Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001 11
Er hægt að vera staddur fyrir austan sól
og sunnan mána? Er hægt að segja eitt-
hvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar
er dagur eða nótt, vetur eða sumar?
SVAR:
Svarið er já; það er hægt að gefa þess-
um orðum merkingu á skynsamlegan hátt
á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski
má bæði hafa af því nokkurt gagn og gam-
an!
Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sól-
in er á hverjum tíma beint yfir einhverjum
tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan
stað má draga „línu“ í norður og suður en
línan verður raunar að stórhring sem kallað
er, það er að segja hring á yfirborði jarðar
sem liggur um þennan stað og um bæði
heimskautin (pólana). Þessi hringur skiptir
yfirborði jarðar í tvær jafnar hálfkúlur.
Eðlilegt er að segja að þeir sem eru á hálf-
kúlunni sem er fyrir austan bogann gegnum
staðinn séu „fyrir austan sól“ en hinir fyrir
vestan hana. Hálfkúlurnar markast á dag-
hlið jarðar af þeim stöðum þar sem sólin er
í hádegisstað en á næturhliðinni af stöðum
þar sem miðnætti er samkvæmt sólartíma.
Hver staður á jörðinni er fyrir austan sól í
12 klukkustundir í senn, frá hádegi til
miðnættis, en fyrir vestan hana hina 12
tímana. Þetta tengist hins vegar ekki
árstíðarskiptum utan hvað málið flækist
svolítið á heimskautasvæðunum sumar og
vetur.
Orðin „fyrir sunnan mána“ má skilgreina
á hliðstæðan hátt. Við finnum staðinn sem
er beint undir mánanum á tilteknum tíma.
Þeir sem eru fyrir sunnan breiddarbaug
staðarins eru þá fyrir sunnan mána. Breidd
tunglsins getur mest orðið um 28,5 gráður í
hvora átt, þannig að þeir sem halda sig fyr-
ir sunnan 28,5 gráður suðlægrar breiddar
eru þannig alltaf fyrir sunnan mána. Þeir
sem eru fyrir norðan 28,5 gráður eru aldrei
fyrir sunnan mána enda er hann alltaf fyrir
sunnan okkur og fyrir sunnan hvirfilpunkt
himins frá okkur séð. Hinir sem búa í hita-
beltinu og næsta nágrenni þess eru ýmist
fyrir sunnan eða norðan mánann. Þeir sem
búa á miðbaug eru til dæmis alltaf sem
næst hálfan tunglmánuð sunnan mánans en
hinn helminginn norðan hans.
Með því að tengja saman þessi tvö atriði
hér á undan má sjá hverjir eru á hverjum
tíma „fyrir austan sól og sunnan mána“.
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði.
Hvað er kynorka?
Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu
eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyf-
ingu, vatnsorka er orka vatnsins og efna-
orka er orka efnanna. Kynorka er skil-
greind á sama hátt og önnur orka, sem
hæfileikinn til að framkvæma vinnu. Hún er
mæld í júlum (J) eða kílóvattstundum
(kWh) eins og önnur orka. Kynorka dýra,
þar á meðal manna, er mismikil. Vert er að
hafa í huga að þessi orka birtist ekki aðeins
í tiltölulega nánum samskiptum við hitt
kynið eða sama kyn, eftir atvikum, heldur
getur hún líka birst í ýmsum öðrum athöfn-
um einstaklinganna. Sumir fræðimenn hafa
jafnvel gengið svo langt að halda því fram
að kynorka birtist í nær öllum athöfnum
dýra og manna.
Menn greinir á um uppruna kynork-
unnar, einkum hjá mönnum. – Sumir segja
að hún eigi rætur að rekja til þess sem seg-
ir í Biblíunni að Guð hvatti mennina til að
margfalda kyn sitt og leggja undir sig jörð-
ina. Viðleitni manna til þess hófst með
syndafallinu eins og kunnugt er og hefur
margeflst á síðustu tveimur öldum eða svo.
– Aðrir vilja hins vegar rekja kynorkuna til
Darwins. Samkvæmt þróunarkenningunni
varð tvíkynja æxlun til með þróun af því að
hún sé í ýmsu samhengi „hæfari“ en ein-
kynja æxlun. Svo mikið er víst að Darwin
átti mörg börn.
