Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 3 É G var á dögunum að kvarta yfir því hvað Íslendingar væru miklir rasistar. Ein viðmæl- enda minna sagði það af og frá. Hún væri enginn kyn- þáttahatari þótt henni væri hálfilla við það að of mikið af erlendu fólki flyttist til lands- ins. Of mörg vandamál fylgdu útlending- unum og það væri alþekkt af blöndun kyn- þátta væri ekki af hinu góða. Ég starði á þessa vinkonu mína en lét nið- ur falla. Mér fannst eins og ég væri að hlusta á einhvern sem væri gagntekinn af hug- myndafræði sem leiddi m.a. til stríðs fyrir um sextíu árum. Frá mínum bæjardyrum séð er blöndun til bóta, sbr. kynbætur meðal ýmissa dýra- og jurtategunda. Þá sýnast mér vandamál tengd innflytj- endum í mörgum nágrannalöndum fremur tengd síbúum en nýbúum. Ég var einu sinni innflytjandi í ókunnugu landi. Mér hefði sjálfsagt farnast ver ef mér hefði ekki verið jafn-vel tekið og raun bar vitni. Þegar Íslendingar gerðust nýbúar í Kan- ada á síðustu öld var mörgum þeirra bjargað af indíánum. Þar í landi er innflytjendum tekið með ólíkum hætti en hér. Hér eru menn alltaf þeirrar þjóðar sem þeir koma frá. Í Kanada verða menn kanadískir við það að ákveða að flytjast þangað. Síðustu árin hefur endrum og sinnum komið upp umræða um erlent vinnuafl hér á landi. Í síðasta hallæri bar svolítið á þessu vegna ásakana um að þetta fólk tæki vinnu frá landanum. Svo virtist þó ekki vera því einmitt í síðasta hallæri fluttu atvinnurek- endur inn verkafólk í störf og á staði þar sem erfitt reyndist að fá fólk. Mér finnst hins vegar alvarlegra að horfa upp á það, í landi þar sem samfélagið stærir sig af jöfnuði, að í fjölmiðlum birtist efnilegir ungir menn og haldi uppi málflutningi sem minnir mig illilega á ofstækisfull ummæli harðsvíruðustu kynþáttahatara. Þessi sam- tök virðast skyld hinum evrópsku National Front en þau og fylgifiskar þeirra hafa á sér svo illt orðspor að meira að segja ríkisstjórn Austurríkis leið fyrir þegar Rolf Heider komst þar í stól. Hann telst þó ekki sér- staklega ofstækisfullur. Hinir ofstækisfyllstu á meginlandinu eru ofbeldishneigðir slagsmálahundar og ganga um merktir hakakrossinum ógurlega. Skall- arnir, sem spruttu upp í Bretlandi og gengu um lemjandi og eyðandi, eru tengdir þessum samtökum sem og fótboltabullurnar. Þetta eru slagsmálahundar sem leita sér að tylli- ástæðu og fara svo að slást. Það er illt ef slíkt afl skýtur rótum hér á landi. Meðal þess sem haft var eftir forystu- manni íslensku samtakanna í samtalsþætti í sjónvarpi var að þeir viðurkenndu ekki hel- förina því þeir vissu ekki nóg um hana. Kynnu ekki nóg í sögu. Það er eins greind- arlegt og standa svangur við matborð og bera sig ekki eftir matnum. Nú er þjóðerniskennd ákaflega grópuð í íslensku þjóðina. Og þó ég fyllist stolti yfir landsliðum, fánanum, listamönnum sem koma fram á erlendri grund eða sé meðvit- aður um það að ég sé einhvers staðar í nafni þjóðarinnar þá verkjar mig stundum undan þjóðerniskenndinni. Ekki síst þegar ég er að reyna að gera nemendum mínum grein fyrir því að sumt er í sögunni litað röngum litum – þjóðerniskenndarinnar vegna. Mér bárust í hendur góðar ritgerðir tvær eftir ágæta háskólanema (Ekki benda á mig eftir Sigríði Maríu Tómasdóttur og Kyn- þáttafordómar og kynslóðirnar eftir Sigríði Maríu Tómasdóttur og Hauk Agnarsson) þar sem þau hafa ýmislegt eftir fólki er tengist innflytjendum. Þar er haft eftir viðmælendum þeirra að útlendingar séu út um allt, það liggi við að þeir séu að verða fleiri en Íslendingar og fleira sem segir manni að fólk hafi meiri áhyggjur af litarhafti en þjóðerni. Einn viðmælandinn sagði að Íslendingar ættu að byggja Ísland. Það var eins gott að Norðmaðurinn Ingólfur Arnarson vissi það ekki. Á þessari plánetu búa liðlega sex millj- arðar manna. Um helmingur þeirra hefur það frekar skítt á vestrænan mælikvarða. Á Íslandi búa um 280 þúsund og hafa það gott – að meðaltali. Meðan meðaltekjurnar mæl- ast í tugum þúsunda Bandaríkjadala hér þá mælast þær í tugum Bandaríkjadala í ein- staka Afríkuríkjum. Af þessum um 280 þúsund sálum sem hér búa eru um átta þúsund einstaklingar með erlend vegabréf. Átta þúsund af sex millj- örðum eða 0,00013%. Á sama tíma bjuggu tæp 40 þúsund Íslendinga erlendis. Sú tala mun vera ónákvæm og frekar lág. Þá eru ekki taldir þeir Íslendingar sem fluttust til Bandaríkjanna og Kanada á síðustu öld. Þannig að rauntalan er hærri. Það gæti orðið fjör ef meira en fjörutíu þúsund Ís- lendingum yrði skipað að snúa heim. Þá verður að skoða það