Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. NÓVEMBER 2001
F
RANKFURT am Main er mikil
borg, stór borg í öllum skilningi,
ekki einungis fyrir umfang og að
vera banka- og fjármálamiðdepill
Þýskalands, ein helsta miðstöð
kaupstefnuheimsins um leið. Fjöl-
þætta og yfirþyrmandi skýja-
kljúfa, þar á meðal einn ferskan
og frægan eftir stjörnuarkitektinn Sir Norman
Foster, sem seinna kemur við sögu fyrir fleiri
slíka og rómaða sýningu athafna hans á Lous-
iana-safninu í Humlebæk. Heldur einnig margt
annað, til að mynda endurbyggt Goethe-hús og
nýlegt óperuhús. Gamla glæsilega óperan í ný-
klassískum stíl byggð 1872–80 sem brann í
stríðinu en endurbyggð 1964–81, er nú virkjuð
sem hljómleika- og ráðstefnuhöll. Víðfræg lista-
söfn þar á meðal mörg og margvísleg báðum
megin við fljótið Main sem borgin er kennd við,
nefnist svæðið safnabakkinn. Einnig eru í borg-
inni umfangsmikil sögusöfn af öllu tagi, sem tek-
ur daga að skoða í heild sinni. Þá ber að geta að
árlega í október, er þar haldin ein umfangs-
mesta bókakaupstefna heims, sem gerir al-
mennum ferðalöngum nær ókleift að fá hótel-
rými í borginni, jafnvel nágrenni hennar meðan
á henni stendur, raunar mörgum óforsjálum
þátttakendum.
Þetta er þannig fyrirbæri sem menn nefna
megaborg þar sem allt er stórt í sniðum og fátt
mætir afgangi, ei heldur skemmtanaiðnaðurinn
eiturlyfjaneysla eða aðrar óhjákvæmilegar
dreggjar stórborgarlífsins. Og þó er íbúatalan
langtífrá yfirþyrmandi og rokkar til og frá, var
til að mynda 631.200 1979, en 627.500 1989, þar
af 136.600 útlendingar, en íbúunum hefur sjálf-
sagt fjölgað eitthvað síðan.
Það lætur að líkum að flugumferðin sé stríð í
slíka heimsmiðstöð í hjarta Þýskalands, þannig
státar Frankfurt af einni stærstu flughöfn í
heimi 10 kílómetra frá borginni, aðeins
Heathrow í London er stærri í Evrópu. Stækk-
ar ískyggilega þótt íbúatalan standi svo til í stað
og hefur breyst í risavaxið völundarhús á þeim
33 árum sem eru liðin frá því mig bar þar að
fyrst. Eins gott að ókunnugir sem fljúga þaðan
hafi allan varann á, gefi sér góðan tíma.
Frankfurt var eðlilega fyrsti áfangi minn á
listakaupstefnuna í Köln, sýningar í Bonn, Rott-
erdam menningarborgum Evrópu 2001, svo og
Kaupmannahöfn þar sem nú standa yfir mikils-
háttar sýningar til að mynda á arkitektúr áð-
urnefnds Sir Normans Fosters, sem ég vildi alls
ekki missa af.
Var snöggur að losa mig við farangurinn á
hóteli steinsnar frá aðaljárnbrautarstöðinni,
arkaði þvínast niður Münchenstrasse í átt til
safnabakkans neðar í borginni. Hrikalegir
skýjakljúfar og nýja óperan urðu fljótlega á vegi
mínum, en þar er ég vanur að doka aðeins við og
rýna í veggspjöldin. Mér til undrunar rakst ég
fljótlega á nafn einhvers Magnúsar Baldvins-
sonar sem fer um þessar mundir með stór hlut-
verk í tveim óperum, Sarastro í Töfraflautu
Mozarts og Der Goldhändler í Cadillac eftir
Paul Hindemith. Komst í enn betra skap fyrir
frama landans en ég var í fyrir og harla létt-
stígur á leið minni í Karmelítaklaustrið enn neð-
ar, sem að hluta hefur verið innréttað sem lista-
safn og listhús með reglubundnum sýningum.
