Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 F ÖSTUDAGINN langa bar nú í ár upp á 13. apríl líkt og árið 1906, en þann dag fæddist Samuel Barclay Beckett í Foxrock, smábæ nálægt Dublin. Breski bókmenntafræðingurinn A. Alv- arez, sem skrifað hefur ágæta bók um Beckett og verk hans (reyndar nær bókin aðeins til ársins 1973), tel- ur fæðingardaginn sérstaklega viðeigandi fyr- ir mann sem síðar átti eftir að verða heltekinn af krossfestingunni og hinum dekkstu hliðum mannlegrar tilvistar. Beckett hefði orðið 95 ára í ár hefði hann lifað en hann lést 22. des- ember 1989. Líklega þekkja flestir Samuel Beckett sem höfund leikritsins Beðið eftir Godot sem frum- sýnt var í París árið 1953 og hefur síðan verið á sýningarskrá leikhúsa um víða veröld (minna má á að verkið verður sýnt í Borgarleikhúsinu á komandi hausti). Beckett, sem var kominn hátt á fimmtugsaldur þegar Beðið eftir Godot var frumsýnt, hlaut mikla frægð af leikritinu en hún hafði látið á sér standa fram að því þrátt fyrir að Beckett hefði fengist við skap- andi skriftir allt frá því hann lauk prófi frá Tri- nity College í Dublin árið 1927. Þar hafði hann lagt stund á tungumál og bókmenntir og lauk hann náminu með láði. Samuel Beckett skrifaði innan allra bók- menntagreina: sögur, leikrit og ljóð; hans fyrsta verk var ljóðabálkurinn Whoroscope og síðasta verk hans var ljóðið What is the Word sem hann skrifaði á banasænginni, en það er innan hinna bókmenntagreinanna tveggja – leikritunar og sagnagerðarinnar – sem áhrifa hans gætir hvað mest. Nóbelsverðlaunin í bók- menntum féllu Beckett í skaut árið 1969, hann var þriðji Írinn sem hlotnaðist sá heiður og þótti vel að verðlaununum kominn. Lenska hefur verið að tengja nafn Bec-ketts við leikhús fáránleikans (absurdtheatre) en við því vara bæði áðurnefnd-ur Alvarez svo og Árni Ibsen sem gaf út þýðingar sínar á úrvali úr verkum Becketts árið 1987 og skrifaði að þeim ágætan inngang um höfundinn og verk hans. Alvarez er á þeirri skoðun að nær sé að tengja verk Becketts til- vistarstefnunni enda sé það ok tilvistarinnar, þjáningin og biðin eftir hinum óhjákvæmilega dauða sem höfundarverk hans snýst um fram- ar öðru. Það er hins vegar skiljanlegt hvers vegna leikrit Becketts, og þá sérstaklega Beð- ið eftir Godot, voru spyrt saman við fárán- leikastefnuna, en eitt höfuðleikrit þeirrar stefnu, Sköllótta söngkonan eftir Ionesco, var frumsýnt í París 1950, þremur árum á undan Beðið eftir Godot. Sköllótta söngkonan mark- aði þáttaskil í evrópskri leikritun engu síður en Beðið eftir Godot; hér var komið fram verk sem snerist gegn leiklistarhefð tímans á áhrifaríkan hátt. Ionesco tók hið hefðbundna stofudrama og klisjukennda orðræðu þess og sneri hvoru tveggja á haus. Samræður per- sóna verksins smíðaði Ionesco upp úr kennslu- bók fyrir byrjendur í ensku og útkoman var einföld og staglkennd orðræða þar sem per- sónurnar tala stöðugt fram hjá hver annari og orð þeirra eru gersneydd allri merkingu; með öðrum orðum þá ríkir fáránleiki og farsi ofar rökhyggju og samhengi og útkoman er óborg- anlega fyndið leikverk – þegar vel tekst til við uppsetningu þess. Kannski mætti orða það þannig að það leik- hús sem Ionesco er helsti fulltrúi fyrir byggi fáránleika sinn á vanhæfni tungumálsins til sannrar merkingarsköpunar, auk þess sem þær aðstæður sem hann bregður upp stangast á við þann raunveruleika sem við köllum svo og viljum kannast við sem birtingarmynd mannlegrar tilveru. Vissulega eru snertifletir með þessum skilningi á leikhúsi fáránleikans og verkum Becketts, en fáráleikinn í hans verkum tengist kannski öllu heldur angistinni sem Kirkegaard talaði um sem forsendu til- verunnar og þeim fáránleika sem Camus tal- aði um í verki sínu um Sisyphus, að tilvera mannsins sé fáránleg