Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 H OLLYWOOD gekk í gegn- um erfitt tímabil á sjötta áratugnum. Lögsókn bandarísku ríkisstjórnar- innar gegn kvikmyndaiðn- aðinum lauk með sakfell- ingu stóru kvikmynda- veranna fyrir einokun. Þar með voru dagar stúdíókerfisins taldir og gull- aldarárum Hollywood lauk. Einn af öðrum létu gömlu mógúlarnir af störfum og vinsældir sjónvarpsins sköpuðu óvænta samkeppni um áhorfendur. Framleiðslukostnaður kvik- myndanna fór hækkandi og vextir sömuleiðis. Fjármögnun var allt í einu erfiðleikum bundin og áhættan þar af leiðandi umtalsverð. Þetta leiddi til aukinnar áherslu á framleiðslu stjörnumprýddra formúlumynda sem ekki reru á ókunn mið. Þá höfðu kommúnistaof- sóknirnar í för með sér andrúmsloft ótta og tortryggni í kvikmyndaborginni, leikstjórar, leikarar og aðrir kvikmyndagerðarmenn voru neyddir til að vitna gegn samstarfsfólki sínu og fjöldi manns lenti annaðhvort í fangelsi eða á svörtum lista fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Síðast en alls ekki síst hafði yngri kynslóðin fundið sér ný átrúnaðargoð: Rokkstjörnurnar. Litlu kvikmyndaverin eins og American International og Allied Artists gerðu sér grein fyrir þessari breytingu mun fyrr en þau stærri og settu í framleiðslu mikinn fjölda táninga- mynda, sérstaklega svokallaðar „juvenile del- inquent“-myndir. Aðal þessara mynda var tónlistin og ungir fallegir leikarar sem ung- lingarnir gátu samsamað sig við. Eigendur kvikmyndahúsanna óttuðust þó að hjarðir af æstum unglingum myndu fremja spjöll á íburðarmiklum kvikmyndahúsunum og bíla- bíóin reyndust fullkomin lausn. Sælgætissala í bílabíóunum var líka fjórum sinnum meiri en í venjulegu kvikmyndahúsunum og þau voru prýðilegur vettvangur fyrir „innilegri“ sam- skipti unga fólksins. Tilraunir Hollywood til að taka þátt í þess- ari bylgju voru misjafnlega gæfuríkar. Við- horfsbreytingin skilaði sér einfaldlega ekki í gervilegum söngmyndum á borð við þær sem Elvis Presley lék í á færibandsvísu. Það er skoðun þeirra Eddies Mullers og Daniels Fairs að hrá framleiðsla smærri kvikmynda- veranna hafi á einhvern óræðan máta verið raunsannari og fangað andrúmsloft tímabils- ins betur en íburðarmeiri söngmyndir stóru kvikmyndaveranna. Hollywood naut þó stöku sinnum velgengni á þessu sviði og eru þar myndir James Dean augljósasta dæmið, sér- staklega Rebel Without a Cause frá 1955. Breytingar á kynferðisviðhorfum Mikilvæg skref voru þó stigin á sjötta ára- tugnum í átt að veruleikatengdari umfjöllun á almennum vettvangi um samskipti kynjanna. Í þeim efnum var ekki allt jafnslétt og fellt og ráða mátti af Hollywood-myndum, eins og Kinsley-skýrslan sýndi fram á og Masters og Johnson áttu eftir að staðfesta. Framleiðsla draumaverksmiðjunnar stóð hins vegar undir nafni og endurspeglaði oftar en ekki einhverja draumasjálfsímynd hvítu millistéttarinnar. Raunveruleikinn var allt öðruvísi eins og kvik- myndaverin áttu eftir að reka sig á áratugi síðar. Fullkomin bannhelgi hvíldi til dæmis enn á því sem í framleiðslusáttmálanum var kallað kynferðislegur öfuguggaháttur, eða með öðrum orðum samkynhneigð. Kvikmyndin Suddenly, Last Summer (1959) var ein sú fyrsta til að takast á við þetta við- fangsefni en Katherine Hepburn og Mont- gomery Clift fóru með aðalhlutverkin. Myndin var byggð á samnefndu leikriti eftir Tenn- essee Williams, en fyrri kvikmyndaaðlögun á öðru leikriti hans, A Streetcar Named Desire (1951), hafði áður valdið miklum usla. Þegar PCA-sambandinu