Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.2001, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. SEPTEMBER 2001 NÚ LIGGUR leið mín upp brattannmeðfram upplýstum kastalanum.Slökkt hefur verið á kösturunumsem lýsa upp klettinn sjálfan, svo engu er líkara en hann fljóti í loftinu. Það er ljóst þegar nær dregur, að mikið er um að vera í kastalanum, hávær flokkur sekkjapípuleikara hvín af öllum mætti með viðeigandi kraftmikl- um trommuslætti – lag sem leggst eitthvað illa í mig, enda er ég á leið í enn eina kirkjuna til að hlusta á ungverska sellóleikarann Miklos Per- enyi, leika tvær sólósvítur eftir Bach, og nýlegt verk eftir Veress, sem líka er Ungverji. Per- enyi mun leika allar sex svítur Bachs á þrenn- um tónleikum í þessari nýuppgerðu kirkju, við gamla aðalstrætið þar sem nú eru höfuðstöðv- ar hátíðarinnar. Inn í hvert prógram, verður fellt sólóverk fyrir selló eftir Veress, Ligeti og Kurtag. Í þessari biksvörtu og háalvarlegu kirkju, sem nú nefnist The Hub, eru miðasölur, mat- staður og skrifstofur, en á efri hæð salur þar sem oft eru haldnir tónleikar. Perenyi hóf einleikinn með svítunni í g-dúr á svo sjálfsagðan og eðlilegan hátt, að unun var á að hlýða. Allt streymdi fram áreynslulaust, og án allrar sérvisku, tempóin svo eðlileg, að hægt var að einbeita sér að tónlistinni sjálfri, Bach var mættur, og upphóf þetta óvenjulega um- hverfi sem málað var í vafasömum litum. Einleiksverk Veress reyndist vel samið og sannfærandi í höndum Perenyi, þrátt fyrir hin- ar óumflýjanlegu tæknibrellur, sem ávallt skjóta upp kollinum í samtíma sólóverkum fyr- ir selló. Einleikarinn leysti hverja leikþrautina á fætur annarri, en bestu augnablikin komu í mögnuðum stillum sem rofnar voru óvænt með hröðum strófum, sem hefðu ekki leikið í hönd- um hvaða sellista sem er. Bach-Veress-Bach, reyndist hin besta formúla. Kom glæsilega í mark Þegar Perenyi, upphafinn en þreyttur, kom glæsilega í mark í loka strófunni í es-dúr, í síð- asta taktinum í fjórðu svítu Bachs, leið aðeins ein sekúnda áður en lófaklappið skall skyndi- lega á eins og haglél á blikkþaki. Þessa erfiðu svítu hef ég ekki heyrt flutta svona vel á op- inberum tónleikum. Það fór ekki framhjá mér að enginn stefndi að dyrum þeim sem Perenyi hvarf inn um, svo ég ákvað að leita hann uppi og þakka honum fyrir. Eftirfarandi samræður fóru fram í drungalegu búningsherbergi, þar sem hann stóð einn og þreytulegur, sellóið var þegar farið að sofa í kassanum sínum, enda klukkan 11:45 að kvöldi. Ég: „Þakka þér fyrir frábæra spila- mennsku.“ M.P: „Það var ekkert.“ Vandræðaleg þögn. Ég: „Notaðir þú bogastrok Enrico Main- ardis?“ M.P.: „Nei“. Vandræðaleg þögn. Ég: „Ég lærði hjá Mainardi í Róm á sínum tíma.“ M.P: „Ég líka.“ Ég: „Ég þóttist vita það.“ Þögn, en ekki svo þrúgandi að þessu sinni. Ég: „Nú er ég hættur að spila, en sem mús- ik.“ M.P. „Ég sem líka músik,“ Löng þögn, og ljóst, að Perenyi var fámáll maður. Ég: „Þakka þér aftur.“ M.P. „Það var ekkert“. Þegar ég gekk heim á leið eftir dimmum strætum Edinborgar, hugsaði ég um hið ein- mana líf einleikarans, sem hefur sig á loft, fremur þrekvirki, en hverfur svo af sviðinu inn í drungalegt búningsherbergi, og skömmu seinna er hann aftur einn í einhverju ópersónu- legu hótelherbergi, þar sem hann bíður eftir að kyrrð komi yfir sál hans, svo hann geti farið að sofa, því næsta dag þarf að byrja strangar æf- ingar fyrir næstu tónleika. Vandvirkur þjónn Hollenski hljómsveitarstjórinn Bernard Haitink, stjórnaði Boston- sinfóníuhljómsveit- inni og Tanglewood Festival-kórnum á tónleik- um í Usher Hall í síðustu viku hátíðarinnar í Sálmasinfóníunni eftir Stravinsky og Daphnis Et Chlöe eftir Ravel. Haitink er mjög virtur