Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 13 BÆKURNAR um göldrunginn Harry Potter verða senn gefnar út á velsku eftir að höfundurinn, J.K. Rowling, gekk til samn- inga við bóka- forlagið Bloomsbury á dögunum. Forlagið, sem einnig gefur Potter út í Englandi, leit- ar nú að þýð- anda en Velska bókaráðið kem- ur að fjármögnun verkefnisins. Talsmaður útgefandans segir verkefnið leggjast vel í menn en þó sé fyrirjáanlegt að erfitt verði að snúa ýmsum hugtökum yfir á velsku. Nefnir hann orðið „muggle“ sem dæmi. Ógerlegt sé að þýða það á velsku. „Eina leiðin sem mér sýnist fær í því tilviki er að láta orðið halda sér en breyta stafsetningunni,“ seg- ir hann. Harry Potter kemur sem sagt til með að auðga vel- skan orðaforða á næstu miss- erum. Fölsuð bílflök ÞRÍR menn hafa verið teknir höndum í Marseille í Frakklandi grunaðir um aðild að stórfelldri listfölsun. Lögregla lagði í vik- unni hald á um fjörutíu skúlpt- úra og teikningar eignaðar franska myndhöggvaranum César en grunur leikur á að hundruð verka hafi þegar verið seld undir fölsku flaggi. Einn hinna grunuðu, 45 ára gamall maður, er talinn hafa líkt eftir verkum Césars með því að ganga í skrokk á bílum með hamri og traðka á kaffivélum. Aðrir í haldi eru blaðamaður og listsali sem grunaður er um að hafa falsað plögg varðandi höf- undarrétt. César, sem hét fullu nafni César Baldaccini, andaðist árið 1998, 77 ára að aldri. Hann var þekktur fyrir umdeilda tækni sem gerði honum kleift að pakka saman bílum og afmynda málma. Tóku verk hans á sig ýmsar myndir. Lögregla veit ekki á þessu stigi hversu margir listunn- endur hafa orðið fyrir barðinu á þremenningunum en kaupendur eru oftar en ekki tregir að gefa sig fram í málum af þessu tagi. „Setið ykkur í spor kaupenda,“ segir talsmaður lögreglu. „Ann- aðhvort eru þeir heiðarlegir – en þá býður orðspor þeirra hnekki – eða samsekir. Hvort tveggja er vont.“ Talið er að salan hafi aðallega átt sér stað í Frakklandi og Belgíu og hagnaður þremenn- inganna hlaupi á milljónum Bandaríkjadala. Tolkien verðmætur PRÓFARKIR, frumútgáfur bóka og sendibréf J.R.R. Tolk- iens, höfundar Hringadrótt- inssögu, seldust á um níu millj- ónir króna í Lundúnum nýverið. Kaupandinn lét nafns síns ekki getið en hann bauð í gegnum síma. Óvenju mikill áhugi er á Tolkien í Bretlandi um þessar mundir en í næsta mánuði verð- ur kvikmynd, byggð á fyrstu bók trílógíunnar frægu, frum- sýnd. Efni þetta er úr safni náins vinar Tolkiens, George Sayer að nafni, og eru flest sendibréfin stíluð á hann eða eiginkonu hans. Þau voru skrifuð á ára- bilinu 1952-71. Í einu þeirra seg- ir Tolkien: „Þú reyndist mér ákaflega vel þegar ég átti um sárt að binda. Lof þitt og hug- hreysting stöppuðu í mig stál- inu.“ Potter á velsku ERLENT J.K. Rowling Á SÝNINGU í austursal Gerðarsafnssem ber heitið Sjónarhorn sýna hjóninMargrét Jóelsdóttir og Stephen Fair-bairn nýleg þrívíddarverk. Í verkun- um, sem takast á við spurningar um skynjun augnabliksins, tíma og sjálfsmynd, vinna Mar- grét og Stephen með efnivið og form sem tengj- ast milli verka, og varpa sífellt fram nýjum hug- myndum og sjónarhornum. „Upphafið að þessari sýningu liggur eiginlega í verkinu „Sólstafir“, en það unnum við fyrir sýningu í Ljósafossvirkjun. Þar hófum við tilraunir okkar með meðhöndlun spegils, þannig að úr verður í senn sjónhverfing og speglun,“ segir Margrét. Í „Sólstöfum“, líkja listamennirnir eftir þeirri birtu sem sólin varpar á fjörugrjót, og um leið breytingunni sem verður á litaskynjun og birtu á ólíkum augnablikum sama viðfangsefnis. „Við vinnum áfram með þessa sólstafi í verkinu „Ferðasólstafir“ en þar höfum við framreitt stafina í handhægum umbúð- um, þannig að fólk getur tekið þá með sér, og aukið á upplifun augnabliksins í landslaginu,“ segir Stephen. Stafirnir verða að nokkurs konar afstæðum tímastikum í verkinu „Líðandi“, og að tæki til nákvæmrar kortlagningar sjónarhorna og skynjunar í „Staðir“. Þar hafa listamennirnir vandlega kortlagt ólík sjónarhorn út frá sama punktinum, og notað staðsetningartæki til að til- greina afstöðuna nákvæmlega. Margrét og Stephen hafa unnið saman að list sinni í fjölda ára. Þau eru búsett við sjávarsíðuna í Kópavogi, en bæði eru þau alin upp við sjáv- arsíðu, Margrét á Ísafirði en Stephen við suður- strönd Englands. Fjörugrjót, hafnir og hafið eru þau viðfangsefni sem flest verkanna fjalla um, en einnig er má gægjast inn í gömul kofaskrifli og girðingarstaura sem tíminn hefur unnið á. „Tíða- þulir“ sýnir skýrt þann persónuleika sem tíminn gæðir efnisheiminn, en um er að ræða stafrænar myndir af gömlum girðingarstaurum. Eftir því sem staurarnir hafa verið bættir og tjaslað sam- an í girðingarvinnunni í gegnum tíðina hafa þeir tekið á sig ólíka mynd. „Staurarnir eru svo miklir einstaklingar,“ segir Stephen. „Við höfum oft- sinnis gengið fram hjá þeim, en það kemur að því að þeir verða látnir fara. Í verkinu reynum við að fanga fegurð þeirra, og leyfa sögu þeirra að hljóma,“ segir Stephen. Óvísindaleg lífsmynstur Í vestursal Gerðarsafns sýnir Aðalheiður Val- geirsdóttir málverk unnin í olíu á striga, sem bera yfirskriftina Lífsmynstur. Hugmyndirnar að verkunum sækir Aðalheiður í hinn óþrjótandi heim lífvísinda, þar sem vefir, svif, frumur og agnir í sífelldu mynstri vekja hugleiðingar um upphaf, hringrás og tíma. „Ég geng út frá hinu vísindalega í verkunum, en þó á mjög óvísinda- legan hátt,“ segir Aðalheiður um verkin. „Þó svo að ég sæki myndefnið í vísindatímarit og fræði- bækur, er fyrst og fremst um sjónræna úrvinnslu að ræða.“ Aðalheiður hefur unnið með afstrakt- form í málverkum sínum fram til þessa og segir hún lífræna viðfangsefnið vera útærslu á þeirri vinnu. „Þessar myndir hugsa ég hins vegar sem nokkurs konar sýnishorn eða sýni,“ bendir Að- alheiður þó á. „Ég tek nokkurs konar sýni af þessum lífrænu mynstrum, en myndirnar enda hvergi, þær gætu allt eins þakið allan vegginn. Um leið má líta á myndirnar sem nokkurs konar prufubúta af mynstruðu efni.“ Í meðferð sinni á hinu vísindalega viðfagnsefni, setur Aðalheiður fram aðra mynd af lífvísindun- um en þá ógn sem margir sjá í þróun þeirra. Hún lítur aðeins á fegurðina í lífvísindunum, eins og þau birtast henni í myndrænu formi. „Hugmynd- ina að verkunum fékk ég einmitt fyrst á vísinda- fyrirlestri. Systir mín lauk doktorsgráðu í líf- fræði fyrir skömmu og fylgdist ég auðvitað með doktorsvörninni. Ég skildi auðvitað ekkert í því sem þar var til umfjöllunar, en þegar ljósmynd- um af lífrænum formum var varpað upp á vegg varð ég allt að því fyrir vitrun,“ segir Aðalheiður og hlær. „Fyrir mér voru myndirnar heillandi heimur út af fyrir síg, því ímyndirnar fela í raun í sér svo margar spurningar um lífið,“ segir hún að lokum. Hið „kvenlega“ handverk Sýning Hrafnhildar Sigurðardóttur á neðri hæð ber heitið Skoðun. Þar sýnir Hrafnhildur lágmyndir unnar með blandaðri tækni, en verkin eru unnin úr öllu frá tré, plasti, vír, fiðri og hör til augnskugga, varalita og spegla. Í verkunum seg- ist Hrafnhildur fjalla um stöðluð viðhorf til kvenna og handverks sem „kvenlegs“ miðils. Fjögur verkanna vísa beint til þeirrar ímynda- mótunar og hlutgervingar sem lögð er á líkama kvenna í vestrænu samfélagi. „Allir eins...ei til