í guðlausum heimi án til- gangs og merkingar; þetta er heimspeki sem er í öllu falli svartsýnni og þjáningarfyllri en hinn skoplegi farsakenndi fáránleiki sem verk Ionescos eru fulltrúar fyrir. Sagt hefur verið um Beðið eftir Godot aðí því leikriti gerist ekkert – tvisvar. Ogum skáldsögur Becketts má þá allteins segja að þar gerist ekkert – án af- láts. En hvers konar verk er þá hér um að ræða? Hvað er það sem gerir þennan höfund að einum merkasta rithöfundi tuttugustu ald- arinnar? Og hvað veldur því að verk hans er leikhús- og bókmenntafræðingum sífelld upp- spretta íhugunar og túlkunar? Fáir höfundar hafa kallað fram eins mikið magn „ítarefnis“ og Samuel Beckett – um hann og verk hans hafa verið skrifaðar ótal bækur og greinar, að því leyti virðast verk hans ótæmandi brunnur. Hitt er annað mál hversu mikillar hylli verk hans njóta hjá almennum lesendum í dag; það orð fer gjarnan af þeim að þau séu þung og erfið aflestrar, í þeim hringsóli vitund textans sífellt kringum ekkert eða þá þrammi fram og aftur blindgötuna. Hvert sannleiksgildi slíkra lýsinga á verkum Becketts er verður hver og einn lesandi þeirra að gera upp við sig. Hitt er ómaksins vert að reyna að gera sér grein fyrir því hvaðan þessi verk koma og hvað höfundur þeirra ætlast fyrir í sköpun sinni. Þegar sá jarðvegur sem verk Becketts spretta upp úr er skoðaður koma í ljós tveir áberandi þræðir sem síðan má rekja í gegnum allt höfundarverk hans þó að í umbreyttu formi sé. Í fyrsta lagi er ljóst að frumkvöðlar módernismans í bókmenntum hafa haft afger- andi áhrif á hann. Í öðru lagi má sjá áhrif frá leiklist og kvikmyndum frá fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar í verkum Becketts; sér- staklega heillaðist hann á námsárum sínum af hinum döpru og trúðslegu flökkurum hvíta tjaldsins – Charlie Chaplin, Buster Keaton, Laurel og Hardy – og má vafalaust vísa þang- að þegar leitað er uppruna hinna gæfusnauðu flækinga sem víða má rekast á í verkum hans og ætti að nægja að minna á þá félaga Estra- gon og Vladimar sem saman bíða Godots á eyðilegum sveitavegi. Sjálfur átti hann eftir að reyna nokkur konar „flökkulíf“, t.a.m. á ár- unum 1932-1937 þegar hann bjó ýmist í Þýska- landi, Frakklandi, á Englandi eða Írlandi og einnig þegar hann ferðaðist fótgangandi frá París til Roussillion ásamt konu sinni Suzanne Dechevaux-Dumesnil árið 1942, en vegna starfa sinna fyrir frönsku andspyrnuhreyf- inguna þurftu þau að flýja frá París undan gestapólögreglunni. Árni Ibsen bendir á, í áðurnefndum inn- gangi að Samuel Beckett. Sögur, leikrit, ljóð, að í fyrstu verkum Becketts, ritgerðum hans um Joyce og Proust, megi þegar sjá í hnot- skurn þau þemu sem síðan ganga sem rauður þráður í gegnum skáldverk hans. Í ritgerðinni Dante … Bruno. Vico … Joyce segir Beckett m.a. „að á milli forms og innihalds sé ekki að- eins órjúfanlegt samband heldur séu þau eitt“ og í ritgerðinni Proust „er að finna vangavelt- ur um Tímann, Endurminninguna og Vanann, þá þrjá þætti sem síðar tvinnast saman og ganga sem rauður þráður í gegnum verk hans sjálfs“. Tímanum líkti Beckett við ólæknandi krabbamein og vaninn og endurminningin eru óhjákvæmilegir fylgifiskar þess. Maðurinn er dæmdur til að þreyja tímann fyrir þá sök eina að hafa fæðst í þennan heim; tíminn vinnur síðan verk sitt án þess að maðurinn fái rönd við reist líkt og ólæknandi sjúkdómur sem hef- ur sinn framgang án þess að nokkuð verði við því gert. Að lokum nær tíminn yfirhöndinni og við deyjum án þess að hafa mikið um það að segja. Helsta vörn okkar gegn ágangi tímans og eyðingu er vanafestan sem við ríghöldum í og beitum sem vopni gegn þjáningunni og leið- anum sem eru tveir meginþættir tilverunnar samkvæmt Beckett. En ljósi punktur mann- legrar þjáningar er þó sú staðreynd, að