Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 5
nesku Ölpunum ásamt nokkrum nemenda
sinna frá Bauhaus og samstarfskonu sinni,
húsgagna- og textílhönnuðinum Lilly Reich.
Árið 1937 barst Mies boð frá bandaríska auð-
manninum Stanley Resor um að koma vestur
um haf og hanna sumarhús þeirra hjóna í
Wyoming. Mies þáði boðið og þó að verkefn-
inu hafi verið frestað skömmu síðar ákvað
hann að setjast að í Bandaríkjunum og fluttist
þangað alkominn ári síðar. Mies var settur yf-
ir arkitektadeild Tækniháskólans í Illinois
með aðsetur í Chicago og þeirri stöðu gegndi
hann næstu 20 árin ásamt því að sinna fjöl-
mörgum verkefnum við hönnun byggingar-
mannvirkja, m.a. fjölnota sal við Tækni-
háskólann, Farnsworth-einbýlishúsið í
Illinois, Seagram-bygginguna í New York og
Lake Shore Drive-fjölbýlishúsið í Chicago þar
sem gamlir draumar hans um glerþakta
skýjakljúfa urðu að veruleika. Mies varð
bandarískur ríkisborgari árið 1944. Hann
sneri ekki aftur til Berlínar fyrr en 27 árum
eftir komu sína vestur um haf og þá til að
fylgjast með framkvæmdum við nýtt þjóð-
arlistasafn í Berlín sem honum hafði verið fal-
ið að teikna. Mies var of veikur til að geta ver-
ið viðstaddur vígslu þess fjórum árum síðar
og lést í Chicago árið 1969.
Ný sýn ljósmyndarinnar
Ljósmyndir eru dýrmætar heimildir um
byggingarlist og í þessu tilviki eiga þær stór-
an þátt í að draga fram heilsteypta mynd af
ferli og þróun arkitektsins.
Hafa margar byggingar Mies van der Rohe
verið ljósmyndaðar á nýjan leik í tilefni sýn-
inganna og það er um augu þessara ólíku
listamanna og ljósmyndara sem mönnum
gefst ný sýn á margar vel þekktar byggingar
arkitektsins.
MoMA gengur einna djarflegast fram í
samstarfi við þýska listamanninn Thomas
Ruff. Um er að ræða myndaröð sem hefur að
fyrirmynd mörg íbúðarhúsa Mies. Myndirnar
eru unnar í tölvu og þar setur listamaðurinn
mark sitt á þær með ýmsum og misáberandi
hætti í von um að koma áhorfandanum til að
vantreysta fyrirmyndinni, líta hana nýjum
augum. Verk ljósmyndarans Kay Fingerle af
byggingum Mies eru margar hreint ótrúlega
fallegar og varpa nýju ljósi á efnisnotkun
arkitektsins í ríkulegum litum sínum en flest-
ar þeirra ljósmynda sem til voru af verkum
Mies voru skiljanlega svarthvítar.
Safnið lét jafnframt gera gagnvirkar tölvu-
hreyfimyndir þar sem áhorfandinn getur t.d.
ferðast um vistarverur Resors-einbýlishúss-
ins í Wyoming í Bandaríkjunum í endurskap-
aðri mynd sýndarveruleika. Þá voru unnin
módel af fjölmörgum eldri verka arkitekstins,
drög að byggingum sem ekki voru reistar og
sjaldan hafa verið til sýnis áður.
Frá hinu stærsta til hins smæsta
Á sýningu Whitney-safnsins getur fyrst að
líta listaverk úr einkasafni arkitektsins, m.a.
nokkur verka Pauls Klee sem var í miklu
uppáhaldi hjá Mies. Heill salur er lagður und-
ir teikningar af nýbyggingu Tækniháskólans í
Chicago þar sem Mies hóf fyrst að þreifa fyrir
sér með netstrúktúra stálgrinda og lama
borna uppi af stálsúlum og gerða fyrir víð-
áttumikil innri rými. Auga hans fyrir smáat-
riðum kemur berlega í ljós í teikningum hans
af skrúfum og festingum og nákvæmum út-
listunum á frágangi bygginga sinna.
