Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Blaðsíða 11
SKYLT er hér í upphafi þáttar að bendaá villur úr fyrri þáttum. Í fyrsta þættier þriðja bragmynd af ferskeyttrihringhendu en dæmið hringhent stikluvik. Þá er tályklun (frumaukrímað) ekki sýnd á fjórðu bragmynd. Í lok annars þáttar höfðu bragmyndir þær sem lesendum var boðið að kveða eftir rugl- ast en af því sem á undan var komið ætti að vera ljóst í hverju ruglingurinn er fólginn. Beðist er afsökunar á þessum leiðu mistök- um og er lesendum bent á að þeir geta skoðað þættina leiðrétta á heimasíðu Ferskeytlunn- ar. Hrynjandi (draghent) kemur snemma fyrir í rímum (líklega fyrst í Sörlarímum) og virð- ast skáldin í fyrstu ekki hafa gert mun á hon- um og ferskeyttum hætti enda munur hans sá einn að frumlínur (oddalínur) eru óstýfðar og því einu atkvæði lengri en í ferskeytlu.1 Á 18. öld virðast menn farnir að líta á hrynjandi sem sérstakan hátt og eru farnir að yrkja heilar rímur undir honum. Sveinbjörn Bein- teinsson nefnir háttinn draghent.2 Sem dæmi um háttinn óbreyttan skal hér tekin vísa sem borist hefur þættinum merkt ÞK: Streymir líf að einum ósi út við sæinn dökkva. Þar sem mætir myrkur ljósi mannsins hugir sökkva. Árni Böðvarsson (d. 1776) yrkir fjórðu rímu í Brávallarímum sínum undir hættinum skáhendum og síðtáskeyttum. Skáhend nefn- ist vísa sem í stað endaríms í oddalínum hefur innrím langsetis (þ.e. innan línunnar) en tá- skeytt kallast innrím langsetis í lok braglína (vísutá). Sjöunda vísa rímunnar fjallar um skáldin sem Ísland hefur alið: Í því standi Ísalandið af sér gefið hefur skáldin þýðum þægust lýðum þar við sefinn tefur. Eitthvert dýrasta afbrigði hrynjandi sem kveðið hefur verið er eftirfarandi vísa Sveins Hannessonar frá Elivogum en hún er jafn- framt vatnsfelld sléttubönd með afdrætti: Sléttum hróður, teflum taflið, teygjum þráðinn snúna. Léttum róður, eflum aflið, eygjum ráðin núna. Sléttubönd kallast vísur sem hægt er að fara með aftur á bak og áfram og vatnsfelld kallast sú vísa þar sem allar kveður fyrri- parts ríma við samsvarandi kveður seinni- parts. Er þá ekki nóg að áhersluatkvæði kveðanna rími heldur verða einnig áherslu- létt atkvæði að ríma (heilrím). Þá er vísa sögð kveðin undir afdrætti ef seinni partur hennar myndast með því að draga fyrsta stafinn HRYNJANDI (DRAGHENT) OG STEFJAHRUN Kristján er íslenskufræðingur og Jón Bragi verk- fræðingur. U M S J Ó N K R I S T J Á N E I R Í K S S O N O G J Ó N B R A G I B J Ö R G V I N S S O N VÍSNAÞÁTTUR framan af hverju orði í fyrripartinum. Stefjahrun kemur þegar fyrir í elstu rím- um (Sörlarímum) innan um ferskeytt og virð- ist hafa verið talið til þess háttar í fyrstu enda sá einn munur þess og ferskeytts háttar að síðlínur stefjahruns eru stýfðar og því með karlrími. Guðmundur Bergþórsson nefnir háttinn stefjahrun í 18. vísu fimmtugustu og þriðju rímu af Olgeiri danska. Jakob Jóh. Smári hafði nokkurt uppáhald á þessum hætti og orti hann svo undir honum óbreytt- um: Hljóðna fuglar. Haustar að. Hélar gula fold. Roðnar lyng en bliknar blað. Bráðum stirðnar mold. Og í Tregarímu sinni býður hann upp á dýrara afbrigði háttarins: Örmum vefjast sól og sef, sævar hefjast dun. Ei skal tefja, öld ég gef oddhent stefjahrun. Stefjahrun var aldrei mikið notaður háttur en einna algengast mun hafa verið að yrkja undir hættinum frumhendum og þann hátt hefur Kolbeinn Jöklaraskáld á tuttugustu rímu í Sveins rímum Múkssonar. Jón Jónsson langur (um 1779–1828) orti rímur af Sigurði