Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 15
Þótt Frankfurt væri einungis viðkomustaður
er ekki loku fyrir það skotið að ég segi meira frá
þessari einstöku konu og lífverki hennar, heim-
ildir hef ég nógar. Í svonefndu Liebieghaus var
loks mikilsháttar sýning á miðaldaskúlptúrum
sem ég fæ aldrei nóg af og átti í mesta basli með
að slíta mig frá þeim að þessu sinni, – síung list.
Var kominn til Kölnar um nónbil og fékk inni
á hóteli sem bar nafnið Engelbertz (!), valdi það
mest fyrir hinn kunnuglegan hljóm, þótt það
væri ódýrast af þeim sem mér stóðu til boða og
hafði af slíku afleita reynslu. Reyndist þegar til
kom langbesta hótelið sem ég hef gist á þessum
slóðum og morgunmaturinn einstaklega fjöl-
breyttur. Ekki nóg með það, heldur var Wallraf
Richartz-safnið í einnar mínútu fjarlægð og leið-
in beint áfram lá að hinu forna brúarstæði Róm-
verja yfir Rínarfljót. Þegar komið er yfir núver-
andi brú tekur til vinstri við svonefndur
Kennedy-bakki, sem liggur í beinni línu til
kaupstefnuhallarinnar. Nafnið kunnuglega
reyndist mér þannig á margan hátt hollur hauk-
ur á bergi. Á Wallraf Richartz-safninu var svo
engin venjuleg sýning á verkum áhrifamálar-
anna, impressjónistanna, heldur nokkurs konar
þverskurður og krufning á stílbrögðunum,
nefndist „Kraftaverk litanna“, frá stofnun Gér-
ards J. Corboud. Afar mögnuð lifun.
Frá listakaupstefnunni og sýningunum í
Bonn; „List frá Persíu í 7.000 ár“ og „Landslag
frá Breughel til Kandinsky“ – 75 málverk úr
safni Thyssen Bornemisza í Madríd, segi ég í
sjálfstæðum greinum fljótlega.
Mánudagur er lokunardagur allra safna í
Köln sem víðar, tók hann einnig sem hvíldardag,
nema að ég dvaldi góða stund í skúlptúrgarði
nokkrum auk þess að flakka um borgina á tveim
jafnfljótum. Skoðaði síðasttöldu sýningarnar
árla þriðjudags og var kominn til Rotterdam,
aðaláfangastaðarins, seint um kvöldið og að
sjálfsögðu bíður að segja frá menningarborg-
inni sérstaklega. En ánægjuleg viðbót var dags-
ferð til Gent og Brügge, sem gestgjafar mínir,
myndlistarkonan Inga Hlöðversdóttir og blaða-
maðurinn Jan Gerritsen, buðu til á sunnudegi. Í
Gent var hin einstaka altaristafla í Sint Baafs-
katedral frá fimmtándu öld, sem bræðurnir Hu-
bertus og Jan van Eyck eru höfundar að, skoðuð
í bak og fyrir, ásamt hinu stóra málverki Rub-
ens í Rubens-kapellunni „Innganga heilags
Bavos í klaustur“. Svo að sjálfsögðu sjálft hið
stórmerka forna guðshús í hólf og gólf, elsti
hluti Kryptunnar (grafhvelfingarinnar) er frá
því um 1150. Borgin er einn af gimsteinum Evr-
ópu og brá mér illilega við að koma auga á tvo
mikla kjarnaofna í næsta nágrenni hennar sem
hressilega rauk upp úr.
Brügge verður menningarborg Evrópu á
næsta ári og í ljósi þess hve undursamlegt er að
reika þar um götur og minnast við hús, hörga og
hof við síkin, reikna ég fastlega með því að
þiggja boð að nálgast hana á útmánuðum. Farið
var að halla af degi er okkur bar að svo söfnin
voru lokuð, en þau geyma mikil fágæti, hins veg-
ar var í gangi viðamikil sýning á pennateikn-
ingum, rissum, vatnslitamyndum og málverkum
Salvadors Dalis í ráðhúsi borgarinnar að ég
held. Meistarinn hlýtur að hafa gert þessar
myndir elliær eða þær eru meira og minna eftir
aðstoðarmenn hans, á auð en árituð blöð, en
hann hafði þann háttinn á síðustu ár lífs síns.
