Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001
KANADÍSKI rithöfundurinn
Alice Munroe hefur sent frá sér
smásagnasafnið Hateship,
Friendship,
Courtship,
Loveship,
Marriage:
Stories
(Fjandskapur,
vinskapur, til-
hugalíf, ást-
arlíf, hjóna-
band: Sögur.)
Alice Munroe
er þekktust fyrir smásagnagerð
en hún þykir hafa meistaraleg
tök á forminu. Í sögum sínum
dregur hún fram hið óvanalega
og annarlega í hversdagslífinu
og kafar djúpt í flókið sálarlíf.
Sögur hennar bregða margar
hverjar ljósi á tilveru kvenna og
eru smábæir og litlar borgir í
Ontario og British Columbia
sögusvið fjölmargra sagnanna.
Alice Munro ólst upp í Wing-
ham, Ontario í Kanada. Hún hef-
ur áður sent frá sér níu smá-
sagnasöfn, og eina skáldsögu,
sem jafnan hafa hlotið lof gagn-
rýnenda og viðurkenningar.
Smásögur höfundarins hafa birst
í tímaritum á borð við The New
Yorker, The Atlantic Monthly og
The Paris Review og verið þýdd-
ar á fjölda tungumála.
Glápmenning samtímans
BRETINN Ben Elton sendi í
byrjun mánaðarins frá sér nýja
skáldsögu. Dead Famous heitir
bókin (Skelfilega frægur) og
fjallar um hinn uggvænlega
heim hins svonefnda „raunveru-
leikasjónvarps“. Þar segir frá
því er Framleiðslufyrirtækið
Gluggagægir (Peeping Tom
productions) fær hugmynd að
hinu fullkomna sjónvarpsefni.
Um er að ræða þáttinn „Húsleit“
og er auglýsingaslagorð hans
„Eitt hús. Tíu keppendur. Þrjá-
tíu myndavélar. Fjörutíu hljóð-
nemar. Einn lifir af.“ Í bókinni
þykir Elton taka á glápmenningu
og athyglissýki samtímans af
sinni annáluðu gráglettnu kímni.
Ben Elton er einn helsti gam-
anhöfundur Breta, en hann hef-
ur unnið að sjónvarps- og kvik-
myndaefni, ritað skáldsögur og
leikrit og komið fram sem uppi-
standari. Hann átti m.a. þátt í
gerð hinna rómuðu gamanþátta
Blackadder, en meðal skáld-
sagna hans eru Popcorn, sem
Elton vann síðar samnefnt leikrit
úr, en það hefur verið sett upp
víða um heim, m.a. hérlendis.
Ævisaga Iris Murdoch
PETER J. Conradi hefur gefið út
ævisögu um breska rithöfundinn
Iris Murdoch (1919–1999) sem
heitir Iris Murdoch: A Life (Iris
Murdoc: Ævi). Condradi var einn
nánasti vinur skáldkonunnar og
er umsjónarmaður Murdoch-
stofnunarinnar. Í ævisögunni er
sjónum einkum beint að upp-
vaxtar- og mótunarárum Mur-
doch, en hún ólst upp í Dublin á
Írlandi en sótti menntun sína í
heimspeki, sögu og klassískum
fræðum í Oxford-háskóla. Eftir
að hafa gegnt stjórnsýslu-
störfum í nokkur ár eftir stríð
hóf Murdoch framhaldsnám í
heimspeki og naut þar leiðsagn-
ar Ludwigs Wittgensteins. Mur-
doch gegndi lekorsstöðu við St.
Anne’s College í Oxford frá 1949
til 1963, þegar hún sneri sér að
ritstörfum. Murdoch var sér-
staklega afkastamikill höfundur
en eftir hann liggja 26 skáldsög-
ur. Meðal verka hennar eru Und-
er the Net, þar sem höfundur
tekst m.a. á við sartre-íska heim-
speki, The Bell og The Sea, The
Sea sem hlaut Booker-verðlaun-
in árið 1978.
