Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2001, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 10. NÓVEMBER 2001 15
MYNDLIST
Árnastofnun: Handritasýning opin þri.-
fös 14-16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is: Ilmur Stefáns-
dóttir. Til 2. des.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Elín G. Jó-
hannsdóttir. Til 18. nóv.
Gallerí Reykjavík: Helga Unnarsdótt-
ir. Til 10. nóv. Guðmundur Björgvins-
son. Til 21. nóv.
Gallerí Skugga: Sara Björnsdóttir. Til
25. nóv.
Gerðarsafn: Fjórir listamenn. Til 2.
des.
Gerðuberg: Þórunn Sveinsdóttir. Til
17. nóv.
Hafnarborg: ListVerkun. Til 12. nóv.
Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi: Gjöf
Eriks Magnussen. Til 2. des.
i8: Roni Horn. Til 12.1.
Íslensk grafík: Sigrún Ögmundsdóttir.
Til 3. des.
Listasafn Ak.: Óli G. Jóhannsson og
Kristján Davíðsson. Til 16. des.
Listasafn ASÍ: Margrét Jónsdóttir.Til
25. nóv.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14-17.
Listasafn Íslands: Gunnlaugur Schev-
ing. Til 9. des.
Listasafn Rvíkur - Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna.Til 10.2.
Listasafn Rvíkur - Hafnarhús: Einar
Már Guðvarðarson og Bjarne Lönn-
roos.Til 25. nóv. Erró. Til 1.1.
Listasafn Rvíkur - Kjarvalsstaðir:
Kristján Guðmundsson. Til 16. nóv.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Vetr-
arsýning. Til 25. nóv.
Listasalurinn Man: Guðbjörg Hákonar-
dóttir. Til 11. nóv.
Listhús Ófeigs: Þrjár skólasystur. Til
21. nóv.
Ljósmyndasafn Rvíkur: Samsýning 17
ljósmyndara. Til 13. des.
Norræna húsið: Ævintýrasýning. Til 9.
des.
Nýlistasafnið: Margmiðlaður Megas í
Nýló. Til 30. nóv.
Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor-
gerður Sigurðard. Til 31. des.
Snegla, listhús: Samsýning Sneglu-
hópsins. Til 10. nóv.
Straumur, Hafnarfirði: Birgir Sigurðs-
son. Til 25. nóv.
Stöðlakot: Dominique Ambroise. Til 18.
nóv.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Langholtskirkja: Skálholtskórinn o.fl.
Víst mun vorið koma. Kl. 16.
Háskólabíó: SÍ. Chaplin: Sirkus. Kl. 15.
Sunnudagur
Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur. Kl. 20.
Hallgrímskirkja: Erich Piasetzki org-
elleikari.Kl. 20.
Salurinn, Kópavogi: Kammerhópur
Salarins. Kl. 16:30.
Mánudagur
Listasafn Íslands: Kammersveit
Reykjavíkur og einleikarar. Kl. 20.
Þriðjudagur
Salurinn, Kópavogi: Peter Tompkins,
óbó, og Guðríður St. Sigurðardóttir, pí-
anó. Kl. 20.
Miðvikudagur
Kristskirkja, Landakoti: Dómkórinn
ásamt einsöngvurum og kammersveit.
Kl. 20:30.
Fimmtudagur
Háskólabíó: SÍ. Einleikari: Borís Ber-
ezovskíj. Kl. 19:30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Vatn lífsins, 11. nóv.
Syngjandi í rigningunni, 10., 15., 16.
nóv. Blái hnötturinn, 11. nóv. Vilji
Emmu, 10., 16. nóv. Karíus og Baktus,
frums. 11. nóv. Pars Pro Toto, 13., 14.
nóv.
Borgarleikhúsið: Blíðfinnur, 10., 11.
nóv. Kristnihald u. Jökli, 10. nóv. Með
vífið í lúkunum, 11., 15., 16. nóv. Beðið
eftir Godot, 10. nóv. Píkusögur, 10., 11.,
15., 16. nóv. Dauðadansinn, 10. nóv.
Íslenski dansflokkurinn: Da, Plan B,
Milli heima, 11. nóv.
Íslenska óperan: Töfraflautan, 11., 16.
nóv.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn,
16. nóv.
