Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Page 11
Hvað er svokallað glæpagen,
og hver eru einkenni þess?
Svar:
Leitin að fædda afbrotamanninum er orðin
löng og ströng. Fyrsta uppgötvunin sem þótti
benda til að glæpahegðan væri arfbundin kom
frá ítalska fangelsislækninum Cesare Lombr-
oso árið 1876. Hann taldi á grundvelli athugana
sinna að fangar hefðu líffræðileg einkenni sem
gerðu þá frábrugðna öðrum borgurum og
skýrðu afbrotahegðun þeirra. Einkennin birt-
ust til dæmis í hárvexti, lengd handleggja og
kjálkastærð. Seinna kom í ljós að þessi einkenni
fundust ekki síður meðal venjulegra borgara en
Lombroso og lærisveinar hans voru eftir sem
áður fullvissir um að afbrotahegðan væri með-
fæddur eiginleiki.
Rannsóknir hafa á
síðustu áratugum orð-
ið fullkomnari og leitin
að meðfæddum ein-
kennum afbrotamanna
beinst að lítt sjáan-
legum einkennum
mannsins einsog gen-
um og hormónum.
Þrátt fyrir fjárfrekar
og viðamiklar rann-
sóknir hefur glæpa-
genið þó ekki fundist
þótt ýmislegt bendi til
sambands á milli ým-
iss konar frávikshegð-
unar og meðfæddra
einkenna. Þannig telja
ýmsir fræðimenn að
fíkn í áfengi og önnur
fíkniefni sé að ein-
hverju leyti meðfædd.
Aðrir eru þess full-
vissir að til sé ofbeldisgen en það hefur reynst
erfitt að staðfesta. Hins vegar hafa ekki fundist
líffræðileg tengsl við auðgunarbrot.
En hvers vegna hefur þessi leit að af-
brotageninu ekki borið meiri árangur en raun
ber vitni? Hér þarf að huga að ýmsu og ekki síst
skilgreiningu á því hvað eru glæpir. Skilgrein-
ingin er mjög breytileg eftir löndum, tímabilum
og menningarsvæðum. Það sem telst afbrot í
einu landi getur verið álitið eðlileg hegðan í
öðru landi, eins og til dæmis notkun vímuefna.
Það sem er talið ofbeldi og varðar við hegning-
arlög á einum stað getur verið fullkomlega eðli-
leg hegðan og jafnvel hreystiverk á öðrum stað.
Meðan skilgreiningar á afbrotum eru breyti-
legar og samfélagsbundnar verður leitin að
einu afbrotageni óhjákvæmilega torsótt og
jafnvel ómöguleg. Fræðimenn eru samt ekki af
baki dottnir og athyglisvert er að rannsóknir
sem benda til sambands afbrota og líf-
fræðilegra einkenna vekja yfirleitt mikla at-
hygli í samfélaginu. Hins vegar fer færri sögum
af þeim aragrúa rannsókna sem finna ekkert
marktækt samband þarna á milli.
Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla
Íslands
Hvað verður um allar
blöðrurnar sem svífa upp í
himininn, til dæmis á 17. júní?
Svar:
Ris blöðru
Það er eðli lofts og vökva að leita í það ástand
sem hefur lægsta stöðuorku. Þungt loft leitar
niður af meiri krafti en létt loft og létta loftið
verður ofan á. Loft leitar upp úr vatni vegna
þess að vatnið er eðlisþyngra en loftið og olía
flýtur á vatni vegna þess að hún er eðlisléttari
en vatnið. Blöðrur sem fylltar eru af lofttegund
sem er eðlisléttari en andrúmsloftið, til dæmis
helíumi, hafa af sömu ástæðu tilhneigingu til að
svífa til himins.
Sagt er að flotkraftur eða uppdrif togi létta
efnið upp á við. Flotkrafturinn er afleiðing af
því að lofthjúpurinn er í þyngdarsviði og stend-
ur hann í réttu hlutfalli við massa þess and-
rúmslofts sem blaðran hefur rutt frá sér. Á
móti heldur þyngdarkrafturinn, sem togar í
loftið sem er inni í blöðrunni, í blöðruna sjálfa
og það sem kann að hanga neðan í henni.
Eðlismassi andrúmsloftsins minnkar eftir
því sem ofar dregur og komi ekkert fyrir blöðr-
una kemur að því að hún nær þeirri hæð að
þyngd þess lofts sem hún ryður frá sér stendur
ekki lengur undir flotkrafti sem getur vegið
upp á móti þyngdarkraftinum. Þá fer blaðran
ekki hærra.
Þan blöðru og hámarkshæð
Þegar blöðrur stíga upp á við dregur úr loft-
þrýstingi umhverfis þær. Loftþrýstingur leitast
við að vera því sem næst hinn sami inni í blöðr-
unni og utan hennar. Sé efni blöðrunnar teygj-
anlegt þenst hún út, rúmmál hennar eykst og
þrýstingur inni í henni minnkar. Við þanið
eykst flotkrafturinn, en þyngdarkrafturinn
ekki. Að öðru jöfnu komast því blöðrur sem
geta þanist út hærra en þær blöðrur sem þenj-
ast lítt eða ekkert.
