Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 V IÐ ERUM stödd í miðri Orða- bók ríkjandi viðhorfa. Hún er sjálfstætt framhald greinar Kristjáns B. Jónassonar, Sjö lyklar að einni skrá, sem birt- ist í TMM árið 1998. Tekin eru fyrir sjö hugtök sem höfundi (þ.e. mér) eru hug- leikin og töm og slær gjarnan um sig með í rit- dómum. Í einu af hliðarþemum hefur 17. aldar maðurinn John Wilkins búið til sitt eigið tungu- mál. Næst höfðum við viðkomu á dansleikjum og í artúríönskum goðsögnum, við leitum grals- ins og gröfum undan manninum á bakvið verkið. Við komumst að þeirri niðurstöðu að það fari fólki engan veginn að sitja á hestbaki. En undir lokin nálgast einmana riddari úr fjarskanum og það gæti verið sjálfur Galahad að vitja síns Siege Perilous. „Smýgur undan þröngum skilgreiningum“ Þegar bókmenntaverk „smýgur undan þröngum skilgreiningum“ verðum við himinlif- andi. Við höfum endurheimt okkar ágætu hand- sápu. Það eru ekki bara einhverjar skilgrein- ingar sem verkið smýgur undan heldur felur þetta í sér að skilgreiningar séu í eðli sínu þröngar. Og einmitt það vekur kátínu okkar, að við höfum í höndunum handónýt verkfæri eða verkfæri til allt annarra nota, að við séum að flétta reipi úr sandi. Þetta er góður frasi, virkilega góður. Það væri leitt að sjá hann verða að hlífiskildi skiln- ingsleysisins. Notum hann sjaldan. Höfum hann einsog sumarbústað uppí sveit, einsog heiðar- býli. Þröngar skilgreiningar eru þröngt rými, þröngt herbergi, einstaklingur innan fjögurra veggja sem afmarka óeðlilega lítið svæði og hús- gögnin í réttum hlutföllum: of lítil til að hægt sé að nota þau. Maður stendur þarna einsog asni, einsog risi, einsog Gúllíver í Putalandi, í her- berginu sem einhver brilljant innanhússarkí- tekt hefur hannað þannig að það líti út fyrir að vera stærra en það er; hann hefur bætt við speglum á alla kanta til að kóróna meistaraverk- ið sem er engu að síður þröngt í reynd: en þröngar aðstæður stækka manninn og marg- falda, að minnsta kosti í sýnd. En svo taka vegg- irnir að færast úr stað og þrengjast og búa sig undir að kremja þann sem er á milli þeirra: við könnumst við senuna úr ótal kvikmyndum; hetj- an sleppur alltaf, hún „smýgur undan þröngum skilgreiningum“. Þannig „smýgur“ hetjuleg orðræða inní hugtakaheiminn og útúr honum aftur, spagettívestravælið hvín meðan hetjan ríður inní sólsetrið. Snemma á síðustu öld vafðist það ekki fyrir neinum hvar þrönga rýmið væri að finna og hvar víðáttuna. Þrönga rýmið var í bænum og víðáttan í sveitinni. Að fara úr sveit í borg var að fækka víddum sínum og falla í farveginn þrönga og djúpa sem er determínískur og liggur í besta falli á vit glæpa og eiturlyfja. Að fara úr borg í sveit var að uppgötva víðáttuna og frelsið og fyllast andríki og mannhugsjón. Vegna þrengsla borgarinnar tekur mannsandinn að sníða af sér agnúa og kenjar, saga af sér hæl og tá svo hann passi í prinsessuskó siðmenningarinnar. Nú er oftar sagt að menning fái ekki þrifist til sveita. Farið er að líta á þrengslin sem frelsi, sem víð- áttu. Spakmæli Nietzsches: „Fjötrað hjarta, frjáls andi. Leggi maður hjartað í hlekki og fangelsi það fær andinn svigrúm til að leika lausum hala. Ég hef sagt þetta einu sinni áður, en það trúir mér enginn nema sá sem þegar veit …“ Verk Becketts sniðu þröngt rými þar sem „engu“ var ofaukið. Það eina sem var í þessu rými var þetta „ekkert“ sem flæddi yfir bakka sína og var ofaukið. Þetta var hugmyndaheimur þrotsins, að endalokunum loknum. Í þessu kerfi var ekki sérlega mikið andrými. En á Íslandi var til andstæðan við það: víðátta sveitarinnar. Og þangað stefnum við þegar við hyggjumst smjúga undan þröngum skilgreiningum. „Ég er að fjalla um getuleysi,“ sagði Beckett og maður fékk þá tilfinningu að Beckett væri