Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Síða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001
M
ITT í eilífðar útsæ“ er
yfirskrift sýningar í
Hafnarborg á mál-
verkum fimm lista-
manna frá Færeyjum.
Óneitanlega smella
þau orð úr smiðju
Stephans G. þegar
þeim er eilítið snúið fyrir tilefnið, en skáldið
orti auðvitað um langförulan Íslending, minn-
ugan heimahaga „fjærst“ í þeim sama útsæ.
Myndir listafólksins bera legu lands þeirra
vitni, þær eru af fjöllum, hömrum og hafi, vold-
ugu hafi sem umlykur margar litlar eyjar þar
sem gargandi fuglar og 45 þúsund sálir lifa í
takt við síkvika náttúru. Nálægðin við hana,
þennan dyntótta lífgjafa eyjarskeggja, gerir
það að verkum að landið og hafið kemur hvar-
vetna við sögu í listsköpun Færeyinga.
Sú staðreynd að Færeyingar lifðu um aldir
alfarið á landbúnaði og róðrum, skýrir það
kannski hve seint færeysk myndlist kom til.
Myndlist í merkingunni fagurlist, því nytja-
listin hefur eins og menn muna lengst verið að-
al eyjanna, færeyski báturinn og klæði úr inn-
lendum efnisvörum, eins og segir í
sýningarskrá. Þar stendur einnig að vísir að
nútímasamfélagi hafi fyrst orðið í eyjunum um
19. öld miðja og hálfri öld seinna hafi mynd-
listin tekið að blómstra þar.
Miðað við höfðatölu
Þau sem heimsækja Hafnarborg nú eru því
af þriðju kynslóð færeyskra myndlistarmanna.
Þeim telst til að starfsystkin í eyjunum séu ná-
lægt tugi og hnýta við þeirri heimilislegu at-
hugasemd að þetta, fimmtán manns sem lifa af
myndlist sinni í Færeyjum, sé ansi mikið miðað
við höfðatölu.
Fimmmenningarnir sem hér sýna eru á svip-
uðum aldri, fæddir kringum 1950 og með svip-
uð viðfangsefni, náttúru eyjanna þótt einstaka
persóna, skepna eða hús slæðist með. Niður-
stöðurnar eru þó allskostar óvipaðar. Karl-
mennirnir þrír sýna miðlungsstór og allstór ol-
íumálverk en litir og efnistök eru mismunandi.
Hjá konunum eru það akrílmyndir annars veg-
ar og blönduð tækni hins vegar, gerólík verk.
Sjáum eitthvað af því sem hvert þeirra fjög-
urra sem hittu blaðamann höfðu að segja um
sína vinnu. Eyðun af Reyni, sá fimmti, var
ókominn til Íslands. En fyrst varð á veginum
sú eina í hópnum sem ekki er innfæddur eyja-
málari, hún gerðist nokkurs konar lóðs um sýn-
inguna.
Astri ein á báti
Fuglar koma í stað fólks í myndum Astri Lu-
ihn, „af því að það er betra að segja minna en
meira og mér finnst þessar skepnur stundum
haga sér líkt og mannfólkið. Oftast þjappa fugl-
arnir sér saman í stórum hópum í bjarginu,
stundum vilja þeir heldur vera tveir og tveir og
stöku sinnum sér maður einfara. Svoleiðis var
ég sjálf, að minnsta kosti fyrst þegar ég kom til
Færeyja frá heimalandinu, Noregi, öðruvísi en
hinir og útundan. Satt að segja fékk ég sjokk
við það að koma til Þórshafnar úr miklu stærri
borg eins og Ósló. Þetta var fyrir þrjátíu árum
og þá var mikið karlasamfélag í eyjunum. Kon-
ur áttu ekki að hafa hátt og mér fannst þetta
náttúrlega skrítið, tvítugri nútímakonunni.
En ég heillaðist af öðru samfélagi á sama
stað, þeirri háværu fuglamergð sem þarna býr
í hvínandi bröttum klettum. Og kannski fyrst
og fremst því hvað eyjarnar eru smáar og um-
hverfið geysistórt og sterkt. Sjórinn og vind-
urinn drottna yfir lífi fólksins og þess vegna
vilja færeyskir listunnendur náttúrumyndir.“
Astri sýnir nokkrar litlar olíumyndir af
landslagi, „einskonar íkonamyndir eða tákn
um þessa hefð í færeyskri list,“ segir
hún. Þá sýnir hún stærri þrykktar
myndir, endurtekin létt form eða
mynstur og loks myndir unnar með
blandaðri tækni, í einum lit eða
fáum. Á þeim er fugl eða fuglar og
mér þykir sem orð listakonunnar um
einsemd í hópi gangi prýðilega upp í
þessum myndum. Jafnframt passar
menntun Astri, í tónlist við Ósló-
arháskóla, ágætlega við endurtekn-
ingu í sumum myndanna og svo
myndraðirnar.