hljómsveitarstjóri, enda óvenju vandvirkur þjónn þeirrar tónlist- ar sem hann stjórnar hvert sinni. Sífelld leit að hljómrænni samsvörun, þess sem hans innra eyra telur vera ásetning tónskáldsins gefur honum yfirbragð manns sem er „djúpt“ vak- andi. Hann hlustar á hljómsveitina af einbeit- ingu og alúð, og bíður þolinmóður eftir að ár- angur vinnu hans og hljómsveitarinnar á ströngum æfingum opinberi á tónleikunum ævintýrið, sem aðeins er mergð upplýsinga í tónskrá án hljómsveitar og góðs stjórnanda, en ef vel er leikið og stjórnað, getur opinberað æðri sannleika sem við skynjum sem töfra. Stravinsky vissi manna best hvaða hljómblæ hann vildi, og vissi hvernig „skapa“ ætti hann á pappírnum. Ef hljómsveitarstjóri og hljóm- sveit fylgdu þeim upplýsingum sem í tónskrá voru ritaðar af vandvirkni, varð útkoman rétt. Svo einfalt var það. Enga túlkun takk, heldur agaða hlýðni við hin prentuðu tákn. Það er furðulegt en satt, að það eru ekki allir hljómsveitarstjórar sem átta sig á, að hljóm- blær þessa verks er í ætt við matta áferð gam- allar fresku, mér dettur Giotto í hug í þessu sambandi, hljómurinn er litríkur eins og nær alltaf í verkum Stravinskys, en hann er án gyll- ingar. Það er ekki að ástæðulausu að tónskáld- ið hafnar bæði fiðlum og víólum, en tveir flygl- ar standa á sviðinu þar sem þessi strengja- hljóðfæri sitja undir venjulegum kringum- stæðum. Yfir þessum flutningi hvíldi andi fornra helgisiða, og hin raskaða hrynjandi – sem leik- in var af nákvæmni – léði þessu verki tign og vissa fjarræna ró. Tanglewood Festivalkórinn söng utanbókar óaðfinnanlega. Betri flutning á þessu sérstæða listaverki er erfitt að hugsa sér. Á þessum tónleikum, heyrði ég í fyrsta sinn tónlistina við ballettinn Daphnis Et Chlöe eftir Ravel, leikna í heild sinni. Í flutningi Haitinks á þessu óvenjulega verki brá vart fyrir föln- andi fjólu. Það var sama hvar borið var niður í þessum blómstrandi hljómsveitargarði, allar blómasamsetningar voru hárréttar, allir kant- ar klipptir, trjám raðað upp á fullkominn hátt. Í huganum sá ég hlustendur svífa á eyrum og nasavængjum fram og aftur í þessum hljóma- ilmi, en þetta verk er mjög langt, og voru flest- ir hættir að svífa í lok fyrri helmings og sestir aftur í sætin sín. Eftir að hafa hlustað á þessa fallegu og vel sömdu tónlist, er öllum ljóst af hverju henni hefur verið skipt niður í tvær svít- ur, því leikið í heild sinni er verkið of langt. Það er líka ljóst af hverju seinni svítan er oftast leikin, því þar hljómar ríkulegasta og falleg- asta tónlistin. Haitink, hljómsveitin, og kórinn, fluttu þetta mikla tónverk óaðfinnanlega. Ekki þekkt fyrir flutning á nýstárlegri samtímatónlist Edinborgarhátíðin er ekki þekkt fyrir flutning á nýstárlegri samtímatónlist, þrátt fyrir áhuga Brians McMaster, framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, á nýrri tónlist. Á undan- förnum hátíðum hefur þó brugðið fyrir nöfnum eins og Pierre Boulez, Georgy Kurtag, James McMillan og Stuart McCray. Konsertupp- færsla á tiltölulega nýrri óp- eru eftir ungverska tónskáld- ið Peter Eötvös, á sviði Festival Theatre – sem breytt var í óperuhús fyrir nokkrum árum – var einn af stórvið- burðum hátíðarinnar. Óperan nefnist Þrjár systur, og hefur hún verið flutt víðsvegar í Evrópu undanfarin þrjú ár, og hvarvetna fengið frábærar undirtektir. Þrettán karl- söngvarar fara með margvís- leg hlutverk í óperunni, þ.