Massalaus blaðra sem hvorki fellur saman né
þenst út nær í um 16 km hæð sé hún fyllt af
helíumi. Ef gert er ráð fyrir að tóm blaðra vegi
5 g og sé 30 cm að þvermáli nær hún ekki nema
í helming þeirrar hæðar. Sé þessi sama 5 g
þunga blaðra þannig gerð að hún geti tvöfaldað
þvermál sitt á leiðinni upp nær hún um 18 km
hæð. Vegi blaðran 15 g stígur hún hins vegar
ekki upp miðað við algengan lofthita á Íslandi í
júnímánuði sem er um 11°C. Samhengi er milli
eðlismassa lofts og lofthita þannig að því kald-
ara sem er, þeim mun þyngri þarf blaðran að
vera til að haldast niðri við jörðu. Flotkraft-
urinn er með öðrum orðum meiri í köldu lofti en
hlýju. Sé lofthiti 25 stig þarf blaðran og það sem
í henni hangir ekki að vega nema rúm 14 g til að
haldast niðri við jörðu. Sá sem heldur upp á 17.
júní á Suðurskautslandinu í 40 stiga frosti þarf
á hinn bóginn um 18 g blöðru til að hún svífi
ekki af stað.
Venjulegar helíumblöðrur, sem til dæmis eru
seldar 17. júní, þenjast ekki mjög mikið. Því má
ætla að við það að blaðran stígi upp á við mynd-
ist skjótt verulegur þrýstingsmunur milli lofts-
ins í blöðrunni og þess lofts sem umhverfis
hana er. Blöðrurnar eru ekki sterkar og viðbúið
að þær láti fljótt undan þrýstingnum, fari að
leka eða springi og falli niður.
Sterkar blöðrur úr teygjanlegu efni sem geta
þanist mikið ná mun lengra upp á við en þjóðhá-
tíðarblöðrurnar. Slíkar blöðrur bera daglega
veðurmælitæki upp í 20-30 km hæð áður en
þær springa. Háloftavindar geta síðan borið
mælitækin og leifarnar af blöðrunni tugi kíló-
metra frá þeim stað þar sem blöðrunni var
hleypt upp áður en þyngdarkrafturinn skilar
leifunum til jarðar.
Hrafn Guðmundsson eðlisfræðingur og Haraldur Ólafs-
son veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
HVAÐ ER SVOKALL-
AÐ GLÆPAGEN?
Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn
meðal annars um hvaðan vatnið kemur, hvort
menn hafi samvisku, hversvegna Concorde-farþegaþotur lengjast um
hálfan metra eftir að þær ná fullri ferð, hvort Biblían sé orð Guðs og
hvaðan orðið póstur er komið.
Þjóðhátíðarblöðrur springa fljótlega ef litlar hendur missa tökin.
VÍSINDI
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 11
N
ÝLEGA helgaði breska
bókmenntablaðið Times
Literary Supplement
(TLS, 22. júní 2001)
Nóbelsskáldinu Jósef
Brodskí töluvert rúm
ásamt forsíðumynd af
honum íbyggnum með
sígarettu og spurningunni: „En er hann stór
á ensku?“
Það er ekki í fyrsta sinn sem Brodskí
skartar á síðum blaðsins, en fræg er grein
eftir skáldið og ljóðaprófessorinn Craig
Raine þar sem Brodskí var rifinn niður og
það dregið mjög í efa að hann hafi verið
verðugur Nóbelsverðlaunahafi.
Það er Lachlan Mackinnon sem að þessu
sinni skrifar ítarlega ritgerð í tilefni þriggja
bóka: David MacFayden: Joseph Brodsky
and the Soviet Muse (McGill-Queen’s
University Press. 35,50 pund), Lev Loseff
ogValencia Polukhina, ritstjórar: Joseph
Brodsky. The art of a poem (Macmillan.
47,50 pund) og Joseph Brodsky Collected
Poems in English ( Farrar, Sraus and Gir-
oux. 30 dollarar).
Mackinnon birtir almenna hugleiðingu um
Brodskí í upphafi þar sem hann segir m. a.
að sumir telji hann mesta enska (fremur þó
bandaríska) skáld eftirstríðsáranna. Aðrir
séu þeirrar skoðunar að hann njóti sín að-
eins á móðurmálinu, rússnesku. Hvort hann
hafi verið mesta skáld kynslóðar sinnar á
rússnesku sé fyrst og fremst Rússa að svara.
Það sé álit rússneskra skálda, gagnrýnenda,
fræðimanna og lesenda að svo hafi verið.
Brodskí var á sínum tíma skjólstæðingur
skáldkonunar Önnu Akhmatovu en mun hafa
sótt mest til Marínu Tsvétajevu eins og
minnt er á í bók Davids MacFadyens. Einnig
var hann á margan hátt lærisveinn Osips
Mandelstams. Brodskí stóð uppi í hárinu á
Sovétveldinu og var úrskurðaður ónytjungur
og sníkjudýr og dæmdur í betrunarvinnu
fyrir að vera iðjulaus. Honum var sleppt
1966 og fékk að flytjast úr landi. Hann sett-
ist að í Bandaríkjunum og var fljótlega eftir
honum tekið. Sérstakur verndari hans og
áhrifavaldur var breska skáldið W.H. Auden,
sá sem forðum kom til Íslands og ritaði
Letters from Iceland ásamt skáldbróður sín-
um og ferðafélaga.