Hún samþykkir þetta en segir að
sjokkið við flutninginn til Færeyja
nýtist sér enn mest og best í mynd-
listinni. „Ég sé enn margt af því sem ég sá
fyrst, en finn líka hvað þessi þjóð hefur kennt
mér: Að annast aðra af alúð, að þola mikla nánd
við fólk og náttúru, að vera opin, jafnvel fyrir
dauðanum. Í Færeyjum er kistum látinna ekki
lokað strax, endalok lífsins eru nálæg og eðlileg
eins og annað í lífi íbúanna.“
Sigrún spyr hver ráði
Sigrún Gunnarsdóttir Niclasen málar með
akríl á striga myndir af fólki í umhverfi sem
ýmist er grænt af gróðri, blátt af vatni eða
grátt af steinsteypu og járni. Hún sker sig úr
vegna þess að myndirnar hennar eru ekki einu
sinni nærri abstraktinu, þær eru af fólki, nátt-
úru, húsum – og segja sögur eða spyrja öllu
heldur spurninga. Í raun höfða þær til siðferðis
þess sem horfir, vekja hann til umhugsunar ef
tilgangi listakonunnar er náð.
Á mörgum málverka Sigrúnar í Hafnarborg
eru börn. Hún segist velta upp þeirri persónu-
legu spurningu hver eigi að ráða því hvort fóst-
ur fái að verða mannneskja. Og hver hafi vald
til að ákveða örlög ungs drengs eða stúlku.
Hvort það megi drottna, hvernig eigi farsæl-
lega að stýra og styðja. Spurningar Sigrúnar
eru býsna hvassar og ádeila í mörgum mynd-
anna, en sjálf virðist hún hæglát og yfirveguð.
Lítið gefin fyrir óþarfa orðskrúð. Þó lætur hún
sig hafa að ræða við mig eina myndina.
Á henni stendur ungt fólk í röð á einhvers-
konar brú eða bryggju. Við sjáum þau þrjú úr
fjarlægð, frá hlið, fyrir miðri mynd. Aftan við
þau er vatn, „aqua passata“ eða hið liðna sem
ekki tjóir að líta til, eitthvað sem er horfið í
djúpan sæ... Fyrir framan þau liggur grænt
engi og einskonar geisli ellegar gata hvers um
sig. Framtíðin um víðan völl. Efst sést glitta í
foreldrana, vænti ég, í garðshliði, þau gömlu
sem þurfa að sjá eftir ungunum út í lífið. Í
þeirra garði eru þroskuð tré og þangað munu
þau snúa aftur.
Kári fer inn í klettana
Kári Svensson málar iðulega stórar og dökk-
ar náttúrumyndir og svitnar við það. „Ég er
maður sem hamast, sjáðu, ég reyni í málverk-
inu að fara inn í fjöllin í Færeyjum, brjótast inn
í hamra og bora í kletta frá mörgum hliðum.
Svo fer ég lag af lagi með olíuna á strigann,
dreg fram valinn punkt umfram aðra, rissa
húsgafl eða fólk eins og í haustmyndinni hérna,
þetta fólk var þarna á göngu í hlíðinnni og nú er
það hér uppá Íslandi þegar vorið er næstum
komið.
Ólíkt ykkar landi, þessari stóru eyju, er
landslagið, fjöllin og björgin svo nálægt manni í
Færeyjum. Þetta gleypir mann og það er engin
undankomuleið. Nema kannski í himininn, í
birtuna, hún breytist svo ört í Færeyjum, alveg
eins og veðrið. Mér þykir ljósið í myndunum
mjög mikilvægt þótt þær séu dökkar, svona
brúnar og svartar.“ Eða einmitt þess vegna,
hugsa ég og hlusta á þennan kraftmikla mann
segja að síðasti kafli hvers málverks; sem gæti
einnig verið mörg málverk, myndir í myndinni,
með því einfaldlega að skera í strigann; sé
heildin. Sú heildarmynd sem haldi jafnvægi í
byggingu verksins og gefi því gildi.
