Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 BANDARÍSKI rithöfundurinn John Barth sendir frá sér skáld- söguna Coming Soon!!! (Vænt- anleg!!!) í nóvembermánuði. Telst það að vonum til tíðinda þar sem John Barth er meðal þeirra rit- höfunda sem lagt hafa mark á bókmenntaþró- unina á síðari hluta 20. ald- arinnar. Hann er einn af upphafs- mönnum þeirrar stíllíkinga- og merking- arbotnleysuhyggju sem kennd hefur verið við póstmódernisma í bókmenntum en ritgerð hans um „þrotabókmenntir“ er grunntexti í póstmódernískum fræðum. Í Coming Soon!!! snýr höfund- urinn út úr þeirri „póstmódern- ísku tískustefnu“ sem hann sjálf- ur markaði. Sagan hefst með því að skipstjórinn Ditsy finnur tölvudisk sem geymir skáldsög- una „Coming Soon!!!“ eftir John nokkurn „Hop“ Johnson sem sótt hefur um inngöngu í rithöf- undadeild John Hopkins- háskólans. Skáldsaga unghöf- undarins segir frá virtum rithöf- undi, John Barth að nafni, sem er að hætta störfum sem leiðbein- andi í rithöfundadeild John Hopkins og er að skrifa sína síð- ustu skáldsögu, „Coming Soon“, sem segir frá unghöfundi nokkr- um og skipstjóranum Ditsy sem finnur skáldsögu á tölvudiski... Þriðja bók Oates á árinu AFKASTAGETA skáldkonunnar Joyce Carlol Oates er með ólík- indum, en í septembermánuði sendir hún frá sér nýja skáld- sögu, Middle Age: A Romance (Miðaldra: Ástarsaga), og er það þriðja bókin sem hún sendir frá sér á árinu. Höfundinum verður líklega best lýst sem óþrjótandi uppsprettu ókennilegra, gróteskra og ástríðufullra sagna, sem miðlað er í því bókmennta- formi sem best hentar höfund- inum hverju sinni. Virðing- arstaða Oates sem „hábók- menntalegur“ rithöfundur, hefur nefnilega ekki aftrað henni frá því að bregða sér í líki spennu- sagnahöfundarins „Rosamond Smith“, eða að senda frá sér yf- irlýstar ástarsögur líkt og þá sem nefnd var hér að ofan. Bókinni verður þó reyndar betur lýst sem öfugsnúinni ást- arsögu, sem á sér stað í dauðyfl- islegu góðborgarahverfi í New York, þar sem skyndilegur dauði verður til þess að vekja persónur sögunnar til vitundar um lífið. Ævisagnaröð Penguin ÁHUGAVERÐAR ævisögur hafa komið út í ritröðinni Penguin Lives, sem Penguin-útgáfan stendur að og hóf göngu sína í janúar 1999. Um er að ræða stuttar, 150 til 200 síðna bækur, þar sem viðurkenndir ævi- sagnaritarar fjalla um merk- isfólk sögunnar á aðgengilegan en ígrundaðan hátt. Af þeim átján ævisögum sem þegar eru komnar út að dæma, einkennist val á viðfangsefnum ritrað- arinnar af nokkurri víðsýni, með- al þeirra sem fjallað hefur verið um eru Ágústínus kirkjufaðir, Mozart, Jóhanna af Örk, Búdda, Leonardo Da Vinci, Virginia Woolf, James Joyce, Simone Weil og Rosa Parks. Sú síðastnefnda markaði spor í sögu réttindabar- áttu blökkumanna í Bandaríkj- unum er hún neitaði að víkja úr sæti fyrir hvítum manni í al- menningsvagni. Nú í september komu út innan raðarinnar ævi- sögur Marlon Brando og Andy Warhol. ERLENDAR BÆKUR Væntanleg!!! væntanleg John Barth I Í dag verða opnaðar í Listasafni Íslands sýningará verkum þekktra íslenskra myndlistarmanna. Óformleg heimiliskönnun leiddi í ljós að þrettán ára krakkar þekkja ekki nöfn Þorvaldar Skúlason- ar, Magnúsar Tómassonar, Kristjáns Guðmunds- sonar, Rögnu Róbertsdóttur og annarra þeirra lista- manna sem eiga verk á þessum sýningum. Framhaldskönnun á sömu óformlegu nótunum leiddi í ljós að þrettán ára krakkar vita ekki deili á Svavari Guðnasyni, Jóni Stefánssyni, Gunnlaugi Scheving, Jóhanni Briem og Ásmundi Sveinsssyni. II Þau þekkja heldur ekki Kristján Davíðsson,Gerði Helgadóttur og Guðmundu Andrésdóttur. Hreinn Friðfinnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Georg Guðni og Finn- bogi Pétursson voru þessum krökkum líka lokuð bók. Kennsl voru borin á Kjarval og Erró vegna þess að þeir báru listamannsleg nöfn, og einhver