Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001
Þ
JÓÐERNI; franskt. Einkenni;
Lítur ekki út fyrir að vera
Frakki.“ Þetta var spaug konu af
afrískum uppruna, þegar frönsk
stjórnvöld reyndu að breyta lög-
um um eftirlit útlendinga í
strangari átt árið 1993. Þessi orð
lýsa vel fjarlægðinni sem er á
milli þess að vera íbúi samfélags og að vera
virkur meðlimur þess samfélags. Eins og sést í
innflytjendamálum sérhverrar þjóðar Vestur-
Evrópu, þá er langur vegur á milli þess að setja
lög sem tryggja réttindi innflytjenda og hins að
gera þeim raunverulega kleift að taka jafnmik-
inn þátt í samfélaginu og aðrir borgarar. Það er
enn til veggur sem aðskilur „útlendinga“ frá
„venjulegum íbúum“. Þessi veggur getur verið
menningarlegur, tilfinningalegur eða þjóðern-
islegur. „Ég er ekki útilokaður, en ekki heldur
talinn með.“ Slík reynsla er afar algeng hjá inn-
flytjendum sem eiga heima á Íslandi. Hvað er
hægt að gera til þess að brúa þetta bil? Hvað er
raunsætt og hvað er hægt að gera beggja meg-
in borðs, svo að Íslendingar og innflytjendur
geti nálgast hvor aðra? Mig langar dálítið til að
hugleiða þetta mál með því að skoða menning-
arlega hlið innflytjendamála.
Þróun þjóðar
fram yfir etníska þjóð
Í upphafi langar mig til að lýsa stuttlega
skoðun minni á íslenskri þjóð. Þjóð er nú talin
eins konar grunneining í heiminum, en í raun er
hún mjög flókið og umdeilt hugtak. Það eru
margar þjóðir til í heiminum, fæðast stöðugt að
nýju eða liðast í sundur. Einnig eru margs kon-
ar þjóðir til. Þjóð eins og Kína, sem býr yfir 55
mismunandi þjóðarbrotum, eða Pólland, sem
stendur í miðri Evrópu, er ekki sambærileg við
þjóð eins og Ísland, sem er þjóðarbrotlega eins-
leit og landfræðilega aðskilin frá öðrum lönd-
um.
Hver þjóð á sín séreinkenni. Þessi einkenni
móta sjálfsmynd þjóðarinnar, og öfugt. Hver
eru séreinkenni Íslands sem sjálfstæðrar þjóð-
ar? Smæð er vissulega eitt þeirra, en hér langar
mig frekar til að taka fram að Ísland hefur
hingað til verið einsleit þjóð. Ísland er nefnilega
mjög etnísk þjóð. Það sem telst til einkenna
etnísks hóps (þjóðarbrots) eru yfirleitt þættir
eins og goðsögn um forfeður sína, sameiginleg
saga, tungumál, trúarbrögð eða jafnvel matars-
iðvenjur. Venjulega á ferli þróunar frá etnísku
ríki til stærri þjóðar hverfa sum þessara ein-
kenna eða sameinast við önnur. Þegar fleiri en
eitt þjóðarbrot eru til í einni þjóð, styrkjast oft
borgaraleg einkenni þjóðarinnar, einkenni sem
tryggja réttindi allra íbúa landsins. Einnig
verður sameiginleg sjálfsvitund um að að
byggja land saman til að halda í einingu þjóð-
arinnar mikilvægari. Þessi vitund eða tilfinning
er nátengd sögu þjóðarinnar.
Það sem telst til einkenna íslenskrar þjóðar
er t.d. goðsögn um að Íslendingar séu harð-
gerðir afkomendur víkinga, dýrkun á íslensku
tungumáli, trú á hreinleika íslenskrar náttúru
eða meðvitund um að tilheyra þjóðkirkju. Þessi
einkenni sýna okkur að á Íslandi ríkir aðallega
etnísk sjálfsmynd, þar sem tungumál, skáldleg
dýrkun á náttúru landsins og trú eru einmitt
einkenni etnískra þjóðarbrota. Ef ég má taka
eitt lítið dæmi úr daglegu lífi okkar, dæmi um
þá einsleitni sem gert er ráð fyrir í þjóðfélag-
inu, bendi ég á auglýsinguna „Íslendingar
borða SS pylsur“. Þess konar fullyrðing, „Ís-
lendingar gera þetta eða hitt“ heyrist oft í þjóð-
félaginu og gefur okkur afar sterklegan etn-
ískan tón. Múslímar á Íslandi borða ekki pylsur
vegna þess að þeim er bannað að borða svína-
kjöt í trúarlegum reglum sínum. (Ég ræði hér
ekki hvort SS pylsur séu góðar eða ekki!)