mati Becketts, að hún er forsenda og hreyfiafl allr- ar sannarar listsköpunar. Við þreyjum tímann einnig með því að hverfa til minninganna, for- tíðarinnar sem getur gefið nútíðinni gildi og unað, eins og Proust sýndi fram á í sínu mikla verki um tímann og endurminninguna Í leit að glötuðum tíma. Samuel Beckett kynnist James Joyce íParís seint á þriðja áratugnum og ger-ist handgenginn honum eins og fleiriungir listamenn sem mynduðu nokk- urs konar lærisveinahóp Joyce á þessum tíma. Fyrsta útgefna verk Becketts var ritgerðin Dante… Bruno. Vico… Joyce (1929) sem birt- ist í greinasafni sem var skrifað af vinum Joyce í þeim tilgangi að kynna verkið sem þeir trúðu að yrði meistaraverk Joyce, Work in Progress sem síðar hlaut titilinn Finnegan’s Wake. Beckett skrifaði einnig athyglisverða ritgerð um hinn fyrrnefnda Marcel Proust sem einnig er frumkvöðull módernismans í skáldsagnagerð. Ritgerð Becketts, Proust, var gefin út í London 1931. Áhrifa frá þessum tveimur meisturum gætir mjög í fyrstu verkum Becketts, sérstaklega í prósaverkum hans frá fjórða áratugnum. Nefna má hugflæðið, eða hið innra eintal, sem er sú frásagnaraðferð sem Beckett beitir í nær öllum prósaverkum sínum og orðaleikinn sem einkenndi alltaf stíl Joyce og náði hámarki sínu í Finnegan’s Wake þar sem nær því hvert einasta orð ber í sér margræða merkingu og vísanir í margar áttir – jafnvel til margra tungumála. Beckett var í upphafi ferils síns veikur fyrir orðaleikjum af því tagi sem Joyce er frægur fyrir en síðar átti hann eftir að hrista af sér þessi áhrif og þróa sinn eigin stíl þar sem hann reyndi að nálgast andstæðu margræðs tungumáls og orðaleikja, sem kannski mætti kalla hlutlausan stíl. Einum þræði var hann kannski að reyna að skilja sig frá lærimeistaranum, en öðrum þræði var Beckett að reyna að tjá þá skoðun sína að tungumálið væri óhæft til tjáningar, stíll væri gagnslaust skraut til að hylja tilfinningar eða líðan sem væri í grundvallaratriðum óbærileg. Hann orðaði það einhvern veginn þannig, á sjötta áratugnum; að orðin væru gagnslaus, stíll væri hégómi einn, líkt og þverslaufa sem sett væri upp til að hylja krabbamein í hálsi. Mikilvægasta skrefið sem Beckett tók til að reyna að hrista af sér margræðni tungumáls- ins og sjálfvirkni stílsins var þegar hann byrj- aði um miðjan fimmta áratuginn að frumsemja verk sín alfarið á frönsku. Beckett er einn fárra höfunda sem hefur skrifað flest – ef ekki öll – verk sín á tveimur tungumálum. Upp- haflega skrifaði hann verkin á ensku en þýddi þau síðan yfir á frönsku og eftir að hann fór að semja verkin á frönsku þýddi hann þau yfir á ensku. Reyndar er of einfalt mál að tala um „þýðingar“ í tilviki sem þessu; heldur er í raun um að ræða tvítyngt höfundarverk þar sem fram fer ákveðin „frjógvun“ á milli tungumál- anna sem „venjulegur“ þýðandi getur ekki leyft sér. Við þá ákvörðun Becketts að setjafrönskuna í fyrsta sætið verða ákveð-in straumhvörf í lífi hans svo og í höf-undarverkinu. Hann rýfur á afger- andi hátt tengslin við Írland (en þar hafði hann ekki búið síðan á árunum fyrir síðari heims- styrjöld) og fortíðina. Með frönskuna sem sitt listræna verkfæri sleppur hann undan sínu „inngróna“ tungumáli og öllum þess fylgifisk- um: margræðni orða og orðaleikjum svo og hefðbundnum stílbrögðum írskrar tungu (hér á ég við írsk-ensku, en ekki keltnesku). „Í upp- hafi var orðaleikurinn“ segir söguhetja hans Murphy, úr samnefndri skáldsögu frá 1938, og snýr þannig út úr upphafsorðum Biblíunnar um leið og útúrsnúningurinn er yfirlýsing um eðli írskunnar sem tungumáls, en Murphy er hinn dæmigerði írski menntamaður og orð- hákur. Þetta upphaf sitt vildi Beckett fjar- lægjast, hann var á höttunum eftir „hlutlausu“ tungumáli sem gæti farið eins nálægt því og