barst Suddenly, Last Summer var myndinni samstundis neitað um velsæmisstimpilinn. Málinu var áfrýjað til leikstjóranefndarinnar sem óvænt veitti henni leyfið. Ýmsir innan Velsæmissambandsins voru fjúkandi reiðir en yngri kvikmyndarýn- endur innan þess viðurkenndu að myndin væri furðu smekkvís þrátt fyrir vandmeðfarið um- fjöllunarefni. Þó verður að taka tillit til þess að aðalpersónan, samkynhneigður læknir leikinn af Montgomery Clift, er dálítið óhlutbundinn í gegnum alla myndina þar sem hann er myrtur í upphafi og birtist eftir það aðeins í endurliti. En þótt samkynhneigð hafi gert vart við sig í Hollywood á þessum tíma skyldi það haft hug- fast að hommar og lesbíur birtust sjaldan í já- kvæðu ljósi. Kynhneigð persónanna var jafnan sýnd sem ósamræmanleg eðlilegu líferni og þeim refsað í framrás atburðanna fyrir „brenglun“ sína. The Children’s Hour sem Lillian Hellman leikstýrði eftir eigin leikriti er dæmi um það. Myndin segir frá tveimur kennslukonum í smábæ nokkrum sem leiknar eru af þeim Shirley McLaine og Audrey Hepburn. Allt fer á versta veg þegar illkvittin skólastúlka kemur á kreik ljótum orðrómi um þær stöllur og atburðarásin tekur harmræna stefnu þegar í ljós kemur að persóna McLaine er lesbía sem ástfangin er af Hepburn. Líkt og krafa var um á þessum tíma eru örlög McLaine sorgleg. Sakleysið glatast Þegar John F. Kennedy var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 1960 virtist fátt standa í vegi fyrir áframhaldandi hagsæld og vel- gengni, þjóðin var í forystuhlutverki á alþjóða- vísu og draumurinn sem lengi hafði laðað inn- flytjendur að í milljónatali virtist innan seilingar. Þremur árum síðar umbreyttu skot- hvellir í Dallas draumnum um veröld nýja og góða í martröð og áður en nokkur vissi var þjóðin á kafi í blóðugu frumskógarstríði í fjar- lægu landi. Robert Kennedy, Malcolm X og Martin Luther King féllu fyrir hendi laun- morðingja og borgir loguðu í hatrömmum kynþáttadeilum. Samsæriskenningar blómstr- uðu og efasemdir um hreinan skjöld ríkis- stjórnarinnar hreiðruðu um sig meðal þeirra sem fylgdust með alþjóðastjórnmálum. Charl- es Manson varð einn frægasti maður heims þegar hann fékk hálfstálpaðar stúlkur til að fremja fyrir sig voðaverk. Þjóðvarðliðið myrti stúdenta í bandarískum háskóla. Það er ekki að furða þótt bandarískar kvikmyndir hafi á fáeinum árum tekið stakkaskiptum. Framsetning Hollywood-mynda á félagsleg- um veruleika var einfaldlega ekki nægilega raunsönn til að ná utan um hræringarnar í þjóðfélaginu. Enda var það á þessum tíma sem ný kynslóð kvikmyndagerðarmanna hasl- aði sér völl í kvikmyndaiðnaðinum. Margir þeirra komu úr sjónvarpsmyndagerð en tengja má færsluna í átt að auknu raunsæi Hollywood-mynda við áhrif samkeppnismiðils- ins. Hrollvekjandi fréttamyndir úr Víetnam- stríðinu, fréttaskýringar um glæpi í lifandi myndum og margt fleira hafði eflaust þau áhrif að áhorfendur voru ekki jafnginnkeyptir fyrir áferðarfögrum sviðsetningum stúdíó- myndanna og áður hafði verið. Kynslóðina sem þarna vakti á sér athygli má kalla kvik- myndatuddana, í aðgreiningarskyni frá kvik- myndagemlingunum sem fylgdu í kjölfarið (Steven Spielberg, George Lucas o.fl.). Kvik- myndatuddarnir voru leikstjórar sem hvergi hikuðu við að brjóta upp gamlar hefðir, reyna nýjar aðferðir og birta ófegraða mynd af þjóð- félaginu. Í þennan hóp falla leikstjórar á borð við Arthur Penn, Sam Peckinpah, Dennis Hopper, Francis Coppola, Robert Altman, Bob Rafelson, Stanley Kubrick og John Cass- avetes. Þeir