þögla og er eftirfarandi stefjahrun úr þeim rímum: Hjálmar sprungu höfðum frá, hrutu þeir á grund, málmar sungu þéttir þá, þegnum blæðir und. Fyrstu tvær kveður frumlínanna (fyrstu og þriðju línu) ríma saman og mætti kalla slíka rímskipan frumframsamhent. Vísur frá lesendum Lesendur eru hvattir til að senda inn vísur undir ofangreindum bragarháttum í gegnum vefsíðuna www.ferskeytlan.is eða í pósti með utanáskriftinni: Vísnaþáttur Ferskeytlunnar, Ferskeytlan, Háholti 14, 270 Mosfellsbær. Heimildir:: 1 Sjá Björn Karel Þórólfsson: Rímur fyrir 1600, bls. 67 2 Sjá Sveinbjörn Beinteinsson: Bragfræði og háttatal, bls. xxxiv og 10–13. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 11 Hver er siðferðilegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna? Svar: Ein helstu rökin fyrir refsingum eru þau að sakamaður eigi skilið að hljóta refsingu. Sú kenning sem byggir á þessum rökum er gjarnan kölluð gjaldastefna. En eitt er að halda því fram að sakamaður eigi skilið að hljóta refsingu, annað að ákvarða hve þung refsingin á að vera. Einn talsmaður gjalda- stefnunnar, þýski heimspekingurinn Imm- anuel Kant, hélt því fram að við ákvörðun refsingar ætti að fara eftir þeirri reglu að gjalda líku líkt: Refsingin ætti ekki einvörð- ungu að vera í hlutfalli við afbrotið heldur af sama toga. Samkvæmt þessu ætti að lífláta morðingja. Þessi kenning kann að hljóma einföld í framkvæmd en þó er vert að hafa í huga að manndráp eru framin með ólíkum hætti og af ólíkum ástæðum. Þannig eru sum hrottafengin og kaldrifjuð, önnur fram- in í stundaræði og þannig mætti áfram telja og varla réttlátt að allir morðingjar hljóti sömu refsingu. Vandinn eykst augljóslega enn frekar þegar ákvarða skal refsingar fyr- ir aðra glæpi eins og nauðgun eða þjófnað. Refsingar eru þó gjarnan réttlættar með öðrum hætti en gjaldastefnunni, nefnilega þeirri að refsingar séu víti til varnaðar og eigi mikilvægan þátt í að draga úr afbrotum. Fjölmargir fylgismenn dauðarefsinga halda því einmitt fram að dauðarefsingar dragi úr afbrotum. Rannsóknir í Bandaríkjunum þar sem dauðarefsingar hafa verið við lýði sýna hins vegar að þær hafa ekki meiri fæling- armátt en aðrar refsingar. Samkvæmt skoð- anakönnunum sem gerðar hafa verið meðal almennings í Bandaríkjunum hefur einnig komið fram að meirihluti fylgismanna við dauðrefsingar telst til gjaldastefnumanna, það er þeirra sem telja að þeir sem hafi gerst sekir um alvarlegustu glæpi eigi skilið að hljóta dauðarefsingu óháð hugsanlegum fælingarmætti refsingarinnar. Þrátt fyrir að dauðrefsingar hafi verið af- numdar í fjölmörgum ríkjum á síðustu ára- tugum hefur fylgi við þær farið vaxandi í Bandaríkjunum og hafa bæði fleiri verið dæmdir til dauða og fleiri teknir af lífi á síð- ustu árum en áratugina fyrir 1980. Sem dæmi má nefna að 98 fangar voru teknir af lífi árið 1999 í 20 ríkjum Bandaríkjanna og þarf að fara allt aftur til ársins 1950 til að finna hærri líflátstölur. Að mati flestra þeirra sem aðhyllast dauðarefsingar eru þær einungis réttlæt- anlegar fyrir alvarlegustu glæpi og dæmin undanfarin ár hafa sýnt að dauðadómar í Bandaríkjunum einskorðast við morð, sér- staklega ef þau eru hrottaleg. En hverjir eru það sem hljóta dauðadóm og eru teknir af lífi? Þegar litið er til dauðadóma kemur í ljós að það virðist býsna tilviljanakennt hverjir hljóta dauðadóma. Fjölmargt annað en eðli morðanna virðist hafa áhrif á hvort sakamaður er dæmdur til dauða eða ekki. Þegar saksóknari fer fram á dauðadóm