Gerritsen afrekaði það að krækja í katalógu
væntanlegs menningarárs í stórri bókabúð við
torgið, þær eru ekki komnar í sölu en búðareig-
andinn, sem var bersýnilega kunnugur hinum
þekkta blaðamanni, gaf okkur sitt hvort eintak-
ið. Í kvöldhúminu var stefnan loks tekin á síð-
asta áfangastað sem var Antwerpen, þar beið
okkar ljúfeng villisvínasteik og gullinn freiðandi
mjöður…
Frá sýningunni í Liebieghaus: Tréskúlptúr eft-
ir Tilman Riemenschneider.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001 15
MYNDLIST
Árnastofnun: Handritasýning opin
þri.–fös. 14–16. Til 15.5.
Galleri@hlemmur.is:
Ilmur Stefánsdóttir. Til 2. des.
Gallerí Reykjavík:
Ebba Júlíana Lárusdóttir. Til 1. des.
Gallerí Skuggi:
Sara Björnsdóttir. Til 25. nóv.
Gerðarsafn: Margrét Jóelsdóttir,
Stephen Fairbairn. Aðalheiður Val-
geirsdóttir og Hrafnhildur Sigurð-
ardóttir. Til 2. des.
Gerðuberg: Þórunn Sveinsdóttir. Til
16. des.
Hafnarborg: Air conditio: Fjórir lista-
menn. Kaffistofa: Hlíf Ásgrímsdóttir.
Til 3. des.
Hönnunarsafn Ísl., Garðatorgi:
Gjöf Eriks Magnussen. Til 2. des.
i8: Roni Horn. Til 12.1.
Íslensk grafík: Sigrún Ögmundsdóttir.
Til 3. des.
Listasafn Akureyrar: Óli G. Jóhanns-
son og Kristján Davíðsson. Til 16. des.
Listasafn ASÍ: Margrét Jónsdóttir.
Til 25. nóv.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudaga, kl. 14–17.
Listasafn Íslands:
Gunnlaugur Scheving. Til 9. des.
Listasafn Rvíkur – Ásmundarsafn:
Svipir lands og sagna. Til 10.2.
Listasafn Rvíkur – Hafnarhús:
Einar Már Guðvarðarson og Bjarne
Lönnroos. Til 25. nóv. Erró. Til 1.1.
Listasafn Rvíkur – Kjarvalsstaðir:
Tékknesk glerlist. Til 13.1.
Myndir úr Kjarvalssafni. Til 31.5.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Vetrarsýning. Til 25. nóv.
Listasalurinn Man: Kjuregej Alex-
andra og Ingibjörg Hjartardóttir.
Til 4. des.
Listhús Ófeigs: Samsýning
fimm listamanna. Til 12. des.
Ljósmyndasafn Rvíkur:
Samsýning 17 ljósmyndara. Til 13. des.
Norræna húsið: Ævintýrasýning. Til 9.
des. Myndir úr sænskum barnabókum.
Til 2. des.
Nýlistasafnið: Omdúrman. Til 30. nóv.
Skálholtskirkja: Anna Torfad. og Þor-
gerður Sigurðard. Til 31. des.
Straumur, Hafnarfirði:
Birgir Sigurðsson. Til 25. nóv.
Þjóðarbókhlaða: Björg C. Þorláksson.
Til 1.1. Harpa Björnsdóttir. Til 7. des.
Þjóðmenningarhúsið:
Landafundir og ragnarök.
Þjóðskjalasafn Íslands:
Skjöl Einars Laxness. Til 1. des.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Langholtskirkja: Kór Langholtskirkju,
Stórsveit Rvíkur. Kl. 17.
Sunnudagur
Borgarleikhúsið: Selkórinn,
Bubbi Morthens og Jóhann Helgason.
