Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 A LÞJÓÐLEGAR stórsýning- ar og listakaupstefnur eru fyrirbæri sem allir þeir sem fylgjast vilja með í samtím- anum þurfa að sækja nokk- uð reglulega, eigi þeir að vera inni í myndinni. Það hefur skrifari lengi vitað og reynt eftir bestu getu að nálgast mikilsháttar viðburði, engan veginn gagnast hér fullkomlega sýningarskrár/bækur eða upplýsingar frá tölvu- skjám, hin persónulega lifun er allt annar og æðri heimur. En að til væru húsakaupstefnur í umfangi BoO1 í Málmey hafði ég ekki áttað mig fullkomlega á og í ljósi mikils áhuga á arkitektúr var ég fullur tilhlökkunar og forvitni þegar tækifæri gafst að nálgast framkvæmdina. Svíar standa hér framarlega, meður því að annað hvert ár vinnur einhver borg þar í landi réttinn til að halda húsakaupstefnu með sínu lagi en slíkar eru til að mynda óþekktar í Danmörku. Þetta er þó fyrsta alþjóðlega risakaupstefnan í Svíþjóð, um leið er boðið til opinnar umræðu um nútímahúsagerðarlist í víðu samhengi, afleitt að hún skuli ekki hafa borist hingað, eins mjög og þörf kallar. Hér skal ekki gengið framhjá því að heims- sýningar eru mikið til risasýningar á afrekum í nútímaarkitektúr, og var sú í Hannover í fyrra frábært dæmi þar um, en þær bjóða einnig upp á svo ótalmargt annað. Á húsakaupstefnum er vitaskuld öðru fremur gengið út frá arkitekt- úrnum og umhverfismótuninni, þar næst öllu til hliðar sem varðar þessa afmörkuðu þætti. Í Weekendavisen 24.–30. ágúst er ítarleg og upplýsandi grein eftir Henrik Oxvik, sem ég kann ekki deili á, með yfirskriftinni „Frá end- urreisn og barokki til svifdisks og hunds“ og hagnýti ég mér frjálslega eitt og annað í skrifum hans. Ég hefði satt að segja viljað kynnast þess- um viðhorfum áratugum fyrr í jafnrökréttu og hlutlægu samhengi. Í ljósi þess, að aldrei í sögu mannkynsins hef- ur meira verið byggt í Evrópu, raunar heim- inum öllum, en frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar, mætti ætla að menn hafi verið opnir og vakandi um lífræna umhverfismótun en á því er mikill misbrestur, hér hafa byggingaverktakar, stjórnmálamenn og gróðaöfl víðast hvar ráðið för með skelfilegum afleiðingum. Þá hefur nám í arkitektúr í öllu ríkari mæli þróast til almenns og niðursoðins stofnanafags en fyrrum tíðkað- ist, með mótaðar kenningar og reglustrikuna sem leiðistef. Jafnframt eru völd kerviskarla og reglugerðafíkla stórum meiri, sem síst bætir úr skák. Eins og innvígðum er kunnugt voru nokkrir nafnkenndustu arkitektar síðustu aldar sjálflærðir áhugamenn en þó hámenntaðir og brennandi í andanum, þorir margur vart að hugsa þá hugsun til enda hvernig ýmsar stór- borgir væru útlits án þeirra. Eins og margt ann- að í skapandi atriðum, allt frá uppeldi til húsa- gerðar, mótuðu menn fyrrum hlutina öllu meira út frá eðlislægum og þroskuðum kenndum en nú gerist. Upphaflega samkvæmt skilgreiningu hinna grísku háspekinga um eðli hlutanna og svo kenningum endurfæðingarinnar þegar list- hugtakið loks fékk á sig mynd á grunni hinna fornu hefða. Á seinni tímum hefur orðið öf- ugþróun, fræðifauskar sett vísdóminn í lokuð lærdómskerfi og innantómt hjal til hliðar, og nú er svo komið að fáir taka upprunalega listhug- takið alvarlega, síst lærðir reglustrikufræðing- ar eða hákarlar byggingariðnaðarins. Á liðinni öld tröllriðu ýmsar tískubylgjur og kenningar heiminum, þannig varð barokktíma- bilið sem tók við af endurreisninni talið merki hnignunar, jafnvel úrkynjunar, dæmt tilgerð, yfirborð og krúsidúllulist. Grunnlögmál endur- reisnar, byggð á guðlegu samræmi og óhaggan- legum gildum, voru aftur á móti höfð að leið- arljósi, allt átti að vera skýrt og klárt, engu ofaukið, ekkert skyldi mögulegt að draga frá eða leggja til, endanlegt samræmið fyrir öllu. Og þarsem menn tóku meira en vel eftir að húsagerðarlist barokksins samræmdist ekki kenningum endureisnar þótti augljóst að henni skyldi hafnað sem misskilningi í þróunarsögu byggingarlistarinnar. Á sama hátt var allt skreyti fordæmt af lærimeisturum hagnýti- stefnunnar, Bauhaus-skólanum, sem varð fram- sæknum arkitektum