hafði farið á Errósýningu á menningarnótt. Þau gátu nefnt nöfn nokkurra annarra myndlist- armanna sem tengdust fjölskyldum þeirra eða vin- um. III Umræddir krakkar eru venjulegir íslenskirskólakrakkar, ágætlega gefnir og vel að sér um margt. Sumir þeirra hafa verið í listnámi utan skóla, stundað myndlistarnám, dans og hljóðfæra- leik. En hvers vegna er meðvitundin um íslenskan menningararf ekki meiri? IV Flest söfn, þar á meðal Listasafn Íslands,sinna börnum með leiðsögn sem sérstaklega er ætluð þeim. En sennilega er það ekki nóg. Börnin muna vel eftir skólaheimsóknum í söfnin, en virð- ast ekki fær um að setja það sem þar er á borð borið í samhengi við síðustu safnferð eða aðra list- upplifun. V Svo virðist sem öðru gegni um fög eins og Ís-landssögu. Eftir Íslandssögutíma geta börnin reiprennandi sett sig í spor Trampe greifa og Jör- undar hundadagakonungs og rakið í þaula þeirra kostulegu samskipti, sem er mikilsvert. VI Spyrja mætti hvernig listnámi sé háttað.Börn læra að teikna og nota liti; þau læra eitthvað í dúkskurði og tréristu og jafnvel í grafík. Víða í skólum þar sem myndmennt er kennd fá krakkar að kynnast fjölbreyttum efnivið til listsköp- unar. En skólakrakkar líta kannski ekki á verk sín sem listsköpun þótt sum þeirra kunni að vera hug- vitssamlega gerð og byggð á sömu lögmálum og það sem alvöru listamenn fást við. Og þekkja þau hug- tök listarinnar? Vita þau að klippimyndir eru ekki bara föndur með pappír, heldur sérstök grein innan myndlistarinnar sem kölluð er „collage“, og margir þekktir myndlistarmenn hafa unnið við? Þekkja þau hugtökin abstrakt, fígúratíft, naumhyggja, ex- pressjónismi, eða einhver önnur algeng hugtök listanna? VIIMeð haustinu færist enn meira líf í lista-söfnin en þar hefur sannarlega ýmislegt for- vitnilegt verið á ferðinni á sumarmánuðum. Flest þeirra eru ákaflega fjölskylduvæn þannig að ekkert stendur í vegi fyrir því að taka börnin með þegar sýning er skoðuð. Í því felst einnig mikilvægt list- uppeldi. NEÐANMÁLS ÞAÐ ber ekki mikið á auglýsingunum sem finna má á dánar- og minningasíðum Morgunblaðsins. Smáar og látlausar gefa þær til kynna að fagfólk í nærgætni sé þar að verki. Það er til marks um varfærnina að þau fyrirtæki sem sinna útfarar- þjónustu hér á landi lýsa starfseminni fyrst og fremst á netsíðum sínum. Okkur er ekki að skapi að lesa í blaðinu við morgunverðarborðið að útfar- arstofur taki að sér að flytja lík í líkhús og aðstoði aðstandendur við öflun líkbrennsluheimildar. Það er heldur ekki mikill áhugi fyrir því meðal lands- manna að skoða nýjasta kistuúrvalið og velta verðskránni fyrir sér. Og samkeppnisandinn er með daufara móti. Hversu löng bið er í að útfar- arstofurnar auglýsi í Ríkisútvarpinu: „Tilboðs- dagar, tilboðsdagar. Gegnheil eikarkista með 20% afslætti aðeins þessa viku.“ Auglýsingarnar end- urspegla á sinn smekklega hátt að dauðinn er okkur feimnismál. Það var ekki fyrr en á tuttugustu öld að dauðinn komst loksins í hendur fagmanna á Íslandi. Fram að þeirri stundu höfðu menn verið að bisa við þetta hver í sínu horni með misgóðum árangri eins og sést best á vandræðaganginum í Sigurjóni á Álafossi og Jónasi frá Hriflu sem tókst svo ræki- lega að klúðra útför Jónasar Hallgrímssonar að enginn getur lengur fundið jarðneskar leifar lista- skáldsins góða. En þó að þeir Hriflu-Jónas og Sig- urjón á Álafossi verði seint kallaðir fagmenn í nærgætni kýs ég frekar brussuganginn í þeim fé- lögum en andleysið sem nú ríkir í kirkjugörðum landsins. „Hvert ljóð er grafskrift,“ sagði T.S. Eliot einu sinni. Hann skildi eins og svo mörg skáld að rödd í ljóði er eins og áletrun á legstein. Orðin vísa til vit- undar sem er horfin á braut þegar ljóðið er lesið. Röddin er glötuð vegna þess að hún tilheyrir tím- anum og minnir okkur þar með á návist dauðans. Af þessum sökum hljómar