Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Side 7
ar mjög sérkennileg en nokkrum klukkustund-
um eftir slysið taldi hann sig geta fullyrt að lok-
un flugbrauta vegna breytinga og önnur atriði
sem snerta flugmálastjórn hefðu ekki átt neinn
þátt í orsök slyssins. Að þessu sögðu leit flug-
málastjóri svo á að honum bæri engin skylda til
að svara spurningum sem brunnu á fjölmiðla-
mönnum og almenningi. Þegar aðstandendur
leyfðu sér að efast um að vinnubrögðin við
rannsóknina væru nógu nákvæm voru yfirlýs-
ingar yfirvalda svo hrokafullar og yfirlætisleg-
ar að þær voru greinilega til þess eins ætlaðar
að þagga niður í aðstandendum í eitt skipti fyr-
ir öll. Flestir hefðu gefist upp fyrir ofureflinu
við svo búið en sem betur fer fyrir okkur hin
bjuggu þessir einstaklingar yfir því hugrekki
og þreki sem þarf til að leita réttar látinna ást-
vina sinna í þessu þjóðfélagi.
Flugmálastjóra virtist ekkert heilagt í þess-
ari krossferð sinni og hann veigraði sér ekki við
því að gefa í skyn að aðstandendur væru í and-
legu ójafnvægi og þess vegna ekki mark á þeim
takandi þegar faðir eins drengsins sem lést,
Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður, birti
vel rökstuddar efasemdir sínar um rannsókn-
ina á prenti. Formaður rannsóknarnefndar
flugslysa greip til svipaðs óþverrabragðs og
flugmálastjóri þegar hann ýjaði að því í bréfi til
samgöngunefndar Alþingis að pólitísk tengsl
ákveðinna aðstandenda við Samfylkinguna og
pólitískt hagsmunapot væru undirrót fyrir-
spurnar Lúðvíks Bergvinssonar þingmanns í
samgöngunefnd. Mig minnir reyndar að for-
maður flugslysanefndar hafi síðar sent sam-
göngunefnd einhvers konar afsökunarbeiðni
vegna þessara aðdróttana en ég minnist þess
ekki að formaðurinn, flugmálastjóri eða sam-
gönguráðherra sjálfur, yfirmaður flugmála á
Íslandi, hafi nokkurn tíma beðið aðstandendur
afsökunar. Að geta ekki brotið odd af oflæti
sínu og gengist við eigin mistökum með reisn
er móðgun við aðstandendur og þjóðina alla.
Það er óþolandi að kjarkmikið og duglegt
fólk neyðist hvað eftir annað til að leggja mann-
orð sitt að veði á erfiðustu augnablikum lífs
síns, og steypa sér jafnframt í skuldir, til að
tryggja að satt og rétt sé sagt frá því sem í raun
og veru gerðist.
Skipað gæti ég
Ég skammast mín fyrir að að láta mér lynda
stjórnkerfi þar sem heilu stofnanirnar ráðast
af alefli gegn þeim einstaklingum sem leyfa sér
að spyrja nærgöngulla spurninga. Ég skamm-
ast mín fyrir að þegja og samþykkja þannig að
svona traðk á mannfólki viðgangist á tuttug-
ustu og fyrstu öldinni í svokölluðu lýðræðisríki.
Og umfram allt skammast ég mín fyrir að sýna
ekki meðbræðrum mínum samstöðu í verki.
Það er ekki til nein sóttkví sem heldur þessu
hrokafulla andrúmslofti í skefjum. Enda hefur
það fengið að grasséra svo lengi að enginn veit-
ir því orðið eftirtekt. Sá sem verður fyrir
barðinu á einhverjum hrokagikknum er vís til
þess að sýna sjálfur hroka í samskiptum sínum
við næsta mann.
Þjóðkirkjan íslenska féll til dæmis í þann
fúla pytt í fyrra þrátt fyrir að umburðarlyndi sé
megininntakið í boðskap kristninnar. Það var
auk þess undarlegt að guðsmennirnir skyldu
ekki skynja samhljóminn í orðum sínum og
orðum Davíðs Oddssonar sem nokkru fyrr
hafði snuprað biskup í bréfi vegna þess að einn
af þjónum kirkjunnar hafði birt smásögu í Les-
bók Morgunblaðsins sem mátti skilja sem
skopstælingu á gagnagrunnsmálinu. En eins
og menn muna hafði forsætisráðherra áður
sent forseta hæstaréttar ákúrur í pósti vegna
kvótadómsins í Valdimarsmálinu svokallaða.
