Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 NÝ SKÁLDSAGA eftir suður-afríska rithöfundinn Nadine Gordimer er væntanleg í byrjun september. Hún heitir The Pickup (Kynni) og segir frá sambandi hvítrar yfirstétt- arstúlku og fátæks blökkumanns í Suður-Afríku, sem er ólöglegur inn- flytjandi í landinu. Stúlkan tekur saman við unga mann- inn í nokkurs konar uppreisn gegn þeim heimi auðs og forrétt- inda sem hún tilheyrir og brátt verður sam- band þeirra svo náið að hún ákveður að fylgja honum þegar hann er sendur úr landi. Gordimer hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1991 en hún sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 1953. Á ríkum rithöf- undarferli sínum hefur Gordimer beint sjónum að suður-afrísku sam- félagi, áhrifum aðskilnaðarstefn- unnar og pólitískrar baráttu á sjálfs- mynd og tilveru íbúanna. Ljúfsár furðusaga McCracken Nýjasta bók bandaríska rithöfund- arins Elizabeth McCracken, Niagara Falls All Over Again (Fram af foss- brúninni), hefur hlotið jákvæða dóma í dagblöðum vestra. Þar segir frá sérstæðu vináttusambandi tveggja gamanleikara, Mose og Rocky, sem starfa í fjölleikahúsi og færa sig síðan til Hollywood að leita frægðar í kvikmyndaiðnaðinum en aðeins hinum fyrrnefnda vegnar vel. Hefur bókinni verið lýst sem mein- fyndinni og ljúfsárri furðusögu sem gefi skemmtilega innsýn í hina hverfandi menningu fjölleika- skemmtana á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Elizabeth McCracken vakti mikla athygli með sinni fyrstu skáldsögu, The Giant’s House (Hús risans), árið 1996 og þykir gagnrýn- endum nýja bókin jafnast fyllilega á við þá fyrstu. Æviminningar ástkonu Í ævisagnaflórunni sem út kom í sumar er vert að benda á bókina Loving Picasso: The Private Journal of Fernande Olivier (Að elska Pic- asso: Dagbók Fernande Olivier) sem út kom í maí síðastliðnum. Er þar um að ræða þýdda og ritstýrða út- gáfu á dagbókum Fernande Olivier sem mun hafa verið fyrsta stóra ást- in í lífi málarans spænska Pablos Pi- casso. Olivier var olnbogabarn sem flúði illt hjónaband til Parísar þar sem hún gerðist fyrirsæta í Beaux Arts-listaskólanum. Hún kynntist fljótlega Picasso og áttu þau storma- samt ástarsamband í sjö ár, sem end- aði með því að listamaðurinn yfirgaf Olivier fyrir aðra konu. Olivier skrifaði æviminningar um samband sitt við Picasso en hann mun hafa hindrað dreifingu þeirra að nokkru leyti. Bókin Picasso et Ses Amis kom þó út árið 1933, og þykir hún ómet- anleg heimild um fyrstu ár Picassos í París og vinahóp hans. Gagnrýn- andi bókablaðs The New York Times segir æviminningar Olivier fela í sér skarpa og lifandi frásögn, og séu þær jafnáhugaverðar sem heimild um tilveru sjálfstæðrar, lífshrjáðrar ungrar konu og sem heimild um kynni Olivier af Picasso. Ævi- sagnaritarinn John Richardson ritar eftirmála við æviminningarnar en Marilyn McCully skrifar inngang og skýringar. Þá er bókin prýdd 80 samtímaljósmyndum auk prentana á málverkum og teikningum. ERLENDAR BÆKUR Ný skáld- saga frá Gordimer Nadine Gordimer Á SÍÐASTA mánuði hafa Ís- lendingar orðið vitni að mörgum dramatískum augnablikum í lífi Árna Johnsen. Þegar fer að hitna undir þingmanninum flýr hann heim til Heima- eyjar þar sem hann reynir að standa af sér áhlaupið. Þar er hann innan um „sitt fólk“ og ber sig vel þó að „pusi á bát- inn“. En óveðrinu slotar ekki og þingmaðurinn verður að segja af sér. Á forsíðu DV sjáum við þennan eitt sinn gæfunnar son nú rúinn trausti sitja einan og yfirgefinn við fjöruborðið og íhuga fallvaltleika tilverunnar. En saga Árna er saga baráttumanns og þótt á honum standi „öll spjót í margar vikur“ stendur hann keikur á Þjóðhátíð í Eyjum í síðustu viku og leiðir þús- undirnar í brekkusöng. Nú fréttum við í Séð og heyrt að Árna Johnsen líði best