Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 7
mannahöfn um sígildan arkitektúr og heimslegt
yfirbragð. Á undanförnum árum virðist Málmey
þó hafa verið í mikilli sókn, einmitt á sama tíma
og Kaupmannahöfn hefur sett niður fyrir alvar-
leg mistök arkitekta og ráðamanna um skipu-
lagsmál. Þróun sem hófst alveg fyrir miðbik síð-
ustu aldar með byggingu SAS-skýjakljúfsins í
miðborginni, löngu seinna niðurrifi fágætrar
byggingarsamstæðu fremst á Vesturbrúgötu,
samkynja kassahúsasamstæðu við Indía-hafn-
arbakkann, misþyrmingu á Ráðhústorginu og
brottnámi gróðurreita og trjáa á torgum, svo
nokkuð sé nefnt. Hér er þó Kóngsins Nýjatorg
undanskilið hvað trjágróðurinn snertir þar sem
um sýkingu mun hafa verið að ræða. Auðvitað
eru svo til ljósir punktar eins og t.d. Nýhöfn, en
hefur meira með lífrænt umhverfi að gera en
arkitektúr, þar er flest eins og það var frá fyrstu
tíð. Öldurnar hafa risið hátt í umræðunni, marg-
ir fróðir og virtir borgarar kvatt sér hljóðs, og
gaman væri að sjá hliðstæðu um jafnbein-
skeytta ádeilu í íslenzkum fjölmiðlum. Af nógu
er að taka í Reykjavík sem landinu öllu, en þótt
margt sé á milli tannanna á fólki í daglegu tali
og það ómyrkt í máli jafnt um myndlist sem
arkitektúr virðast fáir hafa kjark til að segja álit
sitt á opinberum vettvangi, sem gerir þetta fá-
menna þjóðfélag enn smærra en það er.
Það sem er að gerast í Málmey er að upp rís
nýtt borgarhverfi á fyrrum að mestu óbyggðu
iðnaðarsvæði meðfram vesturhöfninni og mun
að lokum ná alveg að aðalhöfninni í suðri. Líf-
ræn framtíðarborg, skipulagið ekki hreint og
hvorki í anda endurreisnar né beinna lína Bau-
haus-stefnunnar, þvers og kruss, heldur grípa
formin hvert í annað í anda barokksins um leið
og hliðsjón er höfð af umhverfinu og náttúru-
sköpunum allt í kring. Forhliðar ystu húsanna
eru líkastar borgarmúrum fyrri alda en eiga að
virka sem skjólgarðar fyrir smærri einingar
sem hlykkjast til og frá innan þeirra, svo og
gróðurinn, en rík áhersla er lögð á fjölþætt opin
svæði, garða og gróður. Einnig er þarna báta-
lægi og tilbúin síki sem tengjast hafinu og munu
fyllt náttúrulegum gróði hafsins, fiskum, skel-
dýrum og öðru tilheyrandi. Í bátalæginu er svo
að finna flothús eitt merkilegt, þ.e. hægt að sigla
því burt ef vill. Það sem vekur þó mesta undrun
er hve þetta samsafn margra ólíkra stílbragða í
húsagerðarlist helst í hendur í nær órofa sam-
hengi, í stað stílrofa þegar húsin grípa hvert inn
í annað sem er alltof sýnilegt á heimaslóðum.
Segja má að handan hvers horns og húsasam-
stæðu bíði vegfaranda ný opinberun og nýtt
formrænt sjónarhorn. Blikkbeljur útilokaðar í
kjarna hverfisins sem og annar mengandi
ófögnuður, sem kemur þó lítt að sök vegna þess
hve miðsvæðis borgarkjarninn er og stuttar
gönguleiðir til allra átta. Þannig er hugsað fyrir
öllum vistvænum atriðum og hver garður heim-
ur út af fyrir sig.
Arkitektar af hárri gráðu víða að úr heim-
inum hafa formað borgarhlutann og svo er
þarna Evrópuþorp með húseiningum víða að úr
álfunni, þar sem viðkomandi notast mikið til við
staðbundin náttúruefni.
