Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 15
þar sem ég tók talsvert af litmyndum. En lit-
urinn getur verið erfiður, ég tók t.d. myndir
af líki manns sem hafði verið drepinn. Fólk
hafði safnast saman í kringum hann og sá
sem stóð næstur líkinu var í ljósrauðri
skyrtu. Í myndunum beinist öll athyglin að
honum, mótívið, í þessu tilviki blóðugt líkið,
hverfur í skuggann. Litmyndir eru bestar
þegar ekki eru mjög margir litir í þeim. En
svo eru auðvitað ljósmyndarar sem nota liti,
sterka liti í myndum sínum, t.d. Martin Parr
og gera það auðvitað frábærlega,“ segir
Joachim sem sjálfur leitar alltaf aftur í
svart-hvítar myndir. Þegar honum liggi mik-
ið á hjarta vilji hann segja það í svart-hvítu.
Ladefoged hefur dreymt um að komast
inn í Magnum frá því hann var smástrákur.
Nú þegar hann hefur stungið öðrum fætinum
inn um gættina hjá samtökunum, verður
hann að sanna getu sína í tvígang áður en
hann verður fullgildur meðlimur. „Þetta er
auðvitað ótrúlegt tækifæri, Magnum stendur
að mörgu leyti fyrir það besta. Magnum er
órjúfanlegur hluti sögu tuttugustu aldarinn-
ar, myndir á borð við mynd Roberts Capa af
deyjandi hermanni í spænsku borgarastyrj-
öldinni er brennd í huga manns. Magnum
ljósmyndarar hafa verið áhorfendur að
mörgum merkustu atburðum sögunnar og
gefið almenningi kost á að upplifa hana. Og
þótt ljósmyndarinn hafi ekki bein áhrif á
söguna, hefur hann vissulega áhrif með
myndum sínum, t.d. myndir James Nacht-
wey frá Bosníu og Rúanda og Gilles Peress
frá Balkanskaga.
Var varaður við Magnum
En Magnum á sér marga gagnrýnendur,
sem segja samtökin hafa runnið sitt skeið,
þau séu deyjandi risaeðla. Ladefoged var
vissulega varaður við er fréttist að honum
hefði verið boðið að ganga til liðs við Magn-
um. „Magnum hefur tekið inn unga ljós-
myndara á allra síðustu árum og ég efast
ekki um að það er tilraun gerð á elleftu
stundu til að endurnýja blóðið, flestir með-
limanna eru yfir fimmtugu.
Þrátt fyrir aðvaranirnar segist Ladefoged
hafa ákveðið að láta slag standa, einfaldlega
vegna þess að í hans huga sé ekki hægt að
líkja neinu við Magnum og að þrátt fyrir allt
séu samtökin enn það besta sem bjóðist.
„Heimurinn breytist, tími tímarita á borð við
Life er liðinn. Menn leika sér meira með liti
og format. Mér finnst spennandi að fá að
taka þátt í því.“
Ljósmynd/Joachim Ladefoged
Ungur Kosovo-Albani stingur sér til sunds, sumarið 2000. Lokamyndin í bók Ladefoged um Albaníu og Kosovo og átti að tákna vonina, að lífið héldi áfram. „Ofbeldinu linnir hins vegar ekki og nú hef
ég svo til misst trúna á að bjartari tímar séu fram undan.“
sínum í myndröðum þar sem ekkert er heil-
agt.
Hefðir og trú eru viðfangsefnið í þriðja
hluta sýningarinnar sem nefnist „Var-
anlegir helgisiðir“ þar sem einstök mynd-
röð íranska ljósmyndarans Abbas af trú-
ariðkun um allan heim er í öndvegi.
Í tengslum við Magnum-sýninguna er
sýning á ljósmyndum eins nýjasta meðlims
samtakanna og jafnframt fyrsta Danans
sem fær inngöngu í þau, Joachims Lade-
foged. Hann er aðeins þrítugur að aldri en
hefur hlotið fjölmargar alþjóðlegar við-
urkenningar fyrir svart-hvítar myndir sín-
ar, einkum frá Albaníu og Kosovo, og er
myndaröðin í Louisiana einmitt þaðan.
Báðar sýningar standa til 22. apríl.
Magnum/Peter Marlow
Rútan kvödd; starfsmenn japansks hótels
hneigja sig fyrir rútu við brottför.
Magnum/Martin Parr
Öðruvísi fólk/Ooh la la Keukenhoff kallar Martin Parr þessa svipmynd frá Hollandi.