Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2001, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. DESEMBER 2001 13 Þ RIÐJI í jólum og lífið heldur áfram sinn vanagang. Margir komnir til vinnu eftir langþráð frí um jólahá- tíðina; – líka tónlistarfólkið, sem lík- lega hefur margt hvert verið í vinnu um jólin til þess að gera þau sem hátíðlegust fyrir okkur hin sem hvorki syngjum né spilum. Í Hall- grímskirkju er allt á fullu, tónlistin hljómar út á torg og skammdegisferðamenn sem vilja skoða kirkjuna eru vinsamlega beðnir að koma aftur síð- ar. Með það hverfa þeir aftur út í skafrenninginn og súpa hveljur þegar kuldaboli skvettir sér í fangið á þeim. Þeim sem náðarsamlegast fá að kíkja inn fyrir hlýnar brátt – heitir hljómar frá fiðlum og englahorni kæfa hrollinn fljótt. Hljóm- sveitin situr í norðurenda skipsins, en sætin í kirkjunni vísa til suðurs, en þegar blaðamaður og tón- skáld leggja saman krafta sína reynist auðvelt að kúpla sætisbakinu í rétta átt. Þá setjumst við niður og hlustum. Barn er oss fætt er heiti nýrrar jóla- óratoríu sem verður frumflutt í Hall- grímskirkju á morg- un. Tónskáldið er sætisfélagainn á bekknum, John Speight, en þetta er jafnframt fyrsta jólaóratorían sem samin er af ís- lensku tónskáldi. Það verða kórar Hallgríms- kirkju, Schola cantorum og Mótettukórinn sem syngja með einsöngvurunum Elínu Ósk Óskars- dóttur, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Garðari Thor Cortes og Benedikt Ingólfssyni og kamm- ersveit kirkjunnar. Konsertmeistari er Una Sveinbjarnardóttir en stjórnandi Hörður Áskels- son. Þetta er fyrsta æfing hljómsveitarinnar, en æfingin mun standa í allan dag og fram á kvöld og kórar og einsöngvarar bætast við eftir því sem stjórnandinn, Hörður Áskelsson, hefur skipulagt. Hörður var á dögunum tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti flytjandi síðasta árs fyrir listastarf í Hallgrímskirkju og geisladisk- ur eins kóra hans, Schola cantorum, var einnig til- nefndur sem einn af bestu geisladiskum ársins. Þar er reyndar að finna stórt kórverk eftir John Speight og enn annað verk tónskáldsins var til- nefnt til sömu verðlauna sem tónverk ársins. Þetta hefur verið viðburðaríkt ár hjá John Speight. Nýlega voru sönglög eftir hann flutt á tónlistarhátíð í Búlgaríu; þriðja sinfónía hans var frumflutt á árinu; nýtt verk eftir hann var einnig frumflutt á Akureyri fyrir jól, og í nóvember hlaut hann verðlaun í samkeppni Karlakórs Reykjavík- ur um ný kórverk. En hvað með þetta stóra verk, Barn er oss fætt? Þegar hljómsveitin er búin að æfa fyrsta þátt verksins bregður stjórnandinn á pásu, og við tón- skáldið getum sest niður til að spjalla. „Fyrsta æfing er alltaf svolítið stressandi, en það gengur bara svo vel núna, engin stór vanda- mál, – bara smáræði sem betur fer. En þú spyrð um þetta verk. Ég er búinn að búa hér í tæp þrjá- tíu ár. Það er alltaf verið að flytja verk Bachs og Händels á þessum tíma en aldrei neitt íslenskt. Mér fannst einfaldlega að það vantaði slíkt verk. Ég er búinn að vera með þetta í huga mér í nokkur ár, en það er erfitt að fá svona stór verk flutt, því það kostar svo mikið. Ég ræddi þessa hugmynd við Hörð, og hann sagðist til í hvað sem er, og við fórum að vinna að þessu.