Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 M EÐ höfuðið út um glugga gamla spor- vagnsins, sem skalf eins og búðingur úr málmi á harðahlaupum í átt að sjónum, fund- um við strákarnir lykt- ina af öldunum og sungum með munninn fullan af vindi og skons- um þau lög sem við vissum að tengdust sjónum mest og blístruðum til vegfarenda og hringd- um bjöllunni við hverja einustu stoppistöð, til þess að geta sagt með sanni að peningunum sem eytt var í fargjaldið hefði verið vel varið. Við vorum á ferðinni í morgunsárið með töskur yfirfullar af mat og drykk, hnífa með hefnigjarnri egg og með tvíbreið sundföt með- ferðis, til að ryðjast niður á ströndina, sem átti sér einskis ills von, með ógleymanlegan frænda okkar, sem var sérfræðingur í öllu sem viðkom sjónum, í fararbroddi. Eftir að hafa farið í gegnum löngu göngin sem lágu undir járnbrautarteinana komum við út í skjannabjart sólskinið og sá okkar sem hafði tryggt sér sæti við hlið sporvagnstjórans öskraði eins og sjómaður á siglupalli: „Hafið, hafið.“ Við skröltum framhjá baðströndunum sem án undantekningar báru nöfn dýrlinga sem við hrópuðum hvert af öðru uns við komum að lok- um þessarar ofsahröðu ferðar á endastöð, sem var að sjálfsögðu beint á móti baðströndinni Paradís. Við strákarnir fórum allir úr fötunum saman í felum á bak við skiptiklefana og hoppuðum á öðrum fæti til þess að íklæðast sundfötunum sem voru með belti undir handarkrikunum og klofbót sem náði niður að hnjám. Stelpurnar afklæddust aftur á móti í skjóli mæðra sinna, vafðar fyrir siðasakir ótryggum handklæðum og spriklandi eins og magadansmeyjar í morg- unsólinni. Ég man að við hlupum í fyrsta skipti þetta sumar niður eftir ströndinni í átt að hafinu, sem glennti upp grænt ölduginið, skreytt tönn- um úr sjávarfroðu, og öskraði: „Velkomin aft- ur.“ Við námum staðar í sjávarmálinu og skor- uðum hin fláráðu hafdjúp á hólm með fífl- djarfri stórutá en urðum þegar í stað fyrir ískaldri holskeflu sem skvettist á okkur þegar ókunnur maður, sem kom hrópandi á harða- hlaupum niður bratta ströndina, stakk sér í ölduna sem hann undantekningarlaust missti af. Til að koma í veg fyrir að óvinaher gæti komið þarna að landi grófu barnungir bar- dagamenn djúpar virkisgrafir, sem hafið fyllti þolinmótt aftur, eftir endilangri ströndinni. Þeir grófu líka skotgrafir og byggðu vígi og skiparaðir þar sem orrustur, háðar í riddara- legum anda, hófust en sem enduðu í blóðugum en hljóðum slagsmálum – flækju fót- og hand- leggja sem var baðað út, munnum fullum af sandi, skrámuðum nefjum – bældum niður af risaveldi mæðranna, sem komu aftur á skammvinnum og beiskum friði með rassskelli. Aðeins lengra út með ströndinni við hlið konu sem svaf undir svartri regnhlíf skreytti feit stelpa sandkökuna sína með súkkati úr hvítu dílagrjóti og ferskjusteinum sem komu í stað lítilla kirsuberja. Ég minnist baðvarðarins sem hallaði sér fram á pálrekuna og beið eftir gigtveikum við- skiptavinum til að greftra þá innan girðing- arinnar umhverfis sandbaðið, sem risastórir hrægammar hnituðu yfir dulbúnir sem máfar. Ég minnist svartklædda karlsins með skálmarnar brettar upp að hnjám og skóna hangandi um hálsinn sem seldi ferska kókos- hnetubáta og hvatti okkur, í samvinnu við lím- onaðisalann, til að belgja okkur gegndarlaust út á graskersfræjum – söltuðum að sjálfsögðu. Í skugga hinna fáu skiptiklefa Paradísar- strandarinnar, sem voru slípaðir af sjávarroki og -seltu, lærði hið einmana barn, með klút hnýttan um höfuðið, leiðinlegan og dapurlegan leik sem það átti eftir að leika alla ævi á meðan annað barn stakk sér fram af marbakkanum og hrópaði „Sjáðu, mamma!