Kl. 20:30.
Háteigskirkja:
Kór Háteigskirkju. Kl. 20.
Menntaskólinn við Hamrahlíð:
Kór MH. Kl. 16.
Mánudagur
Borgarleikhúsið: Selkórinn, Bubbi
Morthens og Jóhann Helgason. Kl.
20:30.
Þriðjudagur
Salurinn: Edda Erlendsdóttir
píanóleikari. Kl. 20.
Fimmtudagur
Háskólabíó: SÍ. Einleikarar:
Kroumata. Kl. 19:30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Syngjandi í rigning-
unni, 24., 30. nóv. Blái hnötturinn, 25.
nóv. Laufin í Toscana, 25. nóv. Vatn
lífsins, 29. nóv. Hver er hræddur við
Virginíu Woolf? 25., 28., 29. nóv. Vilji
Emmu, 24. nóv. Karíus og Baktus, 24.
nóv.
Borgarleikhúsið: Blíðfinnur, 25. nóv.
Beðið eftir Godot, 24. nóv. Píkusögur,
24., 25., 27., 29., 30. nóv. Dauðadansinn,
24. nóv.
Íslenska óperan: Töfraflautan, 28. nóv.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Englabörn,
24. nóv.
Möguleikhúsið: Jólarósir Snuðru og
Tuðru, 25., 26., 27., 28., 29., 30. nóv.
Völuspá, 27. nóv.
Leikfélag Akureyrar:
Blessað barnalán, 24., 25. nóv.
Leikfélag Hveragerðis:
Dýrin í Hálsaskógi, 24., 25. nóv.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
L
OFGJÖRÐARDJASS nefnast tón-
leikar Kórs Langholtskirkju og
Stórsveitar Reykjavíkur sem haldn-
ir verða í Langholtskirkju í dag kl.
17. Stjórnandi er Jón Stefánsson.
Verkin sem flutt verða eru kaflar
úr Sacred Concert eftir Duke Ell-
ington en einsöngvari í því verki er
Kristjana Stefánsdóttir og Requiem, eða sálu-
messa, eftir sænska tónskáldið Nils Lindberg
þar sem einsöngvarar eru Andrea Gylfadóttir,
Bergþór Pálsson og Harpa Harðardóttir.
Einleikarar eru m.a. saxófónleikararnir Sig-
urður Flosason, Stefán S. Stefánsson, Ólafur
Jónsson, Jóel Pálsson og Kristinn Svavarsson.
Einleikari á trompet er Birkir Freyr Matth-
íasson og á básúnu Edward Fredriksen. Píanó-
leikari er Ástvaldur Traustason.
Duke Ellington var 66 ára er hann var beðinn
að semja tónlist til flutnings í stærri kirkjum í
Bandaríkjunum. Árangurinn varð þrír konsert-
ar sem hann ferðaðist með um Bandaríkin og
Evrópu á árunum 1966–1974. Ekki voru glögg
mörk á milli hinna þriggja konserta og var oft
blandað efni úr þeim öllum. Einsöngvarar voru
margir en einn þeirra þekktari var hin sænska
Alice Babs. Kórarnir voru þeir sem náðist til á
hverjum stað. Kórþátturinn var að mestu ein-
raddaður. Árið 1993 var John Højbye beðinn
um að stjórna alþjóðlegu átaki um að koma
þessu verki í aðgengilegt form, því ekki var til
nein raddskrá. Hann er danskur og mjög þekkt-
ur sem tónskáld og kórstjóri. Hann fékk Peder
Pedersen, sem er tónskáld og útsetjari og
stjórnandi stórsveitar, til að vinna verkið með
sér. Útkoman varð heilsteypt útsetning fyrir
kór, einsöngvara og hljómsveit þar sem þáttur
kórsins er síst minni en hljómsveitarinnar. Það
er þessi útgáfa sem flutt verður á tónleikunum.
Ber keim af sorgartónlist
Requiem eftir sænska tónskáldið Nils Lind-
berg var frumflutt í St. Clara-kirkjunni í Stokk-
hólmi 1993. Frumflutningurinn vakti mikla at-
hygli og verkið hefur farið sigurför um heiminn.