ERLENDAR
BÆKUR
Munroe og hið
annarlega
Alice Munroe
F
YRIR skömmu birtist frétt í Morg-
unblaðinu með fyrirsögninni:
„Nýtt kynningarform á dráttarvél-
um“. Þessi óræða fyrirsögn vakti
athygli mína.
Mér datt fyrst í hug að orðið
„kynningarform“ vísaði til drátt-
arvélarinnar með svipuðum hætti
og í setningunni „nýtt drifskaft á dráttarvélum“
en átti síðan í mesta basli með að sjá fyrir mér
hvar á dráttarvélinni þetta kynningarform væri
staðsett og hvernig það væri í laginu. Áður en
ég vissi af var ég búinn að lesa sjálfa fréttina en
hún fjallaði um nýtt fyrirkomulag söluaðila við
kynningu á John Deer-dráttarvélum í Aðaldal
og Reykjahverfi: „Var farið heim á bæina þar
sem hverjum bónda var sýnd vélin sérstaklega í
stað þess að safna mönnum saman á einn stað.“
Fréttin afhjúpaði tvennt sem ég hafði ekki
leitt hugann að áður. Í fyrsta lagi að fyrirsagnir
í dagblöðum eru knappt form sem gera sam-
bærilegar kröfur til blaðamanna og ströngustu
rímnahættir gera til skálda. Yfirleitt er nægj-
anlega flókið fyrir blaðamanninn að sjóða atvik
og viðburði úr veruleikanum niður í hnitmiðaða,
skýra frétt, en í fyrirsögninni þarf hann að
ganga skrefi lengra og tálga fréttina niður í fá-
ein orð. Mikilvægt er að þau orð gefi ekki vill-
andi mynd af fréttinni og þar með veruleikan-
um, enda kunn staðreynd að fjöldi lesenda lætur
sér nægja að renna augum yfir helstu fyrirsagn-
ir en grípa aðeins niður í fáeinar fréttir. Í öðru
lagi sýndu viðbrögð mín við „kynningarform-
inu“ á John Deer-dráttarvélunum að bestu fyr-
irsagnirnar eru ekki endilega þær sem eru auð-
skiljanlegar og hnitmiðaðar. Óræð fyrirsögn
getur þvert á móti verið til þess fallin að lesand-
inn kynni sér sjálfa fréttina en það hlýtur að
vera meginmarkmið blaðamannsins.
Góð fyrirsögn gerir með öðrum orðum tvennt
í senn; að svala og vekja forvitni. Hún segir okk-
ur sögu … en ekki alla söguna.
Eftir að hafa komist að þessari sjálfsögðu nið-
urstöðu leitaði ég uppi fyrirsagnir í dagblöðum
sem mér þóttu annaðhvort vel orðaðar eða vekja
forvitni. Dæmi um hið fyrrnefnda fann ég í
stuttri frétt af Íslandsmeistaramótinu í vaxt-
arrækt með fyrirsögninni: „Hnyklað til sigurs“.
Hannes Hafstein eða Einar Benediktsson hefðu
verið fullsæmdir af slíkri hnitmiðun. Í síðar-
nefnda flokkinn rataði hins vegar fyrirsögnin:
„Játaði að hafa ekið á Borgarleikhúsið.“ Ég fann
mig knúinn til að lesa meira: Fréttin snerist um
tvítugan mann sem hafði verið handtekinn fyrir
að hafa brotið rúður á fjórum stöðum á höf-
uðborgarsvæðinu. Hann ók meðal annars bif-
reið á rúðu við aðalinngang Borgarleikhússins.
