Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.08.2001, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. ÁGÚST 2001 15 MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar. Til 31.8. Árnastofnun: Handritasýning opin 11– 16 mánudaga–laugardaga. Til 25.8. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Guðný Rósa Ingi- marsdóttir. Til 12.8. Gallerí Hringlist, Keflavík: Sæmundur Gunnarsson. Til 25.8. Gallerí Reykjavík – Selið: Díana Hrafnsdóttir. Til 25.8. Gerðarsafn: Glerlist og höggmyndir Gerðar Helgadóttur. Til 12.8. Gerðuberg: Ljósmyndasýning grunn- skólanema. Til 17.8. Hafnarborg: Margrét Reykdal. Til 27.8. Hallgrímskirkja: Valgarður Gunnars- son. Til 15.8. Íslensk grafík: Ólöf Björk Bragadóttir. Til 12.8. Listasafn Akureyrar: Per Kirkeby. Hekla Dögg Jónsdóttir. Til 16.9. Listasafn ASÍ: List frá liðinni öld. Til 12.8. Listasafn Borgarness: Helgi Þorgils. Til 7.9. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Listasafn Íslands: Andspænis nátt- úrunni. Til 2.9. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundar- safn: Svipir lands og sagna. Til 10.2. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró. Til 6.1. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað- ir: Flogið yfir Heklu. Miðrými: Gretar Reynisson. Til 19.8. Myndir úr Kjarvals- safni. Til 31.5. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Hefð og nýsköpun. Til 30.9. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi: Guð- jón Þ. Kristjánsson og Björgvin Guð- jónsson. Til 12.8. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Kristín Sigfríð Garðarsdóttir. Til 29.8. Ljósaklif, Hafnarfirði: Hreinn Frið- finnsson. Til 13.9. MAN – sýningarsalur: Ragna Leósson og Gabríel Filippusson. Til 21.8. Norræna húsið: Ljósmyndir Hendriks Relve. Til 23.9. Norrænir hlutir. Til 12.8. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagna- myndir Ásgríms. Til 1.9. Sjóminjasafn Íslands: Grænlenskur tré- skurður. Til 2.9. Skálholtskirkja: Anna Torfadóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Til 31. des. Þjóðarbókhlaða: Magnea Ásmunds- dóttir. Til 1.9. Stefnumót við íslenska sagnahefð. Brúður Sigríðar Kjaran. Til 15.9. Þjóðmenningarhúsið: Skjöl frá Þjóð- fundinum. Til 15. okt. Landafundir og ragnarök. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Orgelleikarinn Petr Rajnoha. Kl. 12. Skálholtskirkja: Schola Gregoriana Virorum. Kl. 15. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Orgelleikarinn Petr Rajnoha Kl. 20. Skálholtskirkja: Sjá laugardagur. Kl. 15. Þriðjudagur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Guð- rún Ingimarsdóttir sópran og Heike Matthiesen gítar. Kl. 20.30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Pálína Árnadóttir fiðla og Árni Arinbjarnarson orgel. Kl. 12. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Wake me up, 11.8. Loftkastalinn: Hedwig, 17.8. Nýlistasafnið: Heimildarleikurinn Venjulega kona. 11.8., sun. 12.8., fim. 16.8. fös.17.8., Smiðjan. Listaháskólinn. Fröken Júlía enn og aftur alveg óð. fim.16.8. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvu- pósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING LISTIR N Æ S T U V I K U HREIN þarf vart að kynna. Allt frásjöunda áratugnum þegar hannstofnaði ásamt fleirum SÚM-hópinnhefur hann verið veigamikill hluti af listheimi Íslands og unnið mikið brautryðj- andastarf í þróun samtímamyndlistar á Ís- landi. Einnig hafa honum hlotnast margs kon- ar viðurkenningar fyrir framlag sitt til lista, síðast í fyrra þegar hann hlaut hin finnsku myndlistarverðlaun sem kennd eru við Ars Fennica og önnur verðlaun Carnegie-mynd- listarverðlaunanna. En þó eru margir þeir sem um hann hafa fjallað gegn um tíðina, sem telja myndlist hans ekki einungis til braut- ryðjandastarfs og nýjunga, heldur til ólýs- anlegrar upplifunar, til æðri skilnings á veru- leikanum, list hans er líkt við vatn, tært, gjöfult og svalandi, og líkt við ljóð, verk hans eru sýniljóð. Talað er um lágværa