Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Page 8
unnu fyrir sér í fjölleikahúsum 19. aldar.
Myndin er í raun sérstæð útgáfa af ástarþrí-
hyrningnum klassíska.
Michael og Mark Polish vissu strax á tán-
ingsaldri að þeir vildu verða kvikmyndagerð-
armenn. Michael stundaði nám í faginu og
Mark gerðist leikari og handritshöfundur.
Twin Falls Idaho er fyrsta afkvæmi þeirra í
fullri lengd.
Sköpun og sjálfseyðing listmálarans
„Jackson Pollock: Er hann fremsti núlifandi
listmálari Bandaríkjanna?“ spurði tímaritið
Life árið 1949. Margir svöruðu játandi. Hann
var þá þegar orðinn þekktur í listalífi New
York-borgar og átti eftir að ná enn lengra,
brautryðjandi í róttækum myndstíl og varð,
að sögn, fyrsti bandaríski abstraktmálarinn,
sem Evrópumenn tóku alvarlega. Hann varð
fyrsta „stjarna“ bandarískrar málaralistar.
En Pollock var flókinn persónuleiki, við-
kvæmur og árásargjarn, þráði viðurkenningu
en var þjáður af efasemdum og sjálfseyðing-
arhvöt, sem ágerðust er á ævi hans og feril
leið.
Einn fremsti leikari Bandaríkjanna, Ed
Harris, valdi ævi Jacksons Pollock sem við-
fangsefni fyrsta leikstjórnarverkefnis síns og
leikur jafnframt aðalhlutverkið. Fyrir það var
hann tilnefndur til Óskarsverðlauna og einnig
leikkonan Marcia Gay Harden, sem fer með
hlutverk eiginkonu Pollocks, listmálarans Lee
Krasner, og hreppti verðlaunin. Harris hafði
velt fyrir sér og rannsakað líf og list Pollocks í
meir en áratug áður en hann lét til skarar
skríða og gerði myndina. Hann hóf að stunda
málaralist sjálfur til að öðlast nægilegt sjálfs-
traust til að mála í myndinni og sama gerði
Harden. Meðal annarra leikara eru eiginkona
Harris, Amy Madigan, sem leikur Peggy
Guggenheim, Jennifer Connelly, Bud Cort,
John Heard og Val Kilmer.
Þrír dagar af kynlífi
Foreldrar Waynes Wang í Hong Kong voru
svo miklir Hollywoodaðdáendur að þau skírðu
hann í höfuðið á John Wayne. Sjálfur var hann
snemma staðráðinn í að verða kvikmyndahöf-
undur, hélt til náms í fyrirheitnu borginni
Hollywood og hugðist láta ætlunarverk sitt
rætast þegar hann sneri aftur heim til Hong
Kong. Þar voru menn lítt spenntir fyrir „höf-
undum“ annars en kung fu-slagsmálamynda.
Wang tók þátt í gerð einnar slíkrar, Golden
Needles, sem reyndar var bandarísk, og hélt
svo aftur vestur um haf. Fyrsta mynd hans
þar sem leikstjóri og handritshöfundur var
gerð fyrir skiptimynt, gráglettin gamanmynd
um asíska leigubílstjóra í San Francisco og
hét Chan Is Missing (1981). Hún fékk góða
dóma og næst reyndi Wang að færa sig nær
miðjunni með spennumyndinni Slam Dance
(1987), sem ekki gekk eins vel. Hann komst
aftur í form með Eat a Bowl of Tea (1989) en
mesti smellur Wangs var The Joy Luck Club
(1993) eftir sögu Amy Tan. Wang og rithöf-
undurinn Paul Auster stóðu saman að þeim
fínu mannlífsstúdíum Smoke og Blue In the
Face (1995), en síður gekk með Chinese Box
(1997), sem Wang gerði í heimaborg sinni og
gerist þegar Kínverjar taka yfir Hong Kong,
og dramanu Any Where But Here (1999) með
Susan Sarandon.
