Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001 15
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Til
31.8.
Árnastofnun, Árnagarði: Handrita-
sýning 11–16 mán–lau. Til 25.8.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Víkinga-
sýning. Til 1. okt.
Gallerí ash: Bryndís Brynjarsdóttir.
Til 15.8.
Gallerí Geysir: Stian Rönning. Til
31.8.
Gallerí Sævars Karls: Pétur Örn Frið-
riksson og Helgi Eyjólfsson. Til 1.8.
galleri@hlemmur.is: Guðný Rósa
Ingimarsdóttir. Til 12.8.
Gerðarsafn: Glerlist og höggmyndir
Gerðar Helgadóttur. Til 12.8.
Gerðuberg: Ljósmyndasýning.Til 17.8.
Hafnarborg: Hans Malmberg ljós-
myndari. Til 27.8. Skotskífur. Til 6.8.
Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars-
son. Til 31.8.
Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til
12.8.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Til
2.9.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundar-
safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús:
Erró-safnið. Til 6.1.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstað-
ir: Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5.
Flogið yfir Heklu. Til 2.9. Grétar
Reynisson. Til 19.8.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð
og nýsköpun. Til 26.8.
Ljósaklif, Hafnarfirði: Paul-Armand
Gette. Til 6.8.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófar-
húsi.: Henri Cartier-Bresson. Til 29.7.
Mokkakaffi: Þórður Ingvarsson. Til
1.8.
Norræna húsið: Norrænir hlutir. Til
6.8.
Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna-
myndir Ásgríms. Til 1.9.
Selið, Gallerí Reykjavíkur: Marijo
Murillo. Til 7.8.
Silfurtún, Garðabæ: Skúlptúr. Til
14.10.
Síldarminjasafnið, Siglufirði. Ólafur
Sveinsson. frá 27.07.
Sjóminjasafn Íslands, Hafnarf.:
Grænlenskar tréskurðarmyndir. Til
2.9.
Þjóðmenningarhúsið við Hverfis-
götu.: Landafundir og ragnarök. Til
15.10.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Árbæjarsafn: Melkorka Ólafsdóttir og
Árni Björn Árnason. Kl. 14.
Hamrar: Nemendur Philip Jenkins.
Kl.17.
Reykjahlíðarkirkja: Svava Kristín
Ingólfsdóttir og Iwona Ösp Jagla. Kl.
21.
Skálholtskirkja: Bachsveitin í Skál-
holti. Kl. 15. og 17.
Sunnudagur
Akureyrarkirkja: Orgelleikarinn Gary
Verkade. Kl. 17.
Árbæjarsafn: Ragnar Emilsson og
Hafdís Bjarnadóttir. Kl. 15.30.
Café Ozio: Kvartett Kára Árnasonar.
Kl. 21.30.
Hallgrímskirkja: The Cumbria Youth
Orchestra. Kl. 20.
Hamrar: Philip Jenkins, píanó, og
Marina Nadiradze, píanó. Kl. 20.30.
Skálholtskirkja: Bachsveitin í Skál-
holti. Kl. 15.
Víkurbær: Nemendur Philip Jenkins.
Kl. 4.
Þriðjudagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hlíf
Sigurjónsdóttir, fiðla, og Nína Mar-
grét Grímsdóttir, píanó. Kl. 20.30.
Miðvikudagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Dú-
ettinn Bliss frá Englandi. Kl. 20.
LEIKLIST
Borgarleikhúsið: Wake me up, 28. 7.
júlí.
Iðnó: Light Nights á ensku. 29.7. 30.7.
Nýlistasafnið: Venjuleg kona. 2. 8.
Upplýsingar um listviðburði sem ósk-
að er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega eða
í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudög-
um merktar: Morgunblaðið, menning/
listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd-
sendir: 569–1222. Netfang: menning-
@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
ÞAU ERU ófá ljóðskáldin sem gefið hafa
út ljóðabækur án þess að menn tækju sér-
staklega eftir þeim og er þá ekkert sagt um
gildi eða gæði ljóðanna. Pálmi Örn Guð-
mundsson er eitt þeirra ljóðskálda sem aldr-
ei varð þekkt. Þegar hann lést 1992 höfðu
allnokkrar bækur eftir hann birst. En ljóð
hans voru undarleg blanda einfaldrar tján-
ingar kennda oft með myndríku, súrrealísku
ívafi og flókinnar og mótsagnakenndrar
hugsunar sem dvaldi stundum við jaðar
smekkleysunnar og fældi lesendur frá ann-
ars oft ágætum kveðskap. Ég hygg því að
ljóð hans hafi ekki höfðað til stórs hóps.