Samanlögð kynorka manna virðist fara sí-
vaxandi ef marka má til dæmis látlausa
mannfjölgun. Þess vegna gæti kynorkan orð-
ið ótakmörkuð auðlind þegar fram líða
stundir og mönnum hefur tekist að beisla
hana á sífellt fleiri vegu. Fyrir utan notkun
hennar til dæmis í bókmenntum og listum
felast möguleikarnir meðal annars í því að
virkja hreyfiorkuna sem verður til úr kyn-
orku á hinum ýmsu stigum aðdráttar og
jafnvel líka án þess að nein sérstök aðdrátt-
armiðja sé fyrir hendi.
Í aldanna rás hefur menn greint mjög á
um hagkvæmni kynorkunnar. Þess er vart
að vænta að þeim umræðum linni núna þeg-
ar hennar er ekki lengur þörf til að fjölga
mannkyninu. En sumir hafa jafnvel talið að
sjúkdómar og óáran fylgi nýtingu þessarar
orkulindar. Óbeisluð útrás hennar er yf-
irleitt litin hornauga enda verður því ekki í
móti mælt að hún hefur valdið skæðum sjúk-
dómum og ýmsum félagslegum vandamálum
auk þess sem hún getur dregið úr afköstum
á vinnustað. En svo benda ýmsir á að beisl-
uð og rétt virkjuð kynorka sé afar hag-
kvæm, skapi vellíðan, ýti undir hollar lífs-
venjur eins og líkamsrækt, dragi úr óhollum
freistingum svo sem sælgætisáti og eigi sinn
þátt í ýmsum merkustu verkum mannsand-
ans.
Umhverfismat á áhrifum kynorku hefur
ekki farið fram svo að okkur sé kunnugt.
Til þess þyrfti að setja á laggirnar afar öfl-
ugan „þverfaglegan“ hóp eins og það er
kallað, það er að segja hóp manna úr mörg-
um óskyldum fræðigreinum. Gæta þarf að
því að bæði kynin eigi jafnmarga fulltrúa í
hópnum. Hópurinn þyrfti að huga vel að
margháttuðum hálfduldum birting-
arformum þessarar orku. Sem dæmi má
nefna að auglýsingastofur nútímans kynnu
að þurfa að leggja upp laupana ef menn
hættu að virkja kynorkuna. – Mengun af
völdum kynorku sýnist okkur hins vegar
frekar lítil og að hluta auðvelt að ráða
niðurlögum hennar með góðum þvotta-
vélum.
Hér þarf þó að gera þann fyrirvara að
sumir vilja tengja stóra og eldsneytisfreka
jeppa við kynorku. Þó hefur sú tilgáta einn-
ig heyrst að stórir jeppar séu til komnir
vegna skorts á kynorku. Umhverfismat leið-
ir vonandi í ljós hvað rétt er í þessu en þá
verðum við kannski að endurskoða viðhorf
okkar til umhverfisáhrifa frá þessari orku-
lind.
Ritstjórn Vísindavefjarins þótti við hæfi að slá á
létta strengi í tilefni af áramótum og er svarið um
kynorkuna eftir hana.
Spurningin er í flokki svokallaðra föstudagssvara
og þau ber að taka mátulega alvarlega.
Leiðrétting: Fyrir jól birtist í Lesbókinni
svar eftir Árna Björnsson um aðventuljósin
þar sem hann sagði að þessi gluggaskreyt-
ing hefði ekki slegið í gegn í Svíþjóð eins og
hún hefur gert hér á landi. Þetta er ekki alls
kostar rétt. Hið rétta mun vera að Svíar
voru seinni til en Íslendingar, þar urðu að-
ventuljósin ekki vinsæl sem gluggaskreyting
fyrr en um 1980.
ER HÆGT AÐ VERA
FYRIR AUSTAN SÓL
OG SUNNAN MÁNA?
Vísindavefurinn þakkar lesendum sínum áhuga
og stuðning á árinu sem er að líða. Starfið við vef-
inn hefur verið ánægjulegt og standa nú vonir til að það geti haldið
áfram enn um sinn, jafnvel í nýjum farvegum til viðbótar
þeim sem fyrir eru.
