „ÞAÐ LIGGUR Í AUGUM ÚTI“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þessi speglun eða tvöfalda árás kemur vel fram í leikriti Werners Schwab, Öndvegiskonur, en þar er einmitt hinn gróteski „innri“ líkami speglaður í persónum leikritsins, sem eru félagslega gallaðar og passa ekki inn í hina réttu samfélagslegu ímynd.“ GRAND GUIGNOL, LEIKHÚS OG LÍKAMSHRYLLINGUR Leikritið Öndvegiskonur eftir þýska leikskáldið Werner Schwab sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu hefur vakið umræður um niðurrifsbókmenntir svokallaðar. Þar er um að ræða bókmenntir sem grafa undan viðteknum gildum og viðmiðum í samfélaginu. Hér eru birtar tvær greinar byggðar á fyrirlestrum sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu um sýninguna fyrir skömmu. E F T I R Ú L F H I L D I D A G S D Ó T T U R HUGTAKIÐ „niðurrif„ hefur skotið upp koll- inum í sambandi við uppfærslu Borgarleikhúss- ins á Öndvegiskonum eftir austurríska leik- skáldið Werner Schwab. Niðurrifsbókmenntir. Umfjöllunarefni leikritsins, grimmsvartur húmor og alls kyns helgibrot er augljóslega kveikjan að nafngiftinni. En hvað merkir orðið niðurrif í þessu sambandi? Felur það í sér al- gert neikvæði? Eru bókmenntir með þessu for- merki hreinlega andstæðar lífinu og beinlínis hættulegar? Eða, leynist í þeim vottur af já- kvæði, einhverju sem hægt væri að kalla upp- byggilegt? Til að nálgast umræðuna væri ekki úr vegi að skoða skyld orð og hugtök aðeins nánar. Ekki er alveg ljóst fyrir hvaða erlenda orð „niðurrif„ stendur fyrir. Kannski eru það einkum tvö orð sem koma til greina en á þeim er þó merking- armunur. Orðin eru „destruction„ og „subver- sion„; Annars vegar eru því „destrúktívar„ eða „eyðileggjandi„ (niðurrifs)bókmenntir, hins vegar „súbversívar„ eða undirróðursbókmennt- ir. Fyrrnefndu bókmenntirnar mundu auð- heyrilega tengjast tómhyggju (nihilisma), eða „hreinu„ neikvæði, en þær síðarnefndu eru nær því að hafa pólitískt markmið. En mörkin milli þessara hugtaka eru hins vegar ekki sérlega skýr og undirróðursbókmenntir, sem einnig væri hægt að kalla „andófsbókmenntir„ (sem þó gætu falið í sér enn eitt afbrigðið af bókmennt- um sem hafna viðteknum gildum), geta líka ver- ið nihilískar, í eyðileggjandi merkingu (sem að- standendur andófsins gætu þó hæglega álitið „uppbyggilega„). Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að orðið nihilismi eða tómhyggja hefur ekki ein- hlíta merkingu: Orðið er gjarnan notað um nið- urrif og eyðileggingu og þá með vísun í rúss- neska uppreisnarmenn sem seint á 19. öld vildu eyðileggja stofnanir þjóðfélagsins. Heimspeki- lega vísar nihilismi til þeirrar sannfæringar að ekkert hafi gildi í sjálfu sér, að sannleikur og siðferði sé afstætt. Í kenningum Nietzsches fel- ur orðið þó í sér andóf, einkum gegn kristinni trú sem hann taldi tómhyggju þar eð hún hafn- ar merkingu þessa heims og „manngerðum„ gildum. Óheft þrá í fantasíu En aðeins meir um undirróður eða andóf: Fræðikonan Rosemary Jackson skilgreinir fantasíubókmenntir og í raun fantasíu (hugar- flæði) þar sem hún kemur fyrir í bókmenntum, sem undirróður eða andófsbókmenntir. Án þess að fjölyrða um kenningu hennar má túlka hana sem svo, í hnotskurn, að fantasían teljist til und- irróðurs vegna þess að hún snúist um að lýsa óheftri, ýktri þrá, í allri sinni afskræmingu og siðleysi, eða siðblindu öllu heldur: Hið bælda og undirvitaða leikur lausum hala. Í fantasíunni sem bókmenntategund er hið yfirnáttúrulega, ókennilega, ósegjanlega og viðbjóðslega sett á blað og með því er grafið undan „eðlilegri“ skynjun og „upplifun“ á veruleikanum. Varla er þó hægt að ætla allri fantasíu und- irróðurs- eða andófshlutverk, þ.e. í einhvers konar pólitískri merkingu. Margt eða jafnvel megnið af vísindaskáldskap og ævintýrafantas- íu lýsir og heldur fram hefðbundinni heims- mynd, t.d. hvað varðar hlutverk kynjanna, og oft er þar harla lítið andóf að finna. Möguleik- arnir á undirróðri í slíkum