og blíða tóna í sömu andrá og list Hreins. Í dag hefur hann opnað myndlistarsýningu í hinu sérstæða sýningarrými í Ljósaklifi í Hafnarfirði, þar sem náttúran sjálf, hraunið í Ljósaklifi, umlykur allt. Sýningin ber heitið „Eitthvað hvítt, eitthvað svart og eitthvað hvorki hvítt né svart“. Þar kveður við sama lágværa tóninn og áður hefur verið nefndur. Þótt lítið sé komið upp af verkum þegar sam- tal okkar fer fram, bendir Hreinn á að ekki vanti mikið í rýmið, sýningin sé „lítil að vöxt- um“. Hann notast við tvö sýningarrými í Ljósaklifi, annars vegar sýningarsalinn sjálf- an, og hins vegar gamla húsgrunna bragga eftirstríðsáranna. „Þegar ég kom hingað fyrst, hreifst ég af grunnunum og fannst þeir verða að vera hluti af sýningunni. Þar hef ég sett textaverk. Inni í galleríinu verður svo einn hlutur, nokkrar teikningar og kristallar á vegg,“ segir Hreinn og bendir á punkta sem lýsa í sólinni á einum veggnum. „Þegar ég hef komið hingað hefur mér fundist hafsbrúnin áleitin. Teikningarnar og kristallarnir end- urspegla hana, þannig að það er Ljósaklifs- tenging á sýningunni. En hluturinn, sem er steingervingur, er náttúrulega langt frá Ljósaklifi, bæði í tíma og rúmi, vegna þess að hann er 120 milljón ára gamall.“ Hreinn segir ekki vera bein tengsl milli innsetningarinnar í sýningarsalnum og textaverksins í húsgrunn- inum. „En samt finnst mér þau vera til staðar „atmospherískt“. Ég held að þau hafi meira félagsskap af hvort öðru, frekar en að það sé einhver rauður þráður í gegn um þetta.“ Hraunið kaus Hreinn að láta óáreitt, en myndlistarmenn í Ljósaklifi kjósa oft að nota það sem sýningarrými. „Ég vildi ekkert taka neitt af því hingað inn. Það stendur fyrir sínu þarna fyrir utan.“ Hraunið og hafsbrúnin mynda þó eflaust sérstæðan ramma um verk Hreins og syngja með hinum lágværa tóni sem verkum hans fylgir. ...eitthvað hvorki hvítt né svart Hreinn Friðfinnsson opnar sýningu í Ljósaklifi í Hafnarfirði í dag. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR heimsótti hann þar. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Hreinn Friðfinnsson opnar sýningu í Ljósaklifi í dag. EX LIBRIS“ er titill myndlistarsýningarMargrétar Reykdal sem verður opnuðí Hafnarborg, Sverrissal í dag, laug-ardag, kl. 15. Þar sýnir hún 31 mynd og myndaraðir sem að mestu leyti eru unnar í olíulit á striga. Þema sýningarinnar kennir Margrét við bókina, en í verkunum vinnur hún m.a. með letur og skreytingar úr bókum og handritum. „Ég á talsvert af gömlum bókum og þær notaði ég sem efnivið í flestar mynd- irnar. Ég er alin upp á miklu bókaheimili, og hef alla tíð lesið mikið og safnað bókum. Þegar ég fór að kafa ofan í þennan bókaáhuga komst ég að því að það er ekki aðeins innihaldið sem heillar, heldur öll bókin sem slík, kápan, letrið og allt útlit hennar. Margar bókanna hef ég t.d. keypt aðallega útlitsins vegna.“ Margrét vinn- ur með bókina á ýmsan hátt á sýningunni. Í verkinu „Myndir“ rammar hún einfaldlega inn gamlar og litfagrar bækur en textabrot úr allt frá gömlum handritum til nýrri bókmennta, þar sem nákvæmlega er líkt eftir upprunalega letrinu, þekja myndflöt annarra. Þá lokar nokkurs konar kápumynstur myndfleti nokk- urra málverka sem geyma sögur og ævintýri. Mörk málverksins eru jafnframt til umfjöll- unar í verkum sýningarinnar, að sögn Mar- grétar. „Bókin sem slík hefur ákveðna mynd- ræna eiginleika. Í gömlum bókum liggur til dæmis handverk sem nú er horfið, og liggur því kannski beinast við að varðveita þær sem listaverk. Lestur kallar einnig fram ímyndir í huganum og þar er um að ræða flókið skynj- unarferli sem er áhugavert út af fyrir sig.“ Margrét bætir við að lokum að e.t.v. megi líta á málverkið sem hverfandi handverk líkt og gömlu bækurnar og sé þar um að ræða hand- verk sem hún vilji tvímælalaust halda á lífi. Myndir um bækur í Hafnar- borg Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Margrét Reykdal sýnir málverk í Hafnarborg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.