Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 C HELSEA-hverfið er á vest- anverðri Manhattan-eyju, ofan við Greenwich Village og neðan hverfis sem nefnt hefur verið Eldhús helvítis. Fyrstu galleríin röðuðu sér upp frá 20. stræti, á milli 10. og 11. breiðgötu, sem leiðir að Hudson-ánni. Í sumar reyndust galleríin vera orðin 170 en óhætt er að bæta einum tug við þá tölu með haustinu þegar aðalvertíð gall- eríanna hefst og inn á völlinn geysa nýir leigu- liðar í þessu sannkallaða listmaraþoni New York-borgar. Chelsea hafði verið í niðurníðslu árum saman en er óðum að taka á sig gróskufulla mynd. Inn- ar í hverfinu, á milli 7. og 9. breiðgötu hefur orðið til nýtt hverfi þar sem samkynhneigðir eru í meirihluta en þeir höfðu fyrir löngu sprengt ut- an af sér bönd borgarþorpsins Greenwich Vill- age. Samhliða því hefur fjöldi nýrra veitinga- staða, bara og verslana skotið upp kollinum. Það var fyrir um sex árum að eigendur gall- ería í SoHo-hverfi tóku að hrekjast úr húsnæði sínu vegna síhækkandi leigu. Þróunin, sem fór hægt af stað, náði svo fullum þunga fyrir um tveimur árum. Fyrr í sumar bárust þær fregnir að listamaðurinn Jeff Koons hefði gefist upp fyrir kröfum leigusala síns í SoHo og flutt vinnustofu sína til Chelsea. Þar með virtust ör- lög gamla listamannahverfisins endanlega inn- sigluð. Eða hvað staðfestir umskiptin betur en það að listamaður, sem hefur átt mörg sölu- hæstu verk samtímamyndlistar hjá alþjóðleg- um uppboðsfyrirtækjum síðustu misseri, skuli hrekjast á brott undan himinhárri leigu? Spornað gegn verslun Áður fyrr voru vöruskemmur og hvers kyns iðnaðarverksmiðjur einkennandi fyrir vestur- hluta Chelsea. Þar var að finna listaverka- geymslur safna, vinnustofur listamanna, næt- urklúbba og geymsluhúsnæði leigubíla og sendibíla og þess háttar starfsemi sem reyndar setur enn sterkan svip á hverfið. Neðar í hverfinu, frá 14. að 11. stræti, hefur lengi verið aðsetur kjötvinnslu í borginni og stigmögnun lyktarinnar sem þaðan berst er ágætur mælikvarði á hitastigið úti fyrir. Illa brenndir af fyrri reynslu festu frum- kvöðlar galleríhalds í Chelsea kaup á vöru- skemmum og einsettu sér að reyna að halda hverfinu „hreinu“ af rekstri tískufata- og hús- gagnaverslana eins og þeirra sem urðu til þess að hrekja þá burt úr SoHo. Var jafnvel gripið til þess að setja sérstakt ákvæði inn í kaupsamninga galleríhaldara þar sem sala eða leiga á húsnæði til verslunarrekst- urs var bönnuð. Gallerístarfsemin í Chelsea nær nú yfir svæði allt neðan frá endamörkum Greenwich Village, upp að 30. stræti og rúmlega það og út að bökkum Hudsonár, um þrjár húslengjur. Galleríin standa þétt í þessum húsalengjum og í nokkrum tilfellum eru tugir gallería í sömu byggingunni. Erfitt er að gera svo umfangs- mikilli starfsemi skil í einni blaðagrein og því sá kostur tekinn að segja einungis frá nokkrum elstu og þekktustu listhúsunum og sýningarsöl- um Chelsea að svo stöddu. 1. Gagosian, 555 W. 24. stræti Gallerírisinn Larry Gagosian flutti starfsemi sína á síðasta ári frá því sem teljast myndi til- tölulega hæverskt gallerí í SoHo á mælikvarða hinnar nýju risavöxnu vöruskemmu vestast á 24. stræti. Gagosian rekur jafnframt gallerí í Los Angeles og Lundúnum og í haust bætist enn eitt galleríið við á Madison-breiðgötu í New York. Réttnefni gallerísins í Chelsea væri sýn- ingarhöll og er óneitanlega mikill safnabragur á húsnæðinu sem nú hefur verið skipt upp í ótal sali. Galleríið leggur nokkra áherslu á málverkið og meðal vel þekktra listamanna sem þar eru kynntir má nefna Ed Ruscha og Andy Warhol, málarana Cy Twombly, Philip Taaffe, David Salle, Francesco Clemente, Cecily Brown og vídeó-og gjörningrlistamanninn Vanessu Bee- croft, Gilbert og George, Walter de Maria, Douglas Gordon, Anselm Kiefer og Frank Stella. Fyrsta sýning gallerísins var á verki mynd- höggvarans Richard Serra. Voru mörg hundr- uð tonna fleygar úr ryðrauðu stáli hífðir ofan í skemmuna með miklum tilkostnaði og áhrifin voru mögnuð. Í kjölfarið fylgdi víðamikil sýning á nýjum verkum breska listamannsins Dam- iens Hirsts – sýning sem vakti mikla athygli og umtal í borginni. Fyrsta sýning haustsins hjá Gagosian verður á verkum Serra, og opnar hún um miðjan októ- ber. 2. Mary Boone, 541 W. 24. stræti Það er við hæfi að nágranni Gagosians í Chelsea skuli vera Mary Boone. Boone skapaði sér fyrst nafn með listamönnum nýja málverks- ins á 9. áratugnum. Auk nýja sýningarýmisins í Chelsea rekur hún áfram gamla galleríið sitt við 5. breiðgötu og 57. stræti. Þar um slóðir starfa enn nokkur ábúðarmikil gallerí, en það er til marks um mikilvægi nýja hverfisins til að ná til listunnenda og kaupenda að sífellt fleiri kjósa að opna útibú í Chelsea. Meðal listamanna á vegum Boone eru málararnir Ross Bleckner, Eric Fischl, Bill Jensen og nýliðinn Damien Loeb auk Tom Sachs og Barböru Kruger. 3. Luhring Augustine, 531 W. 24. stræti Skilgreint áhugasvið gallerísins eru verk sam- tímalistamanna frá Bandaríkjunum, Evrópu og Japan, frá málverkum og teikningum til skúlpt- úra, vídeólistar og ljósmyndaverka. Á meðal þeirra sem sýnt hafa hjá galleríinu eru Gregory Crewdson, Rachel Whiteread, Pipilotti Rist, Paul McCarthy, Janine Antoni, Janet Cardiff, Gunther Forg, Gerhard Richter, Christopher Wool og Yasumasa Morimura en nýjar sjálfs- myndir listamannsins verða á fyrstu sýningu haustsins, frá 8. september til 6. október. 4. Andrea Rosen, 525 W. 24. stræti Sýningar gallerísins eru alla jafna fremur Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Úr einum af stóru sölum sýningarhallar Gagosian á 24. götu. Verkið er eftir málarann James Rosenquist og á stærð við kvikmyndatjald. Hefur verið athyglisvert að fylgjast með því hvernig lista- menn hafa tekist á við umfangsmeiri sýnirými í Chelsea með ört stækkandi verkum í hvaða miðil sem er. ÖLL VÖTN RENNA TIL CHELSEA Langflest listgalleríanna í New York eru nú í Chelsea- hverfinu á Manhattan. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir frá þróun sem hófst fyrir um sex árum en nú eru hátt á annað hundrað listgallerí starfrækt í hverfinu og fjölgar enn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.