Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Page 9
S M Á S A G A
E F T I R K A R E L Š A P E K
F
RAMAN við hellinn var allt kyrrt
og hljótt. Strax í morgunsárið
höfðu karlmennirnir lagt af stað
með spjótin á lofti og haldið upp
í ásana þar sem menn höfðu orð-
ið varir við dádýrahjörð; kon-
urnar voru hins vegar úti í skógi
að tína ber, skrækróma köll
þeirra og hávært mas barst einungis við og
við að eyrum. Flest börnin voru að busla nið-
ur í ánni – og hver nennti svo sem að vera að
skipta sér nokkuð af þessum líka krímugu,
óþekku krakkaormum? Gamli hellisbúinn,
hann Jói, blundaði rótt í þessari óvenjulegu
kyrrð og hlýju skini októbersólarinnar.
Reyndar hraut hann og það blístraði og hvein
í nösunum á honum þegar hann andaði frá
sér. Samt lét hann eins og hann væri alls ekki
sofandi heldur þóttist vera að halda vörð
þarna um helli ættbálksins, lést hafa með
höndum yfirstjórn hans eins og sæmir öldr-
uðum höfðingja.
Hún gamla frú Jóa breiddi úr hráum bjarn-
arfeldi og hófst nú handa við að skafa holdros-
ann með beittum tinnusteini. Það þurfti að
vanda vel til þessa verks, skafa þetta spönn
fyrir spönn – en ekki eins og þessi stelpa stóð
að verki, hugsaði gamla frú Jóa allt í einu. Ja,
letihaugurinn sá arna gerði þetta allt ein-
hvern veginn með hangandi hendi og stökk
svo bara burt til þess að fara að faðma að sér
börnin og ærslast með þeim. – Skinn sem
þannig er farið með, hugsaði hún, á ekki eftir
að endast neitt! Því er nú verr og miður að
þær verka skinnin annaðhvort svona harð-
skafalega eða láta þau bara rotna! En ég ætla
svo sem ekki að fara að skipta mér neitt af
þessu, úr því að sonur minn segir henni það
ekki sjálfur. Satt best að segja þá kann stúlk-
an sú ekkert að hirða um fallega muni né
heldur að gæta þeirra. Og hérna hefur verið
stungið gat á feldinn á miðjum hryggnum!
Ja, þvílíkt og annað eins, hugsaði gamla
frúin í senn undrandi og
hneyksluð. Hvaða erkiklaufi skyldi nú hafa
stungið í hrygginn á þessum birni? Ja hérna,
þetta eyðileggur bara allan feldinn! Aldrei
hefði minn karl gert neitt þessu líkt. Hann
miðaði þó alltaf eins og vera ber á hálsinn og
hitti þar líka.
„Æi nú,“ sagði Jói gamli geispandi upp úr
eins manns hljóði og nuddaði augun. „Eru
þeir ekki ennþá komnir aftur?“
„Nei, vitanlega ekki,“ rumdi í gömlu frúnni.
„Þú verður að bíða.“
„Tja,“ sagði gamli maðurinn andvarpandi
og deplaði augunum syfjulega.
„Vitanlega ekki,“ var hún að segja sú
gamla. „Nú jæja, jæja allt í lagi. En hvar eru
þá konurnar?“
„Á ég kannski að fara að leita að þeim?“
hreytti gamla frúin út úr sér. „þú veist, að
þær eru að væflast um þarna einhvers staðar
–“
„Æi jæja,“ sagði Jói og geispaði. „Þær eru
víst að flækjast um einhvers staðar, í staðinn
fyrir – í staðinn fyrir að vera að gera hitt eða
þetta. O jæja, jæja.“
* * *
Það varð þögn. Gamla frú Jóa skóf holdros-
ann í gríð og erg og var í senn einbeitt og
reiðileg á svip.
„Ég skal segja þér eitt,“ sagði Jói, hann ók
sér svolítið og klóraði sér hugsandi á bakinu,
„þú átt eftir að sjá, að þeir koma heldur ekki
með neitt í þetta skiptið. Það er svo sem ekki
von: með þessum algjörlega gjörónýtu spjóts-
oddum úr beini sem þeir eru komnir með.
Samt er ég alltaf að segja við hann son okkar:
„Líttu á, ekkert bein er nógu hart og nægi-
lega sterkt til þess að hægt sé að nota það í
spjót!“ Nú, jafnvel kona eins og þú hlýtur þó
að vita, að hvorki bein né horn hefur til að
bera nægilegan... – hérna... hérna höggkraft.