Amariel eins og hafið
Ótrúlegur blámi Amariels Norðoy blasir
fyrstur við þegar komið er í stóru salina á efri
hæð Hafnarborgar. Í málverkum hans, ab-
strakt eða því sem næst, eins og kynbræðra
hans á sýningunni, er mikil birta og orka sem
erfitt er að skilgreina. Hann kveðst eitt sinn
hafa haft vinnustofu við hafið og liturinn jafnt
sem ljósið stafi þaðan. „Svo lærði ég upphaf-
lega að smíða skip, sérðu bátana í myndunum?
Það vottar oftast nær fyrir þeim hjá mér.
Stundum hafa hús svo sem komist á strigann
minn, ég hef komið víða við.“ Þegar bók um
listamanninn er skoðuð sjást glögg merki
þessa, þar eru sýnishorn grafíkverka og högg-
mynda úr steini, en Amariel kveðst hafa
kynnst Jóni Gunnari Árnasyni gegnum skúlpt-
úrinn.
Þessi listamaður hefur einn fót í Færeyjum
og annan í Danmörku að eigin sögn og þar fell-
ur mönnum eflaust við athugasemdir hans.
Þegar ég spurði hve margir atvinnumenn í
myndlist væru í Færeyjum var hann snöggur
að svara, aðeins einn og hann er hér. Benti á
sjálfan sig og brosti út í annað yfir öllu saman.
Steinunn Helgadóttir heldur í aftari sölum á
jarðhæð Hafnarborgar sýningu um stelpur.
Hún sýnir unnar ljósmyndir og myndband og
með henni hefur Sveinn Lúðvík Björnsson
hljóðverk með raddklið í stelpum. Best að gefa
listakonunni orðið og fá fyrst að vita hvers
vegna þetta efni.
„Það er af því ég er sjálf stelpa og ég á fjórar
stelpur og stelpur eru svakalega duglegar
manneskjur. Og stoltar og frjálsar. Allavega
þegar þær eru litlar. Svo vaxa þær og dafna að
viti og atgervi og þá gerist oft eitthvað skrítið.
Eiginlega ógnvænlegt.
Þær fara að vanmeta sjálfar sig og taka upp
á alls konar kúnstum til að falla í kramið og
verða eins og þjóðfélagið heimtar eða karlpen-
ingurinn eða jafnvel kynsysturnar. Þær gerast
undirgefnar og yfirmáta fórnfúsar, þær verða
varar um sig og passasamar og festa á sig
hlekki sem þeim sárnar undan seinna. Þær fá
lægri laun en makar og bræður og lifa yfirleitt í
mótsögn við þann frelsis- og gleðimóð sem ein-
kenndi líf þeirra ungra. Í stað þess að halda
frakkar og kátar áfram lífsleiðina fara þær í
megrun eða dansa við súlu eða þræla sér út
með tusku eða barasta eitthvað í álíka dúr.
Mér finnst svo merkilegt að hugsa um þró-
unina með árunum. Þetta fer ekkkert batnandi
eins og maður hélt að myndi gerast hér einu
sinni. Ég held svei mér þá að mamma mín hafi
verið frjálsari á margan hátt en ungar stúlkur
núna. Þvengmjóar og brjóstastækkaðar halda
þær sumar endalaust áfram að leggja á sig písl-
ir og bönd. Ég bið þessar stúlkur einfaldlega –
og bara fólk almennt – að staldra pínulítið við.
Það er meiningin með þessum negatívu ljós-
myndum sem ég vinn margar áfram í tölvu,
negatívum af því þannig horfum við á stúlk-
urnar og þær á sig sjálfar, gegnum einhvern
furðunnar fílter. Og svo myndbandi þar sem
ein ágæt stelpa les upp heimsmet annarra
stelpna: sólarhringa ról í rólu og rosa langan
magadans til dæmis, ég sleppti viljandi því
grófa vegna þess mig langar ekki að móðga
neinn né særa.
Málið er að þessar frábæru stelpur sem
hætta að fatta hvað þær eru frábærar eða
leggja að minnsta kosti einkennilegustu bönd
þar á, eru einatt gríðarflottar, bæði andlega og
líkamlega. Þetta eru svæsnustu dæmin, þar er-
um við ekki að tala um neina aukvisa.