Kirkjan sem til skamms tíma naut að ófyr-
irsynju einna mestrar friðhelgi allra stofnana
landsins stóðst sem sagt ekki mátið og brást
við minnsta mótlæti með því að segja skjól-
stæðingum sínum til syndanna. Og syndin í
þessu tilviki var sú að almenningur var ekki
sáttur við tveggja daga kristnitökuhátíð sem
haldin var með ærnum tilkostnaði á Þingvöll-
um í fyrrasumar. Þátttaka í hátíðarhöldunum
var svo lítil að embættismenn kirkjunnar urðu
fyrir sárum vonbrigðum og upphófu snimm-
endis mikla leit að blóraböggli þar sem að
þessu sinni var ekki hægt að skella skuldinni á
veðrið. Og landsfeður og biskupar beindu
spjótum sínum og böglum að fjölmiðlum og
nokkrum ófyrirleitnum en að öðru leyti óskil-
greindum einstaklingum sem skrifuðu í blöð og
töluðu í útvarp og sjónvarp.
Gagnrýnin á þjóðkirkjuna beindist helst að
því að þessi stórkostlegu hátíðaráform skyldu
ekki miðuð við þátttöku almennings í kirkju-
starfi eða kirkjusókn og síðan bentu sumir á að
ef til vill hefði mátt verja þeim fjármunum bet-
ur sem fóru í þessa fásóttu upphafningarhátíð.
Undir þessu þóttust kirkjumenn ekki geta
setið þegjandi og biskupinn yfir Íslandi ásakaði
fjölmiðla um að grafa undan kirkjunni með nei-
kvæðum áróðri. En það vildi svo illa til að ein-
mitt í þessu tilfelli voru fjölmiðlar klárlega ekk-
ert að ýkja og aðeins að sinna þeirri skyldu
sinni að endurspegla skoðanir fólksins í land-
inu. Sá sem næstur reið fram á ritvöllinn, gamli
biskupinn sem þjóðin hafði hér um bil tek-
mannsbarn að ef grunnurinn er skakkur þá
verður öll byggingin skökk.
Blekkingarvefurinn
Á sama tíma og breytingar á lífsskilyrðum
og lífsháttum almennings hafa verið gífurlegar
hafa breytingar á kosningalögunum verið
sárafáar og vægast sagt íhaldssamar. Þess
vegna er sorglegt fylgjast með því að öll lýð-
ræðisumræða og lýðræðisþróun skuli byrja og
enda á Alþingi Íslendinga. Og þegar hagsmun-
ir peningavaldsins og einstakra stjórnmála-
flokka eru jafn óaðskiljanlegir og raun ber vitni
í okkar litla samfélagi verður myndin af ís-
lensku lýðræði beinlínis óhugnanleg.
Þingið virðist í huga almennings vera upp-
spretta stjórnmála á Íslandi. Þangað mæna all-
ir og bíða gapandi eftir sinni pólitísku graut-
arslettu. En þar er ekkert á seyði og mun ekki
verða að öllu óbreyttu. Að bíða eftir svoleiðis
undri má líkja við biðina endalausu eftir Godot
eða einhverjum álíka óljósum sauði. Þingið er
sjálf rót vandamálsins, það virkar eins og
blekkingarmeðal á lýðinn og eftir því sem ég
veit best lætur enginn heilvita maður sér detta
það í hug nú til dags að bíða eftir því að brenni-
vínið lækni alkóhólistann. Það breytist ekkert í
flokkunum eða á þinginu nema stjórnmála-
mennirnir finni fyrir alvöru þrýstingi frá fólk-
inu í landinu.
