Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 3
MAGNÚS ÁSGEIRSSON
HAFIÐ
Hafið er blátt
um hljóðar nætur.
Djúpið blundar
við bergsins rætur.
Kyrrt sem örlög,
er aldrei breytast.
Blátt sem augun,
er ann eg heitast.
Það er svo margt,
sem marinn dylur.
Hver vík er breið,
sem vini skilur.
Köld er hjartanu
heimaströndin,
sem annarsstaðar
á óskalöndin. –
Hafið er blátt
um hljóðar nætur.
– Í lágnættiskyrrðinni
ljóðið grætur. –
En allri gæfu
þeir aldrei týna,
sem gefa djúpunum
drauma sína.
Magnús Ásgeirsson (1901–1955) gaf út eina ljóðabók með frumsömdum ljóð-
um. Hún nefndist Síðkveld og kom út árið 1923 er skáldið var 22 ára. Í henni
birtust einnig nokkrar þýðingar á erlendum ljóðum en Magnús átti síðar eftir að
verða einn mikilvirkasti þýðandi erlendra ljóða á íslenska tungu.
U
PPGRÖFTUR í miðborg
Reykjavíkur hefur leitt í
ljós stórmerkan skála frá
tímum víkinga og land-
náms. Það er sérkennilegt
að það er eins og menn hafi
ekki átt von á að finna neitt
merkilegt við Aðalstræti
14-18, þótt vitað væri vegna fyrri rannsókna
og heimilda að þarna var eitt elsta bæjarstæði
Reykjavíkur. Fornleifafræðingunum var upp
á lagt að fjarlægja það sem finndist og taka til
rannsóknar, síðan skyldi framkvæmdum
haldið áfram. Þegar hinn merki skáli og
reyndar fleiri húsaleifar komu í leitirnar varð
ljóst að hér var um svo merkan fund að ræða
að staldra yrði við og kanna hvernig mætti
varðveita rústirnar, nýta þær í þágu fræðslu
og ferðaþjónustu, jafnframt því að halda
áfram uppbyggingu miðborgarinnar.
Eftir því sem ég best veit er þetta í fyrsta
sinn sem (borgar)yfirvöld standa frammi fyr-
ir áleitnum spurningum um varðveislu
merkra fornminja andspænis skipulagi og
framkvæmdum sem þegar hefur verið samið
um. Um miðja síðustu öld fór fram mikil forn-
leifarannsókn á dómkirkjurústunum í Skál-
holti, undanfari þess að þar var reist ný
kirkja. Að loknum þeim uppgreftri var byggt
á rústunum, en kjallari gerður til að varðveita
bæjargöngin sem á sínum tíma lágu frá kirkj-
unni inn á biskupssetrið. Mér vitanlega varð
engin umræða um varðveislu kirkjurústanna í
Skálholti, eða að gera þær sýnilegar, en nú
eru aðrir tímar sem betur fer.
Þjóðir Evrópu hafa mikla reynslu af að
glíma við vandamál á við það sem að ofan er
lýst. Í Rómaborg er varla hægt að snúa við
steini án þess að í ljós komi rústir frá tímum
hinna fornu Rómverja. Fyrir skömmu átti
borgarstjórinn í mikilli rimmu við fornleifa-
fræðinga vegna áforma um að byggja ný lest-
argöng neðanjarðar. Í Róm eru aðeins tvær
lestarlínur sem liggja nánast í kross undir
borginni. Mikil þörf er fyrir nýja leið til að
draga úr bílaumferð sem er ærin og til að
anna vaxandi fjölda ferðamanna, námsmanna
og annarra sem nota lestarnar. Fornleifa-
fræðingar segja að þessi nýja neðanjarðarleið
muni eyðileggja miklu meira af fornum verð-
mætum en hægt sé að réttlæta með nokkru
móti. Þarna takast á tvö gild sjónarmið: fram-
tíð umferðar og umhverfis andspænis varð-
veislu fornminja sem enn eru huldar neð-
anjarðar.
Undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar varð
Vínarborg fyrir miklum skemmdum þar á
meðal hin mikla dómkirkja heilags Stefáns í
hjarta borgarinnar. Er uppbygging hófst
kom í ljós að undir kirkjunni voru gamlar
rústir eldri kirkna. Rannsókn fór fram en var
þó afar takmörkuð. Það þótti liggja meira á að
endurreisa þessa höfuðkirkju, en að kanna
fortíðina. Í fyrra var svo hafist handa við upp-
gröft inni í kirkjunni. Þessi uppgröftur leiddi
ekki aðeins í ljós að þarna hafði staðið kirkja
frá upphafi kristni á svæðinu, heldur fundust
einnig leifar rómversks hofs, öllum að óvör-
um. Þar gat einnig að líta margvíslegar minj-
ar um mannlífið, eitt og annað sem fólk hafði
misst á kirkjugólfið og troðist niður. Stef-
ánskirkjan er lifandi guðshús, þar sem mess-
að er á hverjum degi, auk morgun- og kvöld-
bæna. Hún er ekki safn og því kom ekki
annað til greina en að moka yfir rústirnar og
leggja steingólfið að nýju.
Þveröfugt dæmi er frá Jórvík í Englandi.
Þar átti að fara að byggja í borginni þegar
komið var niður á merkar rústir frá víkinga-
tímanum. Þar varð sú niðurstaða að hætta við
fyrirhugaðar framkvæmdir og reisa í staðinn
víkingasafn. Borgaryfirvöld hafa líklega aldr-
ei iðrast þeirrar ákvörðunar, því safnið dreg-
ur til sín hundruð þúsunda ferðamanna ár
hvert og hefur gert Jórvík að vinsælum
áfangastað.
Í miðborg Brussell hafa fundist fornar
rústir frá tímum Rómverja, en svo sem kunn-
ugt er lögðu þeir undir sig mikinn hluta Evr-
ópu. Þar hefur verið farin sú leið að byggja
eins konar glugga utan um rústirnar, þannig
að vegfarendur geta kíkt niður á þær og lesið
kynningu sem fylgir.
Víkur þá sögunni að endurbyggingum eða
eftirlíkingum húsa. Í þeirri fögru borg Brat-
islava í Slóvakíu er mikið af gömlum húsum í
miðborginni. Mörg þeirra voru í niðurníðslu
enda fjárhagur bágur og peningum varið í
flest annað en viðhald húsa á tímum komm-
únismans. Borgarstjórnin hefur farið þá leið
að leigja eða selja gömlu húsin með því skil-
yrði að þau verði gerð upp. Eigendur/
leigjendur mega ekki breyta framhlið
húsanna, en þeir mega gera hvað sem þeir
vilja að öðru leyti til að gera húsin þægileg og
nýtileg. Þessi stefna hefur skilað árangri.
Gamla miðborgin verður sífellt glæsilegri,
svip gamla tímans er haldið, en húsin eru nýtt
til margvíslegrar starfsemi.
Sú borg sem varð fyrir hvað mestum
skemmdum í síðari heimsstyrjöldinni var Berl-
ín. Gamla miðborgin sem var nánast ein rjúk-
andi rúst, lenti inni á hernámssvæði Rússa sem
síðar varð Austur-Þýska Alþýðulýðveldið. Yf-
irvöld tóku þá stefnu að endurreisa nokkrar af
helstu menningarbyggingum miðborgarinnar,
söfnin, óperuna, þjóðleihúsið (sem nú er glæsi-
legur tónleikasalur), Humbolth háskólann o.fl.
Endurbyggingin tók afar langan tíma enda
vandasamt verk og fjármagn af skornum
skammti. Ekki var þó ákveðið að endurreisa
allt og lítt hugsað um heillega götumynd. Við
Unter den Linden á móts við gömlu dómkirkj-
una reis Höll Alþýðunnar og aðalstöðvar
kommúnistaflokksins. Hörmulegur kassi sem
muna má fífil sinn fegri. Nú hefur verið ákveðið
að rífa þetta stóra hús og endurreisa höll sem
þar stóð fyrir stríð. Þar með mun heildarmynd
þessa glæsilega breiðstrætis taka stakkaskipt-
um, en höllin verður auðvitað glæný.