Kór Langholtskirkju ásamt Stórsveit Reykjavík-
ur fluttu verkið 1997 og kom þá tónskáldið sjálft
og lék píanóþáttinn. Verkið er samið við hinn lat-
neska texta sálumessunnar en tónlistin ber keim
af sorgartónlist blökkumanna í New Orleans í
bland við Gregorskan messusöng og notkun
kirkjutóntegunda. Verkið er samið fyrir stóran
kór, þrjá einsöngvara, og stækkaða stórsveit þar
sem bætt hefur verið við tveim hornum, tveim
flautum og slagverki. Erfitt er að fella tónlist
Nils Lindberg undir ákveðna stefnu. Hún er afar
persónuleg og hann notar m.a. blöndu af djassi,
þjóðlagahefð Dalanna og sinfónískri tónlist.
Vann með Baker og Ellington
Nils Lindberg fæddist í Uppsölum í Svíþjóð
árið 1933. Hann stofnaði sína fyrstu djasshljóm-
sveit aðeins 16 ára og tveim árum seinna var
fyrsta útvarpsútsendingin með hljómsveitinni.
Hann stundaði tónlistarnám bæði í Uppsölum
og Stokkhólmi þar sem hann vann m.a. með Jos-
ephine Baker, Alice Babs, og Duke Ellington á
tónleikaferðum innan og utan Skandinavíu. Árið
1960 var hann ráðinn til að sjá um fyrstu röð
djassþátta fyrir sænska sjónvarpið. 1963 fékk
hann styrk frá Evrópusambandi sjónvarps-
stöðva til að semja verk fyrir sinfóníuhljómsveit
og djasssveit sem hann nefndi „Concerto 63“.
Það varð upphaf að frekari störfum í Evrópu.
Hann sá um flutning eigin tónlistar við útför
Olavs Palme árið 1986 og var fenginn til að
semja sérstaka tónlist er páfinn messaði í Upp-
sala-dómkirkjunni 1989.
Í ágúst 1997 var frumsýnd í Stokkhólmi í
Historiska museets gård víkingaóratorían
„Runkärlek“, risaverkefni sem Norðurlöndin
stóðu að. Flytjendur vou 200, – kórsöngvarar,
hljóðfæraleikarar og einsöngvarar frá Svíþjóð,
Noregi, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Eist-
landi, Orkneyjum, Grænlandi og Lapplandi.
Bergþór Pálsson söng eitt aðalhlutverkið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jón Stefánsson æfir hér tónlistarfólkið sem flytja mun lofgjörðardjass í Langholtskirkju.
LOFGJÖRÐARDJASS
Í LANGHOLTSKIRKJU
BÓK Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík,
kom út á dögunum hjá ítalska forlaginu Ugo
Guanda Editore, í þýðingu Silviu Cosimini.
Dómar þar hafa verið lofsamlegir. Gagnrýn-
andi Venerdi telur víst að bókin muni slá í gegn
á Ítalíu, La Stampa segir Hallgrím frábæran
höfund gróteskrar og ærslafenginnar skáld-
sögu og tímaritið Pulp mælir með henni við les-
endur sína. Bókaútgáfan Guanda er hluti af
Longanesi samsteypunni en meðal höfunda
forlagsins má nefna Nick Hornby, Magnus
Mills, Charles Bukowsky og Pablo Neruda.
Rétturinn á bókinni hefur nú verið seldur til
tólf landa auk Ítalíu en hin löndin eru England,
Bandaríkin, Danmörk, Svíþjóð, Finnland,
Þýskaland, Holland, Pólland, þar sem bókin
mun einnig koma út sem rafbók, Rúmenía,
Frakkland og Spánn.
Bókin kom fyrst út hjá Máli og menningu
1996 og var kvikmynd síðar gerð eftir sögunni.
101 REYKJAVÍK
FÆR LOFSAMLEGA
DÓMA Á ÍTALÍU
Hallgímur Helgason