Síðan er það sameiningartáknið svokallaða,
embætti forseta Íslands. Einhverra hluta
vegna hafa vonsviknir vinstrimenn vanið sig á
það síðustu áratugina að líta á forsetaembættið
sem nokkurs konar sárabætur fyrir stjórnleys-
ið og flokkasukkið. Að sumu leyti er hægt að
hafa samúð með því sjónarmiði. Í forsetakosn-
ingum eru línurnar skýrari en í öðrum kosn-
ingum. Þar eru færri í framboði, hver maður
hefur heilt atkvæði og sá frambjóðandi sem
fær flest atkvæði sigrar örugglega. Forseta-
kosningar voru til skamms tíma eini vettvang-
urinn þar sem vinstrimenn gátu sýnt það og
sannað, fyrir sjálfum sér og öðrum, hvers þeir
eru megnugir ef þeir standa saman. Sá galli er
hins vegar á gjöf Njarðar að embætti forseta
Íslands er formlega séð valdalaus virðingar-
staða. Það er því lítil huggun harmi gegn að
hafa á Bessastöðum félagshyggjusinnaðan for-
seta og þéttir í rauninni aðeins þá suddamóðu
sem byrgir vinstrimönnum sýn.
Það breytir engu þótt menn hafi í umræðum
undanfarinna ára stundum reynt að auka á
vægi embættisins með því að benda á að forset-
inn geti neitað að skrifa undir lög og þar með
haft úrslitavald í erfiðum málum sem mundu
hafa veruleg áhrif á þjóðarhag. Sá varnagli er
enn sem komið er óskýr í meira lagi og gæti
þess vegna alveg eins reynst ryðgaður ef á
þyrfti að halda. Enda er erfitt, eftir þennan
harða pólitíska vetur, að ímynda sér þær
stjórnsýslulegu hamfarir sem mundu leiða til
þess að umræddur nagli yrði dreginn út, skoð-
aður og skrapaður.
Ísland í dag
Hverjir hagnast svo helst á þessu hentifána-
húllumhæi vinstrimanna? Hverjir sitja langoft-
ast í ríkisstjórn landsins? Hverjir áttu mestan
þátt í að móta þetta 19. aldar stjórnkerfi sem
við búum við og minnir með hverjum degi sem
bætist við forsætisráðherratíð Davíðs Odds-
sonar meir á einræði en lýðræði?
Opinberir starfsmenn og fleiri verkamenn
kannast við orðalagið réttindi og skyldur. Þeir
vita að skyldum þeirra við stofnanir og fyr-
irtæki sem þeir vinna fyrir fylgja ýmis félags-
leg réttindi. En þeir sem reka ríkisbáknið hafa
aldrei vanist því að hugsa þannig. Þar á bæ er
valdahroki fornra yfirstétta enn í hávegum
hafður og ríkisstjórnin og þeir embættismenn
sem undir hana heyra líta á þegnana sem þjóna
og vilja helst að sjálf skilgreinum við okkur í
hlutverki þiggjenda á sem flestum sviðum,
launþega, styrkþega og bótaþega. Og þorri al-
mennings hefur lært það af biturri reynslu ör-
fárra einstaklinga og félagasamtaka sem háð
hafa erfiða baráttu fyrir sjálfsögðum borgara-
legum réttindum að slík stríð eru dæmd til að
tapast. Stundum hitta þessir baráttumenn í
mark en þá er sjálft markið dæmt rangstætt og
í framhaldinu er það fært til á vellinum, helst út
í horn svo enginn skori þar framar. Það eina
sem menn nenna enn að heimta er frelsi til að
þurfa ekki að taka tillit til annarra manna enda
fellur svoleiðis gaspur vel að skoðunum þeirra
sem stjórna um þessar mundir, með þeim skil-
yrðum samt að þeir frjálsu séu fáir og helst út-
valdir.
Utanríkisstefna íslenskra stjórnvalda hefur
aldrei verið mótuð. Við höfum kosið að standa
til hliðar við alþjóðasamfélagið og taka afstöðu
í hverju máli fyrir sig og vera bara með ef við
græðum eitthvað á því en annars ekki. Við eig-
um það því miður til að hunsa alþjóðlegar
skuldbindingar vegna þess að okkur finnst það
sjálfsagt mál að við högnumst alltaf einhliða og
fórnum aldrei neinu. Þessi undanþáguárátta er
Akkilesarhæll okkar Íslendinga og á eftir að
koma okkur í koll þegar minnst varir. Það er
mál til þess komið að við hættum að skýla okk-
ur bak við ramakveinið um það hversu fá við
séum og smá og sýnum ábyrgð í alþjóðamálum.