Eftir að hafa að auk skoðað Borgarsafnið,
Schirn-listahöllina, núlistasafnið og dómkirkj-
una uppgötvaði ég að fyrirhuguð dagstund var
ekki nóg ef ég ætti einnig að ná safnabakkanum
hinum megin við fljótið og hinu mikla Städel-
safni, kennt við bankamanninn Johann Fried-
rich Städel (1728–1816), sem á sínum tíma arf-
leiddi borgina að tveim milljónum gyllina í því
skyni að reist yrði listastofnun í borginni. Mál-
verkasafnið sem stutt og laggott er nefnt, das
Städel, í daglegu tali, er í dag eitt hið auðugasta
af eldri sem nýrri tíma málverkum í öllu land-
inu, prýtt mörgum lykilverkum meistaranna.
Hið mikla Dóminika-altari Hans Holbeins frá
1501, sem er 6,5 metra breitt og alltaf endurnýj-
ar sig við hverja sýn er þannig 500 ára og þó eins
og málað í gær, svo vel hefur það varðveist.
Städel-listaháskólinn var einnig reistur fyrir fé
bankamannsins. Framlenging dvalarinnar
reyndist rétt ákvörðun því ekki biðu mín einasta
frábærar sýningar á Städel, svo sem ljósmynda-
sýning frá Aþenu og Grikklandi á myndum
teknum eftir miðbik 19. aldar og fram á þriðja
áratug síðustu aldar, ásamt úrvali af æviverki
ljósmyndarans Nelly, sem dó 1998, rétt fyrir
aldarafmæli sitt og hafði þá lifað margt. Heldur
einnig risastór útimarkaður á öllu milli himins
og jarðar á safnabakkanum. Þar var með sanni
handagangur í öskjunni, úrvalið og atgangurinn
mikil sjóræn uppákoma. Nelly var af grískum
ættum, fædd í Anatólíu, en gekk í skóla sem var
rekinn af frönskum nunnum og síðan framhald-
skóla í Smyrna (nú Izmir). Hún þekkti vel til
hinna fornu grísku staða í Litlu-Asíu, en til sjálfs
Grikklands einungis af þeim sögum sem faðir
hennar miðlaði henni. Hélt ásamt bróður sínum
til Dresden 1920, til að nema málaralist og tón-
list, en sneri sér er fram liðu stundir að námi í
ljósmyndum með andlitsmyndir sem sérgrein.
FERÐABÓKARPÁR
Frá ný-
listasafninu í
Frankfurt;
Marlene
Dumas: Líf-
vörðurinn.
Barónessa Carmen og barón Hans Heinrich Thyssen-Bornemisza kunna flestum söfnurum og
sérfræðingum betur að lesa málverk sé tekið mið af sýningunni „Frá Brueghel til Kandinsky“.
Hin mikla altaristafla eftir bræðurna Hubertus og Jan van Eyck í dómkirkjunni í Gent, sem Jan lagði síðustu hönd á 1432. Alvaldur himnafaðirinn í hásæti fyrir miðju, María guðsmóðir og Jóhannes
skírari honum sitt til hvorrar handar, en Adam og Eva fjærst hvoru megin. Til hægri er hinn alvaldi himnafaðir í nærmynd.
Rotterdam og Porto eru menning-
arborgir Evrópu í ár, en merkilega
fátt hafa íslenzkir fjölmiðlar haft frá
því að herma, eftir að Reykvíkingar
héldu sig nafla heimsins á síðasta
ári, þá sóminn deildist á níu staði.
BRAGI ÁSGEIRSSON fékk boð um
að tylla tá í Rotterdam og notaði
tækifærið til að skoða listakaup-
stefnu, söfn og sýningar um norðan-
verða álfuna. Stiklar hér á stóru en
tekur þar næst einstaka viðburði fyrir.