Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001
Þ
RJÁR sýningar
verða opnaðar í
Listasafni Íslands
í dag. Naum-
hyggja – Hið
knappa form, er
heiti sýningar í 1.
og 2. sal, en þar
verða sýnd verk í eigu safnsins
eftir nokkra fulltrúa naum-
hyggjunnar í íslenskri myndlist;
Kristján Guðmundsson, Svövu
Björnsdóttir, Ívar Valgarðsson,
Þór Vigfússon, Rögnu Róberts-
dóttir og Ingólf Arnarson. Í sal
3 verður sýning á verkum Þor-
valds Skúlasonar, eins mikilæg-
asta brautryðjanda samtímalist-
ar á Íslandi. Í 4. sal verður svo
sýning á verkum Magnúsar
Tómassonar.
Allt verk í eigu safnsins
Ólafur Kvaran, forstöðumað-
ur Listasafns Íslands, segir að
mikilvægur þáttur í starfsemi
safnsins, sé að sýna verk í eigu
þess, og meginhlutverk safnsins
sé að fjalla um íslenska lista-
sögu. Listasafnið á öll verkin á
sýningunum þremur. „Það hef-
ur verið stefna okkar að vera
með kynningar á einstökum
listamönnum út frá safneign-
inni, og á efri hæð safnsins tefl-
um við þeim saman í ákveðið
samtal, þeim Þorvaldi og Magn-
úsi. Báðir eru mikilvægir lista-
menn sem eiga sinn sess í ís-
lenskri listasögu, en svo er líka
gaman að sjá þá í þessu samtali.
Þorvaldur var merkilegur
brautryðjandi fyrir abstrakt-
listina, en það sem Magnús
stendur fyrir ásamt félögum
sínum er í senn ákveðið andóf
gegn abstraktlistinni og raunar
alveg ný skilgreining á hugtak-
inu list í íslenskri listasögu. Það
eru því tveir ólíkir kaflar í ís-
lenskri listasögu sem þessir
listamenn eru fulltrúar fyrir.
Andstæðunni og samtalinu sem
verður á milli þeirra er mik-
ilvægt að lyfta fram.“
Fyrsta sýning safnsins á
íslenskri naumhyggju
„Sýningin á neðri hæðinni
tekur á þeim listamönnum sem
hafa unnið í anda naumhyggj-
unnar, þótt enginn þeirra upp-
fylli mjög stífa skilgreiningu á
naumhyggjunni eða minimal-
ismanum. Þessir listamenn eiga
það sameiginlegt að nálgast
viðfangsefni sín út frá áþekkum
forsendum en eru þó ákaflega
ólíkir innbyrðis.“ Ólafur segir
að þetta sé fyrsta tilraunin sem
hefur verið gerð til að tefla
þessum listamönnum saman í
einni sýningu. „Þarna gefst
tækifæri til að sjá hvernig lista-
mennirnir hafa nálgast við-
fangsefni sín; hversu ólíkir þeir
eru og hvað þeir eiga sameig-
inlegt, og jafnframt sjá að þetta
er líka ákveðinn kafli í íslenskri
listasögu.“
Um Magnús Tómasson, SÚM
og þá kynslóð segir Ólafur að
þar hafi listhugtakið stækkað
til muna miðað við það sem áð-
ur hafði verið. „Þar kom fram
mjög róttæk endurskilgreining
á listinni með nýrri sýn á hlut-
verk listarinnar og ákveðin
höfnun á þeim forsendum sem
voru til grundvallar abstrakt-
listinni. Þeirri hreinræktun
formsins sem einkennir ab-
straktlistina var hafnað þess í
stað verða verkin oft frásagn-
arkennd með sterkar og áleitn-
ar skírskotanir í samtímann,
náttúruna eða samfélagið.
Formið og efniviðurinn
Naumhyggjan kom fram í ís-
lenskri myndlist á áttunda ára-
tugnum, en hún á rót sína að
rekja til uppreisnar nýrrar kyn-
slóðar bandarískra listamanna
gegn abstraktlistinni á miðjum
sjöunda áratugnum.
Nafngiftin naumhyggja kem-
ur til af því að flest þau verk
sem falla undir hana hafa verið
tæmd af innihaldi og skírskot-
unum til ytri veruleika. Eftir
standa formið og efniviðurinn,
sem vísa ekki í neitt nema sjálf
sig.
Í sýningarskrá rekur Krist-
inn E. Hrafnsson sögu og ein-
kenni naumhyggjunnar eða
minimalismans í myndlist og
segir meðal annars: „Ástæður
þess að forsprakkar mínimal-
ismans [naumhyggjunnar]
gerðu fremur þrívíð verk en
tvívíð, voru fyrst og fremst þær
að málverkið sem listhlutur var
þrungið sögu og merkingu sem
erfitt var að losna undan og þar
á ofan var nær sama hversu ab-
strakt það var í framsetningu,
blekkingarvefur tvívíða flatar-
ins skein þar alltaf í gegn.
Þrjár sýningar á íslenskri myndlist opnaðar í Listasafni Íslands í dag
ÞRJÚ MIKILVÆG TÍMABIL
Í ÍSLENSKRI LISTASÖGU
Þorvaldur Skúlason: Kona að lesa, 1938.
Magnús Tómasson: Tvíhleypan, 1972. Kristján Guðmundsson: Tært útsýni ofan við svart, 1999.