Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 9 mín eins og ég sé skynlaus á það, sem í loftinu liggur. Svarar svo: „Nei. Það held ég nú ekki. Aldrei. En þeir voru margir, sem undruðust að við skyldum búa hér. En þetta var alltaf okkar heimili og barnanna. Hér var alltaf rúmt um okkur.“ Og sonur hennar Hörður tekur undir það. „Okkur vantaði aldrei pláss,“ segir hann. „Það er nefnilega ótrúlega mikið pláss í svona litlu húsi,“ segir Hulda. Og það eru orð að sönnu. Einhvern veginn er eins og Árholt stækki, þegar inn er komið. Þessi innbyggða stækkun minnir mig á æv- intýrahús, sem ég las um í bernsku. Það hús teygði sig, fetti og bretti allt eins og íbúunum þóknaðist. Þannig umvefur Árholt íbúa sína og gesti. „Þetta er stórgott hús,“ segir Hulda. „Ég hef alltaf átt heima í timburhúsi. Á Djúpavogi, þar sem ég er fædd og bjó fram á fimmtánda ár, bjuggum við í timburhúsi. Og hér á Húsavík fluttum við inn í timburhús og úr því fór ég hingað.“ – Hafa þá timburhúsin sál? „Já. Fólk segir það. Það gerir brakið. Það brakar oft í húsinu, þótt enginn gangi um. Mér finnst það bara notalegt. En ég get sagt þér af málara, sem var að mála hér í stofunni, og hélt ég væri heima. En ég hafði brugðið mér frá. Og þegar ég kom aft- ur, varð hann svo hræddur, þegar hann komst að því að hann hafði verið aleinn í húsinu. Ég hugsa að ég fengi hann ekki til þess að mála fyrir mig aftur.“ Nú er öðru vísi um að litast frá Árholti en var þegar Anna og Sigtryggur áttu þar heima. Þar gera byggðin og þó meira skrúðgarðurinn útslagið. „Þegar ég var að alast hér upp voru bara tún upp eftir öllu,“ segir Hörður. „Þar gátum við krakkarnir leikið okkur upp og nið- ur með Búðará. Við sáum svo langt. Nú sést ekkert fyrir trjánum í skrúðgarðinum.“ Það er ekki laust við að eftirsjá gæti í rödd hans. „Áin er góður nágranni,“ segir Hulda, þegar við horfum út um eldhúsgluggann. Og þegar ég beygi mig til að rekast ekki í á útleiðinni kveður hún mig með þessum orðum: „Hann Jónas sagði einu sinni að hann flytti ekki úr húsinu lifandi. Og þannig varð það. Ég hugsa bara að ég geri þau orð hans að mínum.“ Stofan í elzta hluta hússins. Í horninu vinstra megin er skápurinn, sem Björn Björnsson snikkari smíðaði í húsið nýtt. Eldhúsið í Árholti. Til hægri er stiginn upp á loftið, þar sem eru tvö herbergi og framloft. Stofan í suðurhúsinu. Sér inn í stofu í elzta hluta hússins og fram í forstofu. freysteinn@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Brenni dagar líði glóð og nætur um dúnfylltar sængur líði ský falli regn rísi sól og setjist komi morgunn héluð birta líði vindur sveiflist tré komi sígarettur dagblöð og bollar af kaffi lesist bækur opnist augu og lokist klekist púpur rísi loftbólur og springi spretti blóm falli lauf blikki sjónvörp opni búðir klingi kassar glennist fætur svitni lófar streymi blóð grenji börn opnist kistur og lokist rísi haf og hnígi hjarta og þenjist fólk og deyi Þetta ljóð birtist í annarri ljóðabók Steinars Braga, Augnkúlu-vökva (1999). Þetta er eitt ,,fallegasta“ ljóðið í bókinni. Hrynj-andinn er óvenju sterkur, orðin rísa og hníga og í gegnum það allt líður taktviss öldugangur. Hljóðlíkingar, endurtekningar og mjúkir samhljóðar magna seiðinn en boðhátturinn er galdralegur og fremur sjaldgæft stílbragð. Þetta er ekki boðháttur eins og ,,verði ljós“, upphaf alls, og þetta er ekki boðháttur eins og ,,verði skrípi“, engin gjörningaveður í uppsiglingu. Það er heldur hversdagslegur, svæfandi, nánast tómhyggjulegur tónn í þessu ljóði þar sem allt fram streymir endalaust. Þetta er lífið og það bylgjast eins og alda og líður eins og svefn. Augnkúluvökvi er kraftmikil ljóðabók og ljóðið sem hér birtist að of- an er í rauninni ekki mjög gott dæmi um Augnkúluvökva almennt. Heimurinn sem birtist í bókinni er martraðakenndur, hlaðinn þján- ingu, einsemd og ótta við að ,,um leið og ég játi þér ást mína komi mennirnir/ af ökrunum og skeri mig á háls“. Að mörgu leyti er Stein- ar Bragi í Augnkúluvökva að bregðast við svipuðum heimi og Houellebecq í Öreindunum sem kom út ári síðar á íslensku. fyrst klufu þeir atómið svo hjónabandið og í fyrramálið keyri ég fjölskylduhundinn í svæfingu ég meina hvað er einn hundur hjá langdrægari krullujárnum tannburstum og stjörnukíkjum eða hvað er hönd sem þrýstir innihaldi lengra útí geiminn og dauðann hvað er hjónabandið annað en klofið og ástin annað en ýlfrið frá kvikindinu þegar það skynjar hvert stefnir [...] Heimurinn er bara efni og allt er vörur á markaði. Í magnaðasta ljóði bókarinnar, Um endurhljóðblandanir strumpanna, er spáð 212 orðum yfir dóp og hamingju og einu orði yfir snjó. Harkalegum myndlík- ingum ægir saman í grófu og ofhlöðnu orðaflóði, ekki til að hneyksla heldur vegna þess að allt hefur misst merkingu sína. ,,Ég hef séð það live og lesið um það í blaðinu/ en fyrir mér felur þetta morð stríð enga/ aðra merkingu í sér en nákvæmar skýringar/ á getu eldflauga til að rata innum/ skráargöt [...]. Orðavalið ber þess merki að öll tabú og gildi eru horfin og eftir stendur ekkert nema tómið. Það er ekki þar með sagt að bókin sé ofbeldi, klám eða geðveiki heldur er eins og höfundur sé hinum megin borðsins. Hann er ekki hluti af flóðbylgj- unni heldur er hann hann sá sem öskrar á móti til að halda vitinu. Það er eins og hann hafi misst skelina eða skrápinn, þegar flestir geta lok- að augunum á meðan fréttir færa mönnum kvöld- og morgun- skammta af helstu hörmungum heimsins (í bland við skrítnar og skemmtilegar fréttir) er eins og höfundurinn innbyrði allt þar til hann springur og gýs framan í lesandann. Bókin er ekki bjartsýn en krafturinn, orðgnóttin og frumlegar myndlíkingar halda henni á floti og rúmlega það og ef menn láta ekki dónaskapinn villa sér sýn sjá þeir að þarna yrkir einhver sem er ekki sama. Undanfarin ár hafa sumir kvartað yfir að ljóðið sé orðið of rólegt, taki ekki á heiminum, og menn hafa beðið um spark í rassinn, kalda gusu, skot í hnakkann. Ljóðið má vera það sem það vill en fyrir þá sem vilja spark í rassinn ætti Augnkúluvökvi að duga í bili. STEINAR BRAGI SKILJIST LJÓÐRÝNI A N D R I S N Æ R M A G N A S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.