Maður hittir kannski í bein með því, og bein
vinnur nú einu sinni ekki á beini eða hvað
heldur þú? Það gefur jú auga leið. En aftur á
móti spjótsoddur úr steini, sjáðu til ... – nú
auðvitað krefst hann meiri vinnu, – en svo eft-
irá að hyggja þvílíkur gripur sem úr honum
verður! Og hvað heldurðu að sonur okkar hafi
svo sagt?“
„Já,“ sagði frú Jóa full beiskju, „það er ekki
lengur hægt að segja þeim neitt til núorðið.“
„Mig langar heldur ekkert til að segja þeim
neitt fyrir verkum,“ sagði gamli maðurinn
afundinn. „En þeir vilja ekki einu sinni hlusta
á ráðleggingu! Í gær fann ég þessa líka prýði-
legu tinnusteinsflöguna undir klettinum
þarna yfirfrá. Það þurfti rétt aðeins að laga til
brúnirnar til þess að skerpa þær ofurlítið og
þá væri þetta líka orðinn fínasti spjótsoddur,
alveg hreinasta afbragð. Nú, ég kom með
hann heim og sýndi syni okkar hann. „Sjáðu,
hérna er steinn handa þér eða hvað?“ „það er
nú það,“ svaraði hann þá, „en hvað á ég svo að
gera við hann, pabbi?“ „Nú, hvað er þetta,
það er þó hægt að gera spjótsodd úr honum,“
sagði ég.
„Vitleysa, pabbi,“ sagði hann, „hver held-
urðu að sé svo sem að eyða tíma í að höggva
hann til og skerpa? Sjáðu nú til, við erum með
heilu hrúgurnar af þessu drasli inni í hellinum
og það er ekki til nokkurs nýtt! Þeir tolla ekki
við skaftið, sama hvernig maður reynir að ríg-
binda þá við, svo hvað er þá hægt að gera við
þá?“ Nei, þetta eru allt saman letingjar upp
til hópa!“ æpti gamli maðurinn reiðilega.
„Enginn nennir orðið að telgja almennilega til
tinnustein, þannig er það nú. Þeir vilja bara
hafa það náðugt. Nú, auðvitað tekur það enga
stund að búa til spjótsodd úr beini, en hann
brotnar líka strax. En það gerir nú ekkert til,
segir hann sonur okkar, þá er bara að búa til
annan og það er allt og sumt. Nú jæja, má
vera, en hvar endar þetta svo? Nýjan spjóts-
odd kannski aðra hverja mínútu! Hver hefur
nokkurn tíma heyrt þvílíkt og annað eins,
segðu mér það! Góður spjótsoddur úr tinnu-
steini entist aftur á móti venjulega bæði vel
og lengi. En ég segi nú ekki annað en það:
bíðum bara við! Einn góðan veðurdag verða
þeir víst fegnir að taka aftur upp okkar góðu
og traustu vopn úr steini! Það er þess vegna
sem ég tek þau til handargagns og held þeim
alltaf til haga þegar ég finn þau: gamlar örvar
og hamra og hnífa úr tinnusteini, – og hann
kallar þetta bara drasl!“
Gamli maðurinn náði vart andanum af ein-
skærri hryggð og bræði.
„Þú veist líka,“ sagði frú Jóa í því skyni að
fá hann til að hugsa um eitthvað annað, „að
þessu er alveg eins varið með skinnin. „Móð-
ir,“ segir þessi stúlka við mig, „af hverju í
ósköpunum ertu að skafa þetta svona, það er
svo mikil fyrirhöfn! Þú ættir frekar að reyna
að súta skinnið með ösku, þá leggur að
minnsta kosti ekki svona mikinn fnyk af því.„
„Þú ætlar víst að fara að kenna mér eða
hvað?“ æpti gamla frúin að tengdadóttur sinni
sem þó var hvergi nærri. „En ég veit nú mínu
viti! Húðir hafa alltaf verið skafnar og þvílík
skinn sem gerð voru hér áður fyrr! En auðvit-
að, ef þetta kostar of mikla fyrirhöfn – það er
þess vegna sem þau eru alltaf að finna upp á
einhverju nýju og prófa það. – Að súta húðir
með ösku, ja, ekki nema það þó! Hver hefur
nokkurn tíma heyrt þvílíka fásinnu?“
„Þarna sérðu,“ sagði Jói geispandi. „Þeim
finnast víst okkar aðferðir við að gera hlutina
ekki nógu góðar. Ó nei! Þeir segja líka að
vopn úr steini fari svo illa í hendi. Nú, það er
vissulega satt, við vorum ekki að hugsa svo
ýkja mikið um þægilegheitin! En nú á dögum
– æ, æi, elsku besti, gættu þess nú bara að
hrufla ekki á þér aumingja litlu hendurnar
þínar! Ja, ég spyr þig því, hvar endar þetta
svo allt saman? Líttu á börnin nú á dögum.
