Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.2001, Blaðsíða 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. MARS 2001 J OHN Baldessari er einn þeirra listamanna sem risu upp úr þeim hræringum sem áttu sér stað í listheim- inum á sjöunda áratugnum. Í upphafi stundaði hann málaralist, en það var ekki fyrr en hann tók að vinna á forsendum hugmyndalistar að verk hans fóru að vekja verulega athygli. Þau verk byggðust á samþættingu ólíkra miðla og markaði Baldessari þar skil í listsköpun sinni með því að brjóta flestar hefðir. Hann notaði iðulega ljós- myndir sem framkallaðar voru á striga, í samhengi við texta. Eftir því sem á leið varð vinnuferli hans flókn- ara og hann fann verkum sínum nýja farvegi með því að nota t.d. mynd- ramma úr kvikmyndafilmun eða breyta samhengi ljósmynda með því að mála yfir vissa hluti og búa til eins- konar „blinda bletti“. Þannig spann hann nýja orðræðu við umhverfið með því að setja sjálfgefin menningarleg gildi í óvænt samhengi. Baldessari seg- ist hafa tileinkað sér þessi vinnubrögð í tilraun til að vinna út frá sínu nánasta umhverfi. Í sýningarskránni kemur fram að hann hafi fengið þá hugmynd að hann gæti „búið til list úr þeim stað sem hann bjó á án þess að fegra hann, [...] að sannleikurinn sé fallegur, sama hversu ljótur hann sé“. Endurskoðun og uppbrot Þreifingar á borð við þær sem Baldessari kynnti umheiminum í upphafi ferils síns voru þáttur í viðleitni ungra listamanna á sjötta ára- tugnum til að endurskoða hefðina og brjóta sig frá henni. Þegar Baldessari er spurður um sínar eigin rætur í menningarlegum sviptingum þessa tíma hlær hann lítillega og svarar af mikilli hóg- værð: „Mig langar auðvitað til að segja að ég hafi fundið upp á þessu öllu sjálfur, en verð að við- urkenna að þessi tilhneiging braust fram í menn- ingunni allri. Ég var einfaldlega þátttakandi í ákveðnum hræringum. En bandarísk list, og þá sérstaklega málara- list, var í kreppu á þessum tíma. Þá var komin fram á sjónarsviðið fjórða eða fimmta kynslóð málara á sviði abstrakt-expressjónisma og þeir voru auðvitað komnir í hugmyndafræðilegt þrot. Málaralistin var einfaldlega orðin þreytandi og enginn vissi að hverju hann ætti að snúa sér. Sjálfur man ég mjög vel eftir þessari tilfinningu. Vinnustofan mín var í gömlum bíósal og mál- verkin sem ég málaði hrönnuðust upp. Mér fannst þetta mjög niðurdrepandi, hugsaði með mér að ég gerði ekki annað allan daginn en að endurraða litum innan afmarkaðs rétthyrnings. Þar kom að ég var knúinn til að spyrja sjálfan mig hvort ég vildi gera þetta að ævistarfi mínu. Og þá var það ekki spennandi lengur. Í rauninni hafði ég ekkert út á málverkið sem slíkt að setja annað en það hversu sterka tilhneig- ingu allir hafa til að setja samasemmerki á milli málverka og listar. Mér fannst að list ætti að hafa miklu víðari skírskotun en bara í málverk – listin felur meira í sér en svo.“ Sáttaumleitun á milli almennings og listamanna „Ég fór því að kanna möguleika ljósmynda- tækni, kvikmynda, myndbanda, veggspjalda og bóka, í tilraun til að nálgast hversdagsleikann,“ segir Baldessari. „Því eitt af því sem gerði ab- strakt-expressjónisma svo þreytandi var hvernig hann tengdist hámenningarklíkum en hafði höfð- aði ekki til venjulegs fólks. Ljósmyndun og kvik- myndalist er í miklu nánari tengslum við almenn- ing – mun fleira fólk á t.d. myndavél en olíuliti. Þessir hversdagslegu miðlar höfðu því alla burði til að þjóna sem eins konar sáttaumleitun á milli almennings og listamanna. Það má þó ekki gleyma því að þetta var al- mennt séð tími umbreytinga, hvort heldur sem litið var til menningar eða stjórnmála. Ég var að kenna við Kaliforníuháskóla í San Diego þar sem heimsfrægt fólk með nýstárlegar kenningar var við kennslu. Ég lifði því og hrærðist í miklu návígi við hugmyndafræði sem gerði ráð fyrir að for- sendur fyrir breytingum væru fyrir hendi. Mér finnst athyglisvert að sú tilfinning er að dvína í samtímanum, það er eins og nú sé verið vinna gegn mörgu því sem þá ávannst.