Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.2001, Side 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚLÍ 2001
S
KÓGURINN hefur margræða
merkingu. Hann er sveipaður
dulúð hins óþekkta, hann er
draumur elskenda; þar brenna
heitustu eldarnir; hann er upp-
spretta ljóða og sagna; þar er
angan engu lík og draumspök-
um er hann eilíf spurning;
hann er vettvangur skógarferða, heimili
norna; huliðsheimur og opinberun í senn. Í
sumar er Hallormsstaðarskógur heimili
myndlistarinnar, þar sem fimmtán listamenn
sýna verk, sem tengjast skógarveröldinni á
ýmsa lund.
Þór Þorfinnsson er skógarvörður á Hall-
ormsstað. Þetta er í þriðja sinn sem hann
stendur fyrir listsýningum í trjásafninu í Hall-
ormsstaðarskógi. 1996 sýndu 17 listamenn
skúlptúra í skóginum; 1997 var þar ljóðasýn-
ing.
Viku vinna í skóginum
Þór hitti forsvarsmenn Félaga FÍM að máli
í vetur og kynnti þeim hugmynd sína um sýn-
ingu og hvaða möguleikar væru fyrir hendi í
Hallormsstaðarskógi. „Það var ekki lagt upp
með neitt sérstakt þema, og enga ákveðna
hugmynd aðra en þá að listamennirnir gætu,
ef þeir vildu, notað efnivið úr skóginum í verk
sín. Það var þó ekkert skilyrði, þetta var alveg
frjálst og opið. Sumir nýttu sér það og aðrir
ekki. Það eina sem var ákveðið var að sýningin
yrði í trjásafninu, því þar kemur svo margt
fólk, svæðið er vel merkt, góðir göngustígar
og aðgengi gott. Þar er líka að verða til hefð
fyrir svona sýningum.“ Fimmtán listamenn
innan vébanda FÍM sýndu áhuga á þátttöku í
sýningunni. „Viku fyrir opnun komu lista-
mennirnir hingað og voru að vinna að verk-
unum. Það var allur gangur á því á hvaða stigi
verkin voru. Sumir komu með hugmynd í koll-
inum og unnu úr henni hér, en aðrir voru búnir
með verkin og þurftu bara að setja þau upp.“
Skemmtilegt samstarf
listamanna og skógarmanna
„Þessi vinna var unnin með mínu starfsfólki
í skóginum, og mitt fólk fékk það hlutverk að
aðstoða listamennina við að útfæra verkin,
staðsetja þau og ganga frá þeim. Þessi sam-
vinna var afskaplega skemmtileg, bæði fyrir
mig og starfsfólkið hér og fyrir listamennina
einnig. Ég hef lagt áherslu á þessa samvinnu
og að listamennirnir fái að upplifa skóginn
með mínu fólki.“ Þór Þorfinnsson skógarvörð-
ur á Hallormsstað er skógtæknifræðingur að
mennt, en mikill áhugamaður um listir. „Við
hjá Skógræktinni höfum lengi verið að reyna
að leggja áherslu á að opna skógana og gera
þá aðgengilegri almenningi með göngustígum
og gönguferðum með leiðsögn, skógardögum
og fleiru slíku, og út frá þessu spratt hug-
myndin að svona sýningarhaldi hér á Hall-
ormsstað. Gestir skógarins hafa tekið þessu
mjög vel og aðsóknin er meiri en þegar engin
sýning er, og hingað er stöðugur straumur
fólks.“
Tugir þúsunda koma í skóginn
Á síðasta sumri voru sextán þúsund gisti-
nætur á tjaldstæðinu í Atlavík, sem skógrækt-
in á Hallormsstað sér um, og telur Þór að það
geti þýtt að það komi fleiri tugir þúsunda
manns í skóginn á hverju sumri. „Þetta er
örugglega einn fjölsóttasti ferðamannastaður
á Austurlandi.“ Þór segir öruggt að áframhald
verði á sýningarhaldi í Hallormsstaðarskógi,
þótt það verði varla á hverju ári. „Þetta kostar
allt peninga og við finnum fyrir því að það eru
margir sem slást um krónurnar. Við sækjum
um styrki hingað og þangað til að standa
straum af kostnaðinum við þetta, og á móti
kemur framlag frá okkur hér í skóginum í
vinnu og ýmsu öðru.“
Trjásafnið í Hallormsstaðarskógi er safn
trjáa víðs vegar að úr heiminum. Að sögn Þórs
eru slík söfn eins konar vísindastofnanir, þar
sem gerðar eru tilraunir með hinar ýmsu teg-
undir gróðurs. Grunnur að trjásafninu á Hall-
ormsstað var lagður upp úr aldamótunum
1900, þegar skógræktartilraunir hófust þar.
„Það var ekki markmið þá að koma upp hér
trjásafni; þetta voru einungis tilraunir með
tegundir. Það var seinna að ákveðið var að
gera þetta að safni, sem almenningur gæti
notið.“
Ljósmyndirnar á síðunni tók Marisa Arason
af verkunum á sýningunni í Hallormsstaðar-
skógi. Með fylgja skýringar listamannanna
um verkin.
Fimmtán myndlistarmenn sýna verk sín í trjásafninu í Hallormsstaðarskógi
„ÁHERSLA Á AÐ LISTA-
MENNIRNIR UPPLIFI SKÓGINN“
Ljósmynd/Marisa Arason
Málverk 2001 eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur. Manngerð flöt í skógi. Í hallandi landi skógarins er
afmarkaður flötur gerður láréttur. Innan hans eru nokkur grenitré hreinsuð af greinum upp eftir
stofnunum, en utan hans eru trén ósnert. Flötin er þakin trjákurli úr skóginum, sem velt hefur
verið upp úr fljótandi áli. Ber það í sér fegurð, líf eða dauða? Þegar sólin skín myndast birtuspil í
glansandi álkurlinu en á öðrum tímum er það litlaust og deyfðarlegt.
Ljósmynd/Marisa Arason
Sveppir, eftir Guttorm Jónsson. Hugmynd mín var að afrakstur grisjunar úr Guttormslundi væri
nýttur í þágu listarinnar með einfaldleikann í huga.
Ljósmynd/Marisa Arason
Ævintýraskápurinn eftir Önnu Jóu. Ævintýraskápurinn geymir minningar úr skóginum. Í hug-
anum opnast ævintýraheimur hvers og eins og þannig opnast Ævintýraskápurinn inn í skóginn
og ævintýri hugans. Þangað getum við leitað hvenær sem er, eins og inn í helgidóm. Uppistaðan
í verkinu er viður úr fagurgrænum skógi. Þaðan kemur ýmislegt fleira; brauð Hans og Grétu,
hettan hennar Rauðhettu og líka grauturinn sem Gullbrá borðaði heima hjá björnunum þremur.
Ljósmynd/Marisa Arason
Ókunnur áfangi eftir Guðbjörgu Lind Jónsdóttur. Verkið vísar til hinnar eilífu hringrásar í nátt-
úrunni þar sem skiptast á sköpun og eyðing, líf og dauði. Hvít dúfan tákn hins syrgjandi anda og
jafnframt endursköpunar.