skáldskap eru þó alltaf fyrir hendi, þökk sé fantasíunni. Hins veg- ar mætti segja að allar góðar bókmenntir, hvort sem þær grípa til fantasíu eða ekki, feli í sér andóf gegn ríkjandi hugsunarhætti og vinni gegn fordómum. Og þá án þess endilega að nota svæsið málfar og/eða hrottalegar lýsingar. Til að nálgast þá „niðurrifsmerkingu“ sem færir okkur nær Öndvegiskonum er komið að því að nefna til sögunnar enn eitt hugtakið: „Skatólógía“ skal það vera. Merking orðins er, í fyrsta lagi: ruddalegt tungumál sem tengist hægðum; í öðru lagi: þráhyggja í sambandi við saur eða dónaskap; í þriðja lagi: vísindaleg rannsókn á saur eða úrgangi, aðallega í grein- ingarskyni. Bókmenntir sem teljast „skatólóg- ískar“ væri kannski hægt að kenna við úrgang, skarna, eða „hreinlega“ kalla þær „skítfræði- legar“, „saurlegar“ eða „saurfræðilegar“ bók- menntir. „Sorprit“, „klámrit“ eru of gildishlaðin orð og „óþverrabókmenntir“ einnig. Þeir sem hafa séð leikritið renna nú á lyktina. Við erum að nálgast áhugasvið Mæju öndvegiskonu og hugsanlega skrifin hans Werners Schwab: Leikritið Öndvegiskonur er augljóslega skató- lógískt eða saurlegt; það nýtir sér óþverra og byggist að heilmiklu leyti á því sem almennt þykir viðbjóðslegt. En, jafnframt heillandi! Öll saurleg skrif þurfa ekki endilega að fela í sér undirróður, í pólitískum-nihilískum skiln- ingi. Þannig eru hin makalausu skrif Rabelais, snemma á 16. öld, um feðgana Gargantúa og Pantagrúl þar sem búklegum þörfum og úr- gangi hvers konar er lýst í karnevalískri stemmningu, ekki andóf, nema að takmörkuðu leyti. Karnevalið eða kjötkveðjuhátíð miðalda þar sem þjóðfélagsstiganum var snúið á hvolf er heimilað andóf; meðan hátíðarhöldin stóðu yfir mátti alþýða manna hæða og svívirða valdhafa, á táknrænan hátt, án eftirmála. Þarna var um útrás að ræða, eins konar öryggisventil, sem í raun gegndi því hlutverki að styrkja ríkjandi valdakerfi. Greifinn siðlausi Rabelais skrifaði s.s. snemma á 16. öld en saurleg skrif sem raunverulega fólu í sér andóf og/eða hreint niðurrif koma síðan til sögunnar með uppgangi borgarastéttarinnar á 18. öld. Sade markgreifi, yfirlýstur siðleysingi, var oln- bogabarn fransks þjóðfélags á seinni hluta sömu aldar. Hann var fangelsaður hvað eftir annað fyrir afbrigðilega kynlífshegðun og meint siðleysi. Samtals sat hann inni í 27 ár og reyndar alls ómaklega því maðurinn reyndist, í algerri andstöðu við siðleysingjana sem hann skapaði á síðunum, gæðablóð. Og það var í ófrelsi í Bastillunni sem hann skrifaði skáld- verkið sitt alræmda, 120 daga Sódómu. Í bylt- ingunni 1789, þegar æstur múgurinn réðst á ill- ræmt fangelsið og bókstaflega afbyggði það, reif það niður, hrópaði markgreifinn hvatning- arorð út um fangelsisgluggann og varð þar með þátttakandi í byltingunni sem kom borgurunum (og smáborgurunum) til þeirra valda sem þeir halda enn í dag. Greifanum var úthlutað nokkuð mikilvægt hlutverk í byltingunni en féll þó fljótlega í ónáð því hann hélt áfram uppteknum hætti og skrif- aði sínar saurlegu bókmenntir sem voru í al- gerri mótsögn við „frelsis-, réttlætis- og bræðralagshugsjónir“ borgaranna. Sade upp- hafði hinn sterka einstakling og tætti í sig við- tekið siðferði kerfisbundið. Skrif markgreifans eru síðan viðmiðið fyrir öll öfga-, sadísk, eða saurleg skrif. Sade segir í skrifum sínum allt það sem ósegjanlegt er – og segir það aftur og aftur. Í 120 dögum Sódómu keyrir óþverrinn og hið ósæmilega um þverbak. Lögmálið í bókinni felst í viðbjóðsmettun. Í skáldsögunni, sem til er í u.þ.b. 600 síðna útgáfu, segir, í stuttu máli, frá fjórum vinum og aðalsmönnum, sem allir eru „libertínar“, svona alfrelsingjar undan siðferði, sem hlýða einungis eigin siðferðislögmálum. Þeir koma sér fyrir í afskekktum kastala sem kenndur er við Silling, með gnótt matar, þjón- ustuliði og vænum hópi fórnarlamba, þ.á m. átta FÍFLDJARFIR SÁLKÖNNUÐIR E F T I R G E I R S VA N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.