Ljósmyndararnir Guido Guidir og Richard
Pare beina einnig sjónum sínum að því smáa í
hinu stóra samhengi hönnunar Mies. Verk
þeirra sýna endurskin sólar á yfirborð glers-
ins, skugga bygginga, horn, yfirborð veggja
og súlur sem nánast er hægt að þreifa á. Í
öðrum sölum hanga skjáir með nýjum mynd-
bandsverkum og eldri ljósmyndum, klippi-
myndum og skissum af þekktum byggingum á
borð við Seagram-bygginguna í New York til
óljósari hugmynda að stjórnsetri í Santiago á
Kúbu sem hripaðar eru niður á bréfsefni Hot-
el Nacional de Cuba.
Allt frá því að gengið er inn í hálfrökkvaðan
forsal Whitney-safnsins má heyra taktviss
slög frá tónlist Jeremys Boyle við mynd-
bandsverkið Alltagszeit (Dagstund) sem lýk-
ur sýningunni og er lokaverk þríleiks lista-
mannsins Inigo Manglano-Ovalle sem byggist
á verkum Mies van der Rohe. Þessi dimmu
slög fylgja áhorfandanum sem eigin hjart-
sláttur um sýninguna alla.
Verkið var tekið upp í byggingu Þjóðar-
listasafnsins í Berlín eina dagstund í sept-
ember á síðasta ári.
Listamaðurinn fékk til samstarfs við sig 20
einstaklinga sem hann gaf fyrirmæli um
hreyfingar, kyrrstöðu og ferðir um rýmið frá
sólarupprás til sólarlags þennan dag. Þessi
tólf klukkustunda samfelldi gjörningur var
síðan klipptur niður í 16 mínútna langt mynd-
bandsverk um samspil manneskjunnar og
rýmisins. Það sem vakti fyrir listamanninum
var að leggja áherslu á tímaleysi bygging-
arinnar andspænis síbreytilegu hátterni
manneskjunnar. Byggingin verður sem leik-
svið þessara persóna og varpar nýju ljósi á
arkitektinn sem alla tíð var gagnrýndur fyrir
kaldranalega og „ómanneskjulega“ hönnun.
„Mies í Berlín“ í MoMA lýkur 11. sept-
ember nk. og „Mies í Ameríku“ í Whitney-
safninu stendur til 23. sama mánaðar.
Ljósmynd/Ezra Stoller, 1958. Collection Centre Canadien d’Architecture
Seagram-byggingin í New York, frá 1954–’58, er eitt af kennileitunum í skýjakljúfafrumskógi
borgarinnar. Nýstárleiki hönnunar Mies fólst ekki síst í því að rýma til fyrir torgi við framanverða
bygginguna. Torgið ásamt speglun glersins sem hylur nánast allt yfirborðið ljáir þessu þung-
lamalega byggingarformi léttara yfirbragð.
Museum of Modern Art
Skissa Mies af „Fjallahúsi fyrir arkitekt“, sem hann vann að í útlegð sinni í svissnesku Ölpunum
skömmu áður en hann settist að í Bandaríkjunum.
Museum of Modern Art
Forsíða tímaritsins G frá 1924 eftir Mies með
teikningu hans af glerþöktum skýjakljúfi.
Museum of Modern Art
Stigaop Tugenhat-hússins, frá 1928–’30, séð
um linsu Kay Fingerle.
Collection Centre Canadien d’Architecture
Farnsworth-einbýlishúsið í Plano, Illinois, frá 1945–’51. Ljósmynd Guido Guidi frá síðasta ári.
Ljósmynd/Zwirner & Wirth, David Zwirner, Inc., New York. 2001
Eitt af ljósmyndaverkum Thomas Ruff af byggingum Mies: h.l.k.01. Hermann Lange-einbýlis-
húsið frá 1927–’30, í Krefeld í Þýskalandi.