Kaffileikhúsið: Veröldin er vasaklútur,
13., 15. nóv.
Leikfélag Akureyrar: Blessað barna-
lán, 10., 11. nóv.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
grunnmálum fagurfræðinnar. Hallast nú æ
meir að fornri stílfæringu í anda Puvis de Chav-
annes, japönskum tréristum, austurlenzkum út-
skurði, skarti indíána, leirfötum Inka og lág-
myndum á fornum búddískum hofum á
Indlandi. Í lok ársins snýr hann baki við Piss-
arro og ánetjast hinni nýju kynslóð áhrifamál-
ara.
Gauguin hafði komið Clovis syni sínum fyrir á
gestaheimili yfir sumarið og að ráði vinar heldur
hann til Bretagne í júlímánuði. Dvelur í þrjá
mánuði á gistiheimili listamanna í Pont Aven, og
hittir þar hinn unga Emile Bernard fyrir sem
hafði mikil áhrif á hann. Í fyrsta skipti á ævinni
getur Gauguin nú málað einn og ótruflaður og
um leið fá eigin og ferskar hugmyndir útrás á
dúkana. Til að ná sem mestu ljósmagni úr lit-
unum hugkvæmist honum að notast einvörð-
ungu við prismalitina, án þess að blanda þeim
saman, um leið formar hann teikninguna á eins
einfaldan hátt og honum var mögulegt, útkoman
varð eins konar samtenging, synthetysmus.
Ekki skorti sjálfsálitið er leið á dvölina eins og
fram kemur í bréfi til Mette; menn álíta mig
mikilvægasta málarann í Pon-Aven og „öllum
heiminum“, Ameríku, Englandi, Sviss, Frakk-
landi. Útlit hans tekur einnig stakkaskiptum,
hann fer í námskeið í boxi og hleypur allt hvað af
tekur um strætin í sjálfsmíðuðum tréklossum.
Kominn aftur til Parísar um haustið snýr
hann sér að leirkeragerð og skreytir þau bret-
ónskum myndefnum. Til tíðinda telst að í sept-
ember birtist stefnuyfirlýsing táknsæisins eftir
Jean Moréas í, Figaro littéraire, og að í nóv-
ember ber fundum þeirra van Goghs saman. Í
apríl árið eftir er sem fyrr segir stefnan tekin á
Martinique eyjaklasann á vit villimennsku og
munaðar þá Mette hafði sótt Clovis og tekið með
sér til Kaupmannahafnar. Næstu þrjú árin er
Gauguin með annan fótinn í fyrrnefndri listaný-
lendu sem rekin var í
gistiheimilinu Gloance, í
Pont Aven, Bretagne.
Eignast ákafa áhangend-
ur í málarunum Charles
Laval og Emile Bernard
sem átti fallega systur
sem Gauguin fer fljótlega
í fjörurnar við með góðum
árangri að venju. Aðal-
aðdáandann má þó telja
van Gogh, sem lét heillast
af málverkum villimanns-
ins og gerir allt til að telja
hann á að heimsækja sig í
gula húsið sitt í Arles,
vinnustofuhús suðursins.
Tekst að lokka hann
þangað eftir að lista-
höndlarinn Theo bróðir
hans skuldbatt sig til að
kaupa eitt málverk eftir
vininn mánaðarlega á
meðan á dvöl hans stæði.
En þrátt fyrir alla hrifn-
inguna á Gauguin fóru skoðanir þeirra ekki
saman, þeir rifust heiftarlega þess á milli sem
þeir kneyfuðu absintið hraustlega á börum og
sinntu ástleitnum lifidömum. Í þeirri list var
gesturinn öllu stórtækari enda ólíkt meiri
heimsmaður, að auk leikari af guðs náð. Gaug-
uin var allur í hugmyndunum og hugmynda-
fræði, en van Gogh stórum jarðbundnari, taldi
tengslin við náttúruna frumskilyrði svipmikilla
athafna. Vildi mála hugljómanir sínar úti í guðs
grænni náttúrunni, en gesturinn hugmyndir
sínar inni fyrir. Allir sæmilega innvígðir vita eitt
og annað af hinum stórbrotnu málalokunum, og
óþarfi að fjölyrða um þau hér. Og þótt aðdrag-
andinn sé látinn liggja á milli hluta, er sú nýja
kenning að gesturinn hafi skorið eyrað af gest-
gjafa sínum ekki með öllu fráleit. Til þess hafði
hann skap og drykkurinn sem þeir innbyrtu það
göróttur að löngu er búið að taka hann úr um-
ferð. Í öllu falli draga úr styrkleikanum líkt og
Anis del Mono á Spáni, er hjarðarsveinar uppi á
hásléttunum sem vakna gegnfrosnir í morguns-
árið, fengu einir að neyta í fullum styrkleika er
ég síðast vissi. Van Gogh var líkast til ekki geð-
veikur, heldur gekk með sjúkdóm sem veldur
óbærilegu suði fyrir eyrunum, sem getur leitt til
þess að á köflum verði þolandinn frávita og
naumast ábyrgur gerða sinna. Einnig altekinn
ranghugmyndum og ímyndunum eins og mun
hafa verið tilfellið hjá van Gogh þegar hann
gekk í humátt á eftir Gauguin með rakhníf á
lofti.