á m. fara þrír kontratenórar með hlutverk systranna, og tvær hljómsveitir eru notaðar, önn- ur aftast á sviðinu með sinn eigin hljómsveitarstjóra, en hin í gryfju, og stjórnaði Pet- er Eötvös henni sjálfur, enda mjög reyndur stjórnandi. Ópera Eötvös er byggð á texta sem tónskáldið sjálft samdi á rússnesku, upp úr hinu fræga leikriti Chekovs, Þrjár systur. Ég var gler- augnalaus á þessari konsert- uppfærslu, og gat því ekki fylgt ensku þýðingunni eftir í hálfrökkvuðum salnum, en mér var þó ljóst að óperutexti Eötvös segir söguna þrisvar sinnum, og í hvert sinn frá sjónarhorni einstakrar syst- ur. Þessi síbreytta endur- sögn, skapar flókin tilbrigði í hegðunarmynstri systranna sérstaklega, en á undraverðan hátt tekst að skapa sannfærandi heild. Það kann að hljóma fáránlega, að láta þrjá kontratenóra syngja hlutverk systranna, en Eötvös er hér undir áhrifum gamalla leikhúshefða frá Japan, þar sem karlmenn léku oft konur. Þessi aðferð skapar dulræna fjarlægð frá kjarna sögunnar, raddirnar eru jú kvenlegar, en um leið fram- leiddar af karlmönnum. Mér datt oft í hug meðan á sýningunni stóð, blæbrigði frá jap- önsku NDH leikhúsi. Það kom á óvart hversu nýstárlegt og nútímalegt tónmál þetta tón- skáld notar. Þetta tónmál er samfærandi og tekur sig vel út í óvenjulegri meðferð á öllum hljóðfærum, allt frá kontrafagotti upp í picc- oloflautu. Hlómsveitirnar leika aftast í sama grunntempói, en stundum skilja leiðir og var það undarleg reynsla, að sjá í bakið á tveim hljómseitarstjórum samtímis, sem stjórnuðu oftast nákvæmlega eins, en fóru svo smátt og smátt hvor sína leiðina hvað tempó snertir. Hljómsveitarhlutverkið var alltaf í góðu jafnvægi við söngraddir, sem alltaf komu skýrt fram, og það er einn af kostum þessa verks hve vel er skrifað fyrir söngraddirnar, og hversu sparlega og gegnsætt er skrifað fyrir hljóm- sveitirnar. Mörgum dögum seinna er andblær þessarar óperu á sveimi í huga mínum, ljóð- rænn, dularfullur og blandinn þeirri angur- værð sem við tengjum við Anton Chekov. Einstakur hljómsveitarstjóri Á næstsíðustu tónleikum hátíðarinnar stjórnaði Pierre Boulez BBC-sinfóníuhljóm- sveitinni í hinu lítt þekkta tónverki Arnold Schoenbergs Accompanyment to a Cinemato- graphic Scene og Visage Nuptial. Eftir hlé var konsertuppfærsla á hinni óvið- jafnanlegu óperu Bartóks, Bluebeards Castle. Sem hljómsveitarstjóri er Boulez einstakur. Ólíkt flestum hljómsveitarstjórum hefur hann krufið til mergjar hvert hlutverk hlómsveit- arstjórans með skarpskyggni, skynsemi, og óþrjótandi þolinmæði. Samkvæmt vissum nið- urstöðum hefur hann mótað vinnuaðferðir og framkomu við hljóðfæraleikara og tónleika- gesti, sem er að mínu mati svo til hárrétt. Fyr- ir utan þá hæfileika að geta lesið tónskrár og krufið þær til mergjar, hefur hann afar næmt eyra, og lætur ekki líðast óhreina spila- mennsku. Hann er ein besta fyrirmynd sem til er fyrir unga hljómsveitarstjóra, og svo þá sem forðast allar vangaveltur um hlutverk sitt á pallinum og af hverju þeir eru yfirleitt að stjórna hljómsveitum. Boulez er eins fjarri þeim stjórnendastrút- um, sem koma fram eins og þeir ætli að verpa gulleggi á pallinum, og hugsast getur. Með sín- um fyrstu skrefum inn á sviðið segir hann með framkomu sinni: „við höfum verk að vinna. Mitt hlutverk er að kynna mér táknmál tón- skáldsins, og skila því með hjálp hljómsveit- arinnar óbrengluðu til hlustandans.“ Með ein- földum og skýrum hreyfingum, gefur hann hlóðfæraleikurunum það sem þeir þarfnast, svo þeir geti látið hljómlistina blómstra. Það er því hljómsveitin sem leikur tónlistina, hún hljómar, en hljómsveitarstjórinn er þögull eins og gröfin, nema hann rymji og stynji eins og þeir gera sumir. Hjá Boulez er hver hreyfing gerð í þágu tónskáldsins og hljóðfæraleikar- anna, og þar með hlustendanna líka, en án sýndarmennsku. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum, en að slíkur agi og sparsemi í hreyfingum skapi til- finningalausan og tilþrifalausan leik, síður en svo með árunum hefur honum tekist að láta hljómsveitina hefja sig til flugs, án þess þó að fljúga sjálfur af pallinum. Tónleikarnir hófust á hinu dularfulla en vel mótaða tónverki Schoenbergs Undirspil við kvikmyndasenu. Það er sorglegt, að tónlist eins óvenjuleg og frumleg og þetta verk og samið á fyrrihluta síðustu aldar, skuli fæla fólk frá enn þann dag í dag. En slík er tregða hins almenna hlustanda til að víkka hlustunarsviðið að til vandræða horfir. Það var slungin ráð- stöfun hjá Boulez að opna tónleikana með þessu verki, því á einhvern dularfullan hátt, tengist þetta verk vissum einkennum í óperu Bartóks. Margslungið tónverk Næst var á efnisskrá Visage Nuptial eftir Boulez sjálfan, og er hér víst um lokaútgáfu verksins að ræða, að sagt er, en Boulez er frægur fyrir að endurvinna sín verk. BBC-kór- inn, Francoise Pollet, og Katharina Kamm- erloher fluttu allt söngefni í þessu afar marg- slungna og erfiða tónverki, sem hefur til grunna ljóð eftir franska ljóðskáldið René Char. Þar sem ég sat á efstu svölum til hliðar, var allt jafnvægi úr skorðum, stundum var erf- itt að heyra í einsöngvurunum, enda í hljóm- sveitarparti löngu hætt að vera frönsk og gegnsæ, en er orðin þess í stað aðgangshörð og vöðvastælt. Þetta verk náði ekki til mín. Þó eru alltaf stórfallegir kaflar í öllum hans verkum, og allt sem boðið er upp á þaulúthugsað, en ég mun alltaf hlusta á tónlist þessa merkilega tón- skálds, því aðeins með sífelldri hlustun fara heilafrumurnar að endurskoða sinn gang. Ég huggaði sjálfan mig fyrir að vera svona tregur, með því að fá mér súkkulaðiís í hléinu. Blubeards Castle eftir Béla Bartók var flutt eftir hlé í svokallaðri konsertuppfærslu, þar sem upplesarinn Sandor Eles las prólóginn að óperunni á frummálinu, en Michele Deyoung fór með hlutverk Judith, en Laszló Polgár söng hlutverk Bláskeggs. Texti óperunnar er saminn upp úr sögu Charles Perrault sem gef- in var út sem „Barbe Bleue“ í eins konar sagn- fræðiriti 1697, af ungverska rithöfundinum Béla Balázs. Í þessari dularfullu og marg- slungnu óperu, tengir Bartók saman af snilld með óræðum tilvitnunum, fjölda efnisþátta úr ólíkustu liststefnum, sem of langt mál væri að nefna hér, en vert er að geta þess, að í þessu sláandi tónverki sem samið er tiltölulega snemma á ferli tónskáldsins, glímir Bartók við þá hugmynd að nota þjóðlagaefni í stórri óp- eru, sem er einn bálkur og tekur meira en klukkutíma í flutningi. Í þessu verki gerir Bartók merkilegar tilraunir með notkun þjóð- lagaefnis sem grunn fyrir langvarandi og þaul- skipaða, samtengda og oft dramatíska þætti. Þar eru hin lag- og tónrænu einkenni hinna gömlu ungversku þjóðlaga háð umbreytingum eins umfangsmiklum og mögulegt er, sem svo færðu Bartók meir og meir frá síðrómantískri krómatík, og að lokum inn í gagngerðar stíl- breytingar sem komu fram í næstu tónverkum. Flutningur þessarar dularfullu og sorglegu óperu var þeim sem á hlýddu sannur listvið- burður. Michelle Deyoung og Laszló Polgár voru afar sannfærandi þó um konsertupp- færslu væri að ræða. Hvernig hefði þessi ópera tekið sig út á sviði, með sömu flytjendum undir stjórn Pierre Boulez? Töfrandi hefði sá atburð- ur eflaust orðið. Í lokagrein minni frá Edinborgarhátíðinni mun ég skrifa um sögulega uppfærslu á tón- leikum í Usher Hall síðasta kvöld hátíðarinnar á hinni risastóru og merkilegu óperu Olivier Messiaen, Saint Francois D’Assise. AÐ LEYSA LEIKÞRAUTIR Miklos Perenyi, Bernard Haitink, Peter Eötvös og Pierre Boulez eru í brennidepli þegar HAFLIÐI HALL- GRÍMSSON heldur áfram að fjalla um tónlistarvið- burði á Edinborgarhátíðinni. Bela Bartók um það leyti sem hann samdi Bluebeards Castle. Höfundur er tónskáld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.