Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.2001, Blaðsíða 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. FEBRÚAR 2001
T
ÓNLEIKARÖÐIN „Ferðalög“
þar sem skyggnst verður inn í
tónbókmenntir frá einu landi í
senn er samvinnuverkefni þeirra
Daníels Þorsteinssonar píanó-
leikara og Sigurðar Halldórsson-
ar sellóleikara. Sér til fulltingis
að þessu sinni hafa þeir fengið
tenórsöngvarann Finn Bjarnason, sem um
þessar mundir fremur list sína á Englandi.
Eins og vænta má verður áherslan í tónleika-
röðinni einkum á tónlist sem samin er fyrir
þessi tvö hljóðfæri, píanó og selló, en á hverj-
um tónleikum verður gestasöngvari sem flyt-
ur eitthvað bitastætt úr sönglagaarfi hverrar
þjóðar. Samstarf þeirra Sigurðar og Daníels á
sér langa sögu og hófst á Myrkum músíkdög-
um árið 1983. Næstu fimm árin störfuðu þeir
saman í spunahljómsveitinni Vormönnum Ís-
lands, svo segja má að þeir gerþekki hvor
annan þegar að tónlistinni kemur. Í janúar
1988 héldu þeir sína fyrstu hefðbundnu dúett-
tónleika. Þeir hafa síðan víða leikið saman
sem dúett eða sem félagar í Caput-hópnum,
sem þeir hafa báðir starfað með frá upphafi.
Þeir voru fyrst inntir eftir því hvað fyrir þeim
vekti með tónleikaröðinni Ferðalögum.
„Hugmyndin að „Ferðalögunum“ er að
beina athyglinni að einu landi í senn,“ segir
Daníel Þorsteinsson píanóleikari, „og í leið-
inni að einu eða fleiri tónskáldum. Við byrjum
á Frakklandi, förum síðan til Rússlands í
haust og síðan vonandi vítt og breitt um heim-
inn á komandi árum.“
„Við eigum okkur nokkur markmið varð-
andi tónleikaröðina,“ segir Sigurður Hall-
dórsson sellóleikari. „Eitt þeirra er að leggja
áherslu á liðna öld og skoða hana með tilliti til
nýrrar aldar, m.a. hversu nálægt okkur við
finnum verk sem hægt er að kalla klassík og
þar eru mörkin nokkuð óljós. Líka erum við í
bland að draga fram verk sem eru minna
þekkt og einnig þau sem eru meira þekkt og
skoða þau í samhengi. Stillt verður saman
þekktum verkum, líkt og sónötu Debussys, og
minna þekktum verkum sem eiga fullan rétt á
sér við hlið þeirra, svo sem sónötu Poulenc.
Við teljum okkur vera að setja fram mjög
frambærileg verk á tónleikunum.“
„Eitt höfuðmarkmiðið er líka að kynna
ljóðatónlist,“ heldur Daníel áfram. „Tónleik-
arnir verða tvennir á ári, þetta byrjar alla-
vega þannig. Ef við verðum mjög óþolinmóðir
þá kannski fjölgar þeim eitthvað en við ákváð-
um að byrja rólega. Við höfum ekki sett nein
mörk á þetta, það fer eftir því hvað við verð-
um gamlir hversu lengi tónleikaröðin „Ferða-
lög“ endist.“
Þetta er þá öðrum þræði einhvers konar
leiðarvísir að ævistarfi, markmið sem getur
hæglega fylgt ykkur eftir alla tíð?
„Þetta eru eiginlega svona raunir þeirra
sem eru orðnir miðaldra,“ segir Sigurður
glettinn á svip, „og við sjáum hvernig úr þeim
rætist.“
Hvað getið þið sagt mér um verkið „Kvar-
tett um endalok tímans“ eftir Messiaen? Verk
með svona kröftugum titli hlýtur að vera
trúarlegs eðlis og samið af miklum sannfær-
ingarkrafti.
„Þetta er mjög þekkt verk og hefur haft
mikil áhrif á samtímatónlist,“ svarar Daníel.
„Það var samið í fangabúðum nasista en
Messiaen var í haldi þar og verkið er samið
fyrir hljóðfæraleikara sem voru þar. Messia-
en lét sjálfur lífið í fangabúðunum og verkið
er ákaflega áhrifaríkt. Það er einn hluti
verksins sem við flytjum, þáttur fyrir selló og
píanó. Trúarbrögðin stóðu ávallt mjög nærri
Messiaen og segja má að verkið sé kristin
táknsaga eða allegoría að einhverju leyti.“
Baudelaire meðal höfunda
„Ég er búsettur í Englandi, í London, og
fæst þar við ýmis söngverkefni,“ svarar Finn-
ur Bjarnason tenórsöngvari spurningu minni.
„Núna eru framundan tónleikar og minni
verkefni fram á vor en þá fer ég að syngja í
óperu.“
Á tónleikunum flyturðu sex ljóðasöngva
eftir Henry Duparc. Gætirðu lýst umfjöllun-
arefni þeirra í stuttu máli?