Samt er það nú svo að ljóðaheimur hans og
hugmyndaheimur er mörgum kunnugur úr
öðru samhengi. Þegar Einar Már Guð-
mundsson, bróðir Pálma, skrifaði Engla al-
heimsins studdist hann á margan hátt við
reynslu Pálma af geðveiki sem hrjáði hann
frá unglingsárum í sköpun ógleymanlegra
persóna sinna en ekki síður ljóðheim hans
og hugmyndaheim. Ævi hans og örlög urðu
kveikja verksins. Einar hefur nú valið úrval
úr ljóðum Pálma Arnar í bók sem hann
nefnir Á öðru plani. Í ljóðabókinni eru stutt
ljóð, lengri ljóðabálkar og ljóð í lausu máli.
Þótt ekki megi skoða þetta úrval ljóða
Pálma fyrst og fremst út frá heimildagildi
þeirra, því að mikið er í þau spunnið, verður
ekki hjá því komist að nefna þennan þátt.
Kannski segir Síðasta ljóðið sem ég yrki
mest allra ljóðanna um tengslin við skáld-
söguna.
Ég var brjálaður hestur í auga eilífðarinnar
nú ligg ég bara í sólbaði
þarna er himinninn, hann er blár.
Til þessa ljóðs er vísað á margan hátt í
Englum alheimsins. Í því er eitt af draum-
táknum bókarinnar og vísað er til þess bók-
staflega í byrjun eins kaflans. En umfram
allt er þetta smáljóð góður skáldskapur sem
birtir okkur súrrealíska smámynd. Hún
byggist að nokkru á vísun í ljóð eftir Stein
Steinnarr og kallar fram óræðar kenndir.
Önnur ljóð eiga einnig samsvörun í Engl-
unum, t. a. m. þegar Pálmi talar á einum
stað um ,,birkilykt brjósta þinna“ eða yrkir
um blómin á leiðinu. ,,Vitfirringurinn segir/
að það sé búið / að jarða sig // Á hverjum
sunnudegi / fer hann upp í kirkjugarð/ og
setur blóm á leiðið.“
Pálmi var barn síns tíma í skáldskapnum.
Í eldri kvæðum hans gætir frelsis- og ást-
arhugsjóna ’68-kynslóðarinnar og pólitískrar
skírskotunar, ekki síst til Víetnamstríðsins.
Í sumum kvæðum yrkir hann um ákaflega
áferðarfallegan heim með undirliggjandi
sársauka. En meginhluti kvæðanna er þó
ákaflega innhverfur skáldskapur sem um
margt er mótaður af súrrealisma. Frjáls
leikur ímyndunaraflsins er þar í fyrirrúmi
þótt töluvert sé um menningarlegar vísanir
og tákn. Oft eru ljóðin dálítið dökk og laus
við siðferðislegar hömlur. Víða í þeim eru
kynferðislegir undirtónar. Mótsagnafullum
myndum er teflt saman, skynsviðum blandað
saman. Skáldið Sjón, sem skrifar ofurlítinn
ritgerðarstúf sem birtist aftan við ljóðin í
bókinni ýjar að því að skáldanafn sem Pálmi
valdi sér, Paul Cocaine, hafi í reynd verið
eins konar alter ego, ekki bara annað ljóð-
sjálf. Og líklegast var þessi Páll önnur hlið á
þeim Paul Gauguin sem sagt er frá í kvæða-
bálknum um Tahiti: „Paul Gauguin sprengj-
an í djúpi vitundar minnar“. Í prósaljóðum
sínum beitir Pálmi gjarnan stuttum aðal-
setningum sem oft virðast lítt tengdar merk-
ingarlega en tengjast í gegnum hugsana-
tengsl í anda súrrealista. „Vínkjallarinn er
fullur af grimmum skjaldbökum. Hann
klæddur rauðum nærbuxum, nálgast þær
með varúð. Stríðinu er lokið. Senn snúa hin-
ir dauðu aftur.“ Samhengi týndra hluta
kemur í ljós ef það raskast. Konan kemur
með vaskafat fullt af bleium. Skjaldbökurnar
óttast þessa brjóststóru konu og hörfa þegar
þær sjá hana. Úti eru fiskar á flugi. Það
rignir. Eldtungur teygja sig til himins og
Jesús kemur ríðandi á ösnufola, fölur með
skegg, svart einsog drottning næturinnar…
Oft tekst Pálma vel upp í súrrealískri
myndsköpun í smáljóðum, t. a. m. í kvæðinu
Viskí:
Ég fæ mér viskí
í hátt glas
og heilmikið af vatni,
það er þung sól
þunguð sól
og þegar nóttin kemur
hefur hún fætt son
Veikindi Pálma setja víða mark sitt á
kveðskap hans. Í einu kvæðinu, Óðra manna
landi, segir svo: ,,Þið sem hafið ekki misst
vitið, vitið ekki að við sem erum út úr heim-
inum höfum farið lengra. Þið voruð krabba-
mein jarðar, sólin hefur þvegið ykkur, þegar
þið skriðuð upp úr jörðinni. Við elskum
landið þar sem við göngum handan þess sem
ekki sést. Hælið á ströndinni rís upp úr bri-
möldunni. Eldglæringar koma af himni. At-
ómsprengjur springa í hauskúpum. Förum
samt lengra, látum lífið að baki, óðir menn.“
Þrátt fyrir þessa myrku sýn og nóttina í
sumum kvæðunum er þó mikið líf í þeim.