Kennileiti borgarhlutans verður svo gríðar-
mikill turn, u.þ.b. 187 metra hár, sem gnæfa
mun yfir húsaþyrpinguna. Sérkenni hans eru
helst að hann er undinn að því sem nemur 90
gráðum frá jörðu til topps. Um að ræða 45 íbúða
blokk sem skiptist í 9 teningsformaðar hæðir,
sem vaxa hver upp af annarri, minnsti tening-
urinn neðst og sá stærsti efst, meðalstærð
þeirra 375 fermetrar og opið bil á milli að hluta
sem eykur á sjálfstæði hverrar hæðar fyrir sig.
Turninn er háþróaður nútímaarkitektúr sem
felur í sér ný gildi og trú á framtíðina, er lista-
verk sem allir munu hafa aðgang að og tákn
nýrra möguleika til að skipuleggja híbýli sem
samrýmast þörfum dagsins og morgundagsins.
Hillingar og draumsýn sem er að verða að veru-
leika í Málmey. Snúningslíkamningur, sem á að
vera nokkurs konar upphrópunarmerki, sem
undirstrikar hið spennandi framtíðarsvæði
kringum Eyrarsund.
Turninn er þannig hugsaður sem formrænt
listaverk, skúlptúr sem gnæfa mun yfir og verða
sýnilegur úr mikilli fjarlægð. Höfundurinn er
hinn heimskunni Santiago Calatrava S.A., sem
er gagnmenntaður myndhöggvari, arkitekt og
verkfræðingur með aðstöðu í Zürich en einnig
París og Valencia. Verkefnið, Turning Torso, er
upphaflega útfært sem skúlptúr sem sækir
formræn áhrif til mannslíkamans í sveigðri
stellingu. Hér er húsagerðarlistin þannig komin
til jarðar, burt frá hreinum klárum og guðlegum
formunum endurreisnar og sótthreinsaðri hag-
nýtistefnu Bauhaus til staðbundinna áhrifa,
jafnt í dauðum formum sem lífrænum, lands-
lagsins sem mannsins. Inntakið er því í hæsta
máta skylt kennisetningum barokksins en með
þeim skilningi sem nútíminn leggur í fræðin í
ljósi nýrra gilda.
Alls ekki svo að skilja að þarmeð sé endur-
reisninni og Bauhaus hafnað, hvortveggja stíl-
brögðin halda reisn sinni sem svipmikil tjáning-
arform fortíðar. Nýi skilningurinn felst í því, að
ekkert sé algilt og engu skuli halda fram sem
óskeikulu, slíkt jafngildir að lifa í fortíðinni, ekki
með henni og samtímanum um leið.
Turninn er að vísu á upphafsreit, ennþá var
verið var að vinna í grunninum þegar okkur Sæ-
mund Guðmundsson, lækni í Lundi, Tryggva
Ólafsson málara og Gerði, spúsu hans, bar að.
Mörg húsanna í smíðum og forvitnilegt að líta
vinnubrögðin. Innréttingar voru bæði í stíl
hvers konar gerviefna, jafnvel svo mjög á einum
stað að naumast hefði verið ástæða til að lyfta
brúnum þótt vélmenni hefði orðið á veginum, og
náttúruefna út og í gegn. Meðal þess sem vakti
sérstaka athygli okkar voru kirfilega einangruð
þök úr náttúruefnum, torfi, mosa og jurta-
gróðri, eitthvað fyrir okkur Íslendinga. Útsýni
víða magnað og þar sem það er best og húsin
veglegust er ekki fyrir aðra en efnamenn að
festa sér eignirnar. Sagt er að ráðamenn borg-
arinnar vonist eftir að auðmenn víða að úr heim-
inum sýni áhuga en fyrst um sinn hafa það að-
allega verið Danir, og gera þannig enn á ný
strandhögg á Skáni.
Myndlistin er sannarlega ekki útundan í sinni
framúrstefnulegustu mynd og hér var byggt
sérsmíðað hús undir aðskiljanlegustu listaverk
og innsetningar. Á að hræra upp í tilfinningum
fyrir hugtökum eins og líkama, fegurð, óþæg-
indum, svindli, samskiptum og starfsemi. Tekst
að best varð séð gott betur.
