Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 E INU sinni voru Danir góðir í fót- bolta þótt hallað hafi undan fæti síðustu ár. Nú eru Danir hins vegar í fremstu röð í ljós- myndun og marg- ir þarlendir ljósmyndarar hafa hlotið heimsathygli fyrir myndir sínar. Nægir þar að nefna Hen- rik Saxgren, Nikolaj Fuglsig og Claus Bjørn Larsen en sá sem lengst hefur þó líklega náð er jafnframt yngstur þeirra, Joac- him Ladefoged. Hann hefur hlotið verðlaun World Press Photo keppninnar og var í fyrrasumar tekinn inn í Magnum ljósmynda- samtökin, þar sem hann er næstyngstur meðlimanna, þrítugur að aldri. Ladefoged sýnir myndir frá Albaníu og Kosovo í Louisiana í tengslum við Magnum sýninguna og það hefur verið í nógu að snú- ast fyrir hann frá því að sýningin var opnuð. Landar hans hafa smám saman verið að átta sig á þeirri viðurkenningu sem hann hefur hlotið fyrir myndir sínar og Ladefoged hefur því þeyst á milli viðtala þar sem umræðuefn- ið er oftar en ekki hvernig það sé að vera orðinn frægur. Þótt það hafi sínar slæmu hliðar, t.d. í þeim viðbrögðum margra landsmanna hans að ekkert þýði lengur að bjóða honum verk- efni því hann sé orðinn of upptekinn til að sinna þeim, gefur alþjóðleg viðurkenning honum kost á að sýna myndirnar sínar og segja frá. „Ég ímynda mér auðvitað ekki að ég breyti heiminum með mynd- unum, maður verður að vera Ameríkani til að trúa því. Ég trúi hins vegar á mátt mynd- arinnar til að upplýsa fólk, ég vil segja sögu með myndum mín- um, sögu sem vonandi verður til þess að vekja menn til umhugs- unar,“ segir hann. Stólar á hól Fyrir hálfum öðrum áratug var farið að kenna blaðaljós- myndun í Danmörku og segir Ladefoged það hafa ýtt mjög undir áhugann á ljósmyndun, sem svo hafi aftur skilað sér í þeim stóra hópi Dana sem vakið hafa alþjóðaathygli fyrir myndir sínar. Eftir ljósmyndanám starfaði Ladefoged sem blaðaljósmyndari í sex ár, á Aarhus Stifts- tidende og Politiken, nokkuð sem hann segir hafa veitt sér dýrmæta reynslu. Hann yf- irgaf hins vegar öryggi fastrar vinnu fyrir nokkrum árum til að hafa meira frelsi til að gera það sem hugurinn stóð til. Og þarf ekki að sjá eftir því. Myndum Ladefogeds hefur verið lýst sem listrænum en hann leggur áherslu á að hann líti ekki á sig sem listamann. „Fréttamyndir, myndir af fólki í neyð, eru ekki list, þær eru raunveruleikinn. Ég vil alls ekki að þessu tvennu sé blandað saman en viðurkenni að sumar uppstillingarnar sem ég hef gert, t.d. í Danmörku eru tilraun til þess að vera dálítið listrænn,“ segir hann og vísar þar m.a. til myndasyrpu sem hann gerði fyrir tengdafor- eldra sína er reka húsgagnaverslun. Þau fengu tengdasoninn til að mynda húsgögn og gáfu honum frjálsar hendur til þess. Nið- urstaðan varð vægast sagt óhefðbundin syrpa mynda af húsgögnum úti í guðsgrænni náttúrunni. Lifi af portrettmyndum Ladefoged hefur hlotið alþjóðlega viður- kenningu fyrir fréttamyndir og myndir af daglegu lífi fólks. Hann segist hins vegar hafa í sig og á með tekjum af portrett- myndum, sem hann tekur í Danmörku. „Það vilja allir láta taka portrett og ég lifi aðallega af þeim tekjum. Með aðildinni að Magnum hafa mér hins vegar gefist aukin tækifæri til að ferðast og sinna verkefnum fyrir blöð og tímarit, en það er það sem mig langar mest til.