hjá mömmu og stór mynd fylgir til staðfestingar. Árni er þó „ekki mikið að flíka tilfinningum sínum“, þar sem hann „veit að menn geta snúið út úr ein- földustu hlutum“, bætir ritstjóri tímaritsins við. Hver er tilgangurinn með fréttinni í Séð og heyrt? Af hverju óttast Árni að menn eigi eftir að snúa út úr henni og á hvaða hátt ættu þeir að gera það? Er fréttin kannski ekki svo ein- föld? Ég hef engan áhuga á því að snúa út úr einföldustu hlutum en af hverju er opnuviðtal við Árna Johnsen í víðlesnasta tímariti lands- ins undir fyrirsögninni „Í faðmi mömmu og mætra vina!“ þegar Árni segir í sama viðtali að hann vilji ekki flækja vini sína, móður og fjöl- skyldu í sín mál? Hvað fór úrskeiðis í viðtalinu? Íslenskir fréttamenn hafa á heildina litið staðið sig með mikilli prýði í umfjöllun sinni um Árna Johnsen. Þeir tóku á málum þingmannsins af festu en sýndu honum þó ávallt virðingu og ekki var laust við að merkja mætti ákveðinn trega yfir að svona skyldi málum komið á Ís- landi. Fréttamenn gáfu Árna tækifæri á að svara ásökunum og hölluðu í engu á hans hlut þegar kom að því að leita skýringa. Þegar svo fór að þingmaðurinn játaði á sig misferlið var samúð fréttamanna auðsjáanlega með honum. Hann fékk að hverfa úr kastljósinu um hríð og þurfti ekki að búa við hlutskipti ýmissa kollega sinna á Vesturlöndum sem eru hundeltir hvert sem þeir fara meðan nýjasta hneykslismálið er enn á allra vörum. Þegar Árni Johnsen kom til fundar við forsætisráðherra í Reykjavík seint í júlí birtust aðeins myndir af honum úr fjar- lægð þar sem hann gekk við hlið Davíðs upp að stjórnarráðshúsinu og hélt svo einn sína leið fótgangandi upp Hverfisgötuna. Þessi stund kristallaði fyrir mér þá nærgætni sem íslensk- ir fréttamenn sýndu Árna. Hvar annars staðar hefði einkalíf þingmannsins verið virt á þennan hátt? Hvergi. Og þó voru íslenskir fréttamenn ásakaðir fyrir að ganga fram með offorsi og sjá ekki mannlega þáttinn í fréttaflutningi sínum. Árni Johnsen varð aldrei að því fórnarlambi pressunnar sem hann vill vera láta (með tali sínu um nornaveiðar) og það er mikilvægt að fréttamenn geri hann ekki viljandi eða óvilj- andi að fórnarlambi núna með sögum af ein- földum hlutum. FJÖLMIÐLAR AÐ SNÚA ÚT ÚR EIN- FÖLDUSTU HLUTUM G U Ð N I E L Í S S O N En saga Árna er saga bar- áttumanns og þótt á honum standi „öll spjót í margar vik- ur“ stendur hann keikur á Þjóðhátíð í Eyjum í síðustu viku og leiðir þúsundirnar í brekkusöng. I Börn eru að verða æ sýnilegri framleiðsluvaraí tónlistariðnaði Vesturlanda. Framleiðendur og útgefendur róa á þessi mið, og á síðustu miss- erum hefur fjöldinn allur af krakkagrúppum lit- ið dagsins ljós. Margir þessara krakka eru vart komnir á kynþroskaaldur, en eru þegar komnir langt út á brautir þessa harða heims. Á ensku er tónlist þeirra kölluð „Pedo-pop“ en hér á landi hefur orðið píkupopp orðið til um tónlist aðeins eldri stelpna eins og Britney Spears og Jennifer Lopez, tónlist sem höfðar sérstaklega til ungra stelpna; – en hugtakið krakkapopp er varla farið að skjóta rótum að ráði. II Krakkarnir í krakkapoppinu eru frábrugðnirbarnastjörnum fyrri tíma í einu grundvall- aratriði. Þeir krefjast þess að vera teknir alvar- lega sem listamenn sem búi yfir djúpum sann- leika um lífið og tilveruna. Krakkapoppið er farið að velta gífurlegum fjármunum árlega, og það ýtir undir tilhneigingu umboðsmanna og út- gefenda að styrkja þá ímynd að hér séu ekki sak- lausir englar á ferð, heldur fullveðja listamenn með reynslu af lífinu og drauma og þrár fullorð- inna manneskja. III Á sama tíma undrast þeir eldri þessa þró-un, og spyrja að því hvað fjórtán ára krakki geti haft merkilegt að segja um líf, dauða, ást og tilfinningar sem kalli á athygli annarra en for- eldranna sem myndu hvort sem er hlusta. Þeir