Brodskí kom líka til Íslands í stutta heim-
sókn og las upp hér opinberlega í fámennum
hópi áhugamanna.
Brodskí vakti nokkra athygli fyrir þau
ummæli að Boris Pasternak væri meira ljóð-
skáld en skáldsagnahöfundur en um það
geta víst flestir verið sammála nú.
Þótt Brodskí næði góðum tökum á ensku
og orti mikið á þeirri tungu skjátlaðist hon-
um stundum og gerði sín mistök. Þetta ætti
að teljast eðlilegt, en hefur engu að síður
kallað á harkalegar árásir, ekki síst frá
Craig Raine sem ekki virðist af baki dottinn
í vanmati sínu á Brodskí. Raine er tengdur
Pasternak-ættinni, kvæntur frænku Paster-
naks, og hafa sumir fundið þar skýringar.
Mér þykja aðfinnslur sumra enskra bók-
menntamanna í garð Brodskís heldur smá-
vægilegar og marklitlar, en ljóst er að
Brodskí er mjög fjarskyldur enskum skáld-
um. Það vekur reyndar athygli hve Bretar
sérstaklega eiga erfitt með að meta aðra en
landa sína. Breskur skáldskapur hefur verið
og er í mjög föstum skorðum.
Undantekningar frá þessu höfða til les-
enda erlendis og hef ég þá einkum í huga
Ted Hughes og Seamus Heaney (að vísu
írskur) og fleiri mætti nefna. Það breytir þó
ekki því að ljóð núlifandi breskra skálda eru
tíðum eins og samtöl milli akademíkera.
Þótt Mackinnon hliðri sér ekki hjá að tína
til dæmi um ónákvæmni Brodskís í notkun
enskunnar og geti fallist á sumar athuga-
semdir um ýmsa vankanta hans er honum
ofarlega í huga að skáldið geti með fordæmi
sínu haft góð áhrif á enska ljóðlist.
Það er hin andlega víðsýni og upphafning
sem Mackinnon saknar hjá enskum skáldum
og hann telur að einnig megi ekki gleyma að
Brodskí var umhugað um talmál í ljóðum.
Nokkur lesendabréf hafa birst í TLS eftir
grein Mackinnons, m.a. frá Craig Raine og
fleiri sérfræðingum. Mackinnon hefur svarað
Raine eftirminnilega. Raine fann að ensku-
notkun Brodskís en Mackinnon hefur bent á
að orðalag Brodskís sem Craig fordæmir sé
ættað úr hefðbundinni enskri Hómersþýð-
ingu.
Aftur á móti eru menn sammála um óná-
kvæmni þegar Brodskí þýðir eigin ljóð úr
rúsnesku á ensku.
Kannski er erfitt að þýða ljóðin, ekki síst
vegna þess að þau eru hljómmeiri og yf-
irgripsmeiri en ljóð enskra samtímaskálda.
Þeir sem heyrðu Brodskí flytja ljóð sín
geta vitnað um hið mælskulega flug skálds-
ins og hve mikla áherslu hann lagði á hrynj-
andi.
Meðal kunnra ljóða Brodskís er „Sagn-
irnar“ sem Geir Kristjánsson þýddi (Undir
hælum dansara, Mál og menning 1988).
Ljóðið hefst á þessu erindi:
Sagnirnar umkringja mig í þögn.
Einsog ókunnug andlit,
sagnir –
hungraðar sagnir, naktar sagnir,
drottnandi sagnir, daufar sagnir.
Þetta eru, eins og Brodskí orðar það,
sagnir án nafnorðs, blátt áfram: sagnir.
Glíman við sagnirnar getur reynst skáld-
um sársaukafull, eins og fram kemur í ljóð-
inu. Jafnvel krossfesting.
Brodskí hataði Sovétríkin og það sem
tengdist þeim. Sagnirnar reistu „eigin ein-
semd sinni minnisvarða“. Að lokum stóð
hann líkt og einn, þjáður og einmana þrátt
fyrir upphefð sína í ríki skálskaparins. Hon-
um þótti hann staddur á einskis manns
landi, eins konar ókunnri jörð svo að vitnað
sé til eins síðasta ljóðsins sem hann orti.
BRODSKÍ OG
ENGLAND
Nóbelsskáldið Jósef
Brodskí hefur farið í taug-
arnar á enskum skriff-
innum, ekki síst þeim sem
skrifa reglulega í Times
Literary Supplement. JÓ-
HANN HJÁLMARSSON
hefur kynnt sér nýleg skrif
Englendinga um Brodskí
og hugleiðir af því tilefni
stöðu skáldsins í sam-
tímabókmenntum.
Jósef Brodskí