Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.2001, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 27. OKTÓBER 2001 13 TATE Modern-listasafnið í London hýsir þessa dagana sýn- inguna „Surrealism: Desire Unbound“, sem útleggja má sem Súrrealismi: óheftar þrár, og byggð er í kringum þema á borð við ást og kynlíf sem áttu stóran þátt í listsköpun súrreal- istahreyfingarinnar. Af þessum sökum má sjá uppi í Tate-safninu skilti þar sem sýningargestir eru varaðir við að þeim kunni e.t.v. að finnast sum verkanna „krefj- andi“ og er þar átt við kynferð- islegt hispursleysi sem víða er ríkjandi. Auglýsingagerð seinni ára hefur gert súrrealíska myndsköpum mörgum kunna þar sem harðkúluhattar Réné Magritte og bráðnandi úr Salva- dors Dalis hafa ósjaldan verið endurunnin. Það er þó ekki ein- göngu myndlist sem finna má á sýningunni, enda súrreal- istahreyfingin sprottin upp úr bókmenntum, ekki myndlist. Auk fjölda málverka, teikninga, ljósmynda og kvikmynda eru því einnig til sýnis bækur, ljóð, sendibréf og ljósmyndir er sýna hversu náið samstarf var milli fræðimanna, rithöfunda og myndlistarmanna hreyfing- arinnar. Súrrealismi: óheftar þrár verður sett upp í Metropolitan- listasafninu í New York eftir að sýningunni lýkur í London. Dregur úr sölu klassískrar tónlistar? TÖLUVERT virðist hafa dregið úr sölu á klassískri tónlist að því er bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá á dög- unum, og er sala á geisladiskum með klassískri tónlist nú ekki nema um 3% af tónlistarmark- aðnum í stað 7% áður. Virðist sem ýmsar ástæður liggi þar að baki að sögn blaðsins sem segir kostnað við upptökur á klass- ískri tónlist hafa farið fram úr öllu valdi á sama tíma og kostn- aður við framleiðslu geisladiska hafi farið lækkandi. Stærri út- gáfufyrirtæki á borð við EMI, Sony og Warner hafi því dregið úr klassíska hluta útgáfu sinnar á meðan lítil óháð útgáfufyr- irtæki spretti víða upp. Meira úr- val af sjaldgæfum upptökum og óvenjulegum verkum sé því fá- anlegra nú en áður en hins vegar sé erfiðara að koma þeim á markað. Rússnesk listarúlletta ÁRLEG leynisala Royal College of Art listaskólans í London fer fram í lok næsta mánaðar, en meðal verka nemenda skólans má finna verk eftir þekkta lista- menn sem þegar hafa getið sér gott orð í listaheiminum. Á sýn- ingunni verða hátt í 1.000 ómerkt póstkort sem unnin eru af bæði nemendum og lista- mönnunum og eru öll kortanna til sölu fyrir rúmar 5.000 kr. stykkið. Aðstandendur sýning- arinnar munu hins vegar ekki greina frá höfundi hvers korts fyrr en kaupin eru um garð gengin og má því segja að um eins konar rússneska lista- rúllettu sé að ræða, þar sem mögulegt er að eignast verk eft- ir þekktan eða upprennandi listamann fyrir lítið fé. Í fyrra tóku um 800 listamenn þátt í sýningunni, m.a. Damien Hirst, sem einnig á verk í ár, Terry Frost og David Bowie sem gaf þrjú grafíkverk. Frá því að þessi nýstárlega fjáröflunarleið var tekin upp árið 1994 hafa safnast um 67 milljónir króna til skólans. Súrrealísk sýning í Tate Modern ERLENT H EKLUMYND Ásgríms og Fjallamjólk Kjarvals taka á móti gestum við upphaf sýn- ingarinnar „Andspænis nátt- úrunni: íslensk myndlist á 20. öld,“ í Corcoran-safninu í Washington. Á sýningunni er að finna 60 verk eftir 24 lista- menn, þar af 14 núlifandi, og er henni ætlað að sýna fram á viðvarandi áhrif íslenskrar náttúru á myndlist sem spannar heila öld og margvísleg áhrif, í verkum ólíkra listamanna. Í inngangstexta að sýningunni er stiklað á stóru í sögu lands og þjóðar. Talað er um „yngstu landsmótun jarðar“, „land öfga, … miðnætursól- ar og vetrarrökkurs“, hveri, jarðskjálfta og hrauni lagða velli. Sagt er frá því hvernig fjórir frumkvöðlar íslenskrar myndlistar; Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Sveinsson Kjarval, lögðu grunninn að íslenskri myndlist þar sem landslagið var í miðið. Frá þjóðernisrómantík og sjálfstæðisbar- áttu, um abstraktlist til