“ Getur verið að það sé vegna þess að á þeim tíma var þetta uppbrot í gangi, nýir miðlar komu fram á sjónarsviðið, skil milli miðla og ólíkra greina voru afmáð – múrarnir brotnir niður í ein- hverjum skilningi? „Já, einmitt. Öll skil á milli hugtaka urðu mjög ógreinileg. Og það er auðvitað mikið um alls kon- ar samþættingu í samtímanum svo sem á sviði vísinda. Í listheiminum hefur það sama gerst, eitt af því sem er í tísku núna er að afmá mörkin á milli lista og hönnunar. En um leið má merkja ákveðna tilhneigingu til að vinna gegn þessu upp- broti sem þá tíðkaðist þótt erfitt sé að greina hvar það gerist.“ En hvað með afturhvarf þinnar kynslóðar til hversdagsleikans? „Það var svo sem ekkert nýtt og hafði verið gert áður. En þessar breytingar á menningar- legri og stjórnmálalegri hugsun sem ég minntist á áðan voru mikið hreyfiafl og breyttu sýn manna á hina háleitu list abstakt-expressjónist- anna. Sú breytta sýn byggðist þó á þeirri hug- mynd að ekki sé nóg að breyta hlutunum heldur þurfi maður einnig að hverfa aftur til upphafsins – finna hjólið upp á nýjan leik. Eins og þegar Heidegger í rannsókn sinni á heimspekinni hverfur alla leið aftur til Grikkjanna í tilraun til að hugsa allt ferlið í gegn á nýjan leik. Þannig er nýsköpunin að vissu leyti mótuð af því sem kem- ur á undan. Sem dæmi um það má nefna nem- anda minn sem lét þau orð falla þegar hann horfði á verk eftir mig að ég væri að kenna áhorfandanum listasöguna eins og hún leggur sig. Mér fannst felast í því mikill sannleikur því allt sem búið er að framkvæma kemur fram í manns eigin vinnu. Það breytir þó ekki þeirri mikilvægu staðreynd að ef maður vill skapa eitt- hvað sem hefur þýðingu verður maður að finna nýjar leiðir til að koma hugsuninni á framfæri, annars verður listin bara endurtekning eða klisja.“ Í verkum þínum er eins og þér takist að finna kjarna hlutanna með því að einfalda þá eða með því að sýna aðeins valið brot af stórri heild? „Já,“ segir Baldessari, „ég geri mikið af því kippa hlutum út úr sínum eðlilegu tengslum og búa til nýtt samhengi. Það á kannski eitthvað skylt við þá hugmynd að hægt sé að blanda sam- an list og hönnun. Ef maður notar hönnum sem einn þátt í listsköpun og sýnir afraksturinn í galleríi hefur það ákveðna listræna þýðingu. Sami hlutur inni á McDonalds hefur hana ekki, hann er bara McDonalds. Samhengið skiptir öllu máli.“ Fær lánað úr öðrum miðlum Þú velur ákveðið sjónarhorn eða skilur ákveðna hluti undan. Samt er eins og áhorfandinn virðist alltaf skynja þann heim sem liggur utan verksins? „Ég held að það gerist vegna þess að ég fæ svo margt að láni úr öðrum miðlum. Áðan sagði ég að fólk ætti auðveldara með að skilja ljósmyndun en málaralist af því að það á frekar myndavél en olíuliti. En fólk horfir líka á sjónvarp, fer í bíó og leggur skilning í ýmiskonar hluti sem til- heyra hversdagslífi þess. Í verkinu sem ég vann fyrir þessa sýningu er t.d.víkingur, sem allir vita að er ekki raunverulegur víkingur heldur Hollywood-táknmynd af vík- ingi. Þessi óljósu skil í mínum verkum á milli hins raunverulega heims og tilbúins heims byggjast á tungumáli sem stór hluti heimsins á hlutdeild í. Það er hægt að vísa til þessa heims og fólk skilur strax hvað maður á við. Al- veg eins og þegar James Joyce vísaði í Ódysseifskviðu Hómers og allir vissu hvað hann átti við af því þeir þekktu goðsögnina um Ódysseif og gátu heimfært hana upp á byggingu bókar Joyce. Vísunin er til hins sammannlega.“ Þú vinnur sem sagt með mörk sannleika og skáldskapar? „Í rauninni, já. Mér finnst gaman að vinna með skilgreiningar á borð við „raunverulegt“ og „óraunverulegt“, – þær velta nefnilega alltaf á sjónarhorni manns. Stundum getur það sem maður sér í bíómynd verið raunverulegra eða sannara en sjálfur raunveruleikinn. Í bíómynd- inni „Being There“, sem gerð var eftir skáld- sögu Jerzys Kosinskis, þekkir aðalpersónan ekki hinn raunverulega heim heldur einungis þann heim sem birtist manni í sjónvarpinu. Öll reynsla hans var þaðan. Þetta eru auðvitað ýkt- ar aðstæður, en venjulegt fólk fær kannski frek- ar upplýsingar um mannkynssögu úr sjónvarp- inu en úr bókum um mannkynssögu. Við töluðum áðan um að tvinna saman list og hönnun, ég stefni hinum raunverulega heimi saman saman við heim ímyndunaraflsins. Það er á mörkum þessara tveggja heima sem ég fer að skapa. Þess vegna kalla ég eitt verkið á þess- ari sýningu „The Overlap Series“. Ég vísa þar til skörunarinnar sem þess heims er sköpunin á upptök sín í. Ég vinn því alltaf á þessum óljósu mörkum, en augnablik sjálfrar sköpunarinnar er fryst í verkunum sjálfum.