hún gjarnan skýrar en ella. Þetta er þversögn sem margir skilja sem gengið hafa um gamla evrópska kirkjugarða. Nú eru grafskriftir ekki lengur ljóð. Rödd hins látna sem mælir að eilífu til lifenda úr þagnarstað hefur verið þögguð. Í staðinn er hinn látni ávarp- aður með setningum á borð við „Hvíl í friði“ og „Blessuð sé minning þín“. Af hverju velur ljóð- elskasta þjóð í heimi grafskriftir sínar af þvílíku áhugaleysi? Af hverju eru kirkjugarðar landsins dauðhreinsaðir? Ég hef aldrei verið sérlega trú- gjarn maður og ef ég ætti að lýsa handanvist minni í tveimur línum myndu þær því miður ef- laust hljóma eitthvað á þessa leið: Liggja hér án lífs og vonar leifar Guðna Elíssonar. Fyrir neðan þessi orð kæmi svo fæðingardagur minn og ár til viðbótar þeim degi sem markar brottför mína úr þessu lífi. Ég hef þó gefið upp alla von um að ókomnar kynslóðir fái að njóta þessara orða og af þeim íhuga mannlegan forgengileika. „Viltu að fólk kræki framhjá leiðinu þínu,“ spyr konan mín og neitar að liggja undir óhróðri sem vísar ekki einu sinni í hana. FJÖLMIÐLAR „HVÍL Í FRIÐI“ Þó að þeir Hriflu-Jónas og Sig- urjón á Álafossi verði seint kall- aðir fagmenn í nærgætni kýs ég frekar brussuganginn í þeim fé- lögum en andleysið sem nú til dags ríkir í kirkjugörðum landsins. G U Ð N I E L Í S S O N AÐ sumu leyti stendur nýja bókin mín utan leiðar, ekki í þeim skilningi að hún sé utangátta í lífinu sjálfu, heldur vegna þess að hún er um svo margt einfari á bókaveginum mín- um. Kannski er það líka þess vegna sem ég á erfitt með að tala um hana. Ég hef alltaf átt erfitt með að tala um það sem stendur hjarta mínu næst. Samt get ég óhikað sagt að hún fjallar um ástina, leitina, fórnina, drauminn og þá einföldu leið sem menn ganga til að óskir þeirra rætist. Ég get líka sagt að grunnur þessarar sögu er sannur. Vigdís Grímsdóttir Strikið www.strik.is Síðri Apapláneta Og nú hefur aftur verið gerð kvikmynd um Apaplánetuna. Því hefur verið haldið fram að handrits- höfundar hafi nú sótt aftur í smiðju Boulles, fremur en í fyrri myndina. Er það ofmælt. Vissulega stendur hún nær bókinni að einu leyti, en að flestu öðru leyti er hún uppfull af vísunum í hina fyrri mynd. Hinn aldurhnigni Charlton Heston er meira að segja mættur til leiks (í apabúningi) og látinn endurtaka hin frægu lokaorð sín úr fyrri mynd- inni. Annari frægri setningu er svo snúið við, api látinn tala við mann en ekki öfugt. Dæmin eru raunar fjölmörg. Líkt og í fyrri myndinni reynast t.d. þeir sem eru í apabún- ingum vera mun betri leikarar en þeir sem eiga að vera menn. [...] Hvað handrit varðar er þessi endurgerð hins vegar síðri en fyrri myndin. Á meðan í henni var póli- tískur broddur er handritið í þessari hrein flatneskja. Búningar og leik- mynd hafa hins vegar tekið miklum framförum og þótti fyrri myndin þó marka nokkur tímamót hvað það varðaði. En fyrir þá sem meta inni- hald meira en umbúðir skilur mynd- in lítið eftir sig. Nema þá kannski fyrirheit um framhaldsmynd. Sverrir Jakobsson Múrinn www.murinn.is Dagur og börn Dagur [Sigurðarson] þorði alla tíð að segja það sem honum bjó í brjósti, eða þegja eftir atvikum, og skapar það honum sérstöðu í ís- lenskri ljóðagerð. Hann var oft kall- aður „ĺenfant terrible“, og er sú um- sögn alls ekki fjarri lagi: Börn eru að jafnaði falslaus og einlæg, oft á tíðum einþykk, óviðráðanleg og óþægilega hreinskilin. Þau eru oft- ast skemmtileg en geta líka verið þreytandi og baldin með óþrjót- andi brellur og uppátæki allan guðslangan daginn. Þegar dagur er kominn að kveldi og maður getur loks virt þau fyrir sér í friði og ró virðist manni augljóst að án þeirra væri veröldin vonlaus martröð. Elín Sigurðardóttir Kistan www.kistan.is Morgunblaðið/Sigurður Jökull Leiðist þetta starf! UTAN LEIÐAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.