Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Page 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001
Í OKTÓBERMÁNUÐI kom út
skáldsagan Austerlitz eftir þýska
rithöfundinn W.G. Sebald. Bak-
sviðið er hin myrka saga Evrópu
á síðustu öld. Þar segir ónefndur
sögumaður af kynnum sínum af
prófessor í byggingarlistasögu,
Jacques Aust-
erlitz að nafni.
Sögumaðurinn
kynntist hon-
um fyrst sem
námsmanni í
Belgíu á 7. ára-
tug tuttugustu
aldar, og hittir
hann eftir
langt hlé árið
1997. Segir Austerlitz þá ævisögu
sína, sem smám saman hefur rifj-
ast upp fyrir honum, allt frá því
að honum var komið fyrir fjög-
urra ára gömlum hjá breskum
fósturforeldrum á tímum gyð-
ingaofsóknanna. Foreldra sína,
gyðinga frá Prag, sá hann ekki
aftur. Í gegnum frásögnina reyn-
ir Austerlitz jafnframt að skilja
hver hann er og takast á við
drauga fortíðar.
Rithöfundurinn W.G. Sebald er
einna þekktstur fyrir skáldsög-
urnar The Emigrants og The
Rings of Saturn. Sebald er þýskur
gyðingur sem flúði heimaland sitt
í síðari heimsstyrjöld. Hann hefur
lengst af búið í Norwich í Eng-
landi þar sem hann hefur gegnt
stöðu prófessors við University of
East Anglia.
Hugmyndafræði bóhemsins
ATHYGLISVERT fræðirit kom
út á liðnu sumri sem ber titilinn
Bohemians: The Glamorous Out-
casts og er eftir breska menning-
arfræðiprófessorinn Elizabeth
Wilson. Þar fjallar höfundurinn
um bóheminn og hugmyndafræði
hans í menningarsögulegu sam-
hengi. Hún spannar í athugun
sinni tímabilið allt frá nítjándu
öld, til blómaára þeirrar tutt-
ugustu og beinir sjónum að
gróskumiðstöðvum bóhemískrar
hugmyndafræði allt frá Weimar-
lýðveldinu, Lundúnum og París
til Greenwich Village í New
York. Fyrsta birtingarmynd hins
bóhemíska hugarfars var að mati
Wilsons sjálfur Byron lávarður,
sem ögraði borgaralegum við-
horfum og kynferðislegum sið-
venjum, jafnframt því sem ævi-
skeið hans varð nokkurs konar
táknmynd samtvinnunar lífsins
og listarinnar. Höfundur segir
jafnframt sögu bóhema sögunnar
á borð við Baudelaire, Jason
Pollock og Caitlin Thomas, grein-
ir þversögn bóhemískrar hug-
myndafræði og gerir grein fyrir
stöðu konunnar á því sviði.
Viðburðarík ævi Jones
Q HEITIR nýútkomin sjálfsævi-
saga tónlistarmannsins Quincy
Jones. Hin 68 ára gamla djass-
kempa lítur þar aftur til litríks
ferils síns sem djasstónlistar-
maður, pródúsent, tónskáld og
sjónvarpspersóna. Í bókinni fær
lesandi innsýn í bakgrunn
Quincy, sem ólst upp með fátækri
og geðfatlaðri móður í fátækra-
hverfum Chicago-borgar, upp-
götvun tónlistarhæfileika hans,
vinskap og samleik með stjörnum
á borð við Dizzy Gillespie, Frank
Sinatra, Dinah Washington, Ray
Charles. Samstarf hans með
Michael Jackson í tengslum við
metsöluplötuna „Thriller“ og
Steven Spielberg í kvikmynda-
bransanum, og ástarsamband
hans við Nastössju Kinski. Það er
viðburðaríkur æviferill sem les-
endur ævisögunnar kynnast, jafn-
framt því sem skyggnst er bak
við tjöldin í þeim tónlistarheimi
sem Quincy hefur starfað í.
