Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001
É
G MAN hvað ég
varð smeyk
þegar ég hugs-
aði í fyrsta sinn
af einhverri al-
vöru um hraða
þeirra breyt-
inga sem skap-
að hafa nútíma okkar. Þetta var
um það leyti sem mér fannst ég
vera að verða fullorðin og þótti
mér því við hæfi að setja af stað
slíkar fullorðinslegar vanga-
veltur. Hugsunin um þennan
ólíkindalega hraða sótti að mér
og ekki síður hversu hratt
hraðinn sjálfur eykst við hvert
skref. Hins vegar var það
hvorki hraðinn sem slíkur né
hröðunin sem vakti mesta
skelfingu hjá mér, heldur
fannst mér sem enginn virtist
taka eftir þessu og átta sig á því
að þessi ógnarhraði, burtséð
frá breytingunum sjálfum,
kynni að hafa ófyrirséðar af-
leiðingar. Mér fannst sem eng-
inn sæi þetta nema ég og eftir á
að hyggja bendir sú tilfinning
líklega til þess, að ég hafi senni-
lega alls ekki verið orðin full-
orðin.
Ætli það sé ekki fullorðins-
legra viðhorf að samþykkja þá
skoðun sem virðist ríkjandi, að
allt sé í sómanum og gera ráð
fyrir því að umræddur hraði
hæfi hreinlega viðfangsefninu.
En þó að ótti minn við heims-
endi af völdum hraða hafi
smám saman dvínað, get ég
ekki annað en leitt hugann að
því öðru hvoru hvert í ósköp-
unum hinn sívaxandi hraði
muni leiða okkur.
Þær breytingar sem hraðar
og hraðar móta og skapa sam-
tímann flokkast vissulega flest-
ar sem framfarir. Annars hefði
varla þótt ástæða til að innleiða
þær. Framfarirnar umbyltu
daglegu lífi fólks á Vesturlöndum hvað eftir
annað alla síðustu öld, þegar hver litla lífshátta-
byltingin á fætur annarri dundi yfir með sífellt
aukinni þéttni. Ævi mín spannar ekki nema síð-
asta fjórðung liðinnar aldar en á þeim tíma hafa
orðið nokkuð fjörugar lífsháttabreytingar. Sú
fremsta er sjálfsagt upplýsingabyltingin marg-
umtalaða, en þann hluta hennar sem snýr að
daglegu lífi fólks mætti eflaust einnig kalla sam-
skiptabyltinguna. Þá er reyndar mikilvægt að
gerður sé greinarmunur á formi og innihaldi.
Framandi hugtök eins og netvæðing, rafræn
samskipti, breiðbönd, sítengingar og þriðja kyn-
slóð farsíma lýsa fyrst og fremst formi utan um
nokkuð sem fæstum ætti að þykja framandi, það
er að segja samskipti manna á milli. Það sem
fram fer á hinum dularfullu brautum Netsins og
farsímarásum er það sama og fór fram í ræðu og
riti, samtölum og sveitasímanum hér áður fyrr.
Innihaldið hefur líklega lítið breyst þótt formið
sé orðið þannig að marga kunni að óa við því í
fyrstu. En eins og raun ber vitni hafa sífellt fleiri
tekið þessum nýju samskiptamöguleikum fagn-
andi, enda verða þeir notendavænni með degi
hverjum og eru nú þannig gerðir að fólk á öllum
aldri getur nýtt sér þá án teljandi vandræða.
Þegar breytingar eru daglegt brauð verða að-
lögunarhæfni og færni í því að tileinka sér allt
sem nýtt er sífellt mikilvægari eiginleikar.
Vegna hraða breytinganna verða þeir að vera sí-
virkir til að hægt sé að halda í við þær og í raun
er það stundum svo að hlaupið er á undan sér í
þeim efnum. Það að aðlagast aðstæðum og nýj-
um lífsháttum felur í sér að til verða nýjar þarfir
og sé aðlögunarhæfnin mjög góð og jafnvel al-
gjör, verður allt þetta nýja fullkomlega nauð-
synlegt til að við getum lifað og starfað eðlilega.
Þannig verða daglegar þarfir okkar æ umfangs-
meiri og líf okkar „flóknara“ í þeim skilningi. En
það er kannski allt í lagi, því ef til þess kæmi að
við neyddumst til að vera án alls þess sem við
„þurfum“, myndum við sennilega eiga auðvelt
með að aðlagast því ástandi líka, sé aðlögunar-
hæfnin í raun algjör.
II.
Hugtakið magn kemur óneitanlega upp í hug-
ann samfara vangaveltum um tímann okkar.