ís- lenskur vinnukonulaus bóndi, einyrki, Beckett á Uppsölum, sem tekist hefði að sleppa undan sín- um Ómari Ragnarssyni, tekist að halda nútím- anum í skefjum. Minnir Beckett ekki á íslensk- an afdalabónda á myndinni utan á íslensku útgáfunni? Langar mann ekki að hefja söfnun fyrir sjónvarpi, vídeói og interneti fyrir hann? En sem betur fer er hann margræður og smýg- ur undan þröngum skilgreiningum, étur skyr og eltir skjátur og finnst kók of sætt. „Ég er að fjalla um getuleysi“ sagði hann og það var það eina sem hann sagði um verk sín; maður textaði það ósjálfrátt: ég er að fjalla um rollur og hund, skýjafar, brenndar tennur, skítug föt, kot, heið- ar, girðingar, gúmmískó, lopapeysur og land- róvera, já, ég er að fjalla um víðáttu. „Maðurinn á bakvið verkið“ Hugtakið „verk“ stendur ekki einsamalt í ís- lenskri tungu. Hún er þéttsetin fyrir af orðum um verk: verkvit, verklagni, þjóðþrifaverk, verkfæri, það er verkamaður sem vinnur verkið; á bakvið hvert verk er maður. Frummerking verksins er ekki „smíðaður hlutur“ á íslensku heldur verknaður sem er unninn á okkur: við er- um sjálf hinn hálfsmíðaði hlutur. Bók er verkn- aður sem er unninn á okkur og með hana í hendi spyrjum við: hver hefur unnið verkið á mér? Við sjáum fyrir okkur þúfnabana sem sléttir úr okk- ur og spyrjum hver stjórni. Og það gerir sjálfur maðurinn á bakvið verkið. „Maðurinn á bakvið verkið“ á sér hliðstætt hugtak í „hinum ævisögulega höfundi“. Það er einsog rithöfundur sé ævisögulegri en annað fólk, sé meiri manneskja, að starf hans sé þrot- laust strit mannvinarins. En þegar allt kemur til alls er maðurinn á bakvið verkið kannski ekki hinn ævisögulegi höfundur heldur gagnrýnand- inn. Dóttur minni var rækilega innprentuð ímynd galisísku þjóðskáldkonunnar Rosalíu de Castro í spænskum barnaskóla, börnin voru lát- in læra ljóð utanbókar – en það var ekki ljóð eft- ir hana heldur um hana og til hennar, samið af gagnrýnandanum Manuel Murguía. Murguía var að stórum hluta ábyrgur fyrir því að Rosalía varð kjarni galisískrar 19. aldar kanónu, tákn- gervingur endurreisnar tungu og menningar. Hann gagnrýndi fyrstu bók hennar og hóf upp til skýjanna. Þvínæst kvæntist hann henni – er hægt að hugsa sér betri gagnrýnanda? Mað- urinn á bakvið verk Rosalíu er kannski hann en ekki hún. Myndin sem dregin er upp af henni er ef til vill sýn hans á hana. Sú sýn er líklega nokk- uð skekkt og hann sjálfur auk þess vafasamur karakter og enn vafasamari eiginmaður sem brenndi bréf skáldkonunnar, kannski vegna þess að þau gáfu ekki fagra mynd af honum. Þannig tranar Manuel Murguía sér fram í mynd rétt í þann mund sem smellt er af, stendur keik- ur, skyggir á, einsog fjöldi slíkra manna á bak- við fjölda verka. Þeir sem fylgjast að einhverju leyti með í al- þjóðlegum fræðum, tengjast þeim eða stunda þau kannast við þetta: með reglulegu millibili er athugað hvort hann sé ekki örugglega dauður: húmanisminn. Þetta er einsog langdregin loka- sena í hryllingsmynd þar sem óvinurinn er sí- fellt að rísa upp frá bráðum bana með ógnandi öskri til að vera drepinn á ný. Það er ekki verið að tala um Árna Magnússon og Sveinbjörn Eg- ilsson og ekki heldur um húmanistasamtökin sem gefa út hverfisblöð og bjóða sig stundum fram í kosningum. Húmanismi er ekki svo mein- laus. ÚR ORÐABÓK RÍKJANDI VIÐHORFA UM HESTA, HÆTTULEG SÆTI OG HRINGEKJUR „Að skrifa gagnrýni er að láta vísa sér til sætis. Það eru ekki stjórnendur fjölmiðla og jafnvel ekki hefðin sem vísar til sætis heldur tungumálið; formgerð gagnrýninnar segir: sestu, sittu kyrr, nei, ekki standa á fætur, sestu.“ Morgunblaðið/Golli „Það er semsé býsna snúið að vera gagnrýnandi þegar ríkjandi stefna er ekki til.“ E F T I R H E R M A N N S T E FÁ N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.