„Þetta eru allt lög við ljóð stórskálda. Dup-
arc var ákaflega smekkvís maður og valdi
ljóðin sín vandlega og vandaði sig mikið við
vinnu sína, reyndar svo mikið að hann var of
gagnrýninn á verk sín og það liggja ekki eftir
hann nema fimmtán sönglög og nánast engin
önnur tónlist. En hann gerði þessi lög sín svo
vel að þau þykja með því besta sem hefur ver-
ið skrifað af ljóðasöngvum. Af þeim skáldum
sem hann skrifaði lög við ljóð eftir og við flytj-
um ber ef til vill hæst sjálfan Baudelaire, eitt
af höfuðskáldum Frakka á nítjándu öld.“
„Það er mjög fróðlegt og athyglisvert að
vera með svona heila tónleika frá einu landi,“
segir Daníel. „Þrátt fyrir þessi sterku þjóð-
areinkenni er þarna margt áhugavert á ferð-
inni og það styrkir mann í þeirri trú að það sé
nauðsynlegt að fást við tónlist ólíkra landa.“
Búa Frakkar til öðruvísi tónlist en ná-
grannar þeirra Þjóðverjar, svo dæmi sé tek-
ið? „Þjóðverjarnir skapa sína tónlist öllu
meira með höfðinu,“ svarar Daníel, „meðan
Frakkarnir gera þetta meira með hjartanu.
Þrátt fyrir það er tónlist þeirra ekkert hálf-
kák, verkin sem við flytjum á tónleikunum
eru öll stórkostleg listaverk.“
„Þýsku lögin eru þyngri,“ segir Finnur, „og
þau eru stundum stórkarlaleg. Frökkum
finnst margt smekklaust sem Þjóðverjar
semja og Frakkar myndu aldrei leyfa sér að
hella úr hjarta sínu á sama hátt og Þjóðverj-
inn gerir, þeir myndu setja það í fágaðra
form.“
„Frakkar eru lífsglaðir,“ segir Daníel, „og
það er svolítið einkennilegt að Þjóðverjar
þurfa stundum að burðast með dálítið stórar
hugsanir á bakinu, en svo höfum við auðvitað
undantekningar frá þessu. Rómantísk þýsk
sönglög geta auðvitað verið bæði létt og leik-
andi.“
Hvað segið þið þá um íslensku sönglögin
sem þjóðin þekkir, elskar og dáir? Hvert
sóttu höfundar þeirra innblástur sinn? „Hall-
dór Laxness kallaði nú einhverntímann ís-
lenska sönglagið „danskan skilning á þýskri
rómantík“,“ segir Finnur Bjarnason. „En við
getum, þó sérstaklega á síðari árum, státað af
góðum tónskáldum og flest, ef ekki öll, hafa
sinnt íslenska sönglaginu mjög vel.“
„Það má segja með þessa frumkvöðla í ís-
lenskri tónlist,“ segir Daníel, „að þótt þeir
væru ef til vill ekki ýkja frumlegir voru þeir
mjög heppnir með melódíuna. Þeir gerðu mel-
ódíur sem hafa náð að lifa en það má auðvitað
heimfæra þær upp á þýska stílinn.“
„Það var kannski líka það eina sem þeir
höfðu aðgang að og þetta var bakgrunnur
þeirra,“ segir Finnur.
„Sönglagið hefur tekið miklum breytingum
og þróast mikið á síðustu áratugum,“ skýtur
Sigurður Halldórsson inn í.
„Við erum líka svo lánsöm að eiga mörg góð
ljóðskáld og það hvetur tónskáldin til dáða,“
segir Daníel.
Góð kammertónlist fyrir söng
og hljóðfæri
„Það er mjög mikið til af íslenskum söng-
lögum frá síðustu tuttugu árum eða svo,“ seg-
ir Sigurður. „Þetta er ákaflega áhugaverð
tónlist, einkum kammertónlist fyrir söng og
hljóðfæri.“
En er hún flutt nógu oft opinberlega? Gefst
almenningi kostur á því að heyra það nýjasta
sem tónskáldin eru að semja af sönglögum?
„Já, já. Vissar aðstæður hafa skapað þetta,“
segir Daníel, „litlar kammersveitir og söng-
hópar hafa starfað mjög ötullega á síðustu ár-
um og það er mikið framboð á tónleikum nú-
orðið. Það hefur aldrei verið meira.“
Hefur Salurinn ekki gerbreytt hlutunum í
raun og veru fyrir tónlistarfólk, er ekki mikið
líf í kringum hann núorðið?
„Jú, hann er orðinn miðpunktur í tónlist-
arflutningi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sig-
urður, „og þá hefur hann breytt öllum
áherslum varðandi aðbúnað tónlistarmanna,
hljómburðinum og öllu því. Við erum komin
með nokkurs konar annað heimili þarna, þeg-
ar við komum þarna inn finnum við fyrir því
að öll aðstaðan er sniðin fyrir tónlistarmenn
og flytjendur, en þegar þú kemur inn í önnur
hús þarftu að gera málamiðlanir sem einungis
duga fyrir hvern stað fyrir sig. Í Salnum líður
manni ekki eins og gesti og við erum, eins og
þú getur rétt ímyndað þér, fullir tilhlökkunar
vegna tónleikanna í dag.“
FERÐALÖG UM FRAM-
SÆKNAR TÓNBÓKMENNTIR
Á TUTTUGUSTU ÖLD
Morgunblaðið/Golli
Finnur Bjarnason, Daníel Þorsteinsson og Sigurður Halldórsson á æfingu í Salnum.
Ferðalög heitir tónleika-
röð sem hleypt verður af
stokkunum í Salnum í
Kópavogi í dag kl. 16.
Tónleikaröðinni er ætlað
að kynna áhugaverða og
framsækna tónlist frá ný-
liðinni öld. Í dag verður
boðið uppá tónlist frá
Frakklandi, sex ljóða-
söngva eftir Henry Du-
parc, sónötur fyrir selló
og píanó eftir Debussy og
Poulenc, auk þáttar eftir
Messiaen. ÞORVARÐUR
HJÁLMARSSON hitti for-
göngumenn Ferðalaga
að máli.