Af öðrum fyrirsögnum sem ég klippti út má
nefna „Ölvunarakstur talinn nauðsynlegur“
(forvitnileg en villandi), „Lést eftir árekstur við
önd“ (hnitmiðuð en heldur spaugileg miðað við
efni fréttar) og „Fáklæddir „ferðamenn“ á nekt-
arstað“ (bæði hnyttin og forvitnileg). Eftir-
minnilegasta fyrirsögnin sem ég rakst á í þess-
ari rannsókn var aftur á móti með frétt af
sameinuðum lista nokkurra flokka fyrir sveit-
arstjórnarkosningar í bæjarfélagi einu á lands-
byggðinni. Um var að ræða beina tilvitnun í orð
eins talsmanna listans, sem sagði reyndar meira
um stöðuna í íslenskum stjórnmálum en orð-
heppni blaðamannsins: „Stefnum að stærri
minnihluta“.
FJÖLMIÐLAR
ER ÞETTA GÓÐ FYRIRSÖGN?
Fréttin afhjúpaði tvennt sem ég
hafði ekki leitt hugann að áður.
Í fyrsta lagi að fyrirsagnir í
dagblöðum eru knappt form sem
gera sambærilegar kröfur til
blaðamanna og ströngustu
rímnahættir gera til skálda.
J Ó N K A R L H E L G A S O N
GÓÐ kona spurði mig að því í fyrra
hvað mér þætti vænst um: kvikmynd-
ir, bókmenntir, pólitík? Ég hafði aldr-
ei hugsað þetta svona, en samt velkt-
ist svarið ekkert sérstaklega mikið
fyrir mér. Svarið: Bókmenntir lang-
fyrst, svo líklega pólitík í víðum skiln-
ingi (plús sagnfræði), kvikmyndir
síðast. Eftir því sem árin líða hafa
mér orðið æ betur ljósar takmark-
anir kvikmyndanna. Ég ann þeim
ekki jafnheitt og einu sinni, þær eru
næstum eins og kona sem ég elskaði
einu sinni en ekki lengur. Ástæðan
er ekki bara sú að flestir kvikmynda-
höfundar nútímans væru ekki einu
sinni hæfir til að sækja kaffi fyrir
Welles, Bergman eða Truffaut. Kvik-
myndir – listformið sjálft – liggja eitt-
hvað svo skelfing mikið í augum
uppi, þær eru svo augljósar. Maður
veit alltaf undir eins hvað kvikmyndir
eru að fara. Þær nota svo mikið af
klisjum. Þær þurfa að fylgja ákveðnu
ritúali. Gera svo mörgum til hæfis,
líka algjörum bjánum. Kvikmyndir
geta ekki, líkt og bækur, beðið eftir
því í mörg ár eða mannsaldra að
einhver uppgötvi hvað þær eru frá-
bærar. Tvíræðni og óviss merking
eru eitur í beinum flestra kvikmynda-
manna; Bunuel er búinn að vera
dauður í fimmtán ár. Í rauninni er
sáralítið fyrir heilabúið að fást við í
kvikmyndum, svo það er kannski
ekki furða að núorðið kvelst ég yf-
irleitt af leiðindum í bíósölum.
Löngum hefur mér leiðst í leikhúsi,
nú leiðist mér meira í bíó.
Egill Helgason
Silfur Egils
www.strik.is
Gæludýr Braga ágeng
Framtaksleysi mitt er fáránlegt.
Smám saman er bókin semsagt farin
að gagnrýna líf mitt. Ég velti því
ósjálfrátt fyrir mér hvort það væri
ekki betra ef ég væri færari um að
taka af skarið þegar augljóst er
hvað best er að gera. Alltaf og
umyrðalaust, sama í hvaða að-
stæðum ég lendi. Í stað þess ganga
tækifærin mér stöðugt úr greipum og
ég reika einförull í minni fáránlegu
tilveru með draumana í augsýn en
skortir dug til þess að ná til þeirra
og ryðja hindrununum úr vegi. Er ég
sjálfur valdur að þessum undarlegu
aðstæðum eða má kenna einhverju
öðru um?
Sölvi Björn Sigurðsson
Bókavefurinn
www.strik.is
Morgunblaðið/Ásdís
Svipir, bekkir.