“ og rassinn mar- aði í hálfu kafi í hringiðu fótanna sem löðrung- uðu hafið sem hló hæðnishlátri. Hinn barnungi veiðimaður kapphlaupa- krabbanna kleif höfðann til að komast til hinna refsifanganna, sem voru dæmdir til að slíta hörpudiska af klettinum. Þeirra var gætt af hræðilega gamla manninum sem hallaði sér fram yfir hafflötinn með hvítan stein bundinn við snærisenda og sem frá upphafi vega hafði látið sig dreyma um að veiða kolkrabba til að sjóða niður í soð. Flúið frá höfðanum faldi barnið fótinn, svartan af ígulkerjabroddum, fyrir systur sinni sem stakk þá úr með nál sem hafði verið dauðhreinsuð við loga vaxeldspýtu. Við lok að- gerðarinnar lét flóttamaðurinn hlaupakrabb- ann detta niður um hálsmál bráðabirgðahjúkr- unarkonunnar. Skrækjunum og smelli löðrungsins fylgdi, á einum þúsundasta úr sek- úndu, gráturinn sem flæddi yfir ströndina á meðan krabbinn, lafmóður bak við klett, þreif- aði á klóm sínum og gat ekki trúað því að hann hefði sloppið svo auðveldlega með skrekkinn. Á heitasta tíma dagsins birtist límonaðikarl- inn á sandhólunum eins og í hillingum og við fylgdum hirðingjabarninu með augum ofsa- trúarmannsins þar sem það fetaði úlfaldalesta- troðningana sem lágu frá vin allra bragðgóðra hluta með tvo ísa sem fíkin sólin sleikti. Ég minnist boltans sem skoppaði af andliti manns sem svaf og mannsins sem óð út í sjóinn í skónum og með úrið án þess að nokkur varaði hann við; og ég minnist óða barnsins sem öskraði með handleggina vafða um háls móð- urinnar að það vildi ekki læra að synda. Nærri sjávarbakkanum hvarf annar íþrótta- maður undir vatnsborðið, gleyptur af gráðugu hringlaga gini eigin björgunarhrings, og fyrr- verandi ólympíusundkappi horfði svipbrigða- laus á karl sem lét sig fljóta með hendurnar krosslagðar á brjóstinu, áður en hann lagði í sundsprettinn sem myndi fleyta honum yfir mörk landhelginnar. Faðir minn sneri aftur til búðanna og var bú- inn að veiða fisk sem átti heima á hryllings- safni, er spriklaði ennþá örlítið á brennheitum steininum en lá svo kyrr eins og bilað sjáv- arleikfang og horfði á okkur forviða stórum og ásakandi augum. Við komum líka til baka, kóralsafnarar, með litlar fötur kúffullar af smarögðum og skel með hjarta úr perlumóður og hungraði í hvalkjöt, en fengum eggja- og spínatböku sem í hádeg- inu – eftir að hafa verið allan morguninn í tösku opinni móti sólu – ilmaði eins og nýkomin úr bakarofni. Frændi minn stóð á fætur á meðan hann sagði við mig með fullan munninn: „Fylgstu með þessu, stýrimaður.“ Og hann fleytti kerl- ingar með steini sem að loknum hinum þremur reglubundnu stökkum eftir sjávarfletinum lenti beint á ólympíukappanum fyrrverandi á leið hans til baka frá hafsbrún. „Svona á að lifa lífinu!