“ Íslendingasögurnar og Hollywood-klisjur Í viðtali sem birtist í sýningarskránni talar þú um Íslendingasögurnar og tengir þær Holly- wood-klisjum í ímynd hins dæmigerða víkings. Þetta er athyglisverð sýn útlendings á þessar sögur sem hér eru yfirleitt álitnar dálítið heil- agar. „Það sem ég var að reyna að koma á framfæri er einfaldlega það að þessar sögur eru ekki beinlínis í ætt við Marcel Proust,“ segir Bald- essari og hlær dátt. „Þær fjalla ekki um innri veruleika, heldur bardaga, nauðganir, rán og rupl. Þetta eru bara venjulegar ævintýrasögur – eins og vestrar. Slíkar sögur vekja áhuga minn einmitt vegna þess að það er hægt að segja þær aftur og aftur á mismunandi vegu.“ Þú átt þá við að þegar sögur byggjast á erki- týpum verði þær að hálfgerðum klisjum? „Já, alveg eins og þegar tuttugu þúsundir eru drepnar í Biblíunni þá hugsar maður ekki um mannskaðann heldur túlkar atburðinn sem myndhverfingu fyrir eitthvað annað,“ segir Baldessari brosandi. En nú er ekki nóg með að þú látir heima veru- leika og ímyndunar, ólíkra menninga og tíma skarast, eins og verkinu sem hefur vísar til Ís- lands, heldur má einnig finna í verkum þínum ákveðna spennu á milli heima einstaklingsbund- innar reynslu og reynslu sem allir deila? „Það er mjög mikið til í því, enda álít ég þá spennu vera eitt grundvallareinkenni listsköp- unar. Maður veltir því stöðugt fyrir sér hvaða þýðingu það hafi að eitthvað sé líkt eða ólíkt. Er það ef til vill sami hluturinn – maður veit aldrei. Sum eldri verka minna, sem ég kallaði „The Choosing Series“, fjölluðu einmitt um sameig- inleg einkenni annars vegar og mismun hins vegar. Þessi verk hverfðust um val fólks á hversdagslegum hlutum á borð við baunir, hvít- lauk og rabarbara. Í augum sumra er þessi efni- viður mjög áþekkur, en öðrum finnst hann fela í sér grundvallar mismun. Það er þessi tilfinning, sem rekja má til reynslu einstaklingsins, sem liggur að baki allri listsköpun að mínu mati. Það er þó ekki svo að skilja að ég viti nokkuð um þetta þó ég hafi unnið við listir í öll þessi ár,“ segir Baldessari og hlær enn á ný af því lítillæti sem virðist einkenna hann. John Baldessari við eitt verka sinna. SKÖPUNIN ER ÞAR SEM HEIM- AR SKARAST Bandaríski listamaðurinn John Baldessari er kominn hingað til lands til að vera viðstaddur opnun sýningar sinnar í Hafnarhúsinu í dag, kl. 16. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR mælti sér mót við þennan þekkta listamann sem sett hefur svip á þróun samtímalistar undanfarna áratugi. fbi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Einu sinni var ungur málari sem var afar hrif- inn af purpuralit. Það var bara meinið að hann var fátækur en purpuraliturinn dýr. Vegna þess að hann vildi umfram allt hafa purpuralit í málverkunum sínum fór hann að nota berja- sultu sem gaf sama lit en var ódýrari. Þar sem hann notaði ekki nema lítið eitt af henni tók enginn eftir að brögð væru í tafli. Með tím- anum fór hann að nota sífellt meiri sultu og málverk hans tóku að seljast. Hann varð öruggari með sig og að lokum var purpuralit- urinn orðinn ríkjandi í málverkum hans. Lista- verkasafnarar gátu séð að hann málaði með sultu en samt seldust málverk hans æ betur. Nú hafði hann peninga og gat keypt allan þann purpuralit sem hugurinn girntist. Hann hætti að nota berjasultu og notaði purpuralit. Mál- verkin litu út eins og áður en eitthvað vantaði. Gagnrýnandi kallaði þau apaspil. Boðskapur: Margur verður af aurum api. (Aðalsteinn Davíðsson þýddi.) DÆMISAGA Í tengslum við sýningu Johns Baldessaris í Hafnarhúsinu gefur gallerí i8 út bók með texta- verkum eftir hann í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Í bókinni eru dæmisögur sem Baldessari segir hafa óbeina vísun í dæmisögur Krists, því þær eru sagðar til að koma ákveðnum lærdómi á framfæri. Árið 1972 kom út bók eftir hann með líku sniði en hún hefur ekki verið fáanleg í áraraðir. Hún er að sögn Þorvaldar Þorsteinssonar myndlistarmanns, sem er sýningarstjóri sýningar Baldessaris, orðin að hálfgerðri goðsögn. Útgáfa þessarar nýju bókar heyrir því til mikilsverðra listviðburða. Eftirfarandi dæmisaga er úr bókinni: BERJASULTA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.