Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 7 rek Halldórs Laxness á skáldsagnasviðinu eru mörg og það hve ólík þau eru – sem sé, hve vítt svið hann spannar – verður að teljast eitt af sér- kennum hans. En um leið og ég nefni sögur Halldórs Lax- ness er líf hans ekki svo ólíkt sögu; ævintýri: sonur bóndans og vegaverkstjórans og hús- freyju hans, alinn upp við fótskör ömmu sinnar, drengurinn sem hvorki festist við nám né störf en hélt ungur út í heim, flakkaði um Evrópu í styrjaldarrústum og upplausn, þar til hann sett- ist að hjá munkum, skírðist til kaþólskrar trúar og tók sér dýrlingsnafnið Kiljan, skrifaði nokk- ur verk í anda þeirrar trúar þar til hann tókst á við hana í nútímalegu uppgjöri og skrifaði, þá búsettur á Sikiley, Vefarann mikla frá Kasmír, sem kom út árið 1927 og er oft talinn marka upphaf íslenskra nútímabókmennta, eyddi næstu tveimur í Hollywood með það fyrir aug- um að hasla sér völl í kvikmyndaiðnaðinum, en sneri aftur þaðan sem sósíalisti og hóf sitt flakk um Ísland. Vefarinn mikli frá Kasmír er undarlegtferðalag í gegnum upplausn tímans ogóreiðu. Allir hinir nútímalegu bók-menntastraumar þess tíma, express- ionismi, surrealismi og dadaismi, öðlast líf á hinni fornu tungu sagnalistarinnar. Heimur skáldsögunnar er menningaróreiða tímans. Myndmál hennar og skynjun kemur beint úr nýjustu menningarstraumunum. Í henni má jafnvel finna tískudekur af því tagi sem Halldór Laxness lagðist síðar mjög gegn: þeirri tilhneig- ingu þegar rithöfundar ganga ötullega fram í að sýna kunnáttu sína. Slíkt átti Halldór Laxness eftir að telja í andstöðu við einlæga sagnalist og lærdóma hinna fornu meistara. En var það bara Ameríkudvölin, þjóðfélags- raunsæið í anda bandarísku skáldanna og kommúnisminn sem því ollu? Þessir þættir hafa oft verið nefndir í sömu andrá og næstu verk Halldórs Laxness: þjóðfélagslegu skáldsögurn- ar, Salka Valka, Sjálfstætt fólk og Heimsljós. Það er eflaust eitthvað til í því, en þessar þrjár skáldsögur eru í raun alveg jafnróttækar og nú- tímalegar og Vefarinn mikli frá Kasmír. Í þeim byrjar Halldór Laxness hins vegar þá list að fella hina nútímalegu strauma að söguefni úr hversdagslegum raunveruleika. Aðferðin verð- ur hluti af efninu, en efnið ekki grundvallað á að- ferðinni. Eða með öðrum orðum: Þetta tvennt verður ekki greint í sundur, hluti hvort af öðru. Með þessu var Halldór Laxness ekki að koma til móts við neinn alþýðlegan smekk eða afla sér vinsælda, því þessar skáldsögur ollu engu minni hneykslan en Vefarinn mikli frá Kasmír og fyrstu nútímaljóðin sem hann orti. Á hinn bóg- inn má segja að með raunsæisskáldsögunum hefjist innganga Halldórs Laxness í klaustur hinnar miklu sagnahefðar. Hann sem hóf feril sinn með vissum hætti í uppreisn gegn henni barði nú að dyrum hennar, reiðubúinn að krjúpa á kné frammi fyrir hinum fornu meisturum en án þess að gleyma samtíma sínum. Modernism- inn fellur að episku samhengi sínu eða hið ep- iska samhengi gleypir modernismann. Eða – og að því má líka spyrja – var hefðin það sterk að hún gleypti uppreisnina og lagaði hana að sínum eigin þörfum? Þannig lesum við skáldsögur Halldórs Laxness í dag sem end- urnýjun sagnahefðarinnar