Paul Gauguin var stórbrotinn persónuleiki,
haldinn ómældu lífshungri sem frekar ágerðist
með árunum en hitt. Hafði bæði kjark og dug til
að brjóta allar brýr að baki og fylgja köllun sinni
í listinni. Jafnframt halda út á óravíddir Kyrra-
hafsins til að leita uppi hið upprunalega og
ósnortna sem hyggja hans sagði að væri að
finna á þessum unaðseyjum hitabeltisins. Einn-
ig frjálsar ástir líkt og í árdaga, er eðlunin fór
fram samkvæmt lögmálum náttúru, framþróun-
ar og himintungla, menn slökktu hér einfaldlega
holdlegum þorsta sínum. Kynlífið sú listgrein
við hlið útskurðar sem hélt uppi stoðum himins-
ins á þessum frjósömu eyjum. Þannig hafði það
verið áður en siðmenningin barst til eyjanna og
hvíti maðurinn fór að skipta sér af lífi frum-
byggjanna. Þeir kunnu vel að meta ljúfar lysti-
semdir, höfðu um leið ríka tilfinningu fyrir lífi og
dauða; við hverfum héðan líkt og smáfiskarnir í
gin hákarlsins sögðu þeir. Heimspekingurinn
Denis Diderot vantreysti öllum sem leituðust
við að skipuleggja hlutina, áleit að því siðmennt-
aðari sem maðurinn væri þeim mun óhamingju-
samari og verri. Virðingin fyrir kynþroska ung-
lingsstúlkum í jöfnu hutfalli við fjölda elskhuga
þeirra, óseðjandi hungur Guguins til kvenna sá
eiginleiki sem eyjarskeggjar mátu einna mest,
samfara andstöðu hans við biskupa, skóla og
franska embættismannavaldið.
Árið 1903 gekk hvirfilvindur yfir eyjaklasann
en fyrir einhverja yfirnáttúrulega skikkan stóð
hús málarans af sér veðrið þótt önnur í nágrenn-
inu fykju út í hafsauga. Kannski voru hinir fornu
vættir eyjaklasans að þakka hinum feiga hal
vökula varðstöðu um líf, forna menningu frum-
byggja og samkennd við lifendur. Hvíta mann-
inum, sem hafði jafn ríka samúð með innfædd-
um og andúð á innflytjendunum er báru með sér
ágirnd, sjúkdóma, spillingu, og tók jafnan mál-
stað þeirra gegn yfirvaldinu. Einmitt á líkum
tíma og fellibylurinn gekk yfir reyndi hann ár-
angurslaust að tala máli eyjaskeggja sem dæma
skyldi fyrir drykkjuskap, fylginaut hvíta
mannsins, kráarlífi, sárasótt og saurlifnað bak
við byrgða glugga, en var sjálfur ákærður og
dæmdur til þriggja mánaða betrunarhúsvistar
ásamt 1.000 franka sekt. Hann var á barmi ör-
væntingar, sektin jafngilti að fjárhagurinn væri
endanlega í rúst, og heilsu hans sem var slæm
fyrir tók ört að hraka. Deyfði sársaukann með
rauðvíni, absint, rommi og gleypti morfín í
miklu magni. Átti ekki fyrir fari til Tahití þar
sem hann hefði án nokkurs vafa fengið dóm-
inum rift, en dó áður en kom að afplánun hans.