“ Það liggur margra mán- aða vinna að baki stóru verki sem þessu. John Speight starfar sem tónlistarkennari en semur á morgnana áður en kennsla hefst og eftir vinnu ef með þarf. Það hljómar einhvern veginn hjákátlega að tala um að tónverk séu samin eftir vinnu, eða í hjáverkum þegar um svo afkastamikið tónskáld er að ræða, og tónskáldið hlær þegar það orð er nefnt; – en þannig er nú samt raunveruleiki flestra þeirra sem við þetta fást. „Ég er hrifinn af drama“ Ég segi tónskáldinu að fyrstu hughrif mín af því sem heyrðist frá hljómsveitinni séu að þetta sé fal- legt verk og spyr hvort hann setjist niður með það í huga að semja eitthvað fallegt. „Nei, nei, nei, nei, – ég geri það aldrei; – það er eitthvað sem kemur. Ég held þó að flest tónskáld reyni að skapa eitt- hvað sem þeim þykir fallegt. Smekkur okkar er bara misjafn. En í þessu tilfelli fannst mér að ég þyrfti að velja tónmál sem væri ekki fráhrindandi, ég vildi hafa verkið þannig að það yrði auðvelt að hlusta á það. Ég var mjög heppinn að fá Benedikt Ingólfsson með mér í að velja textann. Hann er gamall söngnemandi minn, og var í guðfræðinámi þegar ég byrjaði á verkinu en hefur svo aftur snú- ið sér að söngnum. Hann valdi biblíutextana fyrir mig og tónlistin er auðvitað innblásin af þeim. Það er gífurlega mikið drama í þessum textum og þeir eru oft myndrænir og gaman að semja við þá. Það var alltaf sagt í Englandi að djöfullinn fengi alltaf bestu lögin, en ég bæti því við að drottinn hafi bestu textana. Ég hef unnið mikið við leikhús og er hrifinn af drama þannig að þetta passar mér vel.“ „Ég er bara ekki svoleiðis tónskáld“ John Speight segir að tímabilið frá því að verki er lokið og þar til það öðlast líf í höndum tónlistar- mannanna sé alltaf svolítið skrítið og stundum erf- itt. „Ég veit þó alltaf fyrirfram hvernig verkið mun hljóma og það er aðallega gaman að sjá fleira fólk taka þátt í þessu með manni, ekki síst þegar það hefur gaman af því sem ég er að gera. Þetta finnst mér vera mjög mikið atriði. Fólk á að hafa gaman af músík. Ég er ekki að tala um að fólk eigi að hoppa og skoppa yfir þessu; – en eins og Shake- speare, – þá er þetta alvarlegt en skemmtilegt. Eins og þú veist er tónlistin mín engin tilrauna- tónlist – ég sem bara ekki þannig verk og hef aldr- ei gert. Ég hef alltaf reynt að skrifa á blaðið það sem ég get ímyndað mér, og það sem ég heyri inní mér. Oft notfæri ég mér þó tilraunir sem aðrir hafa gert. Það er alveg nauðsynlegt hafa tónskáld sem gera tilraunir, það geta komið góðir hlutir út úr því – en ég er bara ekki svoleiðis tónskáld. Ég hef oft farið á nútímatónlistarhátíðir þar sem mað- ur hlustar kannski á þrenna tónleika á dag. Það getur verið hrein erfiðisvinna. En það er líka mjög örvandi og maður getur fengið ýmiss konar hug- myndir að vinna úr, og það geri ég oft.“ „Kórarnir hérna hafa þennan enska hljóm“ John Speight segir ákveðið já, þegar hann er spurður að því hvort hann hafi strax haft kórana í Hallgrímskirkju í huga þegar hann byrjaði að semja jólaóratoríuna. „Ég ólst upp við enska kór- hefð, þar sem kórar hafa mjög ákveðinn kórhljóm, eða sánd. Mér finnst kórarnir hérna hafa þennan enska hljóm, þótt Hörður sé menntaður í Þýska- landi. Það er mjög gott að vinna með Herði því að við erum algjörlega sammála um hvernig kór á að hljóma og það var gott þegar ég var að semja verkið að hafa það á hreinu.“ Jólaóratoría Johns Speight er ekki eins og gömlu verkin, þar sem skiptast á söngles og aríur. Formið er þrískipt eins og sinfónía; – verkið er í þremur þáttum, sá fyrsti er Ákall – Huggun, annar þátturinn er Fyr- irheit – Fæðing Krists og lokaþátturinn er Fagnaðarerindið. Texti fyrsta þáttarins er sóttur í 130. Davíðssálm, Úr djúpinu ákalla ég þig, drott- inn og úr jólasálminum gamla, Nú kemur heims- ins hjálparráð, sem finna má í ýmsum myndum allt frá því um 1300. Í fyrsta kaflanum er hlutur kóranna áberandi. Annar hluti verksins er byggður á textum úr spádómsbókum og sálmalaginu Af himnum ofan boðskap ber. Kórarnir eru enn í öndvegi en vægi einsöngsraddanna eykst. Þriðji hluti verksins er byggður á jólaguðspjalli Lúkasar. Einsöngsraddirnar eru í forgrunni. Sópraninn syngur lofsöng Maríu, Magnificat, við undirleik strengjakvartetts og ensks horns, en kórarnir eru í hlutverkum engla og hirða. Hjáverkin drjúg Æfingin heldur áfram og tónskáldið opnar raddskrána