Aðalstrætið verður aldrei samt. Þar var allt
of mikið rifið og byggt í ósamræmi við það
sem fyrir var. Ég er þeirrar skoðunar að ný-
byggingar í gömlum stíl við Alaðstræti geti
tekist vel og orðið til að treysta gamla miðbæ-
inn í sessi. Það er ömurlegt að horfa á sárin
við Aðalstræti, Túngötu og Suðurgötu, afleið-
ingar þeirrar hugmyndar að leggja hraðbraut
út í Skerjafjörð. Þarna stóðu einu sinni hús,
sum hver býsna glæsileg. Ég veit ekki hvort
Kvosin verður nokkurn tíma aftur mið-
punktur mannlífs í Reykjavík, en það á að
gera allt sem hægt er til að gera þennan elsta
hluta borgarinnar aðlaðandi fyrir hvers kyns
verslun og viðskipti, menningarlíf og útivist.
Jafnframt þarf að taka mið af þeim fornleifum
sem nýbúið er að svipta hulunni af og sýna
þeim fullan sóma. Það er hægt að gera með
ýmsum hætti örðum en að reisa safn, leiðum í
anda þeirra dæma sem nefnd voru hér að
framan. Gólf, þannig að hægt sé að horfa nið-
ur á rústirnar (ef það má vegna dagsbirt-
unnar?) og/eða kjallara sem hægt er að ganga
niður í til að skoða leifar skálans, eins og hug-
myndir eru uppi um. Ég hallast að því að heil-
leg götumynd, lifandi starfsemi og varðveisla
fornminjanna geti og eigi að fara saman. Nú
þarf að hugsa málið út frá þeirri stöðu sem
upp er komin og ná um það sátt, ef þess er
nokkur kostur.
RÚSTIR Í MIÐBORG
REYKJAVÍKUR
RABB
K R I S T Í N Á S T G E I R S D Ó T T I R
FORSÍÐUMYNDIN
er af Magnúsi Ásgeirssyni þýðanda og skáldi. Ljósmyndari: Jón Kaldal.
(Þjóðminjasafn Íslands.)
xxxxxxx
Athugasemd: Í síðustu Lesbók var birt ljóðið Reisi höfuð af kodda eftir Steinar
Braga hér á síðu 3 en það láðist að geta höfundar. Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 4 . T Ö L U B L A Ð - 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
Magnús Ásgeirsson
var snjallasti ljóðaþýðandi Íslendinga um
sína daga og hafði meiri áhrif á íslenzka
ljóðagerð á tuttugustu öld en flestir aðrir,“
segir Þorsteinn Gylfason í grein um Magn-
ús en aldarafmæli hans var í gær, 9. nóv-
ember. Hjörtur Pálsson skrifar einnig um
Magnús en hann vinnur nú að bók um ævi
þýðandans og verk.
Jon Fosse
er hinn nýi Ibsen að mati margra í Noregi.
Á 18 árum hefur Fosse gefið út a.m.k. tólf
skáldsögur, sextán leikrit, fjórar ljóðabæk-
ur og nokkrar barnabækur. Honum hafa
verið veitt ótal verðlaun, m.a. Ibsen-verð-
launin, Gyldendal-verðlaunin og Norrænu
leikritaverðlaunin árið 2000. Leikrit hans
hafa verið þýdd á tólf tungumál og hafa
verið sýnd í mörgum stórborgum Evrópu,
þar á meðal París. Ragnheiður Ásgeirs-
dóttir fjallar um skáldið.
Kvikmyndahátíð
í Reykjavík hófst í gærkvöldi með sýningu á
indversku kvikmyndinni Stormasamt brúð-
kaup sem vann Feneyjahátíðina í haust.
Árni Þórarinsson fjallar um myndirnar sem
eru í boði og segir að hátíðin „rúmi að þessu
sinni rómantík og erótík, dramatík og póli-
tík og flestar þær tíkur, sem hugurinn girn-
ist“.
Ljóðaþýðinga-
samkeppni
Lesbókar, Hugvísindastofnunar og Þýðing-
arseturs Háskóla Íslands er öllum opin en í
henni verða veitt verðlaun fyrir bestu þýð-
ingar á erlendu ljóði og þýðingu íslensks
ljóðs á erlenda tungu. Samkeppnin er hald-
in í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu um þýð-
ingar sem fram fer hér á landi í desember.
Skilafrestur er 5. desember. Sjá nánar á
baksíðu.