Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Qupperneq 14
MAES Howe heitir nýr túbukonserteftir Áskel Másson, sem frum-fluttur verður á tónlistarhátíð íFinnlandi í byrjun ágúst. Hátíðin heitir ITEC International Tuba and Euph- oninum Conference, – þetta er alþjóðleg há- tíð túbúleikara og annarra málmblásara, og að sögn Áskels Mássonar taka margir af bestu málmblásurum heimsins þátt í henni. James Gourlay, breskur túbuleikari, frum- flytur verkið en það var finnskur túbusnill- ingur, Harri Lidsle, sem pantaði verkið hjá Áskeli. Harri Lidsle flytur verkið í Lapp- landi og víðar á næstu vikum og mánuðum, með ýmsum hljómsveitum. Birta í húsinu einu sinni á ári „Maes Howe eru geysilega merkilegar fornminjar á Orkneyjum. Þetta er eins konar grafhýsi, byggt samkvæmt gangi sólar inn í hól. Inn í hýsið liggja löng göng og þar fyrir innan er stór steinn, og aðeins einu sinni á ári, við sólstöður, nær sólin að skína inn ganginn og lýsa hvelfinguna upp. Þetta er geysilega nákvæmlega byggt og mjög gam- alt; eldra en pýramídarnir, og jafnvel talið vera um fimm þúsund ára. Þetta eru örugg- lega einar elstu minjar um norræna menn- ingu sem til eru. Ég var á ferð um Orkn- eyjar og skoðaði þessar minjar, og það var stórkostleg upplifun að sjá þetta. Það eru til leifar af nokkrum viðlíka greftunarhúsum, en þetta er alveg sérstakt. Greftrunarathafn- ir einhvers konar tengdust þessum jarð- hýsum, en fólk var ekki grafið í þeim sjálf- um. Hins vegar var farið með bein fólks inn í grafhýsin, þar sem helgisiðir voru viðhafðir.“ Ingigerður er fegurst kvenna „Á 11. öld hafði þak Maes Howe hrunið, og víkingar gerðu innreið sína í húsið og dvöldu þar um hríð. Þeir skrifuðu heilmikið á veggina; – þetta er sannkallað víkingagraff- ití, eða veggjakrot; – eins og: Ingigerður er fegurst kvenna, eða eitthvað slíkt. Allir veggirnir eru alsettir rúnaletri og í dag eru þetta einhverjar allra best varðvettu rúnir sem til eru. Maður þarf næstum því að skríða á fjórum fótum til að komast inn í húsið, og við endann á ganginum þegar inn er komið, þar er steinninn sem lýsist upp þegar sólarstaða er rétt. Ég varð fyrir mikl- um áhrifum af þessu og fann sterkt fyrir okkar norrænu menningararfleifð. Það var alveg einstök tilfinning að vera þarna. Þetta með víkingana og rúnirnar hafði líka mjög sterk áhrif á mig.“ Áskell segir að um tíma hafi verið talið að fjársjóður væri falinn í grafhýsinu, en að sá fjársjóður viðist ekki hafa fundist enn. „Steinarnir sem húsið er byggt úr, eru svo stórir, að þeir vega upp í tugi tonna hver. Það hefur þurft að flytja þá margra kílómetra leið og enginn veit hvernig forfeður okkar hafa farið að því. Kjarni húss- ins er byggður úr steini, en allt klætt með torfi, þannig að utan frá séð lítur þetta út eins og hver annar hóll eða grasi gróin hæð í landslaginu, en þó mjög nákvæmlega kringl- ótt í laginu. Túban nær stemmningunni í Maes Howe Mér fannst, þegar ég fór löngu síðar að hugsa um þetta, að túban væri kjörið hljóð- færi til að lýsa þeim áhrifum sem ég varð fyrir þarna. Í verkinu nota ég stef sem margir þekkja við kvæði Egils Skallagríms- sonar, Það mælti mín móðir, og á því stefi byggi ég verkið.