Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 11 honum; „skal þá vel við því taka,“ sagði Búi. Er skemmst frá því að segja, að Búa tókst að gera menn Kolviðar óvíga hvern á eftir öðrum og féllu sex, en sjálfur sparaði Kolviður sig unz ekki varð undan vikizt. Hjó hann þá „hart og tíðum og sótti alldrengilega. Hjóst skjöldur Búa, en Kolviður tók að mæðast. Þurfti Búi þá ekki mörg högg; ónýtti hann skjöld Kolviðar og veitti honum síðan það slag að and- stæðinginn tók sundur í miðju“. Búi var „ákaflega vígmóður og nokkuð sár“, en gat haldið ferð sinni áfram. Steinninn heitir síðan Búasteinn. En eftir hinum ógæfusama Kolviði á Vatni er Kolviðarhóll nefndur. Kofi við Draugatjörn Öldum saman höfðu menn farið al- faraleiðina yfir Hellisheiði án þess að nokkur von væri um húsaskjól þar til 1830 að Þórður bóndi á Tannastöðum hlóð birgi uppi á heiðinni sem enn stendur. En elzta heimild um sælu- húskofa í námunda við Kolviðarhól er eftir Hálfdán Jónsson lögréttumann í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Þar er minnst á sæluhús á Hvannavöllum (nú Bolavöllum) og segir þar svo: „Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka við fyrir neðan skarðið, stendur sæluhús (ei langt frá vegin- um) svokallað, hverju allt til þessa tíma Ölvesbyggjarar hafa uppi haldið, vegfarandi fólki harla nauðsynlegt á vetrartímum til innivistar, er og lofs- vert að þetta sæluhús ei niður falli.“ Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á sama sæluhús hátt í öld síð- ar; segir að þar sé lítill kofi hlaðinn úr hraungrýti með torfþaki og að margir hafi dáið í þessum kofa, örmagna af hungri og kulda. Skammt frá kofanum var dálítil tjörn, nefnd Draugatjörn, og töldu margir svo reimt í kofanum að þar væri naumast vært. Hafði Magnús bóndi á Fossi í Grímsnesi heldur bet- ur fengið að kenna á því, annálað hraustmenni og gerði grín að drauga- trú og myrkfælni. Gisti hann við ann- an mann í kofanum og brá sér út að tjörninni. Þar réðst að honum ófreskja og komst hann við illan leik, rifinn og tættur, inn í kofann. Sár á nefi greri aldrei, enda var það eðli sára sem draugar veittu, og Magnús varð aldrei samur maður eftir. Eiríkur bóndi í Haga í Eystri- hreppi komst mun betur frá viðskipt- um við sæluhúsdrauginn. Hann var á ferð til skreiðarkaupa, hafði sezt að í myrkri í kofanum og tók til matar síns. Þá fór hann að sjá eldglæringar í hinum endan kofans og sagði bara sí- sona: „Kveikið þið, kindur sælar, svo Hagakarlinn sjái til að rífa roðbitann sinn.“ Hættu þá glæringarnar og svaf Eiríkur þar rótt um nóttina. Svo skráði Brynjúlfur frá Minna-Núpi. Sögur af þessu tagi urðu til þess að menn voru dauðsmeykir við að gista í kofanum, einkum ef þeir voru einir á ferð og einu sinni hafði sú hræðsla al- varlegar afleiðingar. Gömul sögn úr Ölfusinu greinir frá því, að eitt sinn hafi ferðamaður leitað skjóls í kof- anum og lokað kirfilega að sér að inn- anverðu. Um nóttina heyrði hann traðk utandyra og rjálað við hurðina eins og reynt væri að opna hana. Hirti hann ekki um það; hefur ugglaust bú- izt þar við draugi og verið hræddur. Um morguninn brá þessum ferðalang ónotalega þegar hann opnaði og sá að utandyra lá dauður maður. Eftir það var gengið frá því að ekki væri hægt að loka kofanum að innanverðu með slagbrandi. Kofinn við Draugatjörn var ísköld og ömurleg vistarvera, en þó sá skúti sem betri var en úti. Lengdin að inn- anverðu var aðeins 2,5 m og breiddin 1,5 m. Við annað gaflhlaðið var hlað- inn grjótbálkur, mýktur með torfi. Yfir dyrum var lítil gluggabora með gleri. Tóftin sést enn ef vel er að gáð. Fleira gat verið varasamt á þessari óbyggðaleið en illviðri og draugar. Bolavellir og Bolasteinn minna á sög- una um Skeiða-Otta og nautið ógur- lega sem gekk í sumarhögum á völl- unum við Kolviðarhól. Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana. Nautið lá við Bola- stein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði boli sér yfir hann en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram. Sæluhús byggt á Kolviðarhóli Þau tímamót urðu 1844 að þá reis í fyrsta sinn hús uppi á sjálfum Kolvið- arhólnum. Þá hafði farið fram fjár- söfnun austan heiðar og vestan, og þótti vænlegast að reisa húsið á hóln- um neðan við Hellisskarð. Séra Páll Matthíasson í Arnarbæli valdi staðinn og hafði forgöngu um málið ásamt Jóni Jónssyni á Elliðavatni. Nýja sæluhúsið var allt úr timbri og stóð á sökkli sem hlaðinn var úr grjóti. Grunnflöturinn var 16 fermetrar og loft yfir þar sem viðbótargistirými fékkst. Járnrimlar voru fyrir glugg- um, líklega til að koma í veg fyrir rúðubrot skemmdarvarga. Hurðir var jafnt hægt að opna utan- og inn- anfrá; nú voru menn minnugir atviks- ins við kofann fyrrum. Nýja sæluhús- ið var allt úr timbri, tjörubikað, og þar gátu gist í einu 24 menn á loftinu og komið inn 16 hestum niðri. Í Reykjavíkurpóstinum frá þessum tíma má sjá að þetta hefur þótt merk framkvæmd. Enn urðu tímamót 1876 þegar ákveðið var að hefja vegarlagningu um Svínahraun. Þremur árum síðar var tekið annað skref og segir svo í Þjóðólfi: „Vegagjörðin yfir Kamba á Hellisheiði skal byrja í sumar.“ Eirík- ur í Grjóta fór með flokk manna sum- arið 1880 og lagði veg vestur yfir Hellisheiði, nokkru norðar og nær hinni fornu þjóðleið en núverandi Suðurlandsvegur. Áratugi áður, eða um 1870, hafði sú vakningaralda risið að bæta húsakost á Kolviðarhóli, enda var sæluhúsið frá 1844 þá orðið lélegt. Hríðargusur áttu þá greiða leið inn um glufur og gætt- ir. Hér var það sem oftar, að Sigurður Guðmundsson málari hafði forgöngu. Hreyfði hann því á fundi í Kveldfélag- inu 1871 að reist yrði veitingahús á Kolviðarhóli sem gæti fullnægt þörf- um ferðamanna. Í fundargerðinni er rissmynd eftir Sigurð af fyrirhuguðu húsi. Þar er gert ráð fyrir turni með gluggum og átti þar að loga ljós. Þetta þóttu hinir mestu loftkastalar og ekki lifði Sigurður málari það að sjá breytingu á Kolviðarhóli. Þrír heiðursmenn höfðu forustu fyrir endurbótum á Kolviðarhóli þjóðhátíðarárið 1874: Guðmundur Thorgrímsson kaupmaður á Eyrar- bakka og annálaður menningarmað- ur, séra Jens Pálsson prestur í Arn- arbæli og Randrup lyfsali og konsúll í Reykjavík, vinsæll maður og góð- gjarn. Hann vildi hvers manns vand- ræði leysa og stóð hús hans jafnan op- ið öllum nauðleitarmönnum. Hugmynd þeirra þremenninga var sú, að á Kolviðarhóli yrði reist svo veglegt hús, að þar gæti búið gest- gjafi sem hlúð gæti að ferðamönnum og „léti þeim í té, ef með þyrfti, rúm, mat og kaffi, svo og hús og hey handa hestum þeirra“. Hér er ekki minnst á brennivín, en síðar kom upp sú krafa að menn ættu að geta fengið í staup- inu. Höfðu gestgjafar af því nokkrar tekjur, en jafnframt ómæld vandræði. „Helstirðir við Hellisskarð“ Enn var efnt til samskota og Matthías Jochumsson, þá ritstjóri Þjóðólfs, hvatti menn til „drengilegra samskota“ í minningu 1000 ára af- mælis ættjarðarinnar. Var ekki laust við ávítunartón í brýningu þjóð- skáldsins: „…eða hvað munduð þér segja, góðir menn, ef þér horfðuð í augu allra þeirra, sem legið hafa hel- stirðir við Hellisskarð fyrir hegning- arvert hirðuleysi héraðsins.“ Hægt gekk að afla fjár með sam- skotum, þó gáfu flestir bændur aust- anfjalls eina krónu og einstaka stór- bændur gáfu 10 krónur. Þegar leið á árið 1876 skrifa forustumennirnir þrír landshöfðingja bréf og sækja um 1.500 króna styrk úr landsjóði svo hefja megi framkvæmdir. Ekki fékkst þó nema þúsundkall frá hon- um, en með samskotafénu var orðinn til sjóður sem nam 2.600 krónum. Björn steinsmiður Guðmundsson í Reykjavík taldi þó að enn vantaði 1.000 krónur og treysti sér ekki til að byrja. Það var svo loks vorið 1877 að framkvæmdir hófust og landshöfð- inginn lagði þá fram það sem til þurfti til viðbótar. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grjóti, ris var yfir og þar voru tvö herbergi. Niðri var eldhús með eldavél og ofni. Eftir að aðrar byggingar risu á Kolviðarhóli var þetta hús áfram notað til geymslu og öðru hverju var sofið í því fram til 1930. Fyrsta veturinn var þetta hús án gæzlu, en öllum opið. Ekki verður sagt að hlaðið hafi ver- ið undir fyrsta sæluhúsvörðinn, en Ebeneser Guðmundsson gullsmiður var náðarsamlegast ráðinn. Bergur Thorberg amtmaður yfir Suðuramt- inu gaf út leyfisbréf og þar er tekið fram, að Bergur sé riddari danne- brogsorðunnar og dannebrogsmaður. Ebeneser er „veitt leyfi til að hafa um hönd gestaveitingar á greindum stað, þannig að hann, auk þess að láta mönnum í té mat og kaffi m.m. einnig má veita áfenga drykki“. Með þetta leyfi í höndum gat Ebeneser kallast gestgjafi. Tekið var fram að hann ætti að hirða húsið vandlega og halda því þriflegu og hafa ljós uppi á loftinu. Hinsvegar var ekki með einu orði minnst á hvernig ætti að standa að veitingum og þrifnaði á stað þar sem engin vatnsuppspretta var nærri. Vatnsleysið á Kolviðarhóli varð strax til vandræða og réðst Ebeneser í að grafa brunn neðan við bæj- EIÐI Í RÚM 90 ÁR – FYRRI HLUTI ÓLL Ljósmyndari ókunnur ðið úr tilhöggnu móbergi, er lengst Kolviðarhóli 1844. 83 og fram til 1938 m.a. í því að bjarga vínahrauni. aupstað. Fyrst var bílaöldin. Morgunblaðið/Gísli Sig. Hellisskarð. Hér lögðu menn á brattann frá Kolviðarhóli og uppi á skarðinu tekur Hellisheiði við. Í þessari brekku segir sagan að þeir Búi Andríðsson og Kolviður á Vatni hafi barizt. Ljósmynd/Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tímamót á Kolviðarhólshlaði: Gamli tíminn með hesta undir böggum og hins- vegar nýi tíminn sem hefur fundið upp hjólið og innleitt hestvagna. Myndin er tekin um aldamótin 1900. sæluhúsið var reist á Hólnum 1844 og sson eftir gamalli ljósmynd. 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.