ERLENDAR
BÆKUR
MYRK SAGA
EVRÓPU
Quincy Jones
E
R LEIFARNAR af lokfjölunum
voru losaðar af komu í ljós leifarnar
af fótleggjunum, lærleggirnir báðir
og efri hluti sköflunganna og einnig
nokkrar leifar af handleggjunum,
en allar voru leifar þessar svo
meyrar að þær urðu ekki teknar
upp, hvert bein fyrir sig.“ (Matth-
ías Þórðarson um bein Jónasar Hallgrímssonar
1946.)
Af og til vekja einstakar greinar í menningar-
tímaritum slíka athygli að íslenskir fjölmiðlar
segja frá efni þeirra, taka viðtöl við höfundinn og
leita jafnvel viðbragða frá öðrum sem til málanna
þekkja. Þetta eru ekki endilega bestu greinarnar í
viðkomandi tímaritum heldur fyrst og fremst
greinar sem henta frásagnarformi fréttarinnar;
fjalla um efni sem þorri manna getur tengt sig við
og hafa skýra niðurstöðu.
Þegar litið er yfir efni helstu menningar-
tímarita landsins frá áramótum má þar finna ýms-
ar greinar sem virtust vel til þess fallnar að verða
fréttaefni. Í vorhefti tímaritsins Sögu er t.a.m.
snörp úttekt Margrétar Gestsdóttur á minnkandi
vægi sögukennslu í námsefni framhaldsskóla og
athyglisverð grein Ingu Dóru Björnsdóttur um
hlutverk karlakóra við mótun íslenskrar þjóðern-
isvitundar. Hvorug greinin fékk þá athygli sem
við mátti búast. Sömu sögu er að segja af skel-
eggri Skírnisgrein Birgis Hermannssonar um inn-
setningarræðu Ólafs Ragnars Grímssonar og við-
brögð þingmanna við henni. Ein niðurstaða Birgis
var þó þokkalega sláandi og eftir því fréttvæn:
„Forseti Alþingis veit ekki hvað þingræði er.“
Sú grein sem mestrar athygli hefur notið birtist
í tmm í júlímánuði. Greinin er eftir sr. Ágúst Sig-
urðsson frá Möðruvöllum og nefnist „Beinamálið
1946“. Þar fjallar höfundur um dauða Jónasar
Hallgrímssonar árið 1845, jarðsetningu hans í
Kaupmannahöfn, uppgröft Matthíasar Þórð-
arsonar þjóðminjavarðar á jarðneskum leifum
skáldsins árið 1946, heimflutning beinanna og þá
rekistefnu sem málið tók þegar Sigurjón Pét-
ursson á Álafossi ók með kistu með leifum skálds-
ins til greftrunar norður á land. Sr. Ágúst var 8
ára þegar þessir atburðir gerðust og varð sjón-
arvottur að því þegar Sigurjón kom með kistuna
að Möðruvöllum og fór fram á það að faðir hans,
séra Sigurður Stefánsson, jarðsyngi beinin. Af því
varð þó ekki, kistan var flutt aftur suður nokkrum
dögum síðar og grafin í þjóðargrafreitnum á Þing-
völlum.
Ýmsir hafa fjallað um þetta efni áður, þ. á m.
Björn Th. Björnsson sem telur að Matthías hafi
grafið upp ranga kistu í Kaupmannahöfn. Sr.
Ágúst heldur því hins vegar fram að Matthías hafi
flutt a.m.k. hluta réttra beina til Íslands en setur
fram þá djörfu kenningu að Sigurjón hafi holað
hluta beinanna niður á heimaslóðum skáldsins
fyrir norðan áður en kistan var flutt aftur suður.
Þessi ályktun – að bein Jónasar séu „í tveimur
löndum og þremur jurtagörðum herrans“ – varð
fréttaefni um mitt sumar, m.a. í fréttatíma Sjón-
varps og síðar tilefni viðtals í Kastljósi við sr.