Framtíðarborgin í fuglafjarvídd.
Svanni kunni sveifla
beyglaus brandi meyja.
Jálmar hjör að hjálmi,
gnata geirar skata.
Flekki rauða rekkum
veitti drósin dreyra.
Spillti sprundar undin,
djörf hún gekk í dörruð.
Hamrammur smó hennar
bengrefill að beini.
Snörpum gaf hún garpi
högg á bol og holund.
Gjöld þá greiddi höldur
tvenn í trylling henni.
Beinan flein að brjósti,
dáðan deyddi meykóng.
Selja föl við fjörbrot
garpsins sá í gljástein.
Íðilblíðu augun
æstu segg til ásta.
Hraus þá hraustum kappa
vífsveganda hugur,
fannst sem fleinninn nísti
eigið brjóst af angist.
HELGI INGÓLFSSON
Höfundur er rithöfundur.
AKKILES YFIR LÍKI
PANÞESILEIU
Í Trójustríði börðust hinar vígreifu skjaldmeyjar (amazónur) við hlið Trójumanna gegn Grikkjum og
reyndust engir eftirbátar karla á vígvellinum. Þar felldi drottning skjaldmeyjanna, Penþesileia, marga
hetju og háði um síðir einvígi við Akkilles, fremsta kappa Grikkja. Lengi vel mátti ekki á milli sjá hvort
hefði betur. Um síðir tókst Akkillesi þó að reka Penþesileiu í gegn með spjóti sínu, en í sama augnabliki
og hún gaf upp öndina horfðust þau í augu – og Akkilles varð ástfanginn. Eftir það leitaði augnaráð
Penþesileiu lengi á kappann og gerði hann hugstola. Þegar hermaður úr liði Grikkja hæddist að þess-
ari sjúklegu ást til látinnar konu vó Akkilles hann í bræði.
Orðskýringar: Svanni=kona; brandur=sverð; jálma=bresta; hjör=sverð; gnata=skella saman;
geir=spjót; skati=maður; rekkar=menn; drós=stúlka; dreyri=blóð; sprund=kona; und=sár; dörr-
uður=bardagi; bengrefill=sverðsoddur; holund=svöðusár; höldur=(eðalborinn) maður; fleinn=spjót;
meykóngur=drottning; selja=kona; fjörbrot=dauðastríð; gljásteinn=auga; seggur=maður; vífsveg-
andi=banamaður konu.
MYNDIR FÍLÓMELU
Ég óska heitt að táknin væru til,
er tjá þau orð sem ég þarf þér að segja.
Ég, kæra systir, kunnugt gera vil
að kröm ég líð – já, brátt ég verð að deyja.
Þótt saman tvær við sætum hér við borð,
þá samt ei væri gagn af mínum svörum.
Þú mundir, held ég, ekki skilja orð,
því uml og blaður streymir eitt frá vörum.
Ég svikin var og svívirt, þoldi þján,
og svo var tungan upprætt eins og æran.
En níðinginn sem neyddi mig í smán
ég nefna skal: Minn mág, þinn bónda kæran.
Sem tungu hef ég tvinna, dúk og nál
og tjái með þeim myrkraverk og syndir.
Sá rauði þráður reynist þögult mál
og rödd sem dregur ógeðfelldar myndir.
Slík voðaverk ég verri tel en morð,
en vekja mér þó hug og fylla þori,
svo nálin megi nísta dýprá en orð
og neyðin skína út úr hverju spori.
Hin hrekklausa Fílómela var ginnt til mágs síns, Tereifs konungs, sem var heltekinn af ástríðu til hennar.
Hélt hann henni í varðhaldi, svívirti og skar úr henni tunguna, svo hún gæti ekki greint frá atburðum, en
þetta á að hafa gerst fyrir daga ritmálsins. Fílómela óf þá skarlatsrauðar myndir, sem sýndu hryggðarsög-
una, á hvítan dúk og kom honum á laun til systur sinnar, Prókne, sem skildi boðin, frelsaði hana og veitti
Tereifi makleg málagjöld.