Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 13 LISTAVERKASALINN Michel Cohen naut ómælds trausts meðal annarra listaverkasala og safnara í Bandaríkjunum og víðar – allt þar til hann og fjöl- skylda hans hurfu með 60 millj- ónir dollara í reiðufé fyrr á þessu ári. Hvarf Cohens, sem þótti búa yfir umtalsverðum þokka, metnaði og dugnaði, hef- ur að sögn bandaríska dag- blaðsins New York Times vakið töluvert umtal, en ekkert hefur til Cohen spurst frá hvarfi hans. Í gegnum tíðina hafði hann gjarnan fengið verk að láni frá galleríum eða fé frá efnuðum söfnurum til að fjármagna við- skipti sín og til þessa staðið í skilum. Fall bandaríska verð- bréfamarkaðarins virðist hins vegar hafa breytt því og telur bandaríska alríkislögreglan (FBI) Cohen hafa notað a.m.k. hluta þeirra 60 milljóna dollara, eða 6 milljarða króna, til að greiða upp skuldir vegna verð- bréfaviðskipta. Margir af stærstu listaverkasölum og söfnurum heims eiga nú inni fé eða verk hjá Cohen, sem m.a. tók með sér þrjú verk eftir Pablo Picasso metin á um 600 milljónir króna og önnur eftir Marc Chagall. Jerry Springer- óperan LISTAMIÐSTÖÐIN í Battersea í London hefur undanfarið verið miðstöð árlegrar óperuhátíðar sem nefnist „The Works“. Hátíð þessi sker sig þó frá öðrum óp- eruhátíðum að því leyti að í Battersea eru eingöngu flutt ný verk og nýjar útgáfur eldri verka. Alls voru þrettán óperur sýndar á hátíðinni að þessu sinni og tóku þær á mjög fjöl- breytilegum viðfangsefnum. Má þar nefna hrinu sjálfsmorða karlmanna, angist sorgar og umönnun dauðveikra, þó þar megi að sjálfsögðu einnig finna verk þar sem karlmaður dylst í kvenmannsfötum líkt og í ýms- um eldri óperum. Sú saga segir að þessu sinni frá Kylie, karl- manni í kvenmannsfötum sem deila vill leyndarmáli sínu með gestum Jerry Springer sjón- varpsþáttarins í óperunni Jerry Springer-óperan. Að mati gagn- rýnanda breska dagblaðsins In- dependent tekst höfundinum Richard Thomas vel upp með verki sínu en helsti gallinn sé sá að hann sýni gestum Springer full mikla vægð. Sérlega fal- legar, jafnvel íburðarmiklar, melódíur láti honum hins vegar einstaklega vel að semja. Þríæringur í Yokohama YOKOHAMA-þríæringurinn var haldinn í Japan nú í lok ágústmánaðar en listahátíð þessi, sem talin er fyrsta stóra alþjóðlega listhátíðin sem hald- in er í landinu, nefndist Mega- Wave. Að mati netsíðu Art For- um var hins vegar fátt sem greindi Mega-Wave frá öðrum myndlistarhátíðum þrátt fyrir langan lista þekktra lista- manna. Því meira sem hátíðin reyndi að skera sig úr því minna heillaði hún. Media City sýn- ingin í Seoul í Suður-Kóreu í fyrra hefði verið mun áhuga- verðari, enda hefði þar verið reynt að kynna nútímalistina þarlendum almenningi. Lista- svindlið mikla ERLENT FÉLAGAR í galleríinu Meistara Jakobi opna sýningu á verkum sínum í Listasafni ASÍ í dag kl. 16. Sýningin er einskonar framhald af sýningu hóps- ins sem haldin var í júní í Villa Badoglio í Asti á Ítalíu. Sýningin í Villa Badogl- io var í boði ferðamálaráðs Asti-héraðs og var jafnframt opnunarsýning í ný- uppgerðu menningarsetri. Meistari Jakob er rekinn af tíu listamönnum sem vinna við listmálun, graf- ík, veflist og leirlist og hafa starfað lengi að list sinni. Listamennirnir vinna sjálfir við afgreiðslu í galleríinu sem er til húsa á Skólavörðustíg 5. Galleríið Meistari Jakob var stofnað 1998. Félagar eru: Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þórður Hall í grafík og listmálun, Auður Vésteinsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir í veflist, Elísabet Haralds- dóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir í leirlist og Kristín Geirsdóttir í listmálun. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14-18 og stendur til 23. september. Heimasíða gallerísins er á slóðinni www.meistarijakob.is. Frá Asti til Reykjavíkur Verk eftir meðlimi Meistara Jakobs. NORSKU Anders Jahre- menningarverðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur ein- staklingum fyrir framlag þeirra til menningarmála. Eru það Knut Ødegård og Knut Skram sem deila verðlaunun- um í ár. „Ég finn fyrir gleði og auð- mýkt og lít á verðlaunin sem mikla viðurkenningu fyrir störf mín sem rithöfundur og menningarsinni,“ sagði Knut Ødegård í viðtali við dagblaðið Sandefjords Blad. Hann hefur undanfarin ár deilt tíma sínum milli bæjarins Molde og Reykjavíkur, en Ødegård hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt sem forsvarsmaður Bjørn- sonhátíðarinnar. Óperusöngvarinn Skram lýsti einnig yfir ánægju sinni með verðlaunaveitinguna. „Ég er hrærður og sérlega ánægð- ur að hljóta verðlaunin,“ sagði Skram, sem fór á eftirlaun fyrir ári, en var nú verðlaunaður fyrir framlag sitt til sönglistarinnar. Anders Jahres-menningarverðlaunin eru stærstu menningarverð- laun sem veitt eru í Noregi og nemur vinningsupphæðin rúmum fjór- um milljónum íslenskra króna á hvorn vinningshafa. Hvor þeirra fær auk þess að tilnefna einn aukavinningshafa, og hljóta þeir einnar milljónar króna styrk hvor um sig. Tilnefndi Ødegård skáldið Steinar Opstad, en Skram söngkonuna Kari Postma Sundan. Ødegård veitt menningarverðlaun Knut Ødegård CHRISTIANE Oelze sópr-ansöngkona og RudolfJansen píanóleikari flytjaljóðasöngva eftir Schu- bert, Mendelssohn og Schumann á tónleikum í Kirkjuhvoli í Garðabæ í dag kl. 17:00. Christiane Oelze sagðist í sam- tali við blaðamann hlakka mjög til að koma til Íslands. Hún ætlar að syngja þekkt og minna þekkt lög Schuberts og Mendelssohns, lög sem henni eru kær; lög úr flokkn- um Myrthen eftir Schumann og loks Frauenliebe und -leben eftir Schumann, en hún segir að síðast- nefndi ljóðaflokkurinn hafi verið á óskalistanum hjá Sigurði Björns- syni söngvara í Garðabæ, sem skipuleggur komu þeirra Rudolfs Jansens hingað. Unnendur ljóðasöngs trygglyndir Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona sagði í Morgunblaðinu um síð- ustu helgi að sér virtist ljóðasöngs- hefðin í Evrópu vera á undanhaldi. Er þetta einnig tilfinnig þýsku söngkonunnar? „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Vinsældir ljóðasöngsins risu hátt með söngvurum á borð við Elisabeth Schwarzkopf og Dietrich Fischer- Dieskau og þau gerðu hann vinsælan. Ljóða- söngvar Wolfs höfðu til dæmis ekki heyrst lengi, þegar þau tóku þá upp á arma sína. Þau troðfylltu margsinnis Royal Festival Hall í London þar sem þau sungu Spænsku ljóðabók- ina hans Wolfs. Unnendur ljóðasöngs í dag, eru kannski ekki eins margir, en þeir eru þarna, og þeir eru trygglyndir.