“ Maes Howe er ekki eina verkið sem Áskell hefur samið undir þeim sterku áhrifum sem hann varð fyrir í graf- hýsinu á Orkneyjum. „Ég samdi túbu-ein- leiksverkið Boreas eða Norðanvindinn upp úr Maes Howe konsertinum. Það var frum- flutt í Ástralíu í fyrra og hefur þegar verið flutt víða um heim. Það verður einnig flutt á þessari hátíð í Finnlandi þar sem Maes Howe konsertinn verður frumfluttur.“ Mikilvægur samningur í Sviss Áskell Másson á annað erindi til Finn- lands en eingöngu það að fylgjast með flutn- ingi verka sinna á tónlistarhátíðinni í Lahti. Þar hittir hann fulltrúa frá útgáfufyrirtæk- inu BIM í Sviss, og lögð verða drög að nýj- um útgáfusamningi Áskels við fyrirtækið. Skömmu síðar fer Áskell til Sviss til að und- irrita samningana. „Þeir hafa þegar gefið Boreas út og gefa út Maes Howe og einnig Canto Nordico, sem Christian Lindberg lék hér á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni í vor. Þetta verða verk fyrir málmblásturshljóðfæri en einnig stærri sinfónísk verk auk einleiksverka. Þarna er um að ræða á annan tug tónverka sem eiga að koma út á næstu árum. Ég er að sjálfsögðu mjög spenntur að hitta þá hjá BIM, því hér er mikið í húfi fyrir mig. Þetta er einstaklega vönduð útgáfa, ein sú besta sem ég hef séð, allur frágangur mjög ná- kvæmur og fallegur.“ Nýr fiðlukonsert fyrir Sigrúnu Áskell hefur verið með samninga við út- gáfufyrirtæki í Bandaríkjunum, en hann hef- ur sagt einum þeirra upp og hyggst flytja þau verk sín yfir til Evrópu. Hluti þeirra fer væntanlega til BIM útgáfunnar, en sumt hugsanlega til þýsks útgáfufyrirtækis, sem sérhæfir sig í slagverkstónlist. Áskell Más- son er með mörg járn í eldinum, og á síðustu misserum hefur hann samið nokkur stór verk auk þeirra sem hér hafa verið nefnd. Fiðlukonsert, saminn fyrir Sigrúnu Eðvalds- dóttur, er nýtt verk sem bíður frumflutn- ings, en í vor flytur Sinfóníuhljómsveit Ís- lands fyrsta þáttinn úr stórri sinfóníu Áskels, Sinfonia Trilogia undir stjórn Petris Sakaris. Það er fyrsti þáttur verksins, Hyr. Þátturinn er tæplega hálftíma langur; og saminn fyrir meir en hundrað manna sinfón- íuhljómsveit. Túbukonsert eftir Áskel Másson frumfluttur í Finnlandi og gefinn út í Sviss „Fann sterkt fyrir norrænni menning- ararfleifð okkar“ Morgunblaðið/Golli Áskell Másson tónskáld. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 THE CUMBRIA Youth Orchestra, Æsku- hljómsveit Kúmbríu frá Norðvesturhluta Englands, leikur á Sumarkvöldi við orgelið á sunnudagskvöld kl. 20. Þetta er fyrsta heim- sókn hljómsveitarinnar til Íslands. Stærsta verkið á efnisskrá hljómsveitarinnar verður Orgelsinfónía nr. 3 eftir Camille Saint-Saëns, en einleikari með hljómsveitinni verður ung íslensk tónlistarkona, Lára Bryndís Eggerts- dóttir. Önnur verk á tónleikunum eru Org- elsónata eftir Edward Elgar í hljómsveit- arútsetningu Gordons Jacobs og Geysir eftir Jón Leifs, sem hljómsveitin er að leika í fyrsta sinn. Gestastjórnandi á tónleikunum er Timothy Redmond, en aðalhljómsveitarstjóri er Noel Bertram. „Þegar ég