VÍSINDI
sambúðinni við föður hans. Í einu orði sagt: hún
lúffaði.
„Við fáum ókeypis inn.“ Óþreyju gætti í
bjartri barnsröddinni.
„Nú?“
„Myndin er um akfeita mömmu. Hún heitir
meira að segja Big fat Mama. Allir krakkar
sem koma með feita mömmu fá ókeypis inn. Og
sá sem kemur með feitustu mömmuna fær
50.000 króna inneign í Íslandsbanka.“
Katrínu sundlaði. „Álfur minn, ég get ekki
...“
„Þú getur víst. Allavega hefur þú gott af
hreyfingu.“ Svar hans hljóðaði hæðið en svo
sljákkaði í rómnum. „Krakkinn sem vinnur fær
auðvitað að eiga peningana. Ekki mamman. Þú
skilur.“
„Ég skil,“ svaraði hún í uppgjafartón. „Vita-
skuld skil ég, en ...“
„Æ, mamma, ekkert EN. Ég er eini strák-
urinn í bekknum sem á ekki snjóbretti og þú ert
alveg nógu feit til að sigra.“
Hún draup höfði, hugsi um stund. Nægilega
lengi til að ímynda sér gleði sonar síns ef hann
eignaðist snjóbretti. „Með einu skilyrði.“
„Hverju?“
„Að þú munir framvegis eftir því að slökkva á
Popptíví áður en þú æðir út. Ég er dauðþreytt á
gaulinu og á orðið erfitt með gang.“
„Getur þú ekki einu sinni gengið að sjónvarp-
inu ...“ tautaði Álfur en þagnaði er honum varð
litið á andlit móður sinnar. „Ókei. Ég lofa því.
Slökkva alltaf á Popptíví. Eigum við þá að
koma?“
Smán
Fyrir utan kvikmyndahúsið mátti sjá röð af
sælum börnum sem studdu feitar, hreyfihaml-
aðar mæður sínar að innganginum. Sumar
mömmurnar hlógu dillandi hlátri og góndu
spenntar á skiltið með áletruninni: Ert þú feit-
asta mamma á Íslandi?
Aðrar líktust lömbum á leið til slátrunar;
ekki saklausum heldur lífsleiðum lömbum.
Katrín tilheyrði síðari hópnum.
Þær forðuðust að horfa á hvor aðra meðan
börnin sperrtu sig roggin; þau höfðu svo oft
blygðast sín fyrir vaxtarlag mæðra sinna og nú
gátu þau hreykt sér af því. Hreyknin skein af
smágerðum andlitunum og lagleg lítil stúlka
þandi út magann, hallaði höfðinu aftur og gekk
með látbragði offitusjúklings upp og niður
tröppurnar, skríkjandi af kæti. Hin börnin
hlógu.
Í myrkum salnum hríslaðist spenna um loftið
og krakkarnir hlógu enn, grönn og kvik við hlið
mæðranna, iðuðu í sætunum líkt og lífsglaðir
kettlingar. Kraðak kvenna, dætra og sona
belgdu sig út af poppi, súkkulaði, lakkrís og
gosi. Svo hófst myndin.
Þau horfðu á digra, miðaldra konu setjast á
klósett og hafa svo svakalegar og illa lyktandi
hægðir að óeinkennisklæddi lögregluþjónninn
sem var í felum bak við sturtuhengið féll nánast
í yfirlið. Álfur skellihló en Katrín mændi stjörf
á tjaldið. Hana verkjaði í gagnaugun. Hún var
aðþrengd í sætinu sem var hannað fyrir mun
fíngerðari manneskjur. Hún var dofin.
Eitt sinn var Katrín lítil stúlka í köflóttum
buxum, rauðri prjónapeysu og lakkskóm sem
veifaði fánanum 17. júní og heiðraði Ásgeir for-
seta ásamt foreldrum sínum, öðrum börnum og
foreldrum þeirra, ömmum og öfum, systkinum,
frændum og frænkum. Þá voru þau svo hreykin
af ungu en þróttmiklu lýðveldinu. Sérstaklega
ömmurnar og afarnir. Katrín mundi síðar að
föðuramma hennar hafði ætíð tárast á þjóðhá-
tíðardaginn og bakað pönnukökur í tilefni há-
tíðarinnar, ljósar og dísætar pönnukökur sem
runnu mjúklega ofan í magann með kaldri
mjólk.