fyrirmynd og leiðarljós lungann úr öldinni. Minnir ekki svo lítið á er sið- bótin kústaði öllu skreyti úr kirkjum. En of mik- ið má af öllu gera sem einkum kom í ljós á síð- ustu tugum aldarinnar, kannski hvergi eins mjög og hér á landi, sem vafalaust má rekja til þess að engin var menntastofnunin í húsagerð- arlist, né heldur gild rökræða í gangi um inn- lenda arfleifð í stærra samhengi. Nú hafa menn komist að annarri niðurstöðu sem byggist til að mynda á kenningum Henriks nokkurs Wölfflin er birtust í bókinni Endurreisn og barokk árið 1898 og enn frekar í höfuðverki franska heim- spekingsins Gilles Deleuzes, Mismunur og end- urtekning frá 1969. Hér gildir alhæfingin ekki, heldur að undirstöðu húsagerðarlistar sé að finna í hlutbundnum athugunum og verklegum þáttum. Að áliti Wölfflin ætti listasagan að við- hafa vandaðri vinnubrögð er hún nálgaðist og fjallaði um barokk, vegna þess að hvorki væru til fullkomlega algildar kenningar í myndlist né arkitektúr. Listasagan væri eðlilega hvorki fær um að móta né skrifa undir algildar frumreglur, sem útilokuðu skilning á sérstöðu barokksins á viðfangsefni sínu og meðhöndlun hinna ýmsu eðlisþátta er einkenndu stílbrögðin. Deleuze leitast svo við að renna stoðum undir þá skoðun sína, að menn eigi að ganga út frá mismuninum, ólíkum viðhorfum, en ekki óskhyggju um óhagganlegan algildan grunn. Hann gerði sér grein fyrir að endurreisnin hefði látið tilbúnar, gefnar forsendur og hugmyndir um guðlegt samræmi hafa áhrif á val á flatarmálsformum og ákveðnu samræmi fernings og hrings. Einn- ig að þessi form fengu í ljósi meintra guðlegra eiginleika sömuleiðis að móta lögun og birting- armynd húsagerðar. En í andstöðu við heim- spekinga og arkitekta endurreisnarinnar áleit Deleuze aftur á móti ekki, að kenningin rótfesti með öllu þá formrænu útreikninga sem viðvar- andi hafa verið aðalinntakið á verksviði arki- tekta. Eitthvað í þá veru að flatarmálsfræðin innibæri þekkjanlegan altækan kjarna og lokaði um leið dyrunum. Aftur á móti ætti að greina mun á líkamningum flatarmálsins, og þeir skyldu meðhöndlaðir á ýmsa vegu í húsagerð- arlist, allt eftir þeim hugmyndum sem menn á hverjum tíma gerðu sér. Ætti það ekki einungis við um flatarmál heldur einnig til að mynda um samhengið í alheiminum. Nemandi Wölfflin, Siegfried Giedon, sýndi fram á í bók sinni Rými, tími og húsagerðarlist 1940, að hið opna skipulag framsækinnar nú- tíma húsagerðar, niðurbrot kubbsins og tenging forma við umhverfið væru áhrif frá barokkinu. Í framhaldi af hinum upplýsandi skilgreiningum Wölfflin á eðli barokksins fór mönnum nú að skiljast að stílbrotið losaði hin hreinu sjálfstæðu flatarmálsform úr viðjum með því að láta þau yf- irtjalda og ganga hvert í gegnum annað í stað þess að standa sem ein sjálfstæð heild. Stórborgir nútímans voru orðnar að ofskipu- lögðum ólífrænum óskapnaði og því miður einn- ig hinar smærri, þó er kannski sorglegast að hin vinalegu þorp í dreifbýlinu umhverfðust í and- laus kassahverfi þar sem beinar línur réðu lög- um og lofum í skipulaginu, allt miðað við hag- nýtisgildið. Í þeirri fullyrðingu sem sífellt hefur orðið há- værari, að leiðitamir arkitektar hafi valdið meiri skaða á stórborgum Evrópu en samanlagðar loftárásir tveggja heimsstyrjalda, felst því mið- ur mikið sannleikskorn, og gerist enn þótt víða spyrni menn við fótum er svo er komið, helst af illri nauðsyn. Málmey býr yfir ýmsum fögrum og spenn- andi byggingum á víð og dreif, einkum frá eldri tímaskeiðum, þótt ekki jafnist hún á við Kaup- Aðkoman að vesturhöfninni verður óneitanlega glæsileg í framtíðinni. Meðal steinanna í fjörunni eru þrír sem Sigurður Guðmundsson hefur meðhöndlað, fægt og pússað. „BOO1“ – FRAMTÍÐAR- BORGIN Risastór alþjóðleg húsakaupstefna í Málmey kom BRAGA ÁSGEIRSSYNI meira á óvart en nokkur listviðburður sem hann stefndi á við Eyrarsund að þessu sinni. Húsagerð er mikil list hvernig sem á málið er litið, einkum þegar búa skal manneskjunni lífrænt umhverfi í yfirþyrmandi og mengandi stórborgum nútímans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.