Nýja myndin, Miðja alheimsins eða Center
Of the World, sem Kvikmyndahátíð sýnir nú,
þykir djarfasta verk Wangs, erótískt drama
sem líkt hefur verið við Síðasta tangó í París
og Veldi tilfinninganna. Peter Sarsgaard leik-
ur ungan og nýríkan tölvusnilling og Molly
Parker fatafellu í San Francisco. Við fyrstu
kynni kviknar losti og þau ákveða að eyða
næstu þremur dögum við kynlífsiðkanir í Las
Vegas. Kynlíf verður miðja alheims þeirra,
eins og titillinn vísar til. En hvað um tilfinn-
ingarnar?
Skuldbinding rannsóknarlöggunnar
Jerry Black, rannsóknarlögga í Nevada
(Jack Nicholson), er að hætta störfum fyrir
aldurs sakir. Á síðasta starfsdegi fær hann
kveðjugjöf frá félögunum – veiðiferð til
Mexíkó – en þegar tilkynnt er um lík 8 ára
stúlku í snæviþöktum fjöllum getur Black
ekki verið kyrr og fer á staðinn. Það kemur í
hans hlut að tilkynna foreldrunum að dóttir
þeirra hafi verið myrt og andspænis sorg
þeirra og spurningum skuldbindur hann sig til
að hafa uppi á morðingjanum.
Þannig hefst The Pledge eða Skuldbind-
ingin, ný spennumynd, sem hinn þekkti leik-
ari Sean Penn hefur leikstýrt og byggir á
skáldsögu Friedrichs Dürrenmatt. Þegar
Penn las bókina vissi hann strax að hann vildi
fá Jack Nicholson í aðalhlutverkið, en þeir
höfðu áður unnið saman að mynd Penns, The
Crossing Guard. „Það sem heillaði mig við
söguna,“ segir Penn, „var að hún er um örlög
frekar en rökhyggju. Black tekst eins konar
krossferð á hendur, sem gefur lífi hans merk-
ingu á ný. Myndin er ekki um morðingjann
eða morðin heldur þann sem rannsakar þau.“
Um hlutverk sitt segir Jack Nicholson:
„Jerry vill í raun og veru ekki hætta störfum
og þegar hann stendur frammi fyrir þessum
hryllilega glæp og tilfinningum þeirra sem
eftir lifa getur hann það ekki. Mjög margt af
því sem hann gerir þjónar tvíþættum tilgangi
– í þeirra þágu og í eigin þágu. Þetta gerir
myndina að óvenjulegum löggutrylli.“
Kona á barmi taugaáfalls
Sé The Pledge óvenjulegur krimmi frá
Hollywood er The Deep End eða Kviksyndi
það frá óháða bandaríska geiranum. Höfund-
ar hennar, Scott McGehee og David Siegel,
vöktu athygli fyrir átta árum fyrir furðuverk-
ið Suture, eins konar krimma um sjálfsímynd-
ir, þar sem aðalpersónan, grunaður um föð-
Miðja alheimsins: Erótískir dagar í Las Vegas. Chuck og Buck: Æskuvinir uxu og stöðnuðu.
Sálumessa draums: Martröð úr helvíti fíknarinnar.
Svalir og galnir: Hversdagsmenn syngja gegn náttúruöflunum.
Stormasamt brúðkaup: Nútíminn slæst við fornar, indverskar hefðir.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001
TVÍBURARNIR
Michael og Mark
Polish, höfundar
Twin Falls Idaho
eða Síamstvíbur-
arnir, hafa frá
barnæsku safnað
úrklippum og lækn-
isfræðilegum gögn-
um um síamstvíbura og náði sú tómstunda-
iðja hámarki þegar þeir byrjuðu
rannsóknarvinnu fyrir handritsgerðina.