popplistar og hugmynda- listar, naumhyggju og hins nýja málverks, jafn- vel nýrómantíkur. Í fyrstu aðeins málverk en síðan líka skúlptúr og loks ljósmyndir, innsetn- ingar og myndbandsverk. „Listamennirnir kunna að starfa í París, Berl- ín og New York, jafnt sem í Reykjavík en áhrifa hverfullrar og dramatískrar náttúru Íslands sér enn stað í list þeirra,“ segir í lok sýningartext- ans. Mikið vægi samtímalistar Listamennirnir 24 sem verk eiga á sýningunni eru fulltrúar fyrir hin margvíslegu áhrif sem íslensk myndlist varð fyrir á síðustu öld. Auk frumkvöðlanna fjögurra sem áður voru nefndir eru verk sýningarinnar eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Júl- íönu Sveinsdóttur, Gunnlaug Scheving, Jóhann Briem, Louisu Matthíasdóttur, Kristján Davíðs- son, Jóhann Eyfells, Erró, Sigurð Guðmundsson, Steinu Vasulku, Brynhildi Þorgeirsdóttir, Rögnu Róbertsdóttur og Finnboga Pétursson, Helga Þorgils Friðjónsson, Georg Guðna Hauksson, Sigurð Árna Sigurðsson, Hrafnkel Sigurðsson, Ólaf Elíasson og Katrínu Sigurðardóttur. Það sem vekur strax athygli er það vægi sem samtímamyndlistarmenn hafa á sýningunni. Þegar málverkum upphafsáranna og síðan ab- straktlistarinnar sleppir eftir fyrstu tvo sali sýn- ingarinnar, tekur samtíminn við. Tímalaus kar- akter málverka Kjarvals af huldum og sýnilegum heimum íslenskrar náttúru hefur þau áhrif að samhengi við upphafið er aldrei glatað. Það er Erró sem leiðir áhorfendur inn í nýtt landslag með verkum sem þrátt fyrir tilvísun í hefðina í titlum sem enda á „-scape“ eða sýn reynast allt annað. Í stað landslags kallar hann fram eins konar fígúru- og forynjusýn. Lands- lagsmynd sem sækir áhrif til poppmenningar og myndasagna í stað náttúru. Og heitir rauðir tón- ar hafa í fyrsta sinn leyst rómaðan Íslandsblám- ann af hólmi. Ragna Róbertsdóttir og Finnbogi Pétursson efna til samstarfs í innsetningunni Gátt eldfjalls- ins frá 1999. Andspænis verki Rögnu þar sem fíngert hraunúrfall úr Heklu er unnið beint á vegg sýn- ingarsalarins hanga 16 hátalarar sem senda frá sér víxlverkandi hljóð sem minna á ausandi gos. Ólíkum listamönnum stefnt saman Gott jafnvægi er á milli verkanna í sýning- arsölunum, og oft tekst vel til með að stilla sam- an verkum ólíkra listamanna. Dæmi um þetta eru málverk Júlíönu Sveinsdóttur frá strönd Vestmannaeyja og gler- og sandskúlptúr Bryn- hildar Þorgeirsdóttur af Tómasarfjalli. Þrjú mál- verk eftir Helga Þorgils standa með ljósmynda- verkum Sigurðar Guðmundssonar. Og á milli jöklaljósmyndaseríu Ólafs Elíassonar og mynd- bandsinnsetningar Steinu Vasulku, þar sem mosi og hraun velta um og hringsnúast í margupp- brotnum myndum, hanga tvö nýleg málverk eftir Kristján Davíðsson í litum íslensks vetrar á fann- hvítum grunni. Ljósmyndaverk Hrafnkels Sigurðssonar af snjósköflum á bílaplani á Selfossi endurvekja rómantísku fjallasýnina í eldri málverkum, húm- orískar í sínum ofur hversdagsleik. Einfaldar og formrænar ljósmyndir hans af tveimur tjöldum í jöklalandslagi hanga við hlið málverka Georgs Guðna af ónafnkenndum fjalladölum í þoku- kenndu lágskýjafari. Í þessum stærsta sal sýningarinnar er einnig að finna tvö málverk Sigurðar Árna Sigurðsson- ar af tilbúnu garðalandslagi og innsetningu Katr- ínar Sigurðardóttur sem kallast á við hvort ann- að frá andstæðum veggjum salarins og tengjast að því marki sem þau afhjúpa blekkinguna að baki manngerðri náttúru verkanna. Sýningunni í Corcoran lýkur 26. nóvember nk. LISTIN OG LANDIÐ Sýning Corcoran-safnsins í Washington á áhrifum náttúrunnar í íslenskri myndlist á 20. öld er sú stærsta sem efnt hefur verið til á hérlendri myndlist vestanhafs. HULDA STEFÁNSDÓTTIR heimsótti safnið og skoðaði sýninguna. Verk eftir Sigurð Árna Sigurðsson og Georg Guðna Hauksson. Ljósmyndir Hrafnkels Sigurðssonar af snjósköflum, jökulloftmyndir Ólafs Elíassonar og málverk Kristjáns Davíðssonar deila vegg í stærsta salnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.