yfir sakborningi gera lög flestra ríkja í Banda- ríkjunum, þar sem dauðadómur er við lýði, ráð fyrir tvöföldu réttarhaldi. Í fyrra rétt- arhaldinu er ákvarðað hvort viðkomandi er sekur eða saklaus og ef hann er sekur fund- inn fer fram annað réttarhald þar sem úr- skurðað er um refsinguna. Í þessum rétt- arhöldum ræður samsetning kviðdóms miklu og afstaða einstaklinga innan hans til dauða- dóma. Val á kviðdómi getur því verið tíma- frekt í þessum málum. Þegar ákveðið er hvort sækjast eigi eftir dauðadómi getur það haft mikil áhrif hvert fórnarlambið var. Mun sjaldgæfara er til dæmis að maður sé dæmdur til dauða fyrir morð á svörtum manni heldur en hvítum og hafi fórnarlambið verið fyrirmyndarborgari aukast líkurnar á dauðadómi enn frekar. Rannsóknir í sumum ríkjum Bandaríkjanna hafa einnig leitt í ljós að meiri líkur eru á dauðadómi í dreifbýli en þéttbýli eða stórum borgum. Þá eru minni líkur á dauðadómum á svæðum þar sem meirihluti íbúanna eru svartir eða frá Suður-Ameríku. Efnahagur sakbornings getur einnig haft mikil áhrif á niðurstöðuna og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa hlotið dauðadóm verið varðir af lélegum lögfræðingum. Þá er ónefndur þáttur fjölmiðla sem hafa í sumum málum haft mikil áhrif á það hvort einstaklingur hefur verið dæmdur til dauða eða ekki, ekki síst þegar málið blandast inn í stjórnmála- baráttu en dauðrefsingar eru mikið hitamál í bandarískum stjórnmálum. Eftir að dauðadómur hefur verið kveðinn upp getur liðið langur tími þar til honum er fullnægt. Þar sem hér er um hörðustu refs- ingu að ræða getur sakborningur áfrýjað málinu til nokkurra æðri stiga. Margir dauðadómar hafa þannig verið felldir úr gildi á æðri dómstigum og menn náðaðir, ekki síst ef fundnir hafa verið formgallar á upphaflegu réttarhaldi. Margir fylgismenn dauðarefsinga hafa gagnrýnt seinagang kerfisins og því hefur á síðustu árum verið reynt að draga úr möguleikum hins dæmda til að fá mál sitt endurupptekið. Aftökum hefur fjölgað í kjölfarið. Af framansögðu er ljóst að tilviljanir og fordómar ráða miklu um það hverjir hljóta dauðadóm og hverjir ekki. Þyngstu rökin gegn dauðarefsingum eru þó eðli málsins samkvæmt þau að dauðarefsing er ekki aft- ur tekin og engin leið er að rétta orðinn hlut eftir að dómi hefur verið fullnægt. Jafnvel sá sem telur réttlætinu ekki fullnægt fái sakamaður ekki hæfilega refsingu hlýtur að fallast á að enn meira óréttlæti er að dæma saklausan mann og láta hann gjalda fyrir með lífi sínu. Salvör Nordal heimspekingur. Geta brunnklukkur flogið? Svar: Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöll- ur sem eru einu skordýrin í íslenskri nátt- úru sem ala allan sinn aldur í vatni. Aðrar tegundir vatnabjalla eru vatnaklukkur og tjarnatítur. Allar þessar tegundir eru fleyg- ar. Brunnklukkan er skæðasta rándýrið í hópi vatnaskordýra enda er hún vel útbúin með sterka bitkjálka. Þá notar hún til að bíta ýmis smádýr, meðal annars lirfur, í sundur. Til að fá súrefni fer brunnklukkan upp á yfirborðið og nær í loftbólu sem hún geymir síðan undir vængjum sínum. Hún notar svo súrefnið smám saman meðan hún athafnar sig í vatninu. Jón Már Halldórsson. HVER ER SIÐFERÐI- LEGUR GRUNDVÖLL- UR FYRIR AFTÖKU SAKAMANNA? Á Vísindavefnum í vikunni sem er að líða var meðal annars fjallað um tunglmyrkva, hvort genið sem veldur rauðu hári komi frá Neanderdalsmanninum, hvað hreint gull er mörg karöt og hvað lausnarsteinn sé. VÍSINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.