sína til að fylgjast með. Heima bíða hans fleiri verk í smíðum; barnasöngleikur fyrir Kór nýbúa, lagaflokkur fyrir Jónas Ingimundar- son við ljóð Þorsteins frá Hamri, bæði verkin sam- in eftir pöntun, og svo sellókonsert sem verður vonandi leikinn áður en langt um líður. Þau eru drjúg hjáverkin hjá John Speight. Með ómi af nýrri jólaóratoríu er Hallgrímskirkja kvödd og svei mér ef tónlistin hefur ekki betur en fjúkið þegar út er komið. Kannski það verði komið logn á morgun kl. 17, þegar jólaóratorían Barn er oss fætt eftir John Speight verður frumflutt. „FÓLK Á AÐ HAFA GAMAN AF TÓNLIST“ Morgunblaðið/Þorkell Kórar Hallgrímskirkju, hljómsveit, stjórnandinn Hörður Áskelsson og einsöngvararnir Elín Ósk Óskarsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Garðar Thor Cortes og Benedikt Ingólfsson. John Speight „Djöfullinn á bestu lögin en drottinn besta orðið,“ segir John Speight. Í Hallgríms- kirkju er verið að æfa nýja jólaóratoríu eftir hann. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR leit inn á æfingu og átti intermezzo með tónskáld- inu sem sagði m.a. frá dramatík í Biblíunni og enskum kórhljómi. begga@mbl.is ÞINGKOSNINGARNAR sem fram fóru í Danmörku í haust koma til með að hafa nokkrar breytingar í för með sér á menningararfleið Dana, en nýi menningarmálaráðherrann Brian Mikkelsen hefur látið sitt fyrsta verk vera að koma á fót stofnun sem hefur umsjón með menningararfi landsins. Að sögn dagblaðsins Berlingske Tidende munu í kjölfarið vera lagðar niður fjöldi minni stofn- ana, á borð við fornleifastofnun ríkisins, safnanefnd ríkisins og fornritastofnun ríkisins, sem áð- ur sáu um þessa málaflokka. Að sögn Mikkelsen er þessari nýju stofnun ætlað að sinna ofangreindum málaflokkum, sem og verndun og viðhaldi herragarða, halla og dysja landsins. „Það verða gerðar var- færnislegar breytingar á fjölda hluta. Það er búið að vera alltof mikið um reglugerðir og stjórn- un smáatriða. Nú er sviðið í heild sinni hins vegar komið undir einn hatt,“ sagði Mikkel- sen, og kvaðst vona að þverfag- leg samvinna milli ólíkra mála- flokka og danskra safna muni í kjölfarið aukast. Það vakti mikið umtal og gagnrýni er umsjón með dysjum landsins var flutt frá danska þjóðminjasafninu til umhverf- isráðuneytisins fyrir einum 20 árum. Safnið hefur frá þeim tíma starfað með ráðuneytinu að verndun dysjanna. Þrír starfsmenn umhverfismálaráðu- neytisins, sem höfðu með þenn- an málaflokk að gera, verða frá áramótum starfsmenn menning- ararfleifar stofnunarinnar og því útlit fyrir að þær breytingar hafi að nokkru gengið til baka. Erótískar freskur í Pompeii EIN fimmtán ár eru nú liðin frá því að uppgröftur við Pompeii- rústirnar á Ítalíu leiddi í ljós erótískar freskur við baðhús í borginni. Almenningur getur frá 19. janúar á næsta ári virt freskurnar fyrir sér, en eftir ít- arlegan uppgröft, viðgerðir og rannsóknarvinnu verða þær nú þáttur af sýningarahluta Pompeii. „Ég hafði ekki hugmynd um hvað þær væru að gera þarna,“ sagði fornleifafræðingurinn Luciana Jacobelli sem á heið- urinn að fund freskanna. Alls eru erótísku freskurnar átta talsins, en þær hafa verið mál- aðar í sterkum gylltum, græn- um og rauðum litum. Ekki eru fornleifafræðingar sammála um hlutverk þeirra og telur prófessor Pietro Giovanni Guzzo, sem hefur umsjón með uppgreftrinum, að þær séu aug- lýsingar fyrir kynlífsþjónustu sem boðið hafi verið upp á á efri hæðum baðhússins. Jacobelli er þessu hins vegar fullkomlega ósammála og segir myndirnar eiga að vekja kátínu frekar en losta. Rómverjar hafi litið á kyn- líf sem athöfn sem einkenndist af vissri árásarhneigð og því hafi myndirnar aldrei talist ann- að en fyndnar. Guðinn Mars er á einni af freskunum. Menningar- arfur undir einn hatt Reuters ERLENT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.