Í skráðum heimildum stendur að útgjöld dán-
arbús hins útlifaða málara fari fram úr tekjum.
Hann hafi einungis látið eftir sig nokkur mál-
verk sem harla lítið útlit væri fyrir að fengjust
kaupendur að, og því til lítils að sælast fyrir
skuldunautana. Líkið var kvistað niður einhvers
staðar í kirkjugarðinum, hvar vissi ekki nokkur
sála að fáum árum liðnum.
Tvær sýningar á verkum Gauguins, sem
drjúga eftirtekt vöktu en einnig mikinn hávaða
voru haldnar í Þýskalandi á dánarárinu, þó
mánuðum áður en fréttin um andlát hans barst
til Evrópu. Þá voru þarlendir einkasafnarar
farnir að viða að sér verkum Gauguins, sem má
rekja til þess að 1890 lést Chaudet, hinn vafa-
sami umboðsmaður málarans í París, og hann
hafði þá gert samning við Amrosie Vollard, sem
óðast var að skrifa nafn sitt í franska núlista-
sögu. Frægð málarans steig ört næstu árin og
listunnendur fóru að valfarta á slóðir hans á
Tahití og Hivahoa, en er þeir komu á síðartalda
staðinn fundu þeir ekki gröf hans. Urðu mjög
undrandi, skrifuðu hneykslaðir heim og sögðu
frá því að hinum mikla syni þjóðarinnar hefði
ekki einu sinni verið unnt merkts hvílustaðar.
En þá var eins og við manninn mælt, gröfinni
skaut upp, fyrst var það sementplata með
marmaratoppi, hvar á stóð með hátíðlegu letri:
Hér hvílir… en í framhaldinu virðast embætt-
ismennirnir hafa haft hraðan á. Nú gátu menn
loks bent stoltir á hvílustaðinn, jafnvel þótt allt
benti til einhverra tilfæringa, jarðneskar leifar
hins látna að mestu löngu samsamast moldinni
og trúlega á allt öðrum stað í kirkjugarðinum.
Seinna hafa menn enn fiktað við steininn og
fært í reisulegra form, sementplatan horfinn en
rauðsteinn komin í staðinn. Á þann hátt vex
heimsins dýrð, sagan um gröfina á vissan hátt
sagan um líf málarans. Hann hóraðist, drakk
skuldsetti sig, og málaði á þann hátt að hinir
hempuklæddu skinhelgu og réttvísu fengu eitt
og annað að hugsa um.
Allar götur síðan hefur nafn Gauguins órjúf-
anlega verið tengt Suðurhafseyjum, aðdrátt-
arafl og kennimark sem allar ferðaskrifstofur
nýta sér. Annar hver leigubílstjóri rekur stoltur
ættir til hans, nafn hans á skipum, hótelum,
söfnum og menningarhúsum, öllu sem pening-
um veltir…
– Dagbókin sem varð kveikja þessa samtín-
ings er traust hönnun sem fer vel í hendi, prýdd
mörgum myndum í lit og svarthvítu frá Hiv-
ahoa. Hún er afar fjölþætt fróðleg og skemmti-
leg aflestrar, rótfestir aðal myndverka Gaugu-
ins; miklar sálarvíddir og frjóa sköpunargáfu.
Einnig, að þrátt fyrir takmarkaða listmenntun
var umfang listsköpunar málarans meira og
frjórra en flestra samtíðarmanna hans. Bækurn-
ar Nóa Nóa og Fyrir og eftir, jafnframt fram-
úrskarandi bókmenntir þar sem ausið er af
tveim andstæðum uppsprettum, hillingum og
verund. Stuðst var frjálslega við fjölda heimilda,
íslenzka þýðingu á Nóa Nóa eftir Tómas Guð-
mundsson, formála dagbókarinnar eftir Ib Mich-
ael, katalógur og listaverkabækur. Bókin var
gefin út af forlaginu Bløndal í Kaupmannahöfn.
Teikning af húsi Gauguins í Atuana á Hivahoa, Nautnahúsinu.
Mette Sophie Gad með börnum sínum. Aftari röð Clovis, Aline, Emil, sem varð verkfræðingur.
Fremri röð Pola listsögufræðingur og Jean myndhöggvari.