Tíðni síamstvíburafæðinga er einn á móti
50.000 til 80.000. Síamstvíburar verða til
þegar egg svokallaðra eineggja tvíbura
hættir klofnun í miðjum klíðum en fóstrin
halda áfram að þroskast. Enginn veit hvers
vegna þetta gerist en Polishbræður segjast
telja það hafa orðið algengara á síðustu
áratugum. Ef samtengdir tvíburar lifa af
fæðingu eiga þeir að öðru jöfnu ekki langa
ævi fyrir höndum. Chang og Eng urðu hins
vegar 63 ára, höfðu báðir kvænst og eignast
samtals 22 börn.
Tveir fyrir einn
„ÞAÐ var á haustdegi í Berlevåg og ég
var að taka þar bíómynd mína Þegar
myrkrið líður hjá,“ segir Knut Erik Jen-
sen leikstjóri um kveikjuna að Svalir og
galnir. „Napur vindur úr norðvestri blés
snjónum lárétt yfir götur þorpsins. Ég var
á leið á tónleika í félagsmiðstöðinni; þar
myndi ég heyra karlakór Berlevåg
syngja. Frá fyrsta tóni var ég bergnum-
inn. Hér, á hjara veraldar, stóð hópur
manna og söng, alvarlega, þróttmikið og
ástríðuþrungið. Rúnum rist andlit, sem
staðið höfðu af sér ólgusjói og ískalda
storma, baðað sig í miðnætursólinni og
virt fyrir sér ógnvekjandi kyrrð hafsins,
milduðust öll við að mæta tónlistinni og
ljóðunum. Í kórnum höfðu þessir menn
leitað athvarfs frá hversdagsbaslinu og
fundið það í ástarsöngvum, sálmum og
kröftugum mörsum – Söng Berlevågs.“
Athvarf söngsins
TÖKUR á sakamálamynd
Seans Penns, The Pledge,
fóru fram að vetrarlagi í
Bresku Kólumbíu í Kan-
ada, en þar eð myndin ger-
ist á einu og hálfu ári
þurftu kvikmyndagerðar-
mennirnir að setja vor,
sumar og haust á svið í
vetrarríkinu. Veðurfarið
var óútreiknanlegt og
krafðist mikils sveigjanleika við tökurnar.
Að kvöldi var undirbúin vetrarsena en þeg-
ar átti að taka hana morguninn eftir hafði
regnið skolað snjónum burt. Þá varð að
flytja tökulið og leikara tuttugu kílómetra
upp í fjöllin í brunakulda og með engum
fyrirvara. Þetta gæti minnt á íslenska kvik-
myndagerð.
Á árstíðaveiðum
„EITT uppgötvaði ég um
list Jacksons Pollocks,“
segir Ed Harris, leik-
stjóri og aðalleikari í
Pollock, „atriði sem sjálf-
sagt allir listfræðinemar
þekkja en var opinberun
fyrir mig, og það var að
hann trúði á og lifði eftir
þessari setningu: „Ég
nota ekki tilviljanir vegna þess að ég af-
neita tilviljunum.“ Það er ógerlegt að
nálgast verk Pollocks nema hver dráttur,
hver litur, hver sletta og hvert korn hafi
ákveðinn og afmarkaðan tilgang.“
Engar tilviljanir
ÞEGAR Ken Loach hélt til Los Angeles að
gera Brauð og rósir um réttinn til að stofna
verkalýðsfélög lenti hann sjálfur í útistöð-
um við verkalýðsfélög. „Ég sá bæði góðu
hliðina á verkalýðsfélögum og einnig þá
verstu, sem kemur í ljós þegar þau verða
lokuð gildi með múrum umhverfis sig.
Kvikmyndatökur í Los Angeles eru ofur-
seldar reglugerðum og skriffinnsku.
Stundum neyddumst við til að vera óþekk
og brjóta reglurnar svo lítið bar á. Það er
svolítið skemmtilegt að brjóta reglur, eins
og að verða óþekki strákurinn í kennslu-
stofunni á ný.“
Óþekki Ken
DRAMATÍK OG
RÓMANTÍK, PÓLI-
TÍK, ERÓTÍK OG...