Á unglingsaldri hlustaði Katrín á Jesus Crist
Superstar, kyssti kauðslega skólafélaga sína,
tók reyk ofan í sig og stundi amen, jós svívirð-
ingaaustri yfir sóknarprestinn og fékk ekki að
fermast. Stráksleg og fyndin með brosandi
augu sem státuðu af hrekkjalómaglampa.
Greind, uppátektarsöm og íhugul; fullkomlega
laus við hvers konar undirlægjuhátt. Í galla-
buxum, hvítri lopapeysu og þykkbotna leður-
skóm með ljósar krullur, íbyggið augnaráð og
þrýstnar varir sem teygðust gjarna í ósvífið
glott.
Þannig útlítandi kynntist hún Þór. Flottasta
stráknum í skólanum að mati stelpnanna því
hann var með dökkblá augu, skjannahvítar
tennur og stæltan líkama; yfirvegaðasta að
mati strákanna því hann duldi almennt áhuga-
leysi og grunna skilningsþörf með þegjanda-
hætti. Þór var kurteis og diplómatískur í um-
gengni; vildi vel en hver vill það ekki? Síðar
meir andlegur niðurrifsseggur. Dóni í einrúmi
og grimmur í einfeldningsskap sínum.
Þau byrjuðu saman kvöldið sem stúdents-
prófinu var fagnað. Katrín neitaði að setja upp
húfu, hún var mótfallin einkennistáknum. Þór
bar sína stoltur.
Í háskóla róaðist hún og grúfði sig yfir bæk-
ur, ljóðaskilgreiningar, greinar eftir mismun-
andi fræðinga á Íslendingasögunum, Strind-
berg jafnt sem Flaubert, gömlu þjóðskáldin og
beatkynslóðina. Um sinn. Síðar vék áhuginn
fyrir morgunógleði, hormónasveiflum og
flóknu, krefjandi sambúðarmynstrinu við
barnsföðurinn.
Hún hætti námi og sneri sér að húsmóður-
shlutverkinu. Þór tók hinsvegar próf og út-
skrifaðist sem búfræðingur. Og þau giftust.
Hann kaus hátíðlega giftingu í kirkju en á þeim
tíma bjó Katrín enn yfir viðnámi svo vígslan átti
sér stað hjá Sýslumanninum í Reykjavík.
„Skyldi hún á munúð hyggja!“ hafði föður-
amman mælt þegar Þór mætti í fyrsta skipti í
lýðveldispönnukökurnar með sonardóttur
hennar. Munúðin náði hámarki fyrsta mánuð
sambands þeirra. Smám saman umbreyttist
hún í mýgrút af basli, þrætum og áhyggjum.
Eftirsjá
Í anddyri kvikmyndahússins stóð gríðarstór
vigt í skærum litum, bleikum, neongrænum,
appelsínugulum. Í hléinu stóðu konurnar í
langri og áberandi breiðri röð til að láta vigta
sig. Katrín var síðust til að stíga á vigtina. Hún
lokaði augunum meðan áhyggjulaus fegurðar-
drottning, sérlega rík af kvenlegum eðlisþátt-
um, brosti léttúðug og leit á tölurnar áður en
hún kunngerði niðurstöðuna, óþægilega við-
kunnanlegri röddu sem minnti á róandi tón
klínikdömu meðan tannlæknirinn borar ein-
beittur í skemmdina.
Innan skamms lágu úrslitin ljós fyrir. Mæð-
ur og afkvæmi þögðu þunnu hljóði og góndu á
glaðbeittan markaðsstjóra kvikmyndahússins.
Sá skælbrosti til markaðsmannsins frá bank-
anum sem rétti honum miða með nafni sigur-
vegarans. Festuleg karlmannsröddin glumdi
yfir söfnuðinn: „Feitasta mamma á Íslandi er ...