“ Hvað áhuga söngvaranna sjálfra varðar, segir Christiane Oelze að það séu margir ungir og góðir söngvarar sem vilji syngja ljóð. „Hins vegar finnst mér að oft sé áhersla tónleikahaldara og úgefenda um of lögð á söngvarann, en ekki tónlistina sem hann flyt- ur. Þegar fram koma góðir óperusöngvarar dettur útgefendum oft í hug að úr því þeir séu orðnir svona frægir, þá verði þeir að gefa út ljóðasöngsplötu. Þetta virkar bara ekki alltaf þannig. Söngvarar verða að eiga sína ljóðrænu hlið til að geta þetta. Þeir verða að geta tjáð all- an tilfinningaskalann í ljóðunum. Þetta snýst ekki bara um fullkominn söng. Í ljóðasöngnum verður þetta að fara saman. Sjálf kýs ég heldur að hlusta á ljóðasöngvara sem er ekki raddlega fullkominn ef hann hefur tilfinninguna fyrir ljóðinu á hreinu, heldur en söngvara sem hefur það ekki en kannski góða rödd. Það er svo mikil tilhneiging til að gera mikið úr öllu og í óp- erunni er tilhneiging til að gera allt að æsileg- um stórviðburðum. Það þarf að fullnægja skiln- ingarvitunum hratt og vel. Í ljóðasöngnum má þetta ekki ráða, þar gildir einlægnin og heið- arleikinn. Það er mikil vinna við þetta, en ekki síður fyrir þann sem hlustar. Ef flytjendunum tekst vel upp, þá deilir hlustandinn tilfinning- unum með þeim, fer með þær heim og á þær í minningu sinni. Það er þetta sem ég vil geta gert í söngnum; að leyfa fólki að upplifa dýpri og einlægari tilfinningar.“ Samdi Mozart fyrir Oelze? Christiane Oelze stundaði söngnám í heimaborg sinni Köln og síðar í Frank- furt. Strax að loknu námi á níunda ára- tugnum hófst söngferill hennar við kunn óperuhús, bæði í Evrópu, Norður- Ameríku og Japan og hún hefur sungið með hljómsveitarstjórum á borð við Claudio Abbado, Riccardo Muti, Seiji Ozawa, Esa Pekka Salonen o. fl. Gagnrýnendur hafa sagt um söng hennar í verkum Mozarts, að engu sé líkara en að Mozart hafi samið tónlist sína sérstaklega fyrir hana. Fyrstu óp- eruhlutverk hennar voru líka öll úr óp- erum Mozarts; Despína í Cosi fan tutte, Konstansa í Brottnáminu úr kvenna- búrinu og Pamína í Töfraflautunni, en það hlutverk hefur hún sungið inn á hljómdisk og myndband undir stjórn Johns Eliots Gardiners. Á óperuhátíð í Salzburg fyrir nokkr- um vikum söng hún hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, eitt stærsta kven- óperuhlutverk Mozarts. Jafnframt því að syngja óperuhlutverk víðs vegar um heiminn er Christiane Oelze eftirsótt sem óratoríu- og ljóðasöngkona. Píanóleikari þeirra bestu Rudolf Jansen er frá í Arnheim í Hollandi. Hann stundaði nám í píanóleik, orgelleik og semballeik við tónlistarháskólann í Amsterdam þar sem hann starfar í dag sem prófessor. Hann hreppti Prix d’Excellence verðlaunin árið 1966 fyrir píanóleik og aftur árið 1994 fyrir orgelleik. Rudolf Jansen hefur sérhæft sig í kamm- ertónlist en er einnig einn eftirsóttasti og best metni ljóðasöngspíanóleikari í dag. Hann hefur starfað með mörgum þekktustu ljóðasöngvur- um heims, eins og Elly Ameling, Peter Schreier, Olaf Bär, Barböru Bonney, Tom Krause og Andreasi Schmidt og með þeim síð- astnefnda kom hann hingað síðast fyrir tveimur árum til tónleikahalds í Garðabæ. Tónleikarnir í Kirkjuhvoli eru haldnir í tilefni 25 ára afmælis Garðabæjar og hefjast kl. 17:00. „Ég vil leyfa fólki að upplifa dýpri tilfinningar“ Christiane Oelze sópransöngkona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.