„Láttu þau bara eiga sig, afi,“ segir tengda-
dóttir okkar, „leyfðu þeim að ólmast.“ Nú,
gott og vel, en hvað verður svo úr þeim þegar
þau eru vaxin úr grasi?“
„Ef þetta bara gerði þau ekki svona rudda-
leg,“ kveinaði gamla frúin. „Sannleikurinn er
sá, að þau eru einfaldlega illa uppalin!“
„Það er allt þessari nútímauppfræðslu
þeirra að kenna,“ lýsti Jói gamli yfir. „Og
verði mér á að segja eitt og eitt orð við son
okkar, þá segir hann bara: „Pabbi, þú skilur
þetta ekki. Það eru breyttir tímar, þetta eru
allt önnur viðhorf núna, aðrir tímar. Til dæm-
is,“ segir hann, „eru þessi vopn úr beini svo
sem ekki neitt lokatakmark! Einhvern tíma
kemur að því að menn muni uppgötva betra
efni –“ Á þessu sérðu, að þetta nær orðið ekki
nokkuri átt! Rétt eins og nokkur maður hafi
nokkurn tíma rekist á harðara efni en stein,
tré eða bein! Nú, jafnvel fávís kona eins og þú
hlýtur þó að játa,að – ... að hérna – ... að það
er bara algjörlega út í hött!“
Frú Jóa lét hendurnar falla í skaut sér. „Ja,
hamingjan sæla. Hvaðan í ósköpunum skyldu
þeir svo fá þessar fáránlegu hugmyndir sín-
ar?“
„Þeir segja,að þetta sé nýjasta tíska,“
muldraði tannlausa gamalmennið. „Ég skal
segja þér, að þarna fyrir handan – það er um
það bil fjögurra daga ferð héðan – hefur nýr
þjóðflokkur tekið sér bólfestu, heill skari af
útlendingum, og drengurinn okkar segir, að
þannig standi þeir að verki. Þú sérð því, að
ungu mennirnir okkar hafa alla þessa vitleysu
beint frá þeim, þessi vopn með beinoddum og
líka allt hitt. Þeir hafa jafnvel --- já, þeir eru
jafnvel farnir að kaupa þetta dót af þeim,“
æpti hann reiðilega, „og það fyrir okkar vönd-
uðu húðir! Eins og nokkuð gott hafi nokkurn
tíma komið frá útlendingum. Aldrei að hafa
neitt saman að sælda við útlendan óþjóðalýð,
það er nú einu sinni sá lærdómur sem við höf-
um tekið í arf frá okkar forfeðrum: komi mað-
ur auga á útlending, skal ráðist á hann og
hausinn á honum umsvifalaust mölbrotinn.
Þetta hefur alltaf verið föst regla: engar frek-
ari vangaveltur, bara að drepa hann.
„Nei, ekkert þessu líkt, pabbi,“ segir sonur
okkar, „tímarnir hafa breyst, við erum farnir
að hafa vöruskipti við þá.“ Vöruskipti! Ef ég
drep mann og hirði það sem hann á, þá kemst
ég yfir fjármuni hans og læt ekkert í staðinn
fyrir þá – hvers vegna þá að standa í vöru-
skiptum? „Nei, nei, pabbi,“ segir sonur okkar,
„þá er verið að borga með mannslífum og það
er mjög miður að þurfa að sóa þeim.“ Þarna
geturðu séð: þeir segja,að það sé bein sóun á
mannslífum. Þannig eru þessi nútímaviðhorf,“
urraði gamli maðurinn fullur ógeðs: „Þeir eru
bleyður og ekkert annað! Og hvernig á svo
allt þetta fólk að fá nóg að éta ef þeir drepa
ekki lengur hver annan, ja, segðu mér það?
Nú, það hefur þegar sýnt sig að alltaf er að
verða minna og minna um elg. Það er svo sem
allt í lagi að vilja ekki vera að sóa mannslífum;
en þeir halda engar hefðir lengur í heiðri,
bera enga virðingu fyrir forfeðrum sínum og
foreldrum. Það er allt að fara fjandans til!“
hrópaði Jói gamli með miklum ofsa. „Hérna
um daginn sá ég einn af þessum oflátungum
vera að klína leir á vegginn í hellinum og sá
þóttist með því vera að líkja eftir vísundi. Ég
gaf honum vel útilátinn löðrung en sonur okk-
ar sagði: „Láttu hann í friði, vísundurinn lítur
út eins og hann sé alveg sprelllifandi!“
Nei,þetta tekur nú orðið út yfir allan þjófa-
bálk! Þvílík og önnur eins tímasóun. Ef þú
hefur ekki nóg að gera, piltur minn, þá
höggðu til tinnustein frekar en að vera að
mála vísunda á vegginn! Til hvers að vera
með slíka endemis vitleysu?“
Frú Jóa kipraði hörkulega saman varirnar.