Í AUGUM
UPPI
I Á hverju hausti verður lífleg umræða um bók-menntagagnrýni í fjölmiðlum landsins. Oftast
er kvartað undan ranglátum dómum, óvönd-
uðum, yfirborðskenndum og illa rökstuddum.
Gagnrýnendur eru ekki sagðir hafa nægilega
mikla fagþekkingu og kunnug er líkingin við
geldinginn í kvennabúrinu. Síðastliðin ár hefur
og reglulega verið amast við bókmenntadómum í
sjónvarpi sem þykja lélegastir allra dóma, yfir-
borðskenndari og vanhugsaðri en flest sem sagt
er um bókmenntir. Rithöfundar segjast sjaldnast
græða neitt á allri þessari umræðu sem þó fer
fram í fjölmiðlum landsins, hún sé ekki nægilega
ýtarleg og fagleg. Á hinn bóginn hefur ítrekað
verið kvartað undan því að gagnrýni í fjöl-
miðlum sé of fræðileg fyrir almenna lesendur.
II Þessi óánægjulega og oft og tíðum þverstæðu-kennda umræða hefur farið fram í fjölmörg
ár án þess að hafa skilað neinum haldbærum
árangri, að því er virðist. Að minnsta kosti er
hún enn of hið sama far. Draga mætti þá álykt-
un að ritdómaformið sé staðnað og úrelt. Sjálf-
sagt þekkja flestir gagnrýnendur þá tilfinningu
að þurfa að fylla út í formið: rekja söguþráðinn,
setja fram túlkun, finna bókmennta- og hug-
myndasögulegar tengingar og fella síðan dóm-
inn. Og hugsanlega er það rétt sem fram kemur í
grein Hermanns Stefánssonar í Lesbók í dag að
gagnrýnendur séu bundnir á klafa klisjukennds
tungumáls ríkjandi viðhorfa, að formgerð gagn-
rýninnar sé yfirþyrmandi og komi hreinlega í veg
fyrir að ritdæmendur geti brotist út úr klisj-
unum. Hermann er raunar ekki einn um að
hafa bent á tuggur sem gagnrýnendur hafa hver
eftir öðrum því Kristján B. Jónasson skrifaði fyr-
ir fáeinum árum grein í Tímarit Máls og menn-
ingar þar sem hann afhjúpaði sjö ofnotaða lykla
að bókmenntum samtímans.
III Hin margendurtekna umræða um vandagagnrýninnar ætti kannski að hafa rekið
fjölmiðla til þess að leita nýrra leiða í bók-
menntaumfjöllun sinni. Fjölmiðlar geta ekki birt
ýtarlega fræðilega umfjöllun um bókmenntir,
eins og fagtímaritin gera, en þeir geta birt grein-
ar og viðtöl sem hafa það að markmiði að opna
heim bókmenntanna fyrir almennum lesendum.
Spurningin er hvort ritdómarnir eru til þess
fallnir.
IV Hafa ber í huga að hefð ritdóma hér álandi er ekki mjög gömul. Oftast er talað
um að Jónas Hallgrímsson hafi skrifað fyrsta rit-
dóminn er hann tók Tristransrímur Sigurðar
Breiðfjörð í gegn í Fjölni. Á síðari hluta
nítjándu aldar þróaðist þetta form smámsaman í
skrifum manna á borð við Benedikt Gröndal og
Matthías Jochumsson. Þessir menn skrifuðu
marga bestu dóma sem birst hafa í íslenskum
fjölmiðlum fyrr og síðar enda augljóst að þeir
skrifuðu af bæði persónulegri og samfélagslegri
þörf um bókmenntir. Ritdómar eru nú sjálfsagð-
ur þáttur í fjölmiðlum og kannski þess vegna oft-
ast eins og sjálfgerðir eða sjálfsprottnir: eru skrif-
aðir á ákveðnu máli með ákveðna merkingu inn
í ákveðið form. Það er ef til vill bara spurning
um tíma hvenær þeim verður sjálfhætt.
NEÐANMÁLS