“ hrópaði frændi minn og lét eins og ekkert væri og settist beint á túnfiskdós með hárbeittar brúnir eins og há- karlstennur, sem framkallaði lestarfylli gíf- uryrða að sjómannasið. Hinir fullorðnu lágu í skjannabjörtu sólskin- inu, með höfuðið á handklæði og andlitið hulið dagblaði sem hófst og hneig með andardrætt- inum og fylgdi atburðarás draumanna, og var vaggað í svefn af niði hafsins sem hljómaði eins og hafmeyja sem reynist vera gömul brjóst- móðir endurheimt að lokum. Mig dreymdi sjálfan um töfra græns ískurls sem birtist mér í líki grænmetissúpu handa eskimóabörnum og í draumnum faldi ég úr föð- ur míns svo að tíminn stæði í stað. Á þeirri stundu gátu aðeins krabbarnir hald- ið sér vakandi. Eftir hádegið fylltist ströndin af fólki og lifn- aði við vegna allra þeirra sem böðuðu sig í sjónum á sama tíma. Fiskarnir flýðu lætin skelkaðir og máfarnir fjarlægðust virðulegir eins og bankastjórar. Kærustupar, sem kysst hafði í kafi, kom upp á yfirborðið og leit út eins og drukknaðar ástarsögupersónur. „Ég er með krampa, krampa í fætinum!“ skrækti hann. „Hann er bara að gabba okkur,“ sögðu allir uns baðvörðurinn kom hlaupandi til að veiða Rómeó upp úr sjónum og synda með hann undir arminum að ströndinni, fölbláan og stífan eins og straubretti. Á miðri ströndinni spáði sígaunakona fyrir um örlögin með spilastokki sem vantaði í; karl- mennirnir drukku dökkan bjór með sígarettu- stubb falinn á bak við eyrað og maður sem að- hylltist vísindalegan þankagang lærði að synda með því að spyrna fótunum af öllu afli í skarpa steinana með augun límd við galopna bókina. Svo, til þess að þessi dagur myndi aldrei gleymast, var okkur safnað saman ótalmörg- um í sundurleitan hóp og stillt upp í virðulegar stellingar fyrir hina óhjákvæmilegu ljósmynd til minningar um daginn sem tekin var af öðr- um frænda mínum sem hrópaði: „Ekki hreyfa ykkur – kyrr – brosa!“ Útkoman varð mynd öll á ská og skjön, hreyfð og úr fókus, sem virtist tekin af áhöfn sem hefði með valdi tekið yfir skip sitt – og hefði gervöll verið hálshöggvin af þessu tilefni. Við vorum á ströndinni þangað til örmagna sólin seig handan sjóndeildarhringsins. Þaðan skaut upp tunglinu, sem skein í himinhafinu eins og gríðarstór marglytta. Máfarnir hnipruðu sig saman fyrir nóttina á sjóveiðistöngum hinna sofandi veiðimanna og reyktu gegnsósa þörungasígarettur en sjórinn skilaði pappírsbátum á hvolfi, árinni minni með blaðinu breiða og hálfdrukknuðum bókhöldur- um. Hin hæga alda kvöldsins rauf drauminn og veggi vígisins sem barnið hafði byggt af sandi og þurrkaði út nöfnin sem rist höfðu verið í sandinn að eilífu. Eftir að hafa tekið saman föggur okkar yfirgáfum við ströndina og í húminu sem steig upp af sænum litum við út eins og fólk sem hafði fyrir guðs lukku bjarg- ast úr ógnvænlegum sjávarháska. Elena Musitelli þýddi. PARADÍSAR- STRÖNDIN SMÁSAGA Klettar í Quarto (Lo scoglio di Quarto) eftir S. De Avedano 1887; einmitt þar sem sagan gerist. E F T I R E N Z O D I N O M U S I T E L L I Höfundur fæddist í Genúa á Ítalíu 1935 og lést 1999. Hann samdi smásögur og ljóð sem birtust í ítölskum dagblöðum og tímaritum. Tvær smásögur hafa birst í íslenskri þýðingu í Morg- unblaðinu og er þessi því sú þriðja. Heildarútgáfa af verkum hans er væntanleg árið 2001.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.