Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.2001, Blaðsíða 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 3. MARS 2001 ÞEIR voru hálir sem álar, einlægir ogíbyggnir, samstíga og á skjön. Tveirþekkilegir kaffisvelgir, sem þurfa ásæmilegum ferðatöskum að halda vegna flakks milli leikhúsa og danshópa um ýmsar trissur. Höfundar verkanna sem Ís- lenski dansflokkurinn frumflytur í Borgar- leikhúsinu í kvöld heita Jo Strömgren og Rui Horta. Sá síðarnefndi kemur frá Portú- gal og hefur lengi notið virðingar þeirra sem þekkja nútímadans. Hann segist hafa sér- stakar taugar til Íslands, eflaust vegna vatnsins í sjó, ám og sundlaugum. Rui segir sitt verk vera um vatn sem streymir og vatn sem er slétt og kyrrt. „Blátt með gulum doppum,“ segðu það bara, bætir hann við um Pocket Ocean, en svo heitir ballettinn. Jo er þrítugur Norðmaður, fyrrum fót- boltakappi sem dansaði, nú dansari en eink- um danshöfundur. Hann fer langt á gömlu snerpunni úr íþróttunum og innsýn í veröld ungra karla. Síðustu tvö til þrjú ár hefur fer- ill hans sem höfundar tekið flugið og hann segist einfaldlega stika milli staða, gera eitt hér og annað þar og læra á leiðinni. Þjófóttir smokkfiskar Leiðin sú er vörðuð næstu tvö árin eða svo, en viðmælandinn knái frá Björgvin kveðst reyna að hugsa ekki of mikið til þess. Heldur vilji hann láta auðnu og umhverfi ráða. Á einum stað sé sígilt verk að vinna í, annars staðar brúðuleikhús, ritskoðun hafi spilað inn í uppfærslu í Teheran og frjálsar hendur fáist svo til dæmis á Íslandi. Hér semur hann og setur upp verkin Kraak eitt og tvö, en orðið kemur úr hollensku og þýðir að sögn Jo annaðhvort smokkfiskur eða þjóf- ur. „Nú, af því bara,“ segir hann aðspurður um ástæðu en bætir því við að í þetta skipti fjalli hann frekar um konur en kynbræður sína, hans eigin dansflokkur sé skipaður karlpeningi og veturinn hafi aðeins reynt á þolinmæðina. „Ég spái í skondnar og skrítilegar stelpur, eins og ýmsar virðast hér uppi í frændgarð- inum. En svo eru þarna á þvælingi fleiri, til dæmis ástfanginn og fremur óheppinn skiptinemi frá Lettlandi,“ segir höfundurinn, „ég hef hitt þannig menn í alvörunni, þeir spila oft á kassagítara á götuhornum og eru mjög stoltir.“ Tíminn og vatnið og línan Rui hefur lokið við kaffið sitt og sýnir á sér ákveðið fararsnið, enda klárt í stillingu ljósa í leikhúsinu. Þó gefst honum tími fyrir svolitla speki, „nokkuð sem lærist með ár- unum, þetta vitsmunatal um vinnuna manns sem verður í raun af sjálfu sér eins og hún er. Ég hef orðið ákveðna yfirsýn, landamæri eru ekki sama fyrirstaða nú eins og áður þegar ferðalög, fyrir þá sem á annað borð lögðu í þau, voru mun lengri og erfiðari. Ég hef séð hvað fólk er líkt í annars ólíkustu löndum, maður finnur einskonar ættingja á fjarlægum slóðum, jafnvel frekar en í föður sínum eða afa. Mér finnst eiginlega tíminn vera erfiðari viðfangs en rúmið, mig vantar alltaf meira af honum eins og hérna með Ís- lenska dansflokknum. Ég er annars alls eng- in stórstjarna þótt fólk í dansinum þekki mig, einungis maður sem þarf sinn tíma til þess að sitja heima þegar börnin eru sofnuð, hlusta á tónlist og hugsa mikið. Undirbúa sig fyrir eitthvað sem innsæið breytir oft á æfingu næsta dags“. Verk Ruis hér mætti á íslensku kalla Vasasjó, sem er viss mótsögn eins og margt sem þessi meistari skúlptúrs í dansinum segir. Til þess að stríða, ef til vill, eða hafa gam- an af, því að hvað væri annars varið í líf manns, spyr hann, hver vill ekki fá bros og geta gefið það sjálfur? Leiðindanna lúmsku glott Húmor er eitt af því sem Rui á sammerkt með starfs- bróðurnum frá Noregi, sem hann fullyrðir að sé maður viðbragðsins meðan hann sjálfan sé frekar að bendla við viðnám, í tíma og hugleiðing- um. Jo hins vegar sé af kyn- slóð ungra listamanna sem taki því sem við ber og hendi burt eða vinni áfram strax. Þetta áhyggjuleysi geti haft heillandi afleiðingar, eins og mann í öðru verki Strömgrens hér, sem geri alls ekki neitt. Hann fangi mann með því að vera bara þarna. Jo lætur þetta gott heita og staðfestir að annað sé það sem þeir félagar eiga sameiginlegt: áhuginn á vatni. Rui kveðst vera altekinn af því, vatn flæði um sálina og verkin sem hann semur eftir ströngum hug- myndum um línur og form. Önnur mótsögn kannski, og þó því að Rui hóf í eina tíð arkí- tektúrnám og kennir í því fagi við franskan háskóla. Hann vann um árabil í Þýskalandi en hýsir nú dansflokk sinn og gestadansara í gömlu klaustri nærri Lissabon. Hvað vatnið varðar minnist hann margra sumra á barnsaldri með sjö systkinum í æsilegu frelsis- busli í öldunum við heimaland- ið. Því er stundum skvett hjá mér, vatni sko, segir íhugull Björgvinjarbúinn og lætur til- raunir blaðamanns við skiln- ing og skilgreiningu leysast upp í reyk af sínum handvöfðu vindlingum. Svo fær hann sér tyggjó með mentólbragði og fer að tala um hljóðnema sem virkaði ekki og einmana tré á einhverju sviði. Stirðbusahátt- ur hefur verið og verður hon- um yrkisefni, einkum og sér í lagi austantjalds sem var og hét. En hér og nú er það for- tíðarþrá, ástarsmellir, ein- dæma leiðindi, oftar en ekki felustaður áhugaverðra hluta. FLJÓTANDI LÍNUR OG FELULEIÐI Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld verk tveggja þekktra erlendra höfunda. ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR hitti þá Rui Horta og Jo Strömgren, kankvísa og stríðnislega í kaffipásu úr Borgarleik- húsinu. Morgunblaðið/Golli Kraak Een og Kraak Twee heita verkin eftir Jo Strömgren. Smá púkó, smá skrítin, smá spurning. Svörin eru líkleg til að koma á óvart. Pocket Ocean er eftir Rui Horta. Hann notar myndir af niðandi vatni og mótar dansinn í línu og þríhyrning, „bláan með gulum doppum.“ Jo Strömgren samdi verk um konur og karla sem skilja þær ef til vill illa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.