Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 15 ig er leikskáld, taldi það henta betur kvik- myndamiðlinum en flest leikrit Becketts vegna þess að það á sér skýra staðsetningu, þ.e. her- bergi. „Við urðum að nota tökuvélina líflega og hugvitssamlega til að ýta undir gamansemina og átakanleikann og koma áhorfendum á óvart.“ Walter Asmus: Footfalls 28 mínútna verk í fjórum atriðum þar sem dóttir (Susan Fitzgerald) annast veika móður sína, sem er þó aðeins rödd (Joan O’Hara), og dofnar smám saman. Walter Asmus er þekkt- ur þýskur sviðsleikstjóri og vann oft með Bec- kett en þeir voru nánir vinir. Patricia Rozema: Happy Days Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn Patricia Rozema (I’ve Heard the Mermaids Singing, Mansfield Park) valdi Happy Days vegna þess að verkið er „svo glaðlegt“, enda er það talið hans glaðlegasta verk. Winnie (Rosaleen Li- nehan) er óforbetranleg bjartsýnismanneskja sem er mittisdjúpt sokkin í sandbing og talar látlaust við eiginmann sinn Willie (Richard Jo- hnson), sem er að mestu í hvarfi. Winnie er al- gjör andstæða neikvæðu röflaranna sem Bec- kett sýnir okkur einatt en jákvætt mas hennar breytir engu um óumflýjanleg endalokin. Happy Days er 1 klst. og 19 mínútur. Atom Egoyan: Krapp’s Last Tape Annar af helstu kvikmyndaleikstjórum Kan- ada, Atom Egoyan, glímir við Síðasta segul- band Krapps með John Hurt í titilhlutverkinu. Krapp er gamall karlfauskur sem hlustar á mun yngri og framandi rödd sína af segulbandi og gerir upp líf sitt, þá fortíð sem eitt sinn hefði getað gert hann hamingjusaman. Atom Ego- yan er í hópi framsæknustu kvikmyndaleik- stjóra samtímans og hefur unnið fjölda við- urkenninga fyrir frumlegar myndir á borð við Family Viewing, Speaking Parts, The Adjus- ter, Exotica, The Sweet Hereafter og Felicia’s Journey. Hann kveðst hafa heillast af því m.a. hvernig Beckett kryfur andstæður minnis og hljóðritaðs minnis og Krapp „reynir að sam- ræma skynjun og veruleika“. Verkið er 58 mín. Neil Jordan: Not I Írski kvikmyndaleikstjórinn Neil Jordan (The Company Of Wolves, Mona Lisa, The Crying Game, Michael Collins) velur banda- rísku leikkonuna Julianne Moore, sem hann vann áður með í The End Of the Affair, til að leggja munn sinn fram í þetta sérkennilega 14 mínútna verk. Munnur hennar í nærmyndum talar í látlausri einræðu sem forðast að nefna fyrstu persónu eintölu, „ég“, og felur sig bak við þriðju persónu, „hana“. Jordan segir jafn- margar ástæður fyrir því að gera kvikmynd eftir verkinu og fyrir því að gera það ekki. Að sumu leyti henti það betur kvikmynd en leik- húsi. „Við filmuðum hvert sjónarhorn í löngum, heilum 13 mínútna tökum vegna þess að verkið birtist undan þrýstingi leiktúlkunar- innar, undan þeim kröfum sem Beckett gerir til öndunar, raddar, munns og heila.“ Charles Sturridge: Ohio Impromptu Jeremy Irons leikur bæði lesanda og hlust- anda. Hann birtist svartklæddur með sítt, hvítt hár og hylur andlit sitt þar sem hann sit- ur á hvítum stól við hvítt borð uns hann byrjar að lesa bók sem endar á „dapurlegri sögu“ og að lokum er „ekkert ósagt“. Leikstjórinn, Sturridge, er hagvanur hvort heldur er í leik- húsi, sjónvarpi og kvikmyndum en kannski þekktastur fyrir Brideshead Revisited. Verkið er 12 mín. Robin LeFevre: Piece Of Monologue „Beckett brennir myndir inn í heilabúið á jafnlöngum tíma og tekur að smyrja eina sam- loku,“ segir LeFevre leikstjóri, sem mikla reynslu hefur af leikhúsi en hefur einnig leik- stýrt fyrir sjónvarp og kvikmyndir. A Piece Of Monologue er 20 mínútna einræða manns (Stephen Brennan), sem segir sögubrot um fæðingu og dauða og byrjar svona: „Fæðingin gekk af honum dauðum.“ Anthony Minghella: Play Túlkun Minghellas (The English Patient, The Talented Mr. Ripley) á Play er ef til vill sú „filmískasta“ af verkunum 19. Hér er sögð saga, 20 mín. löng, um ástarþríhyrning (Alan Rickman, Kristin Scott Thomas og Juliet Ste- venson) sem sprettur upp úr þremur öskuvös- um sem standa á sviðinu. Þrenningin segir til skiptis sína hlið á samskiptum þeirra. „Einu sinni las ég Beckett sem næst á hverjum degi,“ segir Minghella. „Máltilfinningin og ljóðrænan í texta hans hafa verið stærstu áhrifavaldar mínir.