mögulegt var að tjá merkinguna á bak við orð- in (táknmiðið á bak við táknmyndina) án ótal aukamerkinga. Þessu taldi hann sig fremur geta náð með frönskunni en enskunni og al- ræmd eru orð hans um að í frönsku fyrirfinnist ekkert sem heitir stíll. En Beckett var ekki aðeins að segja skilið við móðurmálið sem tæki til listrænnar tján- ingar, hann var einnig að segja skilið við þann módernisma sem hafði haft svo mikil áhrif á hann þegar hann var að byrja að skrifa. Líkt og hann reynir að eyða eða leysa upp marg- ræðni tungumálsins þá reynir að hann að út- rýma þeim þáttum sem yfirleitt eru taldir bera upp hverja frásögn: fléttunni („plottinu“), tím- anum og umhverfinu. Í stuttu máli má segja að Beckett reyni í skáldverkum sínum að útrýma því sem hver nemandi á fyrsta ári í bók- menntafræði lærir: að skáldverk sé samansett af fléttu sem rótfest sé í ákveðnum tíma og í tilteknu umhverfi og að aðal þess sé stíllinn. Enda hafa verk hans oft verið kölluð and- skáldsögur (anti-novels) og sögð boða endalok módernismans. Hér er við hæfi að minna aftur á áðurnefnd orð um að í verkum hans gerist ekkert – án af- láts. Í verkum á borð við skáldsagnaþríleikinn Molloy (1951), Malone meurt/Malone Dies (1951) og L’Innommable /The Unnameable (1953) mætir lesandanum textaflæði sem á uppsprettu sína í vitund persónu sem erfitt er að staðsetja í tíma og rúmi; textinn er í formi innra eintals sem lýtur sífellt minna röklegu samhengi, er einhvers konar muldur úr einsk- ismannslandi. Fyrsta skáldsaga þríleiksins skiptist í tvohluta. Í þeim fyrri talar karlmaður,Molloy, sem er innilokaður í herbergilátinnar móður sinnar og skrifar án af- láts. Af og til heimsækir hann ónafngreindur maður sem hirðir afraksturinn og borgar hon- um fyrir. Skrif Molloys snúast öll um að lýsa vonlausri leit hans að móður sinni, þ.e.a.s. ferðalaginu sem lauk í því herbergi sem hann nú er og skrifar í. Á ferðalagi sínu fer hann um óskilgreindan skóg, sjávarströndu, sléttu og þorp, en á milli lýsinganna á ferðalaginu upp- lifum við hann hreyfingarlausan í rúminu, haldinn sjúklegri innilokunarkennd og leiða. Eins og svo margar persónur Becketts hefur Molloy stífan fótlegg sem hindrar göngu hans svo hann ferðast um á reiðhjóli með hækjur sínar festar á stöngina. Á hjólinu keyrir hann yfir hund, sem verður til þess að æstur múgur gengur næstum að honum dauðum. Eigandi hundsins, Lousse, bjargar honum, tekur hann að sér og kæfir hann með allri þeirri um- hyggju sem hún hefur áður sýnt hundinum. Hann strýkur að lokum frá henni og ferðast nú um á hækjunum en líkamlegu ástandi hans fer sífellt versnandi; staurfóturinn styttist en heilbrigði fóturinn verður stífur. Hann dvelur um stund í helli á ströndinni, en ferðast síðan með vaxandi erfiðleikum inn í skógarlendi þar sem hann ræðst með ofbeldi að skógarhöggs- manni. Þegar hér er komið sögu getur hann ekki lengur gengið uppréttur, heldur verður að skríða og endar að lokum í skurði þar sem hann liggur og veltir fyrir sér hvernig hann getur haldið ferð sinni áfram í átt að þorpinu sem ber við sjóndeildarhringinn – kannski með því að rúlla sér. Hjálp berst honum að lokum (við vitum þó ekki hvernig) og hann endar í herbergi móður sinnar sem þá er látin. Frásögn Molloys einkennist af hiki, krampa- köstum, ofsjónum og óminni. Hann er greini- lega fársjúkur á geði. Í síðari hlutanum er sama sagan sögð, en frá Samuel Beckett EKKERT GERIST – ÁN AFLÁTS Sjónvarpið, Kistan, vefrit um menningu og listir (kistan.is), ReykjavíkurAkademían og Borgarleikhúsið standa að fjölbreyttri Beckett-hátíð í Borgarleikhúsinu á morgun kl. 14.30. Af því tilefni fjallar SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR um Samuel Beckett og nokkur verka hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.