Enda óskaplega mikið til af öllu. Og verður sí-
fellt meira til og í raun virðast magninu lítil ytri
takmörk sett, heldur virðist það öðru fremur
tengt þörfum manna og löngunum. Það er afar
gott, þægilegt og skemmtilegt að eiga kost á því
að geta fengið sér hvað sem er og eins mikið af
því og maður vill, hvenær sem er. Að vísu er
sjaldnast hugsað út í þetta þar sem endalaust
framboð af öllu er í raun orðið mjög sjálfsagt
fyrirbæri. Höft og reglur um hvað má vera í
boði og við hvaða aðstæður tilheyra sem betur
fer að mestu liðinni tíð og vantar bara herslu-
muninn upp á almennt samkomulag um að fólki
sé treystandi fyrir eigin neyslu.
Svo er náttúrlega smekksatriði hvað fólki
finnst almennt um þá miklu og vaxandi neyslu
sem fram fer og þarf ekki að vera neinn mein-
lætasinni til að finnast hún úr öllu hófi gengin.
En samt tekur maður þátt.
Ég viðurkenni að fullu fulla þátttöku mína í
umræddri neyslu, fullmeðvituð um að hún vind-
ur óhjákvæmilega upp á sig, veit vel af eigin
reynslu að neysla kallar á enn meiri neyslu. Og
þó endalaust framboð af öllu hafi í prinsippinu
mikið frelsi í för með sér fyrir neytandann, læð-
ist stundum að mér sá óþægilegi grunur að sem
neytandi sé ég ekki frjáls. Vilji maður taka full-
an þátt í nútímanum er nauðsynlegt að taka þátt
í tilteknu neyslumynstri. Ég játa það að ég ber
mótsagnakenndar tilfinningar til eigin þátttöku.
Mér dettur ekki í hug að hætta að neyta, en
reyni hins vegar að telja mér trú um að ef á
reyndi gæti ég vel verið hamingjusöm án alls
þess sem ég „þarf“. Kannski er þetta
sjálfsblekking, en hún lætur mér líða betur og
gegnir þar með hlutverki sínu. Finnst reyndar
enn erfiðara að telja mér trú um að það sé í raun
og veru ég sem stýri eigin neyslu. Held því samt
til streitu að ég geri það. Auðvitað geri ég það.
Það eru svo aðrar og erfiðari hugsanir sem
leita á hugann þegar hugað er að magni í
tengslum við neyslu. Það er að segja hugsanir
um tilveru þeirra sem ekkert eiga. Þeirra sem
eiga heima í löndum þar sem það eina sem eykst
er íbúafjöldinn og neyðin sökum fátæktar og
sjúkdóma. Eins eru hvergi nærri allir þeir sem
eiga heima á Vesturlöndum þátttakendur í
þeirri lífsgæðaaukningu sem orðið hefur hér.
En innan um sífellt vaxandi magn alls sem hægt
er að hugsa sér, virðist sem skortur þeirra sem
lítið áttu fyrir magnist líka.
III.
Er hægt að hafa það of gott? 1. Auðvitað ekki!
Þvílíkar dekurrófuvangaveltur! Að þurfa að búa
sér til vandamál fyrst þau eru ekki til staðar. At-
hyglissýki! 2. Nei. Ef einhverjum finnst of mikið
af góðu í lífi sínu, er honum fyllilega í sjálfsvald
sett að fjarlægja hæfilega mikið af því góða þar
til hann er ánægður. 3. Nei. En það er hægt að
hafa það of slæmt. Ef einhverjum finnst hann
hafa það of gott ætti hann frekar að beina kröft-
um sínum að því að hjálpa þeim sem hafa það
slæmt í stað þess að velta sér upp úr eigin of-
gnótt.
Sá sem spyr sig þeirrar spurningar sem lagt
er upp með þarf að hlusta á rök hins reiða, hins
skynsama og hugsjónamannsins, meðal ótal
annarra, sem hljóma eins og síbylja bæði í um-
hverfi hans og innra með hon-
um. Við vandamálið sem felst í
spurningunni bætist þannig
hræðilegt samviskubit yfir því
að hafa svo vanþakklátar,
heimskulegar og eigingjarnar
áhyggjur. Raunin er samt sem
áður sú að þetta eru raunveru-
legar og nístandi áhyggjur
margra þeirra sem flokkast
sem „ungt fólk“ á þessum tíma-
mótatímum. En líklega hefur
ungt fólk sjaldan haft það eins
svakalega gott og einmitt núna.
Við blasa óteljandi tækifæri og
möguleikar og getur hver og
einn fundið sér nám og starf
sem uppfyllir hverja hans þörf,
löngun og sérvisku. Hægt er að
sérhanna nám sitt og annan
undirbúning fyrir lífið á þess-
um spennandi tímum sem við
lifum og sjáum fram á. Auk
þessa erum við óspart hvött til
dáða af þeim sem eldri eru og
er fastur liður í hátíðarræðum
ráðamanna að hvetja okkur til
mennta, enda sé vel menntað
fólk forsenda velgengni í þekk-
ingarsamfélaginu og svo fram-
vegis.