Ýmis þjóðþrifamál eins og hugsanlegar við-
ræður um aðildarumsókn að Evrópusamband-
inu – takið eftir orðalaginu: hugsanlegar við-
ræður um aðildarumsókn – fást varla rædd af
nokkurri alvöru vegna þess að formaður
stærsta stjórnmálaflokks landsins, forsætis-
ráðherrann, neitar að ræða þau og hefur lagt
sig í framkróka við að drepa niður umræðuna
með því að staglast á sömu setningunni í tíu ár:
þessi mál eru einfaldlega ekki til umræðu.
Ein öflugasta leið valdhafa til að þagga niður
í þegnunum er einmitt sú að draga úr vægi um-
ræðunnar með því að standa utan við hana og
gefa þannig í skyn að „þetta kjaftæði“ sé með
öllu tilgangslaust. Í mínum huga er það kúgun
að reyna með þögn, hroka eða öðrum meðulum
að koma í veg fyrir að almenningur, hópar eða
fjölmiðlar taki hvaða mál sem er til umræðu.
Það ætti að vera fagnaðarefni stjórnvalda í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi að almenningur sé vak-
andi yfir hlutskipti sínu og hlutverk sömu
stjórnvalda að hvetja til frjálsra skoðanaskipta.
Stóru málin sem snerta undirstöður velferð-
ar og siðferðis þjóðarinnar eru aldrei borin
beint undir okkur Íslendinga og eins og ég hef
þegar rakið dregur innbyggða skekkjan í kosn-
ingalögunum svo úr möguleikum kjósenda til
að hafa óbein áhrif á þróun mála að þvílíkt
húmbúkk getur varla talist marktækt.
Réttlæti stigbreytist ekki
Tvö dæmi um slík stórmál. Fyrst er það fisk-
veiðistjórnkerfið! Æ! – hlýt ég að hrópa upp
eins og Sigfús Daðason í ljóðinu um Jafet á
Efstabæ. Fiskveiðistjórnkerfið! Þessi fram-
haldshrollvekja sem heldur þjóðinni allri í helj-
argreipum. Þetta lénsskipulag sem var tekið
upp samhliða þeim góðu áformum að koma í
veg fyrir stjórnlausa veiði á Íslandsmiðum fyr-
ir tæplega tuttugu árum. Þetta lénsveldi sem
fékk að spretta upp í skjóli stjórnarráðsins á
síðasta áratug tuttugustu aldarinnar.
Það voru margir ósáttir við þá aðferð að út-
hluta kvótanum á einstök skip og útgerðir al-
veg frá upphafi þótt enginn hafi getað ímyndað
sér þá ævintýralegu keðjuverkun sem fylgdi í
kjölfarið. Það er hins vegar langt síðan rang-
lætið sem fylgir kvótakerfinu fór að misbjóða
okkur og þá bættum við nýrri nafnbót í annars
ósnobbaðan orðaforða íslenskunnar og fórum
að kalla þessa nútíma lénsdrottna sægreifa. Og
við viljum að sameign okkar, fiskinum í sjón-
um, verði ráðstafað öðruvísi. Við viljum réttlátt
fiskveiðistjórnkerfi. Ekki réttlátara kerfi eins
og ræðumenn ríkisstjórnarinnar mundu ef-
laust orða það – við vitum að orðið réttlæti stig-
breytist ekki. Við, það erum ég og sá meirihluti
landsmanna sem í skoðanakönnunum segist
vilja að þeir sem sækja í auðlindina borgi okkur
hinum sanngjarnt afnotagjald. Við viljum veiði-
leyfagjald, höfum viljað það lengi og okkur vex
fiskur um hrygg í hvert sinn sem minnst er á
kvótabraskið. En ríkisstjórn Davíðs Oddsson-
ar lætur skoðun okkar sem vind um eyru þjóta
þótt sumir ráðherrar haldi enn að þeir geti
blekkt þjóðina með því að tala óljóst og segja
eins og illa máli farnir spámenn að þeir boði
meiri sátt um sjávarútvegsmálin. Þegar menn
eru ekki sáttir eru þeir ósáttir – ekki soldið
sáttir.