fremur en tilraun til að brjóta hana niður. Hefð og endurnýjun er eitthvað sem verður að haldast í hendur: og þau verk Halldórs Laxness sem hann átti eftir að skrifa og ég hef ekki nefnt, einsog Íslandsklukk- an, Gerpla, Atómstöðin, Brekkukotsannáll, Paradísarheimt, Kristnihald undir jökli, Innan- sveitarkróníka og Guðsgjafaþula ganga öll ekki skemur í þessa átt. Í ritgerð sinni Persónulegar minnisgreinarum skáldsögur og leikrit segir Halldór Lax-ness eftirfarandi um söguna og skáldskap-inn: „Talsverður tími hefur farið í það fyrir mér að setja skáldsögur saman, svo ég komst ekki hjá því að fá dálitla sjálfsreynslu af þessum miðli. Ég reyndi að gera það sem ég gat úr því sem mér virtust höfuðkostir þessa forms, sum- um að minnsta kosti. Einn þeirra og sá sem mér hefur einlægt fundist nokkuð mikilvægur, ef ekki aðalundirstaða þess, það er annálseðlið: höfundur læst vera að breyta liðnum atburðum í skrifaða frásögn, breyta mannlegum staðreynd- um í bók. Hann fyllir bók að dæmi sagnfræðings með fólki og atburðum. Óþarft er að taka fram að sagnritun til forna var starfsemi sem liggur fjarri sagnfræði einsog nú tíðkast; mörkin milli staðreyndar og sögu færast úr stað eftir því sem tímar líða. Þó hygg ég að sagnfræði áður fyr hafi átt fleira sammerkt við skáldsagnagerð vorra tíma heldur en við nútíma sagnfræði; ég á við Þúkydídes sé fjarskyldari nútíma sagnfræði en nútíma skáldsögu.“ Í framhaldi af þessu talar hann um höfunda Íslendingasagnanna og segir þá hafa verið gædda hæfileikum að koma heimssögulegum veruleika fyrir með fáum og einföldum orðum í litlu dæmi. „Þeir kunnu að draga upp myndir sem útheimtust til æsilegrar frásögu, oft af mönnum sem enginn kannaðist við annars stað- ar að, úr marklitlum plássum. Þeir voru varkár- ir í meðulum sem meðal annars lýsti sér í því að fullyrða alltaf minna en efni stóðu til. Þungi frá- sagnarinnar skapaðist ekki af hæð raddarinnar, heldur temprun tilfinningarinnar og aga hugar- ins.“ Halldór Laxness sagði einnig um Heims- kringlu Snorra Sturlusonar: „Sjóræningjar, bú- höldar og afdalakóngar norðan af hjara veraldar rísa tignarstórir úr ósannfróðlegri fornaldar- nótt sinni og spyrna enni við himinhvelinu.“ Þessi viðhorf Halldórs Laxness til sagnalistar ríma ekki svo illa við lýsingu hans á húsi Ólafs Kárasonar í Heimsljósi: „Þetta litla hús sem gat í rauninni varla heitið hús, það bæði víkkaði út og hækkaði uns það var eins stórt og allur heim- urinn.“ Hið smáa og hið stóra: maðurinn sem mæli- kvarði allra hluta. Það er alkunna hvernig Hall- dór Laxness endurlífgaði hinn forna sagnaheim en var um leið allra höfunda nútímalegastur og lék sér með stílbrögð og flækjur ef því var að skipta. Hann færði hinn alþjóðlega bókmennta- heim inn á sögusvið okkar; og breytti honum um leið. Hann sá fljótt að tískusveiflurnar, tiktúr- urnar og stælarnir skiptu litlu máli. Kjarninn bjó í hinu einfalda, í litlu dæmi, sem kannski var alls ekki svo einfalt. Sem ungur maður sagði Halldór Laxness í hálfkæringi: „Er ekki endirinn á öllum Íslend- ingasögum sá að Njáll er brendur?