Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 18

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Side 18
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 Eftir því sem á líður og öldin sezt eins og sól til viðar að loknum góðum starfsdegi sem að- eins var rofinn af skjannabirtu hádagsins á gagnaugum þínum og tölvuskjá og rak þig út til téðra erinda að þarflausu þá er ekki að spyrja að endalokunum fyrirséðum og vart nema spönn undan þegar dýpst er skoðað og gef mér vatn vatn að drekkja með hugsun minni og kliður orða þinna berst til mín aftur sem úr fjarska og minnir mig enn á hvar ég stend og hvers ég hef misst og hvað þráð og fengið og ég finn rauða sól úti við sjóndeild- arhring í brjósti mínu þreyttu en þakklátu ... þannig elska fuglarnir þig þegar blómin vaxa yfir garðvegginn og vita ekki af forgengileik visnun og dauða en bera óm gleðinnar út til annarra og svo koll af kolli þar til honum þókknast að kalla til sín alla á ný. JÓN VALUR JENSSON Höfundur er guðfræðingur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. DAGUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.