Dröfn Guðnadóttir. Gefum henni gott klapp!!!“
Lófatakið hljóðaði dræmt en Dröfn þessi
líktist aldeilis ekki lífsþreyttu lambi á leið til
slátrunnar. Fremur virtist hún hafa fengið ósk-
arsverðlaunin, nóbelsverðlaunin og fálkaorð-
una á einu bretti. Hún kyssti dóttur sína hreyk-
in, horfði með drambi á aðra bíógesti og sveif í
öllu sínu veldi til markaðsmannanna sem stóðu
sperrilegir við hlið ungfrú Ísland.is.
Í blindri sigurvímu hristi hún sig og skók og
faðmaði dóttur sína meðan flassljós blaðaljós-
myndaranna böðuðu þær; hana vantaði aðeins
kampavín til að hella yfir tjásulegt hárið. Gott-
erí kom í stað freyðandi veiga og mesta húll-
umhæinu var ekki fyrr lokið en hún stormaði að
sælgætissölunni til að kaupa súkkulaðistykki
og stórt pepsíglas.
Hinar mæðurnar voru ekki eins glaðar að
sjá. Nokkrar störðu á útjaskaða skó sína og af
svip flestra að dæma iðruðust þær að hafa
mætt í keppnina. Á hverjum degi fylltist hver
og ein skömm vegna holdafarsins og eftir
keppnina kom í ljós að sálarétandi skömmin var
réttmæt; feitar voru þær með sanni en samt
ekki nógu feitar til að vinna 50.000 krónur
handa barninu sínu. Konurnar horfðu biðjandi í
augu afkvæma sinna sem endurspegluðu
ásjónu þeirra, sakleysislegir speglar sem hvísl-
uðu blákalt: Þú ert hallærisleg, afskræmd – til-
gangslaus byrði.
Þó fann Katrín til eftirsjár af öðrum meiði.
Hún gleymdi syni sínum um stund og horfði á
Ungfrú Ísland.is sem dreifði auglýsinga-
bæklingum frá snyrtistofum, undirfatabúðum,
líkamsræktarstöðvum og heildsölum sem fluttu
inn snyrtivörur. Hún rétti mæðrum og dætrum
bæklingana, skreytta myndum af ungum fyr-
irsætum og stílaða á fermingarstúlkur jafnt
sem eldri kynsystur. Í sömu andrá leiftruðu
hugsanir Katrínar. Því laust í huga hennar að „í
denn“ þótti ekkert púkalegra en að vera feg-
urðardrottning, nema ef vera skyldi að gifta sig
með pompi og prakt í fullum brúðarskrúða hjá
presti. Tilgangslaust hefði verið að auglýsa
Wonderbra á þeim tíma því ungu konurnar
kveiktu í brjóstahöldurum. Þær leyfðu brjóst-
unum að vera frjálsum undir ódýrum bómull-
arbolum og fengu sér þykkspanga gleraugu til
að sjá betur. Sætur keimur af svita þótti eft-
irsóknarverðari en þung ilmavatnsangan og
spjall um stjórnmál áhugaverðara en vanga-
veltur um kaloríur. Engri heilvita stelpu datt í
hug að fara í naglasnyrtingu, hárgreiðslu eða
húðhreinsun. Slíkt gerðu aðeins ráðsettar,
teknar og ríkar konur. Líkt og horaða herfan,
móðir Þórs.
Skrukkan sú fagnaði ákaft þegar hann
kvæntist í annað sinn, ópersónulegri tískugyðju
sem brosti kalt en sagði fátt. Brúðkaupið var
glæsilegt og fjölmennt og brúðurin geislaði af
fegurð; athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju,
fyrirmyndin amerísk. Álfur var brúðarsveinn
og á meðan Katrín klæddi hann upp fyrir at-
höfnina hvarflaði að henni hvort smásmugulegt
skoðanaleysi Þórs hefði borið sigurorð af áköf-
um hugsjónum hennar. Eftir allt saman.
Fleira en tíðarandinn hafði breyst. Hún hafði
breyst með árunum og var allt önnur mann-
eskja í dag. Katrín skynjaði þá staðreynd með-
an hugarleiftrið sjatnaði og hún laut að Álfi til
að biðja hann fyrirgefningar á því að hafa ekki
sigrað. Katrín neyddist til að kyngja staðreynd-
inni þegar hún stundi hrelld: „Ekki segja pabba
þínum frá keppninni. Hann hlær.“
Höfundur er rithöfundur.