Einar Már segir í inngangi ljóðaúrvalsins að
Pálmi hafi haft súrrealismann í sér vegna
þess að ringlulreið hugans sem oft einkenndi
hugarástand hans hafi verið skyld þeim
áhrifum sem súrrealistar vildu ná fram. Luis
Aragon sagði súrrealismann son æðis og
myrkurs. En hann var líka bjartur, galinn,
draumkenndur og kúnstugur. Þannig eru
kvæði Pálma Arnar. Einari Má hefur tekist
vel til við úrvalið. Bókin gefur okkur glögga
sýn inn í hugarheim Pálma og skáldskap og
vissulega er þar margt sem vekur forvitni.
BRJÁLAÐUR HESTUR Í
AUGA EILÍFÐARINNAR
BÆKUR
L j ó ð a ú r v a l
Eftir Pálma Örn Guðmundsson. Einar Már
Guðmundsson valdi og bjó til prentunar. Mál
og menning 2001 – 148 bls.
Á ÖÐRU PLANI
Pálmi Örn Guðmundsson var fyrirmynd Páls í skáldsögu Einars Más Guðmundssonar Englar
alheimsins. Ingvar E. Sigurðsson speglar sig hér í hlutverki Páls.
Skaft i Þ. Halldórsson
LJÓÐABÓKIN Vetur, sumar, vor og haust
hefur að geyma afrakstur ljóðasamkeppni ungs
fólks á aldrinum 9-16 ára, eins og fram kemur í
formála bókarinnar. Keppnin var fyrst haldin á
vegum Þallar, samstarfshóps um barna- og
unglingamenningu á bókasöfnum á afmælis-
degi Halldórs Laxness árið 1998, og er hún
haldin í minningu hans. Ári síðar var keppnin
haldin öðru sinni og var þá ákveðið að hafa hana
einungis annaðhvert ár. Mál og menning gekk
til samstarfs við Þöll um útgáfu bókarinnar,
sem er einkar skemmtilegur vitnisburður um
menningu barna, hugarheim þeirra og áhuga-
svið.
Ljóðin í bókinni eru nokkuð misjöfn að gæð-
um eins og við er að búast, en þrátt fyrir það býr
í hverju einasta ljóði vísir að ljóðrænni mynd,
tilfinningu fyrir hvörfum, broti eða bara óvænt-
um innblæstri. Lesandinn verður þess því fljótt
áskynja að þroski þessara ungu ljóðskálda er
oft og tíðum töluverður, rétt eins og glíman við
ljóðformið hafi kveikt með þeim skapandi kraft
sem fleytir þeim lengra en þau ætluðu sér.
Verðlaunaljóðin eru, að öðrum ljóðum bók-
arinnar ólöstuðum, frábær vitnisburður um það
sem í ungu fólki býr; einlægni, frumleika og list-
ræna vitund. Yngsti höfundurinn í hópi verð-
launahafanna, Snærós Sindradóttir, er aðeins 9
ára en ljóðið hennar, Árstíðirnar, gefur tóninn
fyrir safnið sem heild og litrík tilbrigði þessa
unga fólks við klassísk viðfangsefni:
Vorið er nýþveginn grænn
dúkur með blómamynstri, sem breiddur
er út á snævi þakið borð.
Sumarið er tvö lítil börn sem
hlaupa berfætt um í blautu grasi.
Haustið er mörg lítil líf sem
falla þegar dimm kvöld taka við.
Veturinn er margar hvítar stjörnur
sem dansa saman niður úr
háloftunum.
LITRÍK TILBRIGÐI
BÆKUR
L j ó ð a b ó k
Eftir ýmsa höfunda.
Bókaútgáfan Mál og menning / Þöll
Reykjavík 2001. 93 bls.
VETUR, SUMAR, VOR OG HAUST
Fríða Björk Ingvarsdótt ir