„Ef það væri nú bara vísundur,“ læddi hún út-
úr sér eftir nokkurt hik.
„Hvað áttu við?“ spurði gamlinginn.
„O, svo sem ekki neitt,“ sagði frú Jóa og fór
undan í flæmingi, „æ, ég skammast mín fyrir
að vera að tala um það ... Nú, jæja, ef þú endi-
lega vilt vita það,“ sagði hún svo og tók
skyndilega rögg á sig, „núna í morgun fann ég
... inni í hellinum ... hluta af vísundatönn. Hún
var skorin þannig út að hún líktist ... að hún
var eins og nakin kona, með brjóst og allt
saman.“
„Ha, þú segir ekki!“ sagði gamli maðurinn
furðu lostinn. „Og hver var það sem skar
hana út?“
Frú Jóa yppti öxlum með hneykslissvip.
„Hver veit? Ég býst við að það sé einn af
þessum unglingum. Ég kastaði henni í eldinn,
en – þvílík brjóst sem hún var með! Sveiatt-
an!“
„Þetta getur ekki gengið svona lengur,“
sagði Jói gamli og honum var mikið niðri fyr-
ir. „Þetta er allt að verða svo siðspillt! Þú
veist, að þetta stafar allt saman af því að þeir
eru alltaf að skera út alls konar hluti úr beini!
Aldrei hefði okkur dottið í hug að gera neitt
svona siðlaust, af því að við gátum heldur ekki
búið til neitt svona lagað úr tinnusteini. En
þetta hefst svo upp úr því! Allt sprottið af
þessum uppgötvunum sem þeir eru sífellt að
stæra sig af! Þeir þurfa alltaf að vera að finna
einhvern fjandann upp, alltaf að fitja upp á
einhverju nýju, þar til þeir eru búnir að eyði-
leggja allt, já ,rústa allt. Og taktu eftir því
sem ég segi!“ hrópaði hellisbúinn Jói af spá-
mannlegu innsæi, „þetta á ekki eftir að vara
mikið lengur!“
Halldór Vilhjálmsson þýddi.
HREINASTI
HEIMS-
ÓSÓMI
„Þeir þurfa alltaf að vera að finna einhvern fjandann upp, alltaf að fitja upp á einhverju nýju, þar
til þeir eru búnir að eyðileggja allt, já , rústa allt.“
C
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 9
Tékkneski rithöfundurinn Karel Capek
(lesist tsjapek) var fæddur árið 1890.
Rithöfundaferil sinn hóf hann í sam-
vinnu við bróður sinn, Josef, og sömdu
þeir í fyrstu nokkur verk í félagi. Brátt
tók Karel þó forystuna sem sjálfstæður og
frumlegur höfundur. Hann fékkst einkum
við að semja leikrit með ofur hvassri þjóð-
félagsádeilu að ívafi þótt þau verk væru
jafnframt færð í búning leikandi gáska og
gamansemi. Helstu einkenni á skáldskap
hans, auk ádeilunnar, er útópía á tækni-
sviðinu, þótt furðulegar líffræðilegar
vangaveltur séu einnig áberandi þáttur í
skáldskap hans. Karel Capek öðlaðist
heimsfrægð með útvarpsleikritinu R.U.R.
(= Rossoms Universal Roboter ), en það er
ein samfelld háðsádeila á hið vélvædda
samfélag nútímans. Í kjölfarið kom svo
skáldsagan fræga „Stríðið við salamöndr-
urnar“, hugvitsamleg útópía með smell-
inni háðsádeilu á staðlaða flatneskju í nú-
tíma vélmenningu. þess má og geta, að
höfundurinn myndskreytti gjarnan sjálf-
ur bækur sínar. Önnur vel þekkt verk
Capeks eru m.a. „Krakatit“, hreinræktuð
útópísk skáldsaga og þá má nefna þrjú
samstæð skáldverk eða trílógíu með
heimspekilegri uppistöðu: „Hordubal“,
„Loftsteinn“ og „Hversdagslíf“. Eitt af
síðustu ritverkum hans var þriggja binda
viðtalsbók „Samtöl við Masaryk“ en það
verk skipar alveg sérstakan sess í hugum
Tékka. Karel Capek varð ekki langlífur,
hann andaðist sumarið 1938, tæplega
fimmtugur að aldri.
Um höfundinn