Ágúst. Sú umfjöllun vakti töluverða athygli og
kom skýrt í ljós að hér var á ferðinni málefni sem
alþjóð manna lætur sig varða. Virtist engu skipta
þótt sr. Ágúst færi engin haldbær rök fyrir þeirri
kenningu að hluti beina Jónasar hvíli fyrir norðan.
Það er út af fyrir sig umhugsunarvert að ís-
lenskir fjölmiðlar hafi talið nákvæmlega þetta at-
riði fréttnæmast í íslenskum menningartímaritum
það sem af er ári. Spurningin er hvort það segi
meira um tímaritin eða fjölmiðlana, eða segir það
ef til vill mest um menningarlegan áhuga okkar
Íslendinga? Á því sviði, eins og mörgum öðrum,
hættir okkur til að deila um keisarans skegg.
Sjálfur tel ég engu máli skipta hvar meyrar beina-
leifar skáldsins eru niðurkomnar. Þær leifar Jón-
asar sem einhverju varða eru í öruggri geymslu í
bókaskápnum mínum inni í stofu.
FJÖLMIÐLAR
DEILT UM SKÁLDSINS LEGG
Sjálfur tel ég engu máli skipta
hvar meyrar beinaleifar skálds-
ins eru niðurkomnar. Þær leifar
Jónasar sem einhverju varða
eru í öruggri geymslu í bóka-
skápnum mínum inni í stofu.
J Ó N K A R L H E L G A S O N
FRÆÐIMENN einsog Jay David Bolter
og Marie-Laure Ryan, sem fjallað hafa
um bókmenntir á tímum netvæðingar,
eru margir hverjir sammála um að um
þessar mundir séum við stödd á tímabili
aðlögunar. Þetta tímabil, segir Bolter, er
sambærilegt við fyrstu daga prentlist-
arinnar, þegar prentarar reyndu að líkja
eftir útliti handrita. Á sama hátt líkir net-
ið enn eftir prentmiðli; fólk hefur ekki
gert sér fulla grein fyrir möguleikum
þess. En ástralska ljóðskáldið Komninos
lýsir því yfir á heimasíðu sinni að ljóð
hans sé ekki hægt að prenta. Þau
hreyfa sig og iða, tala, hrópa, breytast í
sífellu, svo ekki aðeins merking þeirra
er aldrei kyrr heldur eru ljóðin sjálf
aldrei til friðs og hlaupa um skjáinn.
www.kistan.is
Ræktunarstöðvar
grasagarðsins
Sænsku leikhúsi má líkja við fjöl-
breyttan grasagarð þar sem svæðisleik-
hús og sjálfstæðir leikhópar eru rækt-
unarstöðvarnar. Flestir okkar bestu
leikstjórar hafa vaxið upp innan sjálf-
stæðu leikhópanna. Leikskáldin hafa
einnig fengið sín fyrstu tækifæri með
slíkum hópum og haft þar svigrúm til að
þroska hæfileika sína.
Lars Ring leiklistargagnrýnandi Svenska
Dagbladet
Tungumál skáldskaparins
á undanhaldi
Írski rithöfundurinn Michael Collins
sagði frá því hvernig tölvuöldin er að
ræna tungumálið af litbrigðum sínum
og fjölbreytileika. Samskipti fólks á net-
inu miðast við hröð orðaskipti á tungu-
máli sem er eins einfalt og mögulegt er.
Collins lýsti áhyggjum af því að oft
óræða tungumál skáldskaparins ætti
undir högg að sækja gagnvart stutt-
aralegum og hitmiðuðu skilaboðum sem
nútímalesendur tölvusendinga ættu að
venjast.
Soila Lehtonen ritstj. Finnskra bók-
menntatíðinda 3/2001
Morgunblaðið/Ásdís
Segðu það upphátt.