að flestir þeir út- lendingar sem hér dveljast eru hér skamma hríð – og kannski ekki að undra. Mér finnast verstir fordómar okkar í garð litarhafts. Þannig er t.d. minna mál ef útlendingur er frá meg- inlandi Evrópu heldur en ef innflytjandinn er frá Asíu, Afríku eða af öðrum litaðri stofnum. Það vill nú þannig til að það er ekki lit- urinn sem ræður okkar menningu. Síður en svo. Ef svo væri þá töluðu íbúar Suður- Ameríku tæplega spænsku og portúgölsku. Menningin er nokkuð sem við temjum okk- ur. Og hver er þessi íslenska menning? Hvaða rækt leggja þjóðernissinnar við hana? Er það íslensk menning að éta súrt? Er það íslensk menning að vitna stöðugt í Íslendingasögur og lesa kvæði og sögur eftir Jónas Hallgrímsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness eða Jóhann Sigurjónsson? Hlýða á tónlist eftir Jón Leifs? Vitna í Jón Sigurðsson eða Einar Benediktsson? Súr- matur er séríslenskt fyrirbæri en ekki var hann vinsæll á öldum fyrri og oftar gefinn ómögum þegar þrengja fór að með almenni- legan mat. Ekki trúi ég að þjóðern- ishetjurnar nýju lifi á því. Öll skáldin og listamennirnir sem ég nefndi hér að ofan störfuðu um lengri eða skemmri tíma er- lendis og skópu mörg sín fegurstu verk þar – jafnvel á erlenda tungu eins og Gunnar Gunnarsson sem sumir segja að maður eigi ekki að lesa nema á dönsku. Jón Sigurðsson flutti ungur til Kaupmannahafnar og lét sér aldrei detta í hug að setjast að hér á landi. Sama gilti um Jónas. Skáldin sem sömdu Ís- lendingasögurnar voru öðru frekar menntuð og lituð af menningu kaþólsku kirkjunnar sem síður en svo telst íslensk. Hins vegar segja þessi dæmi okkur að með því að blanda hreinu litina saman í nýj- um hlutföllum fáum við ný blæbrigði, nýja liti, nýja strauma og menningu sem breytist í sífellu – rétt eins og íslensk menning hefur gert frá því hún varð til. Og ekki síst fyrir áhrif frá útlöndum. Einar Benediktsson andmælti harðlega á síðustu öld þegar íslenskar sveitarstjórnir hvöttu fólk til að flytjast til Kanada vegna þess að hér væri of þröngt um land. Hans mat var að Íslendingar væru of fáir. Við er- um það enn. SÍBÚA- VANDAMÁL RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N JÓN HELGASON Í EYRARSUNDI Heim skal nú vitjað til Hadesar bústaða dökkra, hugur mun særast unz tómlætið gerist hans brynja, augað mun daprast við umlyking sífelldra rökkra, eyrað mun sljóvgast er skrímslin í loftinu drynja. Gustar um þiljur, og særinn á súðunum niðar, síðustu dofnandi kvöldgeislar leiðina vísa … Hverfandi frelsi! ó sól þú er sígur til viðar, sé ég þig aftur úr djúpunum ljómandi rísa? Stjarnanna þúsundir tindra um himinsins hvelfing, heilagur eldur í víðáttu geimanna lifir; engu að síður er ljós þeirra lifandis skelfing lítið hjá öllu því myrkri sem nóttin býr yfir. Jón Helgason (1899–1986) orti þetta ljóð um veturnætur 1940. Kristján Árnason segir í eftirmála að nýlega útgefnu kvæðasafni Jóns að meginstefið í öllum kveðskap hans sé fallvelti alls, forgengileiki og feigð. Hann mætti því kalla tilvistarskáld. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R EFNI Snæfríður Íslandssól lifir í vonleysi, segir Ármann Jakobsson í grein sinni Gyðja eða bólu- grafin ekkja? Í fyrsta bindi sögunnar er hún ung og ástfangin af handritasafn- aranum mikla, í öðru bindi segist hún vera hamingjukona drykkjumanns. Í þriðja bindi er hún refsinorn og að lokum snýst líf hennar um auð, völd og jarð- eignir; hún er orðin að systur sinni bysk- upsfrúnni og hefur gifst þeim sem hún fyrirleit mest, segir Ármann. Kolviðarhóll hefur verið athvarf á leið yfir Hellisheiði í rúm 90 ár, segir í fyrri grein Gísla Sigurðs- sonar um „Hólinn“. Eftir hrakninga í ófærð og illviðrum á Hellisheiði og í Svínahrauni var ómetanlegt að komast í húsaskjól, geta þurrkað föt sín, fengið matarbita, svo og heytuggu handa hestunum, segir Gísli. FORSÍÐUMYNDIN er af verki á yfirlitssýningu þýska ljósmyndarans Andreas Gurskys í MoMA- safninu í New York, EM, Arena, Amsterdam I, 2000. Fjallað er um sýninguna á bls. 17 í Lesbók. Ögrun og upplausn nefnist fjórða og síðasta grein Björns Þórs Vilhjálmssonar um forboðnar ímyndir hvíta tjaldsins. Hér er fjallað um Lolitu og fleiri myndir og hvernig kynlífsbylting sjöunda og áttunda áratugarins hafði áhrif á Hollywood-myndirnar. Náttúran er yfir og allt um kring hjá fimm fær- eyskum listamönnum í Hafnarborg. Þórunn Þórsdóttir hitti fjóra úr hópnum í Firðinum, en auk sýningar þeirra verða tvær aðrar opnaðar þar í dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.