“ Líf ljósmyndarans er þó í föstum skorðum, hann er giftur og von á fyrsta barninu innan skamms. Segist Ladefoged ekki reiðubúinn að vera of mikið að heiman, hingað til hafi það aðeins verið um 2 mánuði á ári, 10-12 ferðir. Aðildin að Magnum hefur breytt því að hann er nú tekinn alvarlegar en áður, seg- ir hann. Og verkefnunum fjölgar. „Ég er orðinn kröfuharðari og get leyft mér að neita verkefnum. Ég tek t.d. aldrei uppstillingar og skreytingar. Auglýsingar mynda ég að- eins í undantekningartilfellum,“ segir Lade- foged. Hann er þekktur fyrir þrjósku og að gefa sér góðan tíma í verkefni. Þegar hann mynd- ar fólk er hann „alveg uppi í andlitinu á því. Það getur verið mjög erfitt þegar fólk vill ekki láta mynda sig og því verð ég að láta mig hafa það að vera oftar en ekki hent í burtu,“ segir hann um leið og hann blaðar í gegnum bunka af myndum af þungbrýndum vegfarendum við gaddavírsrúllur í Mitrovica í Kosovo. Því færri litir því betra Vörumerki Joachims Ladefogeds eru svarthvítar myndir en hann segist þó alls ekki fráhverfur því að taka í lit eða öðru formati. „Ég var t.d. nýlega á ferð í Afríku ÞRJÓSKUR, DANSKUR, SVART-HVÍTUR Joachim Ladefoged hefur náð einna lengst danskra ljósmyndara og hefur nú gengið til liðs við Magnum ljósmyndasamtökin. Eftirlæti hans eru fréttaljósmynd- ir en hann hefur lifibrauð sitt af því að taka portrett. URÐUR GUNNARSDÓTTIR ræddi við Ladefoged. Ljósmynd/Joachim Ladefoged Hægindastóll úr verslun tengdaforeldranna kominn á sandhól á Jótlandi. 2000. Joachim Ladefoged Veröldin, eins og hún kemur nokkr-um af bestu ljósmyndurum heimsfyrir sjónir, er efni ljósmyndasýn-ingar sem nú stendur yfir í Loui- siana-safninu skammt norður af Kaup- mannahöfn. Sýningin ber yfirskriftina „Veröldin – nú og er farandsýning Magn- um- ljósmyndara, sem farið hefur víða um heim. Sýningin er gríðarstór, á fimmta hundr- að ljósmyndir hanga á veggjum safnsins, myndir sem teknar eru á síðasta áratug. Magnum-ljósmyndasamtökin voru stofnuð fyrir fimmtíu árum af fjórum ljósmynd- urum; Robert Capa, Henri Cartier-Bresson, David Seymour og George Rodger. Tveir þeirra létu lífið á átakasvæðum en einn lif- ir enn, Cartier- Bresson, kominn yfir ní- rætt. Hann er löngu hættur að taka myndir en hefur tekið til við að mála þess í stað. Sýningin var sett saman í tilefni hálfrar aldar afmælisins en einnig hefur verið gef- in út bók um sama efni. Tæplega 60 ljósmyndarar eru í Magnum sem eru vafalaust virtustu samtök heims á þeim vettvangi. Þau hafa innan sinna vé- banda ljósmyndara á borð við Josef Kou- delka, James Nachtwey, Martin Parr, Carl de Keyzer, Eve Arnold og Susan Meiselas. Ljósmyndararnir hafa ekki aðeins skrásett stríð og aðrar hörmungar sl. hálfa öld, hversdagurinn, líf frægra jafnt sem óþekktra hefur orðið til að skapa ógleym- anlegar myndir. Ljósmyndarar fanga augnablikið og halda í hið gengna, sagði danski rithöfund- urinn Klaus Rifbjerg. Hann kveðst líta á þá sem hálfa fréttamenn og hálfa málara sem laðist að stríði og afhjúpi allt í myndum sínum. Þótt Magnum og stríðsljósmyndun teng- ist órjúfanlegum böndum eru ljósmyndir frá átakasvæðum aðeins þriðjungur sýn- ingarinnar. Bera þær yfirskriftina „Frá- sagnir af óreiðu og ná allt aftur til Flóa- bardaga, Bosníu, Kosovo, Tsjetsjníu, Mið-Austurlanda og Sómalíu. Myndir sem sumar hverjar hafa náð að festast í hugum lesenda blaða og tímarita um tákn þeirra hörmunga sem stríð kallar yfir manneskj- una. En myndirnar eru annað og meira en heimildir um stríð, þær skrá hvorki meira né minna en afstöðu þessa sextíu manna hóps til veraldarinnar eins og hún er í þeirra augum. Hversdagurinn, undir yf- irskriftinni „Fagurfræði daglegs lífs“ er líklega stærsti hluti sýningarninnar. Þar getur að líta daglegt líf í klaustri í Tíbet, á Kúbu, í Bandaríkjum. Hinir hæstu jafnt og hinir lægstu ljósmyndaðir við aðstæður sem kunna að virðast framandi vegna þess hve venjulegar þær eru. Myndir Martins Parr stinga þar í stúf þar sem gagnrýnin og sjálfshæðin sýn hans á veruleikann hef- ur skipað mönnum í tvær fylkingar er deila um ágæti þess að ljósmynda sjálfan sig um allan heim og draga dár að samborgurum MYNDIR AF SÖGU HEIMSINS Magnum/Bruno Barbey Eftirstöðvar Flóastríðsins: Olíustöðvarnar brenna í baksýn er bandarískir hermenn halda á brott.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.