TÍMABIL
AÐLÖGUNAR
ITónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins sem hlust-aði á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
hljómsveitanna Botnleðju og Quarashi á fimmtu-
dagskvöldið spurði eftirfarandi spurningar í lok
umfjöllunar sinnar um tónleikana í blaðinu í gær:
„Voru tónleikar kvöldsins tilkomnir vegna einlægr-
ar leitar að nýrri fegurð, nýjum tónlistarflötum, nýj-
um lausnum? Eða bara af því að þetta er svo „snið-
ugt“?“
IIÞessi spurning gagnrýnandans snýst kannskiþegar öllu er á botninn hvolft um eðli og kjarna
listsköpunar. Hvernig verður list til? Hvað er það
sem kemur ferli sköpunarinnar af stað? Og hvað er
það sem ræður útkomunni?
IIIÞað er ekki óeðlilegt að sköpun listaverks hefjistmeð því að skaparinn, listamaðurinn, fái hug-
mynd að því sem hann vill tjá, sýna, segja eða gera.
Framvinda sköpunarinnar hlýtur að ráðast og mót-
ast af þessum hugmyndum. Efni og aðferðir hljóta
að miðast við það að útkoman verði sönn hugmynd-
inni um verkið. Það má deila um það hvort hug-
myndin sjálf eða ferlið við að skapa úr henni verk
séu það sem við köllum list, en í það minnsta er það
sem eftir stendur, – verkið sjálft, minnisvarði bæði
um hugmynd og sköpun og þar holdgerist það sem
við köllum listaverk.
IVÞegar tveir koma saman til að skapa list, hlýt-ur að liggja að baki enn meiri vinna. Þar hlýt-
ur að þurfa að takast á um hugmyndir og úrvinnslu
þeirra; – hugmyndir geta bætt hvor aðra upp, eða
dregið úr eftir aðstæðum. Ef slík vinna fer fram af
heilindum getur útkoman þrátt fyrir allt orðið að
heilsteyptu verki. Annars er hætta á að hún verði
bastarður.
VÞað má spyrja hver hugmyndin hafi verið aðbaki þeirrar listar sem hljómsveitirnar Quar-
ashi og Botnleðja sköpuðu með Sinfóníuhljómsveit
Íslands í fyrrakvöld. Fjölmörg dæmi eru um að and-
stæður í tónlist hafi verið leiddar saman til sköp-
unar á einhverju nýju. Í þessu tilfelli virðist svo sem
að gert hafi verið ráð fyrir því að Sinfóníuhljóm-
sveitin yrði einungis þátttakandi í listflutningi
Botnleðju og Quarashi, en ekki annað afl listsköp-
unarinnar. Það er fullgilt markmið út af fyrir sig.
VIÞað mætti hins vegar spyrja hvort ekki hefðiverið meira virði að gefa ungu mönnunum og
Sinfóníuhljómsveitinni tækifæri til meiri raunveru-
legrar samvinnu. Það hefði ef til vill orðið áhuga-
verðara hefði Botnleðju og Quarashi verið gefið
tækifæri til að kynna sér betur heim sinfónískrar
tónlistar og þá möguleika sem sinfóníuhljómsveit
býr yfir, þannig að þeir hefðu sjálfir getað nýtt sér
þann efnivið að eigin vilja og hvötum í sína tónlist.
Þetta hefði tekið lengri tíma og kostað meiri pen-
inga, en þá hefði útkoman líka orðið mun áhuga-
verðari.
VIIHlutskipti þeirra sem útsettu verk Botnleðjuog Quarashi fyrir Sinfóníuhljómsveitina hef-
ur varla verið öfundsvert. Þeirra verk hlýtur reynd-
ar að hafa verið mjög erfitt. Þeirra hlutverk var að
tengja saman tvo heima, sem virðast ekki hafa að
fyrra bragði séð nauðsyn á því eða haft til þess löng-
un. Það er vissulega „sniðugt“ að stefna saman and-
stæðum af þessu tagi. En ef listræn þörf býr ekki að
baki má búast við að lengi þurfi að leita að list-
rænni útkomu.
NEÐANMÁLS