neins“ sýnir röð brjósta, heklaðra úr hör, sem eru eftirmynd hvert af öðru og vísa til staðlaðrar feg- urðarímyndar. Í vekinu „Á bláþræði/Liposuction kills“ víkur Hrafnhildur jafnframt að þeirri áhættu sem felst í fegurðaraðgerðum og „Rúllu- pylsa og slátur“ tengist neikvæðri líkamsupplifun og uppnefnum á konum og líkamshlutum kvenna. Uppsprettu verksins segist Hrafnhildur sækja í reiði og skömm sem hún upplifði þegar kvensjúk- dómalæknir líkti kynfærum hennar, saumuðum eftir fæðingu, við rúllupylsu. „Hvernig svarar maður svona ummælum?“ segir Hrafnhildur. Í verkinu hefur hún hins vegar engin önnur svör en að snúa uppnefninu upp á þann sem uppnefnir. Verkið „Spegill, spegill“ er unnið úr gömlum snyrtivörum úr fórum Hrafnhildar, og segir hún verkið vera nokkurs konar uppgjör við snyrtingu og snyrtivörur. Í verkinu hefur Hrafnhildur blandað litum úr augnskuggum og varalitum út í kertavax, og límt litaeiningarnar á spegil. „Ef lit- ið er í spegilinn sést manneskjan varla fyrir lit- unum,“ segir Hrafnhildur. Í verkum á borð við „Krúsíndúlla,“ „Helber sannleikur“ og „Fengur“ er tekist á við hand- verkið, sem konur hafa fengist við í gegnum ald- irnar. Endurtekningin og „dúllið“ í hekluðum dúkum endurspeglar að sögn Hrafnhildar stöðu kvenna í samfélaginu, áskipuðu aðgerðarleysi þeirra og kyrrsetningu á heimilinu. „En um leið er ég að vinna með viðhorf til textílverka innan listheimsins, því hér er um að ræða efnivið sem hefur einfaldlega neikvæðan stimpil vegna þess að hann tengist kvenleika.“ Í verkunum má greina tengslin, þar form þeirra vísa óljóst til kvenlegs líkamleika. „Miðillinn og umfjöllunar- efnið kallast þannig mjög beint á, og minni ég með því á að listaheimurinn er langt frá því að vera laus við kvenfyrirlitningu,“ segir Hrafnhild- ur að lokum. Sýningunum Sjónarhorn, Lífsmynstur og Skoðun lýkur 2. desember. ÓLÍK SJÓNAR- HORN Morgunblaðið/RAX Stephen Fairbairn, Margrét Jóelsdóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir sýna í Gerðarsafni um þessar mundir. Í Gerðarsafni í Kópavogi standa um þessar mundir yfir þrjár myndlistarsýn- ingar þar sem tekist er á við ólík viðfangsefni. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR gekk um safnið í fylgd sýnenda. heida@mbl.is DAGSKRÁ ætluð börnum verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag. Yfirskriftin er „Lestu fyrir mig“ og hefst kl. 13, þá frumsýnir Stopp- leikhópurinn Ævintýri Kuggs og Mál- fríðar eftir Sigrúnu Eldjárn. Með hlut- verk Kuggs og Málfríðar fara Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Tón- list og leikstjórn er í umsjá Valgeirs Skagfjörð en búninga gerði Súsanna Magnúsdóttir. Leikhópurinn hannar sjálfur leikmyndina. Þá sýnir Brúðu- leikhúsið 10 fingur Jólaleikinn með Leiðindaskjóðu. Lesið verður úr nýjum barnabókum: Ólafur Gunnar Ólafsson les úr Andan- um í Miklaskógi, Olga Guðrún Árna- dóttir les úr bók Guðmundar Ólafsson- ar Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstu- götu, Sigrún Eldjárn les úr Geimeðlu- eggjunum og úr bók Þórarins Eld- járns, Grannmeti og átvextir, Anna V. Gunnarsdóttir les úr Hnoðri litli eign- ast vini, Auður Jónsdóttir les úr bók sinni Algjört frelsi og Þóra Másdóttir les úr bók sinni Svona stór. Kynnar eru Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína sem einnig skemmta gest- um með tónlist og söng á milli upp- lestraratriða. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Ásdís Málfríður og Kuggur skoða bréfið frá prinsinum. Katrín Þorkelsdóttir og Eggert Kaaber í hlutverkum sínum. BARNADAGUR Í GERÐUBERGI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.