var að skipuleggja efnisskrána fyrir tónleikaferðina vildi ég gjarnan hafa verk eftir íslenskt tónskáld á henni, ef þess væri nokkur kostur,“ segir Noel Bertram. „Ég þekkti ekkert til tónlistar Jóns Leifs þar til ég var viðstaddur flutning á Baldri þegar ég var í Reykjavík í ágúst á síðasta ári. Ég varð mjög hrifinn af því og ákvað að kynna mér tónlist hans nánar. Í samráði við Tim- othy Redmond ákváðum við að flytja Geysi. Það er mikilúðugt tónaljóð sem í tónum lýsir ógurlegum öflum náttúrunnar. Það var sam- ið árið 1961 en ekki flutt fyrr en 1984, 12 ár- um eftir lát tónskáldsins. Sónata fyrir orgel eftir Elgar var samin árið 1895 fyrir Hugh Blair, organista dómkirkjunnar í Worcester. Þó að sinfónísk uppbygging og greinileg þematísk þróun verksins sé sniðin að hljóm- sveitarútgáfu liðu um 50 ár áður en umboðs- menn British and Continental Music fólu Gordon Jacob að gera hana. Árið 1946 var hljómsveitarútgáfan flutt af BBC sinfón- íuhljómsveitinni undir stjórn sir Adrian Boults. Eftir þann flutning glötuðust nót- urnar. Ef ekki hefði komið til óbilandi áhugi organistans Keiths Bests hefði þessi stór- fenglega umritun glatast að eilífu. Hann vissi að þessi útgáfa var til og árið 1984 tókst hon- um að hafa upp á henni. Orgelsinfónían er þriðja og jafnframt best þekkta sinfónía Saint-Saëns. Hún var samin árið 1886 og er tileinkuð minningu Franz Liszts sem lést í Bayreuth það ár. Sinfónía sem er í tveimur þáttum ber hina venjulegu uppbyggingu fjögurra þátta sinfóníu. Innkoma orgelsins í lokaþættinum er dramatísk og þar er það í aðalhlutverki,“ segir Noel Bertram. Hljómsveit sem gerir kröfur Cumbria Youth Orchestra, Æsku- hljómsveit Kúmbríu var stofnuð árið 1974 í þeim tilgangi að veita besta unga tónlist- arfólki héraðsins tækifæri til að vinna undir stjórn atvinnustjórnanda og með efnisskrá sem gerir meiri kröfur til hljómsveitarinnar en hljómsveitir tónlistarskólanna hafa mögu- leika á að bjóða uppá. Hljómsveitin hittist fimm helgar á ári til æfinga auk þess sem far- ið er í æfingabúðir í páskafríum. Lára Bryndís Eggertsdóttir hefur frá unga aldri hrærst í tónlist. Vorið 1998 lauk hún áttunda stigi í píanóleik frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og í vor lauk hún kant- orsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á loka- prófi í orgelleik. Þá hefur hún einnig lokið sjötta stigi í söng og fjórða stigi í fiðluleik. Lára hefur í mörg ár sungið í og verið undir- leikari með kórunum í Langholtskirkju. Gestastjórnandinn, Timothy Redmond, stundaði nám við háskólann í Manchester og við Royal Northern College of Music, þar sem hann kenndi einnig hljómsveitarstjórn. Hann hefur stjórnað tónleikum með þekktum hljómsveitum á borð við Sinfóníuhljómsveit Lundúna og BBC Fílharmóníuna; unnið með Opera North og English Touring Opera og tekið þátt í master-námskeiðum hjá leiðandi stjórnendum eins og Pierre Boulez og Yan Pascal Tortelier. Morgunblaðið/Jim Smart Cumbria Youth Orchestra leikur á Sumarkvöldi við orgelið. „Vildi gjarnan hafa íslenskt verk á efnisskránni“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.