Ég vil fjalla um þetta því mér finnst að
myndlist, eins og leiklist til að mynda, megi
taka afstöðu, vera pólitísk, leita svara. Hún má
alveg vera skraut í stofu, en hún þarf alls ekki
að vera það einungis. Eða hvað ætli stelpum
þarna úti þyki um það? Og hvað þykir þeim um
þetta hér á veggjunum?“
Moldarmósaík örlaganna
Hún er ættuð úr Karíbahafi en fædd og upp-
alin í Kanada, listakonan fjölhæfa sem sýnir
mósaíkmyndir í kaffistofu Hafnarborgar og
fordyri. Alice Olivia Clarke kom með mann-
inum sínum til Íslands fyrir átta árum og hefur
síðan lært tungumálið, unnið á kaffihúsi og í
tískubúð svo eitthvað sé nefnt og eignast tvö
börn. Hún stofnaði í fyrra hönnunarfyrirtæki
með eiginmanninum, sem er arkitekt, og segist
nú hæstánægð með nýja línu í lífinu, sem er
nám í hönnun við Iðnskólann.
„Þannig gerist allt hjá mér, þetta virðist
kannski brotakennt en er það alls ekki, það er
ákveðinn straumur sem ég fylgi í lífinu og það
er ákveðinn straumur líka eða þá flæði sem
fylgir mér í myndlistinni. Þegar ég vinn hlusta
ég oft á jazz og hver mynd tekur stefnu af takt-
inum í tónlistinni. Svona verður þetta eðlilega,
ég vil ekkert hafa hlutina öðruvísi. Myndirnar
hér í Hafnarborg eru mjög skipulagðar en ég
hugsaði samt um flæði þegar ég vann þær. Allt
frá því ég braut flísarnar, afgangs úr íslenskum
byggingum með hamri, gegnum teikninguna,
að handavinnu við verkið sjálft.“
Áður hefur Alice unnið mósaíkmyndir meira
eftir tilviljun augnabliksins, nú segist hún vera
að koma reglu á óreiðuna og finna rök eða
skynsemi í tilverunni. Myndirnar eru vissulega
svolítið suðrænar, heitar og lifandi, ólíkar ís-
lenskum gaddi í upphafi vordaga. Mynstrið í
þeim minnir mig á sólkyssta jörð, moldarflag
sem er þurrt og sprungið, eins og landakort
eða hvað sem hver vill lesa í línurnar. Inn á
milli brún- og gulleitra flísabrota eru svartir
kúptir steinar af Snæfellsnesi, eins konar orku-
stöðvar í flaginu, að sögn Alice.
Móðir hennar safnaði fyrir hana fleiri stein-
um í síðustu ferð foreldranna til Barbados, þar
sem listakonan hefur sjálf aldrei búið þótt hún
vildi. Þeir steinar eru hvítir, en ströndin var
mjög lík uppáhaldsfjöru mæðgnanna á Snæ-
fellsnesi. Alice segir þessa sögu kát og íbyggin,
eins og hún meini að allt komi heim og saman.
Einhvern veginn.
„Ég uppgötvaði til dæmis nýlega að allt mitt
líf og öll mín tilvist gengur út á það að horfa,
taka eftir og kanna. Enda er ég fædd á degi at-
hugunarinnar, einmitt þessum degi í dag.“
Svo hlær listakonan og afmælisbarnið há-
stöfum, fimmtudeginum fyrir opnun, með fullt
í fangi af börnum sem hringt er út af og einni
mynd sem eftir er að ljúka fyrir sýninguna. En
Alice mun láta berast með vindinum, hlusta á
taktinn í tónlistinni, halda áfram brautina sem
sannarlega virðist vörðuð sjaldgæfum orku-
steinum.
Í gegnum glerið heitir sýning Steinunnar Helgadóttur.
Morgunblaðið/Ásdís
Sigrún Gunnarsdóttir Niclasen, Amariel Norðoy, Kári Svensson og Astri Luihn.
AF YSTU SJÁVARRÖND
Náttúran er yfir og allt
um kring hjá fimm fær-
eyskum listamönnum í
Hafnarborg. ÞÓRUNN
ÞÓRSDÓTTIR hitti fjóra úr
hópnum í Firðinum, en
auk sýningar þeirra
verða tvær aðrar opn-
aðar þar í dag.
Alice Olivia Clarke sýnir myndir úr íslenskum flísum.