efast um að boðskapur barna sem vart eru sjálf farin að kynnast lífinu eigi erindi til fjöldans. En krakkapoppið selst, hvað sem fólki finnst um það. IV Í hittiðfyrra komu fram á sjónarsviðiðHanson-bræðurnir, þrír strákar frá Okla- homa, sem allir voru undir 17 ára aldri þegar þeir voru orðnir stjörnur. Sveitasöngkonan LeAnn Rimes hefur lagt heiminn að fótum sér 15 ára gömul og í Evrópu eru Ultimate Kaos og Cleopatra stóru nöfnin í krakkapoppinu. Cleo- patra er skipuð þremur kornungum systrum í anda Hanson-bræðranna. V Í fyrsta smelli Cleopötru sungu naflaberarsysturnar einarðlega um það að þær ætluðu að leggja hart að sér – „work real, real, real hard“ – til að verða stórstjörnur í poppinu. En svo kom að því að viðfangsefnin fóru að verða ótrúverðugri. Næsti smellur þeirra var Life Ain’t Easy. Og hver átti að trúa því að þvegnar og stroknar dekurdrósir sem enn eru á þeim aldri að vera bíað í svefn vissu nokkurn skapaðan hlut um það hvernig lífið getur verið hjá fólkinu sem býr þessa jörð. Sannfærandi eða hvað? VIUltimate Kaos gaf út smellinn Casanova.Þar syngur forsöngvarinn, svolítill dreng- stauli: „I want you to be my wife“ – ég vil þú verðir konan mín. Maður sér fyrir sér pabba og mömmu á skrifstofunni hjá sýslumanninum að skrifa undir vottorðið fyrir drenginn sinn svo að hann geti fengið drauma sína uppfyllta. VII En það er einmitt í svona kjánalegumfullorðinsleikjum sem krakkapoppið sýnir hversu ömurlegt það er. Bullið getur verið svo yf- irgengilegt að ætla má að það geti haft þau áhrif að fullorðið fólk hætti að hlusta eftir rödd barnanna og varla vill nokkur að það gerist. Hvers vegna mega börn ekki vera það sem þau eru? Hvers vegna þarf stöðugt að vera að breyta þeim í litla karla og kerlingar? Ærið er nú erf- iðið þegar þar að kemur. NEÐANMÁLS Að brjóta upp; hugbrot, haugbrot…Sárafáum kvikmyndahöfundum hefur tekist að rjúfa sjálf- virk tengsl áhorfandans við sína eigin þekk- ingu, enda útheimtir það hneyksli í ákveðnum skilningi, – eitthvað sem fleiðrar hugann líkt og við snöggvakta blöskrun. Vitinu ofbýður, fellur í stafi; blæðir í augum sálar. Slíkt ástand kann að valda vitsmunalegri ókennd, eitthvað slitnar í huganum, en stundum kvikna andstæðar kenndir: angur og löngun, jafnvel reiði og þrá. Okkur þykir þetta eftir á að hyggja „banalt“, því oft er ekkert vitlegt samræmi milli tilfinningar og vitneskju, við hneykslumst gegn betri vitund, rekur í rogast- ans, en dyljum það eftir á með reiðilestri eða skrúðmælgi. Skyldi Hrafn Gunnlaugsson vera hugbrjótur í þessari merkingu? Einhverra hluta vegna vekja viðbrögð við Myrkrahöfð- ingjanum og fleiri myndum hans grun um að svo sé. Dagfarsprútt fólk fyllist taugaæsingi, pirringi og jafnvel heift þegar á þær er minnst. Sumir gagnrýnendur hafa jafnvel hneykslast á grófleika, ruddaskap og líkamlegum viðbjóði hjá Hrafni, þótt slíkt hið sama þyki merkilegt í verkum annarra höfunda; tákn um eft- irnútímalegt niðurrif, ögrun og tilraunir, sam- anber nýleg skrif um skáldsögur ungra kvenrit- höfunda. Matthías Viðar Sæmundsson Kistan www.kistan.is Móðins að vera meðvitaður Það er ekki eingöngu í tísku að klæðast vin- gjarnlegum fatnaði heldur er mikið í tísku að nota hár- og snyrtivöru sem eru náttúrunni vingjarnlegar og eru ekki prófaðar á dýrum. Einnig er mikið áberandi að borða matvörur sem eru lífrænt ræktaðar. Þegar þú kaupir þér næst leðurjakka eða snyrtivörur hugsaðu þá aðeins um hversu mörg dýr voru drepin til þess að búa til þennann leðurjakka og hvort að hárspreyið sem þú ert að kaupa sé að menga náttúruna. Þetta er tíska sem er að verða meira og meira áberandi þetta er tíska fyrir hugsandi fólk. Femin.is www.femin.is HUGBROT HRAFNS Morgunblaðið/Sigurður Jökull Leiðst í Kringlunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.