“ Hann hik- aði ekki við að rísa gegn hinu viðtekna, hefðinni, en kraup síðan jafnákafur við dyr hennar og miðlaði henni sem eilífum lærdómi, eilífri leit. Að vera sjálfum sér samkvæmur þýðir ekki að hafa sömu skoðun allt sitt líf heldur hitt að horfast í augu við hið margbrotna og lifa í mót- sögnunum sem umlykja allt okkar líf eða einsog Halldór Laxness sagði í einni af sínum snjöllu ritgerðum um skáldskapinn: „Skáldsaga gerist raunar ekki í veruleikanum, en það gerir sönn saga ekki heldur. Saga gerist í epískum tíma á epísku sviði, því sviði þar sem Úlfar sterki er fjórði launsonur Klarelíusar konungs af Afr- íku.“ Sagnaskáld eru annálahöfundar í eðli sínuen ævintýrasmiðir að íþrótt. Sannleikurer þeim hugtak úr háspekinni. Jafnvelorðið sannleikur eitt saman felur í sér ógeðfelda réttrúnaðarhugmynd sem krefst við- urkenningar í eitt skifti fyrir öll með tilstilli ein- hvers konar einokunar. Í þeim tilfellum þar sem sannleikur merkir ekki goðsögn um staðreynd- ir, merkir hann goðsagnir án staðreynda. Hug- tök yfirleitt, en þó einkum tilbúnar skilgrein- ingar, eru góðum skáldsagnahöfundi lítt hugarhaldin. Honum fellur ekki að líta á veröld- ina einsog hólinn þar sem Opinberunin birtist, heldur plássið þar sem staðreyndir gerast; og hann gerir sér mat úr staðreyndum eftir því sem þær ber að, einni í senn. Sögumanni sem gleymir staðreyndum vegna áhuga síns á Op- inberuninni eða boðun sannleikans, honum hættir til að lenda í sala með helgisagnaritur- um.“ Halldór Laxness: Persónulegar minnisgrein- ar um skáldsögur og leikrit. Við sem sýslum með sömu verkfæri ogHalldór Laxness, skrifum á samatungumáli og komum úr sama menn-ingarheimi: hvaða máli skiptir hann okkur? Ég hef stundum verið spurður að því, einsog aðrir íslenskir höfundar, hvernig sé að skrifa í skugga jafnmikils höfundar. Svar mitt hefur verið einfalt: Ég hef aldrei séð neina skugga, bara sólargeisla. Halldór Laxness er ekki höfundur sem menn herma auðveldlega eftir; og slíkt er í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert. Slíkt væri einsog falsað málverk. Hver höfundur finnur sinn tón sjálfur en það gerir hann með hjálp annarra höfunda. Á þann hátt verða bókmenntirnar til. Allt tekst á: Nútíminn og fornöldin, hið staðbundna og hið hnattræna. Þannig ganga menn til verka, í eilífum lær- dómi, í eilífri leit. Gabriel Garcia Marquez hefur lýst því þegar hann gekk dapur um regnþungar götur Bogota- borgar. Þegar hann las Hamskiptin eftir Frans Kafka, fyrstu setninguna, hugsaði hann: Þetta er hægt. Fyrir íslenska rithöfunda nútímans er Hall- dór Laxness slíkt fordæmi: Þetta er hægt. Ekk- ert þarf að hindra þig: ekki tungumálið, ekki fólksfæðin og söguefnin þau liggja í loftinu, eða þú grefur þau upp með skóflu orðanna, í eilífum lærdómi, í eilífri leit. Dönsk þýðing þessarar greinar birtist í Weekendavisen árið 1998. „Ég get ekki hugsað mér neinn æðri mælikvarða stórvirkis en þann, að ekki sé hægt að hugsa sér heiminn án þess.“ Halldór Laxness að Gljúfrasteini skömmu eftir að þau fluttust þangað. Ljósmynd/Gunnar Elísson Höfundur er rithöfundur. Halldór Laxness er ekki höfundur sem menn herma auð- veldlega eftir; og slíkt er í sjálfu sér ekki eft- irsóknarvert. Slíkt væri einsog falsað málverk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.