Hins vegar finnur maður tiltölulega sjaldan
fyrir borgaralegum einkennum eins og t.d. til-
vísun í stjórnarskrá í daglegu lífi fólks eða um-
burðarlyndi við framandi lífshætti. Notkun er-
lendrar tungu í þjóðfélaginu fær frekar
neikvæð viðbrögð. Á Íslandi sýnist mér að etn-
ísk sjálfsmynd sé líka beinlínis þjóðarsjálfs-
mynd. Þjóðarsjálfsmynd sem tengd er við
borgaralegar hugmyndir hefur enn ekki þróast
nóg. Þess vegna er höfuðeinkenni íslenskrar
þjóðernisvitundar sprottin af aðeins tveimum
þáttum, þ.e. „annaðhvort ertu íslenskur eða út-
lenskur“. Slík þjóðernisvitund styrkir viðhorf
Íslendinga til að krefjast einhliða aðlögunar
innflytjenda að íslenskum gildum.
Á Íslandi virðist því skorta sjálfsmynd borg-
aralegs þjóðfélags og það er nauðsynlegt að
þróa hana ef við horfum á staðreyndir um auk-
inn fjölda íbúa af erlendum uppruna á Íslandi.
Þjóðin er nefnilega að þróast í áttina að því að
verða fjölmenningarleg þjóð. Samt er enn ekki
gert ráð fyrir „ó-íslenskum“ íbúum.
Íslenska sem annað mál
Þegar ég fyrst birti þessa skoðun mína á ís-
lenskri þjóð á málþingi ReykjavíkurAkademí-
unnar í júní sl. fékk ég strax andsvar eins og að
„á Íslandi ríkir jú borgaraleg sjálfsmynd líka
eins og í Bandaríkjunum, sjáðu t.d. félagsþjón-
ustukerfið!“ Ég viðurkenni það. Lög á Íslandi
miðast við að þau gilda jafnt fyrir alla. Það er
mjög gott mál. En lítum aftur til smásögunnar
frá Frakklandi sem ég kynnti í byrjun. Nú skul-
um við breyta orðum svolítið. „Þjóðerni: ís-
lenskt. Einkenni: Lítur ekki út fyrir að vera Ís-
lendingur.“ Gilda þessi orð líka á Íslandi? Orð
þessi snúast ekki aðeins um lagamál eða rétt-
indamál innflytjenda, heldur lýsa þau því
hvernig innflytjendum líður í viðkomandi þjóð-
félagi. M.ö.o. þessi orð spyrja hvort innflytjandi
þyki jafn félagi í samfélagi eða ekki.
Til þess að íhuga þetta atriði verðum við að
velta mannlegu og menningarlegu atriði fyrir
okkur. Í því sambandi munu allir samþykkja
nauðsyn þess að íhuga íslenska tungu. Tungu-
mál er ekki aðeins grunnur fyrir samskipti
manna, heldur er það einnig notað í þeim til-
gangi að að skilja sig frá öðrum og halda í ein-
ingu etnísks hóps. Etnískur hópur gefur sem
sagt tungumáli sínu hlutverk og merkingu í
sínu etníska umhverfi. Þetta er mikilvægt atriði
til íhugunar á Íslandi.
Íslendingar eru búnir að fela tungumáli sínu
stórt hlutverk sem tákn þjóðernisvitundar
sinnar. Það er ekki erfitt að sjá að svona vitund
Íslendinga á tungumál sín gerir það erfiðara
fyrir innflytjendur að fá viðurkenningu á ís-
lenskukunnáttu sinni. Hin hefðbundna túlkun
Íslendinga á menningarlegri þýðingu íslenskr-
ar tungu leiðir óhjákvæmilega til árekstra á
milli þjóðernishyggju Íslendinga og þróun
þjóðarinnar að fjölmenningarsamfélagi. Dr.
Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur gerir
grein fyrir þessu atriði mjög vel og ítarlega í
sínum verkum.
Það er algeng hugmynd, sérstaklega á meðal
hámenntaðs fólks, að leggja áherslu á íslensku
sem kjarna menningar sinnar. Í því samhengi
er íslenska tungumálið ekki aðeins tæki til að
halda samskiptum á milli manna, heldur er það
gert að sál, sögu og menningu Íslendinga. Sum-
ir segja að það að læra íslensku sé að læra sögu,
ÍSLAND – ÚTLAND
ÍSLENSKUR EN EKKI
ÍSLENDINGUR…?
ÞJÓÐERNISHYGGJA
ÍSLENDINGA OG
INNFLYTJENDUR
E F T I R T O S H I K I T O M A
Morgunblaðið/Golli
„Þjóðerni: íslenskt. Einkenni: Lítur ekki út fyrir að vera Íslendingur.“