Að sjálfsögðu er þetta mjög
gott og gefur ungu fólki með
stefnu byr undir báða vængi.
En þetta getur líka verið mjög
svo þrúgandi fyrir ráðvillt ung-
menni sem enn hafa ekki náð
að skilgreina langanir sínar og
drauma. Enda auðvelt að eign-
ast nýjan draum annan hvern
dag eða svo, þegar svo margt
spennandi er í boði og nýir
möguleikar bætast við á hverju
augnabliki. Samfara þessu má
finna fyrir síauknum kröfum
um velgengni og þótt þær
kunni aðeins að vera ímyndað-
ar er ljóst að það er erfiðara að
standa sig illa þegar ytri að-
stæður eru eins æskilegar og
hugsast getur. Ef manni mis-
tekst hlýtur það þar af leiðandi
að vera manns eigin sök. Til-
vistarkreppa dagsins hjá ungum samanstendur
þannig af umfangsmiklum valkvíða og ótta við
eigin mistök. Ótti við eigið frelsi er raunar gam-
alt stef. Samkvæmt hugmyndum tilvistarstefn-
unnar getur slíkur ótti leitt af sér djúpa angist
yfir því að eiga ekkert ytra haldreipi, eða blóra-
böggul ef það á við. Þannig geti verið ógnvekj-
andi og jafnvel óbærilegt að þurfa að horfast í
augu við að allt sé í manns eigin valdi.
Sömu stefnu fylgdi sú hugmynd að samfara
tilvist sinni væri maðurinn sífellt að skapa sjálf-
an sig. Á þessi hugmynd nokkuð vel við í nú-
tímasamfélagi þar sem hver og einn á kost á
klæðskerasaumuðu námi, starfi, lífsstíl og öllu
þessu í bland ef því er að skipta. Hver og einn
„pantar“ sér þær upplýsingar sem hann vill af
Netinu, útbýr möppu með „bókamerkjum“ á
vefsíður sem höfða til hans, er í tölvusamskipt-
um við hóp fólks sem hann „velur sér“, bæði
kunnuga og ókunnuga, og er undir hverjum og
einum komið hvers slags samskiptin eru og á
hvaða forsendum. Þannig höfum við líklega
betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til að
„skapa“ okkur sjálf og er ekki annað að sjá en að
það henti fólki nokkuð vel. Nema þeim sem
þjást af valkvíða að sjálfsögðu. Þeir fyllast svo
enn frekari kvíða við að geta ekki staðsett sig í
samfélagi þar sem allt gengur út á skilgrein-
ingar og merkingar. Að ekki sé talað um að
þurfa að útskýra í löngu máli fyrir þeim sem
eldri eru hvað það sé nú í rauninni sem þeir eru
að læra og hvernig það, í bland við hina og þessa
starfsreynslu, eða jafnvel „hliðarspor“, muni
koma til með að gagnast þeim í framtíðinni.
„Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin
stór?“ er nefnilega spurning sem á ekki við á
sama hátt og áður. Sífellt fleiri mennta sig á
mörgum ólíkum sviðum og sjá fyrir sér að vinna
mörg og ólík störf um ævina. Enda sjálfsögð
viðbrögð við auknu framboði tækifæra. En fyrir
þann ráðvillta, sem er mjög algengur meðal
ungra, er ekki auðvelt að leggja af stað út á
þennan hafsjó tækifæra sem hreyfist svo hratt
að það eitt að líta í átt til hans veldur svimakasti.
Þá getur á stundum virst miklu auðveldara að
leggja hendur í skaut og gera ekkert. En líklega
er best að gefa sér tíma til að finna þá leið sem
hentar og vona að hraðinn verði smám saman
sannur meðbyr sem gefur kraft og hjálpar til við
að ná áttum, svo hægt sé að velja vel úr öllu því
sem stendur til boða og njóta gæðanna sem við
blasa allt um kring.
„Hins vegar var það hvorki hraðinn sem slíkur né hröðunin sem vakti mesta skelfingu hjá mér, heldur fannst mér sem enginn virtist
taka eftir þessu og átta sig á því að þessi ógnarhraði, burtséð frá breytingunum sjálfum, kynni að hafa ófyrirséðar afleiðingar.“
OF HRATT,
OF MIKIÐ,
OF GOTT?
Höfundur er nemi, blaðamaður og
rithöfundur.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
T ÍÐARANDI Í ALDARBYRJUN
E F T I R B I R N U Ö N N U B J Ö R N S D Ó T T U R