“ Kieron J. Walsh: Rough For Theatre 1 Blindur maður og annar fatlaður hittast af tilviljun og velta þeim möguleika fyrir sér að taka höndum saman og bæta hvor annan upp svo þeir megi lifa af. Walsh er efnilegur stutt- myndaleikstjóri sem um þessar mundir er að frumsýna fyrstu bíómynd sína í fullri lengd, When Brendan Met Trudy eftir handriti Roddy Doyle. David Kelly, sem leikur blinda manninn, er reyndur sviðsleikari en þekktast- ur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Waking Ned. Milo O’Shea, sem leikur manninn í hjólastóln- um, er í hópi frægustu leikara Íra. Katie Mitchell: Rough For Theatre 2 Mitchell leikstjóri hefur ekki áður leikstýrt kvikmynd en fjölda sviðsverka og kveðst heill- uð af þeim hæfileika Becketts að bregða upp spegli af myrkri hlið manneskjunnar. Í þessu 29 mín. verki eru tveir menn (Jim Norton og Timothy Spall) að velta fyrir sér lífi þess þriðja (Hugh O’Brien) sem snýr baki í áhorfendur og býst til að stökkva út um glugga. Þegar þeir að lokum ákveða að leyfa honum að stökkva kom- ast þeir að því að hann er þegar dauður. Richard Eyre: Rockaby Leikstjórinn, einn fremsti leikhúsmaður Breta og einnig kunnur af kvikmyndum og sjónvarpsverkum, lýsir þessum 14 mínútum með eftirfarandi hætti: „Kona nokkur (Pene- lope Wilson) situr í ruggustól við glugga, vagg- ar fram og aftur og talar við sjálfa sig. Er hún geggjuð eða elliær? Stundum talar hún upp- hátt. „Fuck life“ segir hún að lokum og hættir að rugga. Er hún dáin?“ Charles Garrad: That Time That Time gerir á 20 mínútum ekki ósvip- aðar formtilraunir og Play með því að klippa saman þrjár einræður frá þremur tímum í lífi sömu persónu, sem nefnist Hlustandinn (Niall Buggy), hver rödd heyrist fjórum sinnum í at- riðunum þremur. Garrad leikstjóri er einkum kunnur af myndlistarstörfum en hefur einnig gert stuttmyndir og sjónvarpsmyndir, m.a. í syrpunni Beckett On Film. Hann segir: „Val tökuhreyfinga og breyt- ingar á stærð myndflatar eru mín viðbrögð við textanum. Leikarinn er farvegur fyrir mynd- flæði Becketts. Áhorfendur hafa sagt að þeir hafi getað séð hugsanirnar í huga (leikarans) og ég vona að við náum sömu áhrifum með myndinni.“ Michael Lindsay-Hogg: Waiting For Godot Beðið eftir Godot er frægasta verk Becketts, tragíkómedía, í senn bráðfyndin og áhrifas- terk, um togstreitu milli tilgangsleysis lífsins og þeirrar grunnþarfar mannsins að lifa. Estragon (Johnny Murphy) og Valdimir (Barry McGovern) eru dæmigert Beckett-par, læstir saman eins og húsbóndi og þjónn eða eiginmaður og eiginkona, foreldri og barn. Þeir eru að bíða í tímalausu landslagi, bíða eftir Godot, einhverju sem ljær lífi þeirra merkingu. Á meðan þeir bíða, en verkið tekur nær tvær klst., er þeim skemmt af Lucky (Stephen Brennan) og Pozzo (Alan Stanford) og sögur eru sagðar til að drepa tímann. Meðal kvik- mynda leikstjórans eru Let It Be, Frankie Starlight, Running Mates og The Object Of Beauty. Beðið eftir Godot byrjar Beckett-hátíð Sjónvarpsins annað kvöld kl. 21:50. Damien O’Donnell : What Where Fjórar persónur, þrjár þeirra leiknar af Gary Lewis (Billy Elliot), sú fjórða af Sean McGinley, birtast til skiptis og eru allar grá- hærðar, klæddar í gráa kyrtla. Sú fjórða stjórnar hinum og lætur þær „játa“ ónefndan glæp. Verkið er 12 mínútur og spannar heilan hring árstíðanna. „What Where fjallar um mis- notkun valds,“ segir leikstjórinn O’Donnell, sem þekktastur er fyrir kvikmyndina East Is East, „og í textanum er sterk tilfinning fyrir illsku. Kvikmyndin leyfir manni að sýna ótta- sleginn mann í nærmynd, sem ljær verkinu nýja skerpu.“ Footfalls: Dóttir annast veika móður. Play: Ástarþríhyrningur í öskuvösum. Beckett á Rás 1 Laugardagur 21. apríl: Eimyrja. Laugardagur 28. apríl: Svefnþula. Beckett í Sjónvarpinu Sunnudagur 22. apríl: Beðið eftir Godot. Mánudagur 23. apríl: Heimildarmynd um sjónvarpsgerð leikritaflokksins. Mánudagur 23. apríl: Hvað, hvar? / fóta- tak / komið og farið. Þriðjudagur 24. apríl: Svefnþula / Leikur án orða 1 / Það var þá. Miðvikudagur 25. apríl: Leikið / Leikur án orða 2 / Eintal. Sunnudagur 29. apríl: Endatafl. Mánudagur 30. apríl: Ohio impromptu / Drög að leikriti 1/ Ekki ég. Þriðjudagur 1. maí: Katastrófa / Drög að leikriti 2 / Andardráttur. Sunnudagur 6. maí: Síðasta segulband Krapps. Sunnudagur 13. maí: Ljúfir dagar. ath@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.