Og virðingarleysið sem ríkisvaldið sýnir
skoðunum og rétti almennings ríður ekki við
einteyming. Ein óskiljanlegasta aðgerð seinni
tíma var sú ákvörðun að skrásetja alla lands-
byggðina í gagnagrunn á heilbrigðissviði án
þess að leita að minnsta kosti eftir samþykki
lifenda. Það er alkunna að heilsufarsupplýsing-
ar snerta flest viðkvæmustu svið mannlífsins
og til skamms tíma gaf almenningur sérfræð-
ingum slíkar upplýsingar um líf sitt og heilsu í
trausti þess að fullkominn trúnaður ríkti þeirra
á milli. Maður hefði því ætlað að ábyrgir vís-
indamenn og umboðsmenn almennings, stjórn-
málamennirnir, mundu virða sjálfsákvörðunar-
rétt einstaklinganna og sýna sérstaka aðgát í
umfjöllun og afgreiðslu þessa vandmeðfarna
máls. En því var ekki að heilsa.
Niðurstaða málsins var ekki síst undarleg í
ljósi þess að fyrirtækið var með eindæmum
vinsælt og mikill meirihluti landsmanna var fús
til að veita því aðgang að upplýsingum um
einkamál sín ef eftir því hefði verið leitað. Ég
veit að mitt samþykki hefði verið auðfengið
hefði einhver haft fyrir því að spyrja um álit
mitt. En ég vil ekki láta vaða yfir mig og þess
vegna varð ég að sækja sérstakt eyðublað til
landlæknis til að tilkynna íslenskum stjórn-
völdum að ég vildi ekki að trúnaðarupplýsingar
um sjálfa mig yrðu seldar einkafyrirtæki á al-
þjóðamarkaði að mér forspurðri.
Ég skil ekki enn af hverju þessi leið var valin
og það getur í rauninni ekkert skýrt þennan
látlausa yfirgang nema kannski það að valdhaf-
ar séu einfaldlega vanastir því að ráðskast með
okkur eins og þeim sýnist án þess að við látum
það koma okkur við. Áhættan sem fylgdi því að
leita eftir upplýstu samþykki almennings var
sama og engin og hefði hugsanlega skilað sér í
aukinni ábyrgðartilfinningu almennings gagn-
vart verkefninu og samkennd með fyrirtækinu.
Sjálfri finnst mér ákveðin þversögn í því
fólgin að vilja hvorki upplýsa lýðinn né eiga yf-
irhöfuð nokkuð saman við hann að sælda en
ætla samt að lækna hann af öllum mögulegum
og ómögulegum líkamlegum kvillum. Viljum
við rækta svoleiðis fólk og innleiða svoleiðis
hugarfar? Má ég þá frekar biðja um barnalegu
spekina sem stóð í stundaskránni minni í gamla
daga – heilbrigð sál í hraustum líkama!
Smithættan
Lítilsvirðingin sem ríkisvaldið sýnir þegnum
sínum ítrekað með slíkri og þvílíkri framkomu
verður síðan að meini sem breiðist út á þjóð-
arsálinni. Ef þeir háttsettu gefa hvað eftir ann-
að frat í okkur eru talsverðar líkur á því að þeir
lægra settu api það eftir eins og dæmin sanna.
Ég er viss um fleiri en ég eru furðu lostnir yf-
ir skammarlegri framkomu flugmálayfirvalda í
garð aðstandenda þeirra sem létu lífið af völd-
um flugslyssins hræðilega í Skerjafirði í fyrra.
Á því ári sem liðið er frá slysinu hafa flugmála-
yfirvöld sýnt þvílíkan þvergirðingshátt og óbil-
girni í öllu því sem málið varðar að þeim hefur
tekist það ótrúlega – að slá sífellt eigin met í
ruddaskap og heigulshætti.
Fyrstu viðbrögð flugmálastjóra voru reynd-
Morgunblaðið/Jim Smart
rá lýðveldisstofnun skipt sér upp í aragrúa þrýstihópa og nú í byrjun nýrrar aldar er svo komið að hér á
aðeins hafðar til skrauts á yfirborðinu – undir niðri ríkir lobbíisminn einn og óheflaður.“
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 7