gerðu myndir um alvarlega hluti og reyndu á þanþol miðilsins, bæði hvað efn- istök og framsetningarmáta varðaði. Þeir voru óhræddir við að ögra fólki, vildu vekja við- brögð, vekja áhorfendur til umhugsunar. Með myndum eins og Bonnie og Clyde (1967), The Wild Bunch (1969), M.A.S.H. (1970), A Clock- work Orange (1971) og The Godfather (1972) kvað við nýjan og ferskan tón í bandarískri kvikmyndagerð. Blóðugt kynlíf Fullorðinsmyndir sjöunda áratugarins eru svo gjörólíkar myndum sjötta áratugarins að efasemdum hlýtur að vera varpað á hina sléttu og felldu ímynd „ameríska áratugarins“, a.m.k. ef litið er á kvikmyndir að einhverju leyti sem spegil þjóðfélagsins. Án nokkurrar viðvörunar umbreyttust fullorðinsmyndirnar frá því að fjalla um saklausa gluggagægja yfir í að sýna grófar nauðganir og fjöldamorðingja. Leikstjórarnir Hershall Gordon Lewis og David Friedman voru að leita að nýjum leiðum til fá áhorfendur inn í sóðabíóin því nektar- myndirnar voru að glata vinsældum sínum. Þeir gerðu dálítið kaldhæðnislega ofbeldis- mynd sem hét Scum of the Earth (1962) og grunaði að þar hefðu þeir kannski dottið niður á eitthvað nýtt sem hægt væri að selja. En kverkataki velsæmislaganna hafði þó ekki ver- ið létt í upphafi sjöunda áratugarins. Skapa- hár á hvíta tjaldinu voru óhugsandi og snert- ing handar og brjósta í örstutta stund var eins langt og hægt var að ganga. En í ritskoð- unarlögunum var ekkert sagt um misþyrm- ingar og afskræmingar á kvenmannsbrjóstum eða líkömum! Með það hugfast réðust þeir félagarnir Lewis og Friedman í gerð alveg nýrrar tegundar af kvikmynd: Kynferðisskot- ið blóðbað sem þó fór aldrei yfir mörk fram- leiðslusáttmálans hvað varðaði framsetningu á kynlífi. Blood Feast (1963) var gerð á innan við fimm dögum og Playboy-fyrirsætan Connie Mason fór þar með aðalhlutverk en fyrir það fékk hún greidda 175 dali. Myndin naut gífurlegra vinsælda í bílabíóum um gerv- öll Bandaríkin og tískubylgja mynda þar sem kynlíf og dauði voru tengd órjúfanlegum böndum varð til. Fáar eftirminnilegar myndir af þessari tegund voru gerðar á sjöunda ára- tugnum en á þeim áttunda tók þessi einkenni- lega undirgrein nokkrum breytingum, meira ofbeldi leysti áhersluna á kynlífið af hólmi og „splatter“-myndin varð til. Friedman hafði þó meiri áhuga á kynlífi en blóðslettum og framleiddi The Defilers (1965, leikstýrt af Lee Frost). Þar sagði frá manni ÖGRUN OG UPPLAUSN E F T I R B J Ö R N Þ Ó R V I L H J Á L M S S O N „Árið 1970 gekk John Wayne öskrandi reiður um kvik- myndaver Paramount vopnaður skammbyssu: „Hvar er Dennis Hopper, þessi djöfulsins kommi?“ hrópaði hann. „Helvítis auminginn heimsótti háskólann sem dætur mínar ganga í og var með klámkjaft frammi fyrir saklausum stúlkunum. Ég ætla að ná þessum rauða andskota. Hvar felur helvítis komminn sig?“ Það var á sjöunda áratugnum sem nekt karlmanna var í fyrsta skipti boðleg á hvíta tjaldinu. Hér sést veggspjald James Bond-myndarinnar Thunderball með Sean Connery nöktum á nuddbekknum. Þetta var áratugurinn þegar sakleysið glataðist. Afbrotaunglingar, flott tónlist og fallegir leik- arar voru helstu einkenni myndategundar sem mikilla vinsælda naut í bílabíóum sjötta ára- tugarins og átti margt sammerkt með rokk- bylgjunni sem þá gekk yfir í Bandaríkjunum og víðar. Slagorð myndarinnar Girls Town eru „Ungir uppreisnarmenn sem ekki vilja þekkja muninn á réttu og röngu!